Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER1995 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA KLIFUR IFK GAUTABORG tryggði sér um helgina sænsku meistara- tignina í knattspyrnu þriðja ár- ið í röð er liðið lagði Trelleborg á heimavelli sfnum meðtveim- ur mörkum gegn engu. Með sigrinum var efsta sætið gull- tryggt en reyndar tapaði aðal- keppinauturinn, Helsinborg, sfnum leik á heimavelli gegn Hammarby með 3:5. Leikur Gautaborgar var síðasti leikur liðsins undir stjórn þjálfarans Roger Gustafsson sem lætur af störfum Grétar Þór eftir 6 ára feril. Eyþórsson Hefur gengi hans skrifarfrá með liðið verið Svíþjóö glæsilegt - þetta er 5. meistaratitillinn á 6 árum og auk þess hefur liðið unnið bikarkeppn- ina einu sinni undir hans stjórn. Að auki hefur liðið tvívegis náð langt í Meistaradeild Evrópu og er þar skemmst að minnast sigranna yfir bæði Barcelona og Manchester United á síðasta ári. Við liðinu tek- ur nú þjálfari Halmstad, Mats Jing- blad en Gustafsson mun taka að sér þjálfun yngri flokkanna hjá Gautaborg og lætur tilboð annarra félaga sem vind um eyru þjóta! íslendingaliðunum gekk upp og ofan í lokaumferðinni. Með sigri gegn AIK í Stokkhólmi gat Örebro tryggt sér bronsið og Evrópusæti. Allur vindur var hinsvegar úr Öre- bromönnum sem áttu varla sókn í leiknum sem endaði með sigri AIK 2:0. Arnór Guðjohnsen lék allan leikinn en Hlyn Stefánssyni var skipt inná er 30 mínútur voru til leiksloka. Örebro hafnaði því í 5. sæti með 38 stig. Örgryte í TOTO-keppnina Betur gekk hjá liði Rúnars Krist- inssonar, Örgryte í lokaumferðinni en liðið náði jöfnu gegn Malmö á útivelli, 1:1, eftir að hafa verið yfir fram á síðustu mínúturnar. Atti Rúnar góðan leik og fær m.a. 3 af 5 mögulegum hjá blaðinu GT. Ör- gryte hafnaði í 7. sæti með 35 stig og tekur að öllum líkindum þátt í TOTO-keppninni á næsta ári. Lið Hammarby og Frölunda falla í 1. deild og taka Oddevold og Umeá sæti þeirra. Norrköping og Öster leika aukaleiki um sín sæti og mætir Norrköping liði GAIS og Öster liði Gefle. Leikið verður heima og heiman. BLAK BJÖRN Baldursson á kllfurveggnum f Lilleström. Björn með brons í Lilleström BJÖRN Baldursson tryggði sér bronsverðlaun á Norðurlanda- mótinu í klifi, sem fór fram Há- kons-höllinni í Lilleström um helgina. Björn varð í öðru sæti í undanrásum og keppti í sex manna úrslitum ásamt fjórum Norðmönnum og einum Svía. Arni G. Reynisson varð í þrettánda sæti. Arangur Bjöms er góður, þar sem aðstæður til klifurs á Islandi eru ekki góðar. „Þetta var mikil upplifun og spenna — sér- staklega í úrslitakeppninni. Þeir sex keppendur af áttatíu sem kepptu til úrslita voru í einangr- un, þannig að þeir vissu ekki hvað hátt þeir náðu, sem fóm fram í salinn á undan. Sigurvegarinn fór fram á undan mér. Þegar ég var kominn á síðasta metrann voru áhorfendur staðnir upp og hróp- uðu og kölluðu, þannig að spenn- an var mikil. Ég náði ekki síðasta fastatakinu, en það munaði ekki miklu. Ef ég hefði náð því hefði ég staðið uppi sem sigurvegari þar sem ég varð í öðru sæti í undanrásunum, en sá sem stóð uppi sem sigurvegari varð í fjórða sæti i undanrásunum," sagði Björn. Norðmaðurinn Martin Reimes, sem klifraði 18,60 m í undanrás- um, náði festu á tuttugu metra markinu og i öðm sæti var Pál Benum Reiten frá Noregi, sem náði að snerta tuttugu metra tak- ið. Björn Baldursson náði 19,50 m plús, Norðmaðurinn Robert Ca- spersen var í fjórða sæti með 18,30 m. KARATE / NORÐURLANDAMOT Halldór krækti í brons Halldór Svavarsson hreppti brons- verðlaun í opnum flokki á Norðurlandamótinu í karate sem fram fór í Kaupmannhöfn á laugar- daginn. „Þessi árangur Halldórs er einn besti árangur íslensks karate- manns síðan Halldór varð Norður- landameistari í mínus sextíu og átta kílóaflokki fyrir sex árum,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, formaður Kar- atesambandsins. Þess má geta að Halldór hefur tvisvar áður fengið bronsverðlaun á Norðurlandamóti og einu sinni silfur- verðlaun auk gullsins árið 1989, í öll skiptin í sínum þyngdarflokki. Halldór var einn léttasti keppand- inn í opna flokknum og keppti einugis gegn þyngri keppendum. Hann lagði Norðmann í fyrstu viður- eign 2:1 og því næst hafði hann betur gegn Dana 2:0. í þriðju viður- eignin sinni mætti hann Finna og tapaði naumlega 1:0. Það var hörku- viðureign að sögn Karls Gauta og var Halldór nærri því í tvígang að fá ippon. Þessi árangur hans nægði til þriðja sætis. A mótinu kepptu einnig Hjalti Ólafsson í +78 kg flokki, Grétar Halldórsson í -78 kg auk þess sem Halldór keppti einnig í -68 kg flokki. Hjalta gekk illa, tapaði tveimur viðureignum og sigraði í einni. Grét- ar Halldórsson tapaði tveimur viður- eignum og var þar með úr leik. Halldór, sem hafnaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á NM í fyrra vann danskan andstæðing 2:1 en tapaði tveimur næstu glímum og var þar með úr leik. Danir urðu efstir í sveitakeppni, Finnar urðu aðrir og Norðmenn í þriða sæti. íslendingar voru ekki með í sveitakeppninni. Gautaborg sænskur meistari þriðja anði roð Fyrsta tap ÍS í INIeskaupstað STÚDENTAR töpuðu sínum fyrsta leik í Neskaupstað frá upphafi þegar heimaliðið náði að leggja gestina í þremur hrin- um gegn engri á íslandsmóti karla um helgina. Reykjavíkur Þróttarar lögðu KA tvívegis 3:1 um helgina og HK náði að merja sigur á Stjörnunni 3:2. Stúdentar skelltu Þrótturum eystra á föstudagskvöldið 3:1 en á laugardag var allt annað hljóð í strokknum. Baráttuglaðir Þróttar- ar mættu vel stemmdir til leiksins og hinn nýi uppspilari liðsins, Búlg- arinn Apostol Apostolev, dreif sína menn áfram og var mótorinn í lið- inu. Stúdentar áttu ekkert svar við heimamönnum sem sýndu hvað eft- ir annað gífurlega baráttu á gólfínu og Kristján Sigþórsson bjargaði ótrúlegustu boltum, en hann og Sigfmnur Viggósson ásamt Apostol voru bestu menn liðsins. Köflótt hjá HK og Stjömunni Stjarnan bytjaði mun betur í Digranesi á laugardaginn og virtist ætla að klára leikinn 3:0 eftir að hafa unnið fyrstu tvær hrinurnar, en í þriðju hrinu kom reiðarslagið og leikmenn Stjömunnar sprungu á limminu eftir að hafa leitt 9:5. Vignir Hlöðversson og Guðbergur Egill Eyjólfsson, HK, voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð í leiknum og rifu sína menn áfram og eftir dapra byijun náði HK að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var mikið klúður að tapa þessum leik,“ sagði Einar Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar eftir leikinn. Stúdínur sterkar Stúdínur gerðu góða ferð í Nes- kaupstað um helgina þegar þær náðu að leggja heimaliðið tvívegis að velli. Fyrri leikurinn á föstudags- kvöldið var mikill baráttuleikur og það var ekki fyrr en eftir 112 mínút- ur að heimaliðið mátti játa sig sigr- að eftir að hafa haft góða mögu- leika á að gera út um leikinn en oddahrinan endaði 16:14 fyrir Stúd- ínur. Stúdínur höfðu hins vegar undirtökin frá byijun á laugardag- inn og skelltu heimaliðinu 3:0. í liði Þróttar lék með nýr rússneskur leik- maður, Svetlana Moriski en hún náði ekki að setja mark sitt á leik- ina. Íslandsmeistarar HK fengu bik- armeistara Víkings í heimsókn á laugardaginn og það þurfti fimm hrinur til að fá fram úrslit í leikn- um. Víkingur vann fyrstu tvær hrinurnar en ótrúleg niðursveifla gerði útslagið hjá gestunum sem höfðu 10:2 yfir í þriðju hrinu, en í þeirri stöðu var Óddnýju Erlends- dóttur skipt út af og heimaliðið var ekki lengi að grípa gæsina þegar hún gafst. Þetta var annað tap Vík- ingsstúlkna það sem af er. Kristófer verður með KR-ingum KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattspyrnumaður úr Breiða- bliki, hefur ákveðið að leika með bikarmeisturum KR á næsta leiktímabili. „Þetta er ákveðið og ég hlakka til að leika með KR. Ég vildi breyta til og vonandi bætir maður sig knattspyrnulega með þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Kristófer hefur leikið með Breiðabliki en í fyrra hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann lék með Viístra Frölunda en kom heim á miðju tímabili vegna meiðsla. Svívirðingar kynþátta- hatara refsi- verðar IAN Wright, miðherji Arsenal og enska landsliðsins, fékk að heyra ýmsar svívirðingar og háðsglósur frá áhorfendum þegar honum var skipt út af undir lok deildarbikarleiks Arsenal og Barnsley sem Ars- enal vann 3:0 í liðinni viku. Enska knattspymusambandið lét sig máUð varða og til- kynnti Arsenal um helgina að það yrði tekið föstum tökum. Samtök sem beijast gegn kyn- þáttafordómum hafa tilkynnt iögreglu um málið og vonast til að sjónvarpsmyndir sýni hvað gerðist svo kæra megi þá sem höfðu sig í frammi gegn Wright. David Davies, talsmaður Enska knattspyrnusambands- ins, sagði að sambandið væri leiðandi í baráttu gegn kyn- þáttafordómum í knattspyrnu og það gæti ekki Uðið fram- komu eins og Wright máttí þola en hann er blökkumaður. John Dennis, formaður Barns- ley, hefur sent Wright skrif- lega afsökun vegna atviksins en nokkir stuðningsmenn Barnsley áttu hlut að máU. ■ RAITH Rovers, skosku deildar- bikarmeistararnir sem slógu íslands- meistara íA út úr UEFA-keppninni, urðu fyrstir til að skora á heima- velli gegn meisturum Rangers í skosku deildinni á þessu tímabili en liðin gerðu 2:2 jafntefli á laugardag. Danny Lennon skoraði fyrir heima- menn með skoti af 15 metra færi eftir sendingu frá Stevie Crawford snemma í seinni hálfleik. Rússinn Oleg Salenko jafnaði með skalla fimm mínútum síðar og Júgóslavinn Gordan Petric náði forystu fyrir gestina um miðjan hálfleikinn eftir horspyrnu Pauls Gascoignes. Gleði Rangers var skammvinn því Colin Cameron jafnaði mínútu síðar. ■ TEDDY Lucic, markvörður Vestra Frölunda, er eftirsóttur. Bæði Crystal Palace og Gautaborg hafa sýnt áhuga á að fá hann tii sín. Gautaborg hefur einnig áhuga á að fá landsliðsmanninn Niklas Alexandersson frá Halmstad og eins Mattias Jonsson, framheija Örebro fyrir næsta keppnistímabil. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék með Bochum er liðið sigraði Unterhac- hing 3:1 í þýsku 2. deildinni í gær. Þórði var skipt útaf er 7 mínútur voru eftir. Bochum er nú í efsta sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.