Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ilmur hefur hvatræn áhr á manninn í stað LYKTARSKYN er elsta skynfæri mannanna og mikilvægasta frá þró- unarsögulegum sjónarhóli. Núna reiðir maðurinn sig mest á sjónina og menning hans hefur orðið mynd- ræn á þessari öld. Kennslubækur og -forrit nútímans eru til að mynda byggðar upp á myndum og merkj- um. Borgarbúar stjómast af um- ferðarmerkjum; stopp, biðskylda, einstefna. Umferðarmerki hundsins, besta vinar mannsins, er á hinn bóginn lykt. Sjón, heyrn, bragð, snerting - og lykt. Það skynfæri starfar mest á ómeðvituðum nótum. Fólk virðist samt farið að nota ilm meira en áður og þannig hefur notkun á alls konar ilmolíu og reykelsum aukist á undanfömum árum. Ilmur er hluti af stemmningunni og andrúmsloft- inu sem fólk vill búa í. Ilmur af rjúkandi kaffi Kaffi er sagt vont eða gott á bragðið, en raunin er að kaffíilmur- inn á stóran skerf í ánægjunni sem felst í því að drekka það. Hitastigið verður líka að vera rétt: Rjúkandi kaffibolli stendur á borðinu. Ilminn ieggur um eldhúsið. Maður situr inn í stofu, bros færist yfir andlit hans. Nefið hefur gripið kaffiilminn. Hann gengur í leiðslu inn í eldhús, tekur bollann og yljar sér um hendur. Ilminn Ieggur um vit hans, hann sýpur og finnst það hæfilega sterkt. Ilmur og bragð blandast saman og maðurinn kyng- ir. Andardrátturinn stöðvast og svo andar hann frá sér aftur, lítið kaffi- ilmský berst út um munnopið og inn um nefið. Maðurinn ilmar að innan og utan af kaffi og segir: „Logandi gott kaffi!“ Ánægjan af víndrykkju er ná- tengd ilminum, sérfræðingarnir þefa með æfðu nefinu og sumt fólk drekkur ekki koníak en fmnst gott að njóta ilmsins. Jafnvel fólk sem ekki reykir getur notið reykjarpípu- ilms og vindlalyktar. Hver með sinn eigin ilm Heilabörkur físka er allur lagður undir lyktarskynið og þriðjungur í hundum. Einn tuttugasti heilabarkar manna er fyrir lyktarskynið. Þróunin hefur orðið sú að menn hugsa ekki um lyktina sem þeir finna og sjá ekki ástæðu til að æfa iyktarskynið, en þrátt fyrir það eru áhrifín mikil. Dómar fólks um heiminn eru lit- aðir af lyktinni sem berst þeim um vit. Hver manneskja hefur sína sér- stöku lykt sem samanstendur að angan líkamans, hreinlæti, fötum og nánasta umhverfi. Lykt hverrar fjölskyldu er líka sérstök, hana má finna þegar heimili hennar er heim- sótt og jafnvel víðar. Maður kemur heim til sín og finn- ur lykt annarrar fjölskyldu. Hann annað hvort þekkir lyktina og getur sagt á augabragði hvetjir voru í heimsókn eða hann spyr: „Hver var í heimsókn?" Við erum samdauna lyktinni heima hjá okkur en söknum hennar ef hún hefur látið í minni pokann fyrir lykt gestanna, sem á hinn bóginn finna lykt gestgjafanna þegar þeir ganga í bæinn. Lyktin hefur líka áhrif á löngun okkar til að kynnast öðru fólki. Ilmblær þess getur verið fráhrind- andi og líkurnar á kunningsskap verða því strax minni. Aðrir eru eins og sýnt er í ýktum ilmvatnsaug- lýsingum: Fólk snýr sér við þegar það gengur framhjá, ilmur þess verður hreinlega eftir í loftinu. Ilmur kynjanna Lyktin er í aðalhlutverki á lífs- skeiði margra lífvera: Til að finna fæðu, greina kynin og æxlast. Fe- rómón er lyktarefni sem mörg dýr gefa frá sér. Kvendýr ýmissa skor- &L„..................... Morgunblaðið/Kristinn Ilmur af rós, víni, bruna, ávexti, eða er það bara ýldulykt? Áhrif ilms á sál og likama hafa verið vanmetin. dýra framleiða það yfir fengitímann og laða þannig karlana að sér. Kven- fuglar framleiða ákveðna lykt þegar þeir vilja fá karlinn til lags við sig. Kynhegðun spendýra mótast líka af ferómóni. Konur framleiða fe- rómón þegar mestar líkur eru á getnaði, þó ekki sé það mikið. Kyn- ferðisleg lykt nægir nútímamannin- um ekki einvörðungu, en karlar geta ilmað af eigin líkamslykt eða falið hana með lykteyðandi efnum. Lyktin hefur því gegnt hlutverki í æxlun fyrr í þróunarsögunni. Konur sem búa saman í hóp og leggja lag sitt ekki við karlmenn, uppgötva oft að þær byrja að hafa á klæðum á sama tíma og ástæðan er lyktin eða ilmefnið ferómón. Þetta gerist líka í skólum sem er eingöngu fyrir stúlkur og að sjálfsögðu í nunnuklaustrum. Ilmefnið ferómón hefur því meiri áhrif en margur hyggur. Ilmur og tilf inningar Konur leggja sennilega meira upp úr því að ilma vel en karlar, og eru af þeim sökum með æfðara þefskyn, enda nota flestar ilmvatn. Góð lykt hefur örvandi áhrif hvort sem er til kynlífs eða borða mat. Ilmskyn mannsins er í beinum tengslum við limpíska kerfið, sem er elsti hluti heilans, en þar er tilfinningastöðin staðsett. Tilfinningastöðin geymir svokallaða glaðlyndiskjama og þung- lyndiskjama mannsins og gerir stöðu- mat á lifinu, á því hvort lífíð sé bærilegt eða óbærilegt. Ilmurinn hefur þvi sterk áhrif að tilfinningar og hvatir. Vond matarlykt getur leytt til þess að fólk missir matarlyst- ina algerlega. Það getur aftur á móti verið erfitt að stand- ast ilmandi popp- korn, en auðvelt ef það stendur ilmlaust á borðinu frá deginum áður. Kynörvandi ilmur Konur virðast vera næmar á ilm af moskuefn- um sem ýmis karldýr gefa frá sér. Moskuilmur er ná- tengdur kynhvötinni og kyn- örvandi í þokkabót. Áhrif hans á konur hefur leitt til þess að ilmvatnsframleiðendur hafa upp- götvað að árangursríkara er að láta moskuefni í ilmvötn handa körlum í stað þess að láta þau í ilmvötn fyrir konur. Karlar em nefnilega ekki eins næmir á þennan ilm, en geta hugsan- lega hrifið konu ef þeir anga af hon- um. Margir eru hrifnir af ungbarna- lykt. Móðirin þefar af barni sínu og þekkir það á lyktinni hvort sem hún gerir sér grein fyrir því eða ekki. Sama gildir um barnið, sem finnur líka lyktina af dísætri geirvörtunni. Lykt dregur að eða hrindir frá. Hún leikur meðal annars það hlut- verk í dýraríkinu að vara við hætt- um, svo sem að hindra át á eitruðum plöntum. Yldu- og rotnunarlykt forðar mönnum frá skemmdum matvælum. Brunalyktin kallar á skjót viðbrögð til að leggja á flótta eða ráða niðurlögum elds. Ilmlækningar eru meðal elstu lækningaaðferða manna en í þær eru notaðar kjarnaolíur úr jurtum, blöðum, berki, rótum, fræi, kvoðu og blómum. Grasalækningar eiga sér langa hefð á íslandi og er ilmur- inn það sem fullkomnar verkið. Máttur ilmolíu er sagður felast í því að núa olíunni inn í húðina, anda ilminum að sér og nota olíuna í baðvatnið. Við ilmnudd eru notaðar olíur pressaðar úr ávöxtum, blómum og kryddjurtum. Ilmandl listviðburðir og minnisgeymslur Listamenn hafa vaknandi áhuga á ilmi. Það er hægt að nota ilm til að auka áhrifin í leikhúsi og dæmi er um kvikmyndasýningar þar sem ilmefnum hefur verið úðað í salinn eftir atburðarás sögunnar. Erfitt er að gefa út ilmandi skáldsögur en "5 TÍU ára gömul manneskja er ef til vill i einna mestu jafn- vægi. Hún nýtur lífsins að fullu ef ytri ástæður valda ekki áhyggjum eða sorg. Hin m svokallaða níu ára kreppa er gengin yfir og ástand barrts- ins einkennist af ró og vellíðan. Þetta kemur fram í nýrri bók sálfræðing- anna Guðfinnu Eydal og Álheiðar Steinþórsdóttur, Barnasálfræði. Bókin, sem er tæplega 300 blaðsíð- ur, er sérstæð að því leyti að fjallað er um hvert aldursskeið barna frá fæðingu til tólf ára aldurs, en að sögn höfunda hefur vantað fræðslubækur um þroska barnUj eldri en þriggja til fjögurra ára. I bókinni lýsa Alfheiður og Guðfinna þroskaferli barna og einnig leiðum þeirra til að tjá hug sinn og tilfinn- ingar. Auk þess er í bókinni fjallað um mismunandi aðstæður og við- brðgð barna við þeim. Má þar nefna umfjöllun um systkini, einkabarn, tvíbura, skilnað, stjúpfjölskyldu, svefn, félagsþroska og vináttu. „Áhugi okkar hefur alla tíð beinst að forvarnarstarfi innan sálfræðinn-' ar og við teljum að almenn þekking á þroska og hugarheimi barna sé góð forvörn," segja Álfheiður og Gott að rifja upp hvernig var að vera barn Guðfinna, sem starfað hafa saman að málefnum barna og fjölskyldna í 16 ár. „Við störfum sem sérfræðinar í fullorðinssálfræði. í því starfi vitum við hve mikilvægt er að hafa innsýn í sálarlíf barnsins og hve sterk tengsl eru oftast milli þess sem gerðist á mótunarskeiði og líðan á fullorðinsá- rum.“ Þær segja að hugmyndin að bók- inni sé gömul, hún hafi verið „bak við eyrað“ árum saman og heimilda- öflun hafi því tekið langan tíma. „Fyrir um það bil ári ákváðum við að láta loks verða af því að skrifa bókina og tókum okkur nokkurra mánaða frí frá öðrum störfum á meðan.“ Þótt megináhersla sé lögð á lýs- ingu á eðlilegu þroskaskeiði barna, svara Álfheiður og Guðfinna m.a. spurningunni hvenær vandamál sé orðið sálrænt. Vandamál verður sálrænt „Foreldrar eru oft feimnir að bera upp spurningar um vandamál sem eru sálræns eðlis, því þeim finnst það gefa til kynna eigin van- mátt í uppeldinu. Mörk milli eðlilegs þroska og sálrænna einkenna eru stundum mjög óskýr og sálræn vandamál geta verið allt frá iétt- vægum hegðunartruflunum og frá- vikum í þroska til alvarlegri per- sónuleikatruflana stálpaðra barna. Þegar meta þarf hvort vandi er al- varlegur er ekki nóg að telja fjölda einkenna eða styrk þeirra. Vanda- mál getur virst alvarlegs eðlis þegar þriggja ára barn fær æðiskast eða þegar lítið barn vaknar að nóttu, fjarrænt en um leið ofsahrætt. Þó er slík hegðun í raun innan eðli- legra marka á þeim aldri. Einnig þarf að líta á aðstæður og tengsl barnsins í fjölskyldu og hvernig uppalendur þess bregðast við vandamálum þess.“ Níu ára í kreppu í samskiptum við aðra hafa níu ára börn vald á samtölum, þar sem þau skiptast á að gefa og þiggja, enda mynda þau oft varanleg vináttu- sambönd á þessum aldri. Þau eru fær um að setja sig í spor annarra og vilja vera réttlát og sanngjörn. Samt getur verið vandkvæðum bundið að finna sjálfan sig og í Barnasálfræði ijalla Guðfinna og Álfheiður um fyrir- bæri sem þær kalla „níu ára kreppu“ og segja þær að sum börn eigi mjög erfitt á þessum viðkvæma tíma. „Algengt er að börn kvarti um þreytu, höfuðverk og magaverki á þessum aldri. Oft er einnig getið um viðkvæmni, að börnin séu ofurnæm og þoli mótlæti illa, séu þá ýmist árásargjörn eða verði óvirk og dragi sig í hlé. 9 ára barn er leitandi og er að skapa sér persónuleika eða sjálfsmynd. það er ekki lengur fá- kunnandi og algerlega háð foreldr- um. Slíkar tilfinningar vakna ekki síst vegna þess að barnið hefúr ekki aðeins öðlast hæfileika til að sjá aðra úr fjarlægð, það getur líka séð sjálft sig utan frá, vegið og metið sjálft sig í samanburði við önnur börn. Það leitar staðfestingar á sjálfu sér út á við og kemst oft að raun um að það er dálítið eitt í heim- inum. Það hikar þá stundum og ef- ast um hvort það ráði við allt saman. Ekki alvitrir foreldrar Barnið veit nú einnig að foreldrar þess hafa sínar takmarkanir, það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.