Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 8
FIMLEIKAR GOLF KNATTSPYRNA Schumac- herjafn- aði met Mansells MICHAEL Schumacher frá Þýskalandi, sem þegar er orð- inn heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, sigraði i jap- anska kappakstrinum í Suzuka á sunnudaginn og tryggði Benetton-liðinu sigur í keppni framleiðenda i fyrsta sinn. Hann jafnaði einnig met Bretans Niegels Mansells frá þvi 1992 með því að sigra í niundu keppninni á sama timabili og getur bætt það með sigri i siðustu keppninni á árinu sem fram fer í Astral- íu 12. nóvember. Schumacher hafði forystu i kappakstrinum í Japan frá byijun og hann kom 19,3 sek- úndum á undan Mika Hakkin- en frá Finnlandi i mark. Jo- hnny Herber frá Bretlandi, sem einnig er í Benetton-lið- inu, varð þriðji. Bretarnir Damon Hill og David Coult- hart féllu úr keppni eftir að hafa misst bOa sína út af und- ir lok keppninnar. Schumarc- her hefur hlotið 102 stig, Hill er í öðru sæti með 59 og Co- ulthard i þriðja með 49 stig. „Þetta er góð tilfinning,“ sagði hinn 26 ára gamli Schumarcher sem einnig náði besta brautartimanunm, 1.42,976 mín. og var meðal- hraði hans þann hring 205,003 kra á klst. „Ég var búinn að lofa þvi fyrir timabil- ið að vinna báða titlana fyrír Benetton. Ég trúði því að við verðskulduðum sigur og það ' | var gaman að fagna sigri hér í Japan. Þetta timabU hefur verið eins og draumur fyrir mig. Ég vona að ég geti end- urtekið það í framtíðinni, en ég held þó að það geti orðið erfitt.“ Montgom- erie efstur þriðja árið jt ■ ■ i roð COLIN Montgomerie frá Skotlandi varð á sunnudaginn fyrsti kylfíng- urinn til að ná efsta sætinu í evr- ópsku mótaröðinni þriðja árið í röð síðan Spánveijinn Severino Ball- esteros gerði það 1978. Montgo- merie varð annar í lokamótinu á Spáni um helgina, tveimur höggum á eftir Þjóðverjanum Alexander Cejka. Sam Torrance, sem var með for- ystuna á Evrópulistanum fyrir loka- mótið, lék mjög vel síðasta daginn og kom inn á 68 höggum og sam- tals 285, eða einu höggi meira en Montgomerie, sem lék á 72 höggum síðasta hringinn. Þannig að mun- urinn gat ekki verið minni því ef Montgomerie hefði mistekist síð- asta púttið hefði Torrance fagnað sigri. Bernhard Langer, sem átti einnig möguleika á efsta sætinu fyrir keppnina, var ekki inní mynd- inni á sunnudaginn því hann lék á 73 höggum og samtals 286 högg- um. „Ég get ekki annað en óskað Sam [Torrance] til hamingju með frammistöðuna því hann hefur leik- MONTGOMERIE fagnaðl sigri um helglna. ið mjög vel alit árið,“ sagði Montgo- merie, sem er 32ja ára. Hann fékk 83.400 pund (8,5 milljónir króna) í verðlaun fyrir annað sætið og hefur því fengið samtals 72 milljónir í vasann fyrir árangur sinn á Evrópu- mótunum í ár. Torrance varð annar í mótaröðinni með 86 miiljónir króna. Sigurvegarinn á sunnudaginn, Alexander Cejka, lék á 70 höggum síðasta daginn og kom inn á fjórum höggum undir pari, eða 282 högg- um. „Þetta er frábært. Ég á varla til orð til að lýsa árangri mínum á árinu. Ég trúi þessu varla,“ sagði Cejka, sem flúði til Þýskalands frá fyrrum Tékkóslóvakíu þegar hann var níu ára gamall. Ágúst og félagar náðu jafntefli einum færri Ruslan vann alR Haustmót Fimleikasambandsins fór fram í Laugardalshöll á sunnudaginn. Tæplega sjötíu fim- leikamenn tóku þátt fvar að þessu sinni. Veitt Benediktsson voru verðlaun fyrir skrifar keppni á einstökum áhöldum en ekki í samanlagðri keppni. í keppni kvenna sigraði Nína B. Magnúsdóttir, Björk, í tveimur grein- um, í gólfæfingum og stökki. „Ég var mjög ánægð með gólfæfíngamar og stökkið, en það olli mér vonbrigð- um að geta ekki lokið keppni á tvislá vegna meiðsla,“ sagði Nína. Jóhanna Sigmundsdóttir, Ár- manni, sigraði í æfíngum á tvíslá. Auk þess hlaut hún silfur í gólfæfíng- um. „Þetta mót var skemmtilegt og erfitt og það var mikil keppni. Mér tókst hins vegar illa upp á slánni," sagði Jóhanna. Ruslan Ovtisinnikov, Gerplu, sigr- aði í öllum greinum. Dýri Kristjáns- son, Gerplu, hlaut þrenn silfurverð- laun og ein bronsverðlaun. „Keppni á svona móti er alltaf erfíð og mik- ill léttir þegar henni er lokið. Ég er ánægður með árangur minn,“ sagði Dýri. ■ Ruslan / B2 ■ Úrslit / B7 TINNA Þórðardóttlr, Björk, í gólfœfingum sínum ð mótlnu um helgina. Brann og Rosenborg gerðu 1:1 jafntefli í framlengdum úr- slitaleik norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Ósló á Eriingur sunnudag og verða Jóhannsson liðin því að leika aft- skrifár ur um næstu helgi. frá Ösló Ágúst Gylfason, sem verið hefur í stöðu bakvarðar í sumar, spilaði í fyrsta sinn á miðj- unni hjá Brann í úrslitaleiknum og stóð sig með mikilli prýði. Hann var einn af bestu mönnum liðsins í leik þar sem Brann átti í vök að veijast mestallan tímann. Dómarinn var í aðalhlutverki og dæmdi oft á tíðum afspyrnu illa. Meðal annars var ein- um félaga Ágústar vikið af velli um miðjan fyrri hálfleik og þótti það strangur dómur. Rosenborg skoraði um miðjan seinni hálfleik en Brann jafnaði úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Ágúst gaf boltann inn fyr- ir vörn Rosenborg en þar var sam- heiji hans felldur af markverðinum innan teigs og vítaspyrna dæmd. Dómurinn þótti vafasamur — fannst mörgum sem dómarinn væri að borga fyrir áður gerð mistök. Agústi líst mjög vel á aukaleikinn ÁGÚST Gylfason var elnn besti lelkmaður Brann í blk- arúrslltalelknum. og sagði að fyrst liðið hefði náð jafntefli einum færri ætti það góða möguleik á sigri með fullskipuðu liði. Brann með sorgarbönd vegna slyss- ins á Flateyri LEIKMENN Brann frá Ber^- en léku með sorgarbönd í bik- arúrslitaleiknum á sunnudag, til minningar um þá sem lét- ust í snjóHóðinn á Flateyri. Forráðamenn Brann sögðu fyrir leikinn að alltaf hefði verið gott samband milli fé- lagsins og íslands en fimm íslendingar hafa verið 1 her- búðum félagsins á undanförn- um árum; landsliðsmennirnir Bjarni Sigurðsson, Sævar Jónsson og Ólafur Þórðarson, þjálfarinn Teitur Þórðarson og nú Ágúst Gylfason, sem leikur með Björgviiyarliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.