Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRNA Alan Ball, framkvæmdastjóri ManchesterCity, ánægður þráttfyrirstórttap Uverpool spilar eins og leika á knattspymu Liverpool tók Manchester City i kennslustund á Anfield á laug- ardag. Heimamenn fóru á kostum, Ian Rush sýndi gamla takta og gerði tvö mörk, þar af annað eftir aðeins þriggja mínútna leik, táningurinn Robbie Fowler skoraði einnig tvisvar og átti frábæran leik en Jamie Redknapp og varamaðurinn Neil Ruddock gerðu sitt markið hvor. Alan Ball, framkvæmdastjóri City, hefur ekki fengið aðra eins útreið en hann sagðist engu að síður hafa haft gaman af leiknum. „Svo furðulegt sem það er þá hafði ég gaman af Ieiknum og dáðist af Li- verpool sem spilar eins og leika á knattspymu. Liðið var mörgum klössum fyrir ofan okkur og eftir óskabyijun þess var ekki um annað að gera hjá mér en sitja og hrífast af leik heimamanna." Liverpool, sem vann City 4:0 í deildarbikarnum um miðja liðna viku, skaust í þriðja sætið en City situr fast á botninum með tvö stig eftir tvo jafnteflisleiki á heimavelli. Francis Lee, formaður City, hefur iagt áherslu á að styrkja fjárhags- stöðu félagsins áður en ráðist verður í kaup á dýrum leikmönnum og formaðurinn stendur fast við bakið á þjálfaranum og fyrrum samheija í enska landsliðinu. City hefur aðeins gert þijú mörk í 11 leikjum en fengið 21 á sig og stuðningsmenn liðsins voru allt ann- að en ánægðir. „Þeir sáu liðið yfir- spilað," sagði Ball. „Það særir stuðn- ingsmennina og þeir verða örvænt- ingarfullir en styrkur þeirra felst í því að þeir tajca högginu og það er það sem við verðum að gera hjá félaginu." Engin afsökun Manchester United vann Midd- lesbrough 2:0 þrátt fyrir að vera manni færri í 60 mínútur og er í öðru sæti. Roy Keane var rekinn út af fyrir að slá Jan Áge Fjortoft í andlitið eftir að Norðmaðurinn hafði togað í hann og er þetta þriðja brott- vikning hans á sex mánuðum og þar af önnur á tímabilinu. „Menn verða að gjalda fyrir það að láta hendumar tala inni á vellinum og enginn getur þrætt fyrir það,“ sagði Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri United. Gary Pallister og Andy Cole gerðu mörkin og stöðvuðu þar með sigur- göngu Boro sem hafði sigrað í síð- ustu fimm leikjum og aðeins fengið fjögur mörk á sig í 10 leikjum. Eric Cantona og Ryan Giggs voru bestu menn leiksins og markvörður- inn Peter Schmeichel bjargaði oft vel, einkum í seinni hálfleik þegar sókn Boro þyngdist. Pallister skoraði með skalla frá vítapunkti efst í horn- ið, boltinn fór yfir Walsh og varnar- manninn Nigel Pearson. Cole skor- aði eftir sendingu frá Cantona, Walsh varði en hélt ekki boltanum sem skrúfaðist í netið við fjærstöng. Nottingham Forest hefur leikið 24 deildarleiki í röð án taps en liðið gerði 1:1 jafntefli gegn QPR í Lund- únum. Miðherjinn Jason Lee skoraði strax í byijun seinni hálfieiks en Trevor Sinclair, sem metinn er á 10 milljónir punda, jafnaði með skalla 10 mínútum fyrir leikslok. Gary McAllister, fyrirliði skoska landsliðsins, gerði öll mörk Leeds í 3:1 sigri gegn Coventry en gestirnir voru samt fyrri til að skora. Dwight Yorke frá Trinidad skor- aði með skalla stundarfjórðungi fyr- ir leikslok og tryggði Aston Villa 1:0 sigur gegn Everton. Meistarar Blackburn unnu Chelsea 3:0 og var þetta þriðja tap Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Fyrirliðinn Tim Sherwood, Alan She- arer og Mike Newell skoruðu og hefur Shearer þar með gert 15 mörk á tímabilinu. West Ham vann Sheffield Wed- nesday 1:0 í Sheffield og hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum. Iain Dowie gerði eina mark leiksins skömmu fyrir hlé. Southampton vann Wimbledon 2:1 á útivelli og var þetta sjötta tap heimamanna í röð. Metin standa Ian Walker varði tvisvar vel frá Les Ferdinand undir lok leiks Tott- enham og Newcastle á sunnudag og kom í veg fyrir að kappinn næði að jafna 100 ára met Willies Wardropes sem skoraði fyrir Newcastle í níu leikjum í röð. Úrslitin urðu 1:1 og þar með var ekki sett félagsmet varðandi fjölda sigurleikja í röð en Neweastle, sem er með tveggja stiga forystu á toppnum, hafði jafnað fyrra met með því að sigra í síðustu átta leikjum. Leikmenn Spurs vildu tvisvar frá vítaspyrnu, sögðu að mótheijarnir hefðu handleikið knöttinn innan víta- teigs, en leikmenn Newcastle vildu meina að Chris Armstrong hefði verið kolrangstæður þegar hann skoraði um miðjan fyrri hálfleik. Hins vegar var jöfnunarmark Frakk- ans Davids Ginolas í byijun seinni hálfleiks glæsilegt. Leikurinn þótti hin besta skemmt- un og átti Ruel Fox frábæran leik gegn fyrrum félögum í Newcastle. Hann fór fremstur í að skapa mark- tækifæri en Ginola á vinstri vængn- um og Gillespie á þeim hægri teygðu vel á vörn Spurs án árangurs. 32.000 áhorfendur stóðu upp að leikslokum og klöppuðu leikmönnum lof í lófa og framkvæmdastjórarar liðanna voru ánægðir með leikinn. „Þetta var frábær Ieikur og úrslitin senni- lega sanngjörn," sagði Gerry Franc- is, framkvæmdastjóri Spurs. „Hvor- ugt liðið átti skilið að tapa,“ bætti hann við. Chris Armstrong sagði að Newcastle væri eitt sterkasta liðið sem Spurs hefði mætt á tímabilinu. „Ef það heldur áfram á sömu braut á það mikla möguleika á meistara- titlinum." LES Ferdinand hefur verlð nán en lan Walker, markvörður To boltann og Gary Hodgson hefur giörbreytt Inter Juventus steinlá gegn Lazio í Rómaborg Roy Hodgson byijaði vel sem þjálfari Inter í fyrsta ná- grannaslag sínum gegn AC Milan en liðin gerðu 1:1 jafntefli á troðfull- um San Siro leikvanginum og hefur Inter ekki tapað leik síðan Hodgson tók við stjórninni. Massimo Paganin skoraði fyrir Inter eftir hornspyrnu á 19. mínútu og stöðug sókn liðsins kom í veg fyrir að Milan næði að byggja upp almennilegt spil. Paul 'Ince var óheppinn að bæta ekki marki við en strax eftir hlé jafnaði Dejan Savicevic eftir sendingu frá George Weah. Roberto Baggio, sem hefur ekki leikið í mánuð vegna meiðsla, var með síðasta stundaríjórðunginn en vörn Inter var vel á verði og lið- ið átti stigið fyllilega skilið. Milan er á toppnum ásamt Parma. ítalskir fjölmiðlar hrósuðu liði Int- er mikið eftir leikinn, sérstaklega Englendingnum Ince — sem hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim fyrr en nú — og „Herra Roy“, eins og þjálfarinn er nefndur. Fjölmiðlar segja ætíð hafa verið vitað hvað býr í leikmönnum Inter en hugarfar þeirra hafi augljóslega breyst strax, og stimpill þjálfarans sé þegar kom- inn á liðið. Ekki hafi verið búist við miklu fyrir fram, en annað hafi kom- ið í ljós. Inter hafi verið jafnoki ná- granna sinna og leikurinn stór- skemmtilegur. Juventus mátti þola 4:0 tap gegn Lazio sem missti markvörðinn Luca Marchegiani meiddan af velli um miðjan fyrri hálfleik eftir að hann hafði hirt boltann af tánum á Fabrizio Ravanelli. Leikmenn Lazio efldust við mótlætið og meistararnir áttu ekkert svar. Giuseppe Signori braut múrinn á 40. mínútu, tók boltann viðstöðulaust með vinstri við vítateigslínu og hamr- aði hann í slá og inn. Fimmta mark hans á tímabilinu. Pierluigi Casiraghi bætti öðru marki við rétt áður en flautað var til hlés og var markið umdeilt. Fyrst skaut miðheijinn í stöng úr opnum marktækifæri en fékk boltann aftur og hitti þá á mark- ið. Ciro Ferrara hreinsaði á marklínu en línuvörðurinn dæmdi boltann inni og þar við sat. Roberto Rambaudi og Casiraghi skoruðu síðan í seinni hálfleik eftir gagnsóknir. Ferrara, Ravanelli og Gianluca Vialli áttu allir skot í markramma Lazio en engu að síður var vöm Lazio sterk og greinilegt að Juve var ekki upp á sitt besta. „Þetta var engin frammistaða,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari. „Við vorum ekki með.“ Juve mætir Rangers í Meistara- deild Evrópu á morgun en þar er liðið með 100% árangur. „Leikmenn okkar hugsa bara um Meistaradeild- ina eins og sjá má af úrslitunum í deildinni," sagði Vittorio Chiusano, formaður Juve. Fiiippo Inzaghi tryggði Parma 3:2 sigur gegn Piacenza með marki á síðustu mínútu. Gianfranco Zola, sem vaj- á bekknum þegar liðið mætti Roma i síðustu viku, stjórnaði miðjunni sem herforingi og gerði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrn- um. Nýliðarnir gáfust samt ekki upp; Angelo Carbone minnkaði mun- inn og Nicola Caccia jafnaði úr víta- spyrnu á 82. mínútu. Búlgarinn Hristo Stoichkov kom inn asem vara- maður hjá Parma þegar 10 mínútur voru til leiksloka og við það varð sóknarleikur liðsins beittar en hann átti hlut að máli þegar Inzaghi gerði sigurmarkið. Rossini hjá Piacenza fékk að sjá rauða spjaldið á 86. mínútu. Fiorentina vann Bari 3:2 en Na- poli gerði aðeisn markalaust jafn- tefli við Cremonese. Roberto Manc- hini jafnaði fyrir Sampdoria sem gerði 1:1 jafntefli við Padova en franska miðjumanninum Christian Karembeu hjá Padova var vikið af velli í seinni hálfleik. Roma gerði góða ferð til Cagliari og vann auðveldan 2:0 sigur. Daniel Fonseca frá Uruguay gerði bæði mörkin gegn sínum fyrri félögum. MORENO Torrlcelll, leikmaöur Juventus, hefur hér betur í vií Guiseppe Favalll á sunnudagfnn, en þegar upp var staöfð hafði „Frábær leikur fyrir áhor |Jayern Múnchen hristi af sér slenið um helgina og vann Stuttgart 5:3 í þýsku deildinni en stundarfjórðungi fyrir Ieikslok var staðan 3:0 fyrir Bayern. Stuttgart jafnaði á innan við 10 mínútum en Alexander Zickler svaraði að bragði og Mehmet Scholl gerði síðasta markið úr vítaspyrnu. Franz Beckenbauer, formaður Bayern, og Otto Rehhagel, þjálfari, áttu í harðvítugum opinberum deil- um sfðustu daga fyrir leikinn en ágreiningsmálum var ýtt til hliðar og liðið kom samstillt til leiks. Thom- as Strunz skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og miðherjinn Zickler bætti öðru marki við skömmu eftir hlé en Scholl gerði þriðja markið úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn. Öruggur sigur virtist í höfn en leik- menn Stuttgart voru ekki á sama máli. Axel Kruse minnkaði muninn og síðan komu tvö mörk frá Giovane Elber, markahæsta manni deildar- innar en Bayern átti síðasta orðið. „Með 3:0 forystu eigum við ekki að hleypa mótheijunum inn í leikinn," sagði Rehhagel. „En þetta var frá- bær leikur fyrir áhorfendur.“ Meistarar Borussia Dortmund héldu stuðningsmönnum sínum spenntum til síðustu mínútu en þá skoraði Michael Zorc og tryggði lið- inu 2:1 sigur gegn Schalke á úti- velli. Youti Mulder skoraði fyrir heimamenn á 10. mínútu en Lars Ricken jafnaði undir lok hálfleiksins. 70.960 áhorfendur á troðfullum vell-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.