Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leikhíis annarr- ar veraldar Leikhús er marghöfða skrímsli, óheyrilega margþætt og flókið, skrifar danski leikstjór- inn Kirsten Dehlholm sem heldur fyrirlest- ur í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 16. RÝMIÐ er til. Við finnum það. Eða okkur er gefið það. Hér hefst sýningin eða hugmyndin um sýn- inguna. Hún verður til út frá arki- tektúr rýmisins, sögu staðarins og því hvernig staðurinn er jafnan notaður. Lögun rýmisins, frásögnin og virknin verður rammi sýningar- innar. Með þeim hætti er skapað þriðja rými, bæði áþreifanlegt og óhlutstætt - eins og í draumnum, rými sem fyllist af hljómi, mynd, hreyfingu, ljósi, öllu sem venjulega tilheyrir leikhússýningu. En sýning- in er undirorpin æðri skipan forms og inntaks. Sú skipan felur í sér skýrar leikreglur varðandi ferli, leikendur, form og inntak. Sérhvert rými og sérhver skipan mála er háð ákveðnum lögmálum og setur tiltekin skilyrði. Vísbend- ingar um val á samstarfsaðilum og þátttakendum eru skýrar. Sérhver sýning verður til í nánu samstarfi einstakra manna úr mismunandi greinum arkitektúrs, tónlistar, myndlistar, kvikmyndalistar, tækni, tungumála, danslistar óg vísinda. Sýningin berst áfram af mörgúm stökum hlutum sem enn eru undir- orpnir æðri hpgmynd. Hugmynd- inni er snúið og sveigt svo að hana megi skoða frá fleiri mismunandi sjónarhomum. Athugun fer fram. Form eru meðhöndluð og prófuð, verða að inntaki. Form er rannsak- að sem væri það inntak. Form og inntak er eins og tengd ííát, órjúfan- lega háð hvort öðru í stöðugri miðl- un eigin grundvallarskilyrða. Án rofs, saknaðarlaust. Skipan og eðli sýningarinnar ræður einnig vali á þátttakendum sem sóttir em meðal þeirra sem sviðsvanir em og hinna sem hafa aldrei staðið á sviði. Valið miðar að því að gera sviðstúlkunina eins ósvikna og hægt er, að allt verði sem nákvæmast miðað við þemað sem valið var. Rými, skipan, samstarf og þátt- takendur víxla frá einu verki til annars og því verða til mjög ólíkar sýningar þar sem ólíkum þáttum er haldið fram. Þannig hefur það verið allan minn starfsferil í leik- húsi síðan í Billedstofteater árið 1977, en síðari árin hefur verið ein- blínt á skynræna túlkun, hið meta- fysiska. Æðri veraleiki helgar sér sviðið. Eins konar endurtöfrun. ítalski fræðimaðurinn Peregrini nefndi í sáttmála sínum frá 1637 sjö mikilvæga eiginleika hins góða listaverks; hið ótrúlega, hið tví- ræða, hið umdeilda, hið torræða myndhverfa, það sem gefið er i skyn, skarpskyggni og hið heims- borgaralega. Hann skýrði mál sitt svo að listamenn ættu að halda aftur af afdráttarleysinu, elska hið torræða og láta svo hina skynjuðu mynd nægja til skýringar á duldum myndlíkingum sem ætlað er að fanga hið yfirnáttúrulega og óraun- verulega í vitsmunalegt táknkerfí mjög stílhreins tungumáls. Það sem ritað var árið 1637 er enn í gildi. Leikhús er marghöfða skrímsli, óheyrilega margþætt og flókið. Állt miðar að því sjaldgæfa augnabliki þegar allt á sviðinu sam- einast í fullkomnun. Töfrarnir verða fyrir augum þínum. Það er það sem þú minnist. Þess vegna höldum við áfram, við sem stöndum að sviðs- baki og togum í spotta tímans, þau sem standa á sviðinu og fylla út í tímann. Leikhús fjallar um tíma vegna þess að það gerist NÚ. Allt KIRSTEN Dehlholm er forstjóri leikhússins Hotel Pro Forma. miðar að þessu eina augnabliki. Ég undrast þetta enn og samtímis puða ég áfram á 18. starfsárinu. Veruleikinn er það stærsta sem við eigum. Jafnvel þótt hægt sýnist að smeygja smágerðri útgáfu af honum inn á sjónvarpsskjá til heimabrúks. En veruleikinn yfir- gnæfír allt. Það hlýtur að vera þess vegna sem okkur er svo umhugað að sýna hann í leikhúsinu, þar sem honum er snúið og sveigt, lýst og varpað fram til túlkunar og grein- ingar. Hugsa sér ef hann væri bara iátinn eiga sig skilningsvitum okkar til yndisauka og síðar vitsmunum okkar til gagns. En helst ætti að gæða hann hugsun fyrst til að geta skilið tilganginn, eins og segir í uppeldinu. Tilgang alls. Ef þú vær- ir fær um að gera grein fyrir honum mundir þú vera stærri en maðurinn. Hvers vegna er svo áríðandi að trúa á tilganginn? Einungis leikhúsið - og sjónvarpið - trúir. Veruleikinn sjálfur gerir það aldrei. Hið venjulega kemur okkur alltaf í opna skjöldu, segir franski heim- spekingurinn Michel Serres. Ef til vilþ er tilgangur samt? Þar til hann fínnst höldum við áfram að búa til leikhús, í formi skynjaðra mál- mynda, leikhús sem fyrst verður vart rnilli skinns og hörands og leit- ar síðan til höfuðsiris, skynheims- leikhús, flugbeitt eins og hnífur skurðlæknisins og mjúkt eins og húðin sem skorin er. Hver þrem- illinn? Nær ekkert blóð. Leikhús sem táknað er með nákvæmni. „Mér var ómögulegt að skilja það en ég gleymi því aldrei" (haft eftir áhorfanda að sýningu í Hotel Pro Forma). iE -| THORILL Thorstad Hauger Norsk barnabókakynning á íslandi Orð til þroska SÝNINGIN Orð til þroska - norskar barna- og ungl- ingabækur, verður opnuð við hátíð- lega athöfn í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29a, mánudaginn 6. nóvember nk. klukkan 17. Orð til þroska er umferðarsýning, haldin í íslenskum almenningsbóka- söfnum að frumkvæði norska menningarmálaráðuneytisins. Á sýningunni verður úrvai nýlegra, norskra barnabókmennta og er þetta hluti af menningarsamvinnu Noregs og íslands. Við athöfnina í Borgarbókasafni verður m.a. Þóra Óskarsdóttir að- stoðarborgarbókavörður, Lis By- berg frá norsku Bókasafnastofnun- inni, Leikny Haga Indergaard, bókavörður frá fylkisbókasafninu í Stavanger, Arne M. Samuelsen lektor við lýðháskólann í Telemark og Torill Thostad Hauger rithöfund- ur frá Osló. Námsþing í Norræna húsinu I tengslum við ofangreinda sýn- ingu efnir Norræna húsið í Reykja- vík til námsþings í samstarfi við norsku Bókasafnastofnunina. Námsþingið hefst í Norræna hús- inu laugardaginn 4. nóvember klukkan 14. Þá greinir norski rit- höfundurinn Torill Thorstad Haug- er frá verkum sínum. Hann hlaut barnabókaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1994 en er þekktur hér- lendis fyrir fjórar af bókum sínum um víkingatímann, sem þýddar hafa verið á íslensku. Torill T. Hauger beinir máli sínu til barna eldri en 10 ára. Hann flytur það á norsku, en túlkað verður á íslensku og allir eru velkomnir að hlýða á hann. Á sama stað klukkan 15 heldur lýðskólalektor Arne Marius Samu- elsen erindi: „Norskar myndabækur - gleði og áskorun - einnig fyrir fullorðna.“ Umfjöllun hans er um form og gerð myndabóka frá hinum einföldustu barnabókum til vönduð- ustu listaverkabóka. Hann leitast við að svara eftirtöldum spurning- um: „Hver eru helstu einkenni norskra myndabóka nútímans" og „hvernig eigum við að nota þær og meta og koma þeim á framfæri?“ Erindi hans verður á norsku. Aðgangur að námsþinginu er ókeypis og ekki er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku fyrirfram. RÁTT fyrir að Austurríkismað- urinn Arnold Schönberg hafí af mörgum verið talinn eitt af efni- legustu tónskáldum í byijun aldar- innar mætti hann einnig mikilli andstöðu vegna tónsmíða sinna og átti alla tíð í mikilli sálarkreppu sem tengdist tónsmíðum hans, fé- lagslegri stöðu og einkalífí. Hann hóf að mála um þrítugt og leitaði oft á náðir striga og pensils síðar í lífinu. Nú eru til sýnis í Museé d’Art Moderne de la Ville de Paris, yfír 70 málverk og teikningar sem gefa óvenjulega innsýn í listalíf þessa tíma og líf tónskáldsins sjálfs, að því er segir í The Intern- ational Herald Tribune. Tólftónatækni Schönbergs féll í grýttan jarðveg framan af, blöðin réðust hvað eftir annað harkalega á hann og birtu af honum skop- myndir þar sem dregin voru fram gyðingleg einkenni andlits hans. Þá bætti það ekki úr skák að Schön- berg var þrár og ósveigjanlegur og kom ekki vel saman við önnur tón- skáld. Allt þetta gerði honum erfitt fyrir um að afla fjölskyldunni lífs- viðurværis. Einna erfiðust reyndust honum svik vinar hans Richards Gerstl, sem var myndlistarmaður og hafði óskað eftir því að mála mynd af Schönb'erg árið 1906. Vinskapur tókst með þeim en árið 1908 kom tónskáldið að eiginkonu sinni, Mat- hilde, og Gerstl í rúminu. Þau héldu bæði á brott og tónskáldið hótaði því að fremja sjálfsmorð. Nemanda hans, Anton von Webern, tókst hins vegar að fá Schönberg til að fall- ast á að Mathilde sneri aftur heim. Nokkrum mánuðum síðar framdi Gerstl sjálfsmorð og ásótti hugsun- in um dauða hans Schönberg svo árum skipti. Schönberg var einstaklega hæfi- leikaríkur maður. Hann var sjálf- lærður í tónlist og leit á sjálfan sig sem snilling með nánast guðlega köllun. Sjálfsmyndir og nokkrar aðrar myndir hans bera vott um þetta, í þeim eru augun allsráð- andi, tákn um hina andlegu innsýn sem Schönberg taldi sig búa yfír. Verkin eru greinilega verk áhuga- manns, hendinni tókst ekki að koma öllu því til skila sem í hugan- um bjó. En í þeim býr óvenjulegur kraftur og löngun til að koma nýj- um heimi til skila þrátt fyrir árásir úr svo mörgum áttum. Éin sjálfs- myndin sýnir tónskáldið ganga á brott, hokinn, sköllóttan, með hendur fyrir aftan bak og með prik í hendi, höktandi yfir skuggalegt stræti, sem á án efa að tákna sam- t'ma hans. Um höfuð tónskáldsins dansa örlitlir neistar, vart sýnilegir. Árið 1911 barst Schönberg óvænt bréf frá málaranum Vassilíj Kandinskij sem hafði hlýtt á verk hans á tónleikum. „Vonir okkar, hugsanagangur og tilfinningar eiga svo margt sameiginlegt,“ skrifaði , hann í bréfinu sem varð upphafið að vinátfu þeirra. Og Kandinskíj bar einnig lof á myndir Schön- _ bergs. Segir að tónskáldið eigi ekki að vera ósátt við hversu mikið skorti á tæknina. „Schönberg hefur rangt fyrir sér - hann er ekki ósátt- ur við myndtæknina heldur innri löngun, sálina sem getur ekki gefið honum það sem hann krefst. Þetta er sú óuppfyllta löngun sem ég óska öllum listamönnum, alltaf.“ ÞRJÁR sjálfsmynda Schönbergs sem hann gerði í upphafi aldarinnar, þá stóð hann á tímamótum í lífi sínu og listsköpun, en síðar á lifsleiðinni leitaði hann oft á náðir pensilsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.