Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG LONDON [ ggBBBIBBnUBOHBB Uppáhaldsborg Garðars Cortes óperusöngvara Mannlífið tekið stakkaskiptum GARÐARI Cortes óperusöngvara finnst hann alltaf vera á heimaslóðum í London, enda bjó hann þar meira og minna um tólf ára skeið á árunum 1957- 1969. Hann segist a.m.k þekkja borgina nógu vel til að geta forðast slæmu staðina og hafi aldrei lent í neinum hremmingum. Þó kom hann stundum við í Soho, sem ekki þótti sérstaklega fínt hverfi á árunum áður og var vel þjálfaður í að hrella vænt- anlega viðskiptavini vændiskvenna. Athæfið Morgunblaðið/BT VAKTASKIPTI við Buckinghamhöll. vart kynþáttahaturs. „Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að fyrirbyggja að hallaði á útlendingana og kynþáttahatur virðist núna heyra sögunni til, þótt kraumi undir. Mann- lífið hefur tekið miklum stakkaskiptum og eymdin er meira áberandi. Aður sáust ekki umrenningar sofandi í hveiju skúma- skoti eins og núna og al- mennt virðist mér viðmót fólks ekki eins alúðlegt. Það örlar á tortryggni í framkomu þess, enda hef- ur glæpum fjölgað mikið undanfarin ár.“ var í nafni mannúðar og hjálparstarfs, en Garðar og skólabræður hans í „prestaskólanum“, sem hét New Bold Missionary College vissu að þegar karlamir biðu eftir að komast í dyngju um- ræddra kvenna voru þeir jafnan örlátir á fé til holdsveikra Afríkubúa. „Ég var 17 áraþegar ég kom fyrst til London o g hef ekki tölu á hversu oft ég hef komið þangað síðan. Mér fínnst óútskýr- anlegur léttleiki yfir öllu. Þama er allt til alls og þótt menningin svífí ekk- ert áberandi yfir vötnum, þá er hún bara þarna eins og hún hefur alltaf verið. Sjálfur sækist ég aðallega eftir að komast á ópemr, sinfóníutónleika og leik- sýningar eða hlýða á jazz. Krárnar frelsta ekkl Ég er ekki mikill mat- maður og á mér engan uppáhaldsveitingastað. Krámar freista mín lítið, en þó kem ég aRtaf við á Kings Arms, rétt við Cö- vent Garden-óperuna, enda kannast ég við veit- ingakonuna frá fornu fari. Hún færir mér alltaf bjórkollu og lögg af sérrí út í, sem hún heldur að mér þyki óskaplega gott. Þar sem mér þykir vænt um svo hlýlegar móttökur læt ég hana bara standa í þeirri trú.-“ Garðar segir margt hafa breyst í borginni frá Garðar Cortes því hann var þar við nám. A þeim árum var Indveij- um, Pakistönum og fólki af ýmsu þjóðerni hleypt hömlulaust inn í landið og í kjölfarið hafi orðið Sakna rauðu símaklefanna Samhliða tónlistarnámi í Norður-London var Garðar vörubílstjóri og keyrði heilu farmana af kókómalti niður að Tha- mesá. Einnig ók hann með skóáburðinn Cherry Blossom í verslanir um gjörvalla borgina. „Ég þekki Mið-London best, en er allvel kunnugur í úthverfunum. Vakta- skiptin við Buckingham- höll, rauðu tveggja hæða strætisvagnamir og rauðu símaklefamir, sem því miður vom fjarlægðir yfír nótt, standa mér helst fyrir hugskotssjónum þegar minnst er á Lond- on. ■ ---------------- KAUPMANNAHÖFN ------------------ Uppáhaldsborg Sfeinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara Jazzbarir og gallerí á söguslóóum STEINUNN Bima Ragnarsdóttir píanóleikari heillaðist strax af Kaupmannahöfn þegar hún kom þangað fyrst fyrir þremur árum. Aður lá leiðin alltaf í aðr- ar áttir, enda var hún lengi við nám í Bandaríkj- unum og á Spáni. Núna reynir hún hvenær sem færi gefst að hafa viðdvöl í borginni á tónleika- ferðalögum sínum eða í fríum. „Andrúmsloftið er hlý- legt og íbúamir einkar viðmótsþýðir, jákvæðir og afslappaðir. Stemmn- ingin er rómantísk, bæði á stefnulausu rölti um götur o g torg eða á jazz- börum og söfnum.“ í hliðargötu við Strikið er lítill jazzbar, La Fonta- ine, sem Steinunn Bima hefur mikið dálæti á. Þekktir og óþekktir lista- menn mæta þar með hljóðfærin sin og spila af fíngrum fram, saman eða hver í sínu lagi, allt eftir því hvemig verkast vill. „Ég get vel ímyndað mér að jazzinn hafí orðið til í svipuðu umhverfí og fínnst óskaplega skemmtilegt að sitja þarna í rökkrinu og hlýða á listamenn, sem margir em á heimsmælikvarða. Þótt jazz sé ekki mín sterkasta hlið, klæjar mig stundum í puttana að slást í hópinn, en líklega • geymi ég slíkt til elliár- anna og einbeiti mér enn um sinn að sígildri tón- list.“ Hvldvlnstuen Tilviljun réð því að Steinunn Birna rambaði inn á La Fontaine, en staðurinn er ekki auglýst- ur og fyrst og fremst þekktur meðal tónlistar- manna. Hvidsvinstuen er öllu þekktari, a.m.k. með- al íslendinga, en þar sat Jónas Hallgrímsson löng- um stundum. „Ég upplifí Kaupmannahöfn svolítið sem söguslóðir íslend- inga og fínnst tilheyra að koma við í Hvids- vinstuen og fá mér öl og snaps.“ Söfn og gallerí segir Steinunn á hveiju strái, en henni finnst hin síðar- nefndu skemmtilegri, enda tímafrekt að skoða allt það sem stóru söfnin hafa að geyma. Líkt og jazzinn ætlar hún að Á STRIKINU eru alltaf skemmtilegar uppákomur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir geyma þau til elliáranna. „List og mannlíf blómstrar í Kaupmanna- höfn. Á Strikinu eru allt- af skemmtilegar uppá- komur. Nýverið var ég óskaplega spennt að hlusta á gamlan.iötra- legan sellóleikara, sem kom þar aðvífandi með hljóðfærið sitt. Ég fékk næstum tár í augun við tilhugsunina um dapur- leg örlög mikils lista- manns, sem núna þyrfti að draga fram lífið með því að leika fyrir vegfar- endur, og þiggja lítilræði, sem að honum væri rétt. Tilþrif veslings mannsins á sellóið reyndust þó slík að upphugsuð harmsaga mín gleymdist. Onnur eins óhljóð hef ég sjaldan heyrt. Jafnvel rónarnir fengu hláturkast og dag- langt heyrðust hljóð eins og skerandi vein kvalins kattará Strikinu." í Kaupmannahöfn fer Steinunn Birna alltaf í tí- volíið. Eina ókostinn sem hún sér við borgina er hversu gisting er dýr og erfitt er að fá inni á hótel- um. Kaffið finnst henni heldur ekkert sérstakt, en slíkt segir hún smámuni og frá Kaupmannahöfn komi hún alltaf endur- nærð heim. ■ Halifax verður ófangastaður Flugleiða í reglulegu áætlunarflugi frá næsta vori. Hanna Katrín Friðriksen fór þangað í skoðunarferð og leist bara ansi vel á það sem fyrir augu hennar bar. H Sjávarrétfir og sældarlíf Meðalhitastig í Nova Scotia Vor Hæst: 10-16 C Lægst: 2-6 C Sumar Hæst: 20-25 C Lægst: 10-14 C Haust Hæst: 12-15 C Lægst: 2-8 C Vetur Hæst: -2-1 C Lægst: -13-6 C ALIFAX, höfuðborg Nova Scotia í Kanada, er satt að segja ekki mjög vel þekkt meðal íslendinga. „Brúarfoss landaði í Halifajf, eða aðrar álíka tilkynningar koma helst upp í hugann hjá mér. Ég vissi þó að ein fyrirmynda minna úr æsku, hin eina ág sanna Anna í Grænuhlíð ætti rætur áð rekja til Nova Scotia, nánar tiltekið Prince Edward Island, og sótti skóla í Halifax þegar hún varð stór. Nú er myndarlegt safn þar sem hún Anna átti heima sem lítil stúlka, en því miður gafst ekki tími til þess að skoða það. Kannski næst. Flugleiðin frá New York til Halifax tók rúma tvo tíma. Þeir fóru að mestu í að fljúga til baka hluta leiðarinnar sem v'ið flugum daginn áður með Flugleiðum; Keflavík-New York. í stað þess að eyða tæpum sólarhring í ferðalagið verður hægt að skjótast þetta á fjórum tímum eða þar um bil frá næsta vori. Á flugvellinum tók á móti okkur full- trúi frá ferðamálaráði Nová Scotia, e’n starfsfólkið þar, sem og starfsfólk ferða- málaráðs Halifax átti eftir að bera hópinn á höndum sér næstu dagana á eftir. Þ^.r eru vanir menn á ferð, enda ferðaþjóri- usta önnur stærsta atvinnugrein Nova Scotia á eftir iðnaði ýmis konar. Sjávarút- vegurinn, kjölfestan fyrr á tímum, er nú í þriðja sætinu. , Randy Brooks, sem starfar hjá ferða- málaráði Nova Scotia, sagði mér að át- lega kæmu 1,2 milljónir ferðamanna til héraðsins og þar af um milljón til Hati- fax. Árstekjur Nova Scoif- ia af ferðaþjónustu er'u um 900 milljónir Kanadá- dollara eða um 45 millj- arðar íslenskra króriá. Stefnt er að því að tekj- urnar verði milljarður dollara um aldamótin. FJugleiðir munu vænf- anlega leggja sitt af mörkum til þess að það takmark náist. Sem stendur er hol- lenska flugfélagið KLM eina evrópska flugfélagið sem flýgur beint til Halifax. Áætlunarflug Flugleiða þangað hefst 14. maí á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku. Á svipuðum tíma mun KLM hætta sínu flugi til Halifax. Það þykja ekki slæmar fréttir fyrir Flugleiðir sem eru nú að sögn Einars Sigurðssonar, upplýs- ingafulltrúa Flugleiða, sem var þeirra maður í ferðinni, að leggja út í umfangsm- ikla kynningu á Halifax og Nova Scotia héraðinu á Norðurlöndum og víðar í Evr- ópu. Stórborg og smábær Aksturinn frá flugvellinum inn í mið- borgina tekur hálftíma. íbúar Halifax ei-u um 114 þúsund talsins, en til stór-Halifax svæðisins teljast einnig borgirnar Morgunblaðið/vþj GAMLI sjómaðurinn, Hairy Rosenberg. Á tvö þúsund fermetr- um í fjörutíu her- bergjum ægir saman ótal hlutum úr ýmsum áttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.