Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 B 5 HANDKNATTLEIKUR Ferdinand á fleygiferð ast óstöðvandl á tímabillnu og skoraði í átta lelkjum í röð fyrlr Newcastle ttenham, sá tll þess að hann sló ekki félagsmetfð. Hér er Ferdinand með Mabbutt grípur til örþrifaráða til að reyna að stöðva hann. Reuter iureign vlð Lazio-leikmanninn Lazlo gjörsigrað melstarana. fendur“ inum í Schalke voru farnir að gera ráð fyrir jafntefli en miðjumaðurinn Zorc sá til að svo fór ekki. Þetta var fyrsti sigur Dortmund í Schalke síðan í mars 1983 en þjálf- arinn var ekki ánægður. „Við vorum mjög heppnir," sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari meistaranna. „í raun get ég ekki glaðst því leikurinn gerir það að verkum að það er margt sem ég þarf að hugsa um og við þurfum greinilega að ræða málin.“ "I Atletico eina tap- lausa liðið Atletico Madrid er eina taplausa liðið í spænsku deildinni og jók forystuna í þijú stig á toppnum þrátt fyrir 1:1 jafntefli við Merida sem lék með 10 menn í meira en klukkustund. Manuel Prieto náði óvænt forystunni á fyrstu mínútu fyrir Merida en á 26. mínútu fékk fyrirliðinn Antonio Reyes að sjá rauða spjaldið fyrir háskaleik. Dani Gonzalez lék sinn fyrsta leik og jafnaði á síðustu mínútu hálfleiksins. Atletico lék án fjögurra fasta- manna. Diego Simeone og Kiko Narvaez voru í banni og Jose Caminero og Francisco Pirri voru meiddir. Barcelona tapaöi Barcelona er í öðru sæti en liðið mátti sætta sig við 2:1 tap gegn Compostela. Meho Kodro frá Bosníu skoraði fyrir Barcelona um miðjan fyrri hálfleik en Daninn Bent Christen- sen jafnaði úr vítaspyrnu á 76. mínútu og Nígeríumaðurinn Christopher Ohen gerði sig- urmarkið tveimur mínútum síðar. Fabiano Soares hjá Compostela var vikið af velli 10 mínútum fyrir leikslok. Espanol heldur þriðja sætinu þrátt fyrir að hafa kastað frá sér tveggja marka forystu en liðið gerði 2:2 jafntefli við Celta Vigo. Jordi Lardin skoraði fyrir Espanol eftir 20 mínútur og bætti öðru marki við þegar hálftími var til leiksloka. Gudelj minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var eftir og Sanchez jafn- aði á 79. mínútu. Real Madrid gerði 1:1 jafntefli við Albacete og féll niður í sjöunda sæti. Raul Gonzalez skoraði fyrir Real rétt fyrir leikhlé en Juan Jose Maqueda jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok. „Við fengum fleiri marktækifæri í þessum leik en í öllum öðrum leikjum saman- lagt á tímabilinu," sagði Angel Cappa, aðstoð- arþjálfari Real. Afturelding stakk af í fyrri hálfleik í ANNAÐ sinn á innan við tveimur vikum gerðu leikmenn Aftureldingar góða ferð í Garðabæ og lögðu heima- menn. í þetta sinn í bikar- keppninni með 33 mörkum gegn 29. Mosfellingar gerðu út um leikinn strax f fyrri hálf- leik með þvf að ná átta marka forskoti. Nokkuð jafnvægi var fyrstu mín- úturnar en leikmenn UMFA voru ævinlega á undan að skora. Þegar staðan var 6:5 Mosfellingum í hag hrökk vöm þeirra í gang og Bergsveinn tók að veija allt hvað af tók. Sóknarleikur- inn gekk eins og smurð vél enda mótspyrna heimamanna harla lítil. „Fyrri hálfleikurinn var banabiti okkar. Hugarfar leikmanna minna var ekki eins og það á að vera í bikarleik," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar. Af þrettán síð- ustu sóknum í fyrri hálfleik skoruðu þeir einungis þijú mörk. Mosfelling- ar sigldu fram úr og og leiddu með átta mörkum í leikhléi, 17:9. Sóknarleikur Stjömunnar hresst- ist til muna í síðari hálfleik og liðið skoraði tuttugu mörk úr tuttugu og þremur upphlaupum. Það dugði skammt. Leikmennirnir tóku að vísu til þess bragðs að taka Bjarka úr umferð eftir stórleik hans í fyrri hálfleik, en þá kom Jóhann Samú- elsson sterkur inn fyrir Mosfellinga og gerði mörk á mikilvægum tíma. „Þeir héldu fengnum hlut og við vorum óheppnir að komast aldrei inn í leikinn en forskot þeirra var of mikið,“ sagði Viggó. „Við stóðum góða vöm í fyrri Ivar Benediktsson skrifar Morgunblaðið/Bjami LEÓ Örn Þorlelfsson, KA, fékk oftar en ekkl óblíðar móttök- ur á línunni. Hér eru það Ólafur Sveinsson tll vinstrl og Jens Gunnarsson Gróttumenn sem klemma hann á mllll sín. Grótta engin fyrirstada hjá meisturum KA Bikarmeistararnir í KA hófu titil- vörnina með viðeigandi hætti, sigruðu Gróttu örugglega á útivelli með 32 mörkum Stefán gegn 24, í 32 liða Eiríksson úrslitum. Eftir held- skrífar ur brösótt gengi í fyrri hálfleik tóku meistaramir öll völd á vellinum í þeim síðari, og sigruðu vandræða- laust. „Þetta var gób byijun, Gróttumenn hafa verið erfiðir heim að sækja og eru með sterkt lið, og það gerir þetta enn ánægjulegra," sagði Jóhann G. Jóhannsson, leik- maður KA, eftir leikinn. Gróttumenn byijuðu leikinn mun betur, léku þéttan varnarleik og náðu fljótlega tveggja marka for- skoti, 6:4. KA-menn sneru þá skyndilega blaðinu við, gerðu fimm mörk í röð á fimm mínútna kafla og náðu þriggja marka forskoti. Gróttumenn höfðu þó ekki sagt sitt síðasta orð, og náðu að jafna 12:12, þegar tíu mínútur vom til leikhlés. Það var aldrei spurning í síðari hálfleik hvorum megin sigurinn myndi lenda. KA-menn voru sterk- ari á öllum sviðum, náðu snemma tíu marka forskoti en slökuðu á undir lokin og sigruðu eins og áður sagði með átta marka mun. „Þetta var ágætur leikur, svolítið bras í fyrri hálfleik þegar vamarleik- urinn var ekki alveg upp á sitt besta, skorti aðallega hreyfanleika í hana. En svo small þetta saman í síðari hálfleik, vömin fór að veija og við náðum í kjölfarið hraðaupphiaup- um,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson, leikmaður KA, sem gerði sex mörk og lék hreint ágætlega. Patrekur Jóhannesson lék einnig stórvel, gerði níu mörk í öllum regnbogans litum. Guðmundur A. Jónsson varði tíu skot hjá KA, kannski ekkert sérstak- lega mikið, en nánast öll skotin voru úr dauðafæmm og því var framlag hans gríðarlega mikilvægt. Juri Sadovski var markahæstur Gróttumanna með tíu mörk og lék ágætlega. Aðrir sýndu lítið, liðið virtist enga trú hafa á því að það gæti sigrað í leiknum og þá þarf ekki að spyija að leikslokum. hálfleik, en í síðari tókst okkur ekki eins vel til. En við höfðum gott forskot og þetta rúllaði vel í gegn og það greip aldrei um sig nein örvænting þrátt fyrir að þeir söxuðu á forystu okkar," sagði Ein- ar Þorvarðarson, þjálfari UMFA. Gleði og baráttu vantaði í Stjömuliðið í fyrri hálfleik og þegar * það hresstist í síðari hálfleik var það um seinan. Sigurður Bjarnason og Konráð áttu ágæta spretti í sókninni og Magnús A. Magnússon einnig. Magnús Sigurðsson lék ekki með í sókninni vegna meiðsla og veikti það liðið. Bjarki lék stórvel með UMFA og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Gunnar Andrésson lék einnig ágætlega og Ingimundur átti prýð- isleik í fyrri hlutanum. Sigurviljinn var Mosfellinga frá byijun og þeir uppskáru samkvæmt því. Guðjón Árnason, FH Við erum enn stóri bróðir Hart var barist í nágrannaslag Hauka og FH en FH hafði ' betur og vann 28:21. Um 900 áhorf- endur vom vel með Ómar á nótunum og Jóhannsson hvöttu sína menn skrífar óspart og stemmn- ingin var mikil. Jafnt var á flestum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik en þá misstu FH-ingar tvo menn útaf. Haukar voru fljótir að nýta sér það og náðu fjögurra marka forystu, 9:5. FH- ingar minnkuðu muninn fljótt í tvö mörk og hélst sá munur þar til undir lok fyrri hálfleiks er FH-ingar náðu að jafna 12:12 fyrir hlé. FH-ingar byijuðu af miklum krafti í síðari hálfleik og baráttu- _ . gleði þeirra sló Hauka strax út af laginu. Um miðjan hálfleikinn fór að bera á ótímabærum skotum og ráðleysi í sóknarleik Hauka á sama tíma og FH spilaði mjög góða vörn og skoraði úr hveiju hraðaupp- hlaupinu á fætur öðru. „Fyrri hálfleikur var of sveiflu- kenndur hjá okkur. Við lukum sókn- unum of fljótt og gáfum færi á hraðaupphlaupum," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH. „í hálfleik töluðum við um að það kæmi ekki til greina að tapa fyrir „litla bróð- ur“ og vorum staðráðnir í að við- halda hefðinni og vera áfram „stóri bróðir“. Nú fer þetta bara vonandi eins og 1992 og 1994 er við unnum - Hauka í 1. umferð og urðum bikar- meistarar bæði árin.“ Allt FH-liðið á hrós skilið fyrir I frammistöðuna. Það lék sem ein heild og eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik, hvöttu menn hvern annan og sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar. Þó áttu Hans og Gunnar Beinteinsson mjög góðan dag í vörn og sókn. Magnús varði vel í markinu og ekki má gleyma Jónasi Stefánssyni sem kom inná flórum sinnum til að freista þess að veija viti og varði þau öll og kórónaði leik sinn með því að skora sjálfur síðasta markið. Aron Kristjánsson var langbestur Haukamanna og Bjarni Frostason varði ágætlega. En það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá að skytt- urnar Gunnar Gunnarsson, Halldór Ingólfsson og Petr Baumruk skor- i uðu samtals fjögur mörk. ■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.