Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 C 5 ^ «. Morgunblaðið/Kristinn iar framandi menningarheims. ég get ekki neitað því að eftir sum- ar æfingarnar hef ég verið búin að tæma allt sem ég bý yfir.“ Ólöf segir að tónlistin í Madame Butterfly sé stórbrotin og ástríðu- þrungin. „Þessi ópera er mjög dramatísk og í henni eru hlutir sem nísta inn að hjartanu. Puceini var mjög skýr í sinni óperuskrift og notaði alla mögulega þætti til að lita tilfinningar persónanna skýrum litum. Það er mikilvægt að leggja nákvæma vinnu í tónlistina enda liggur allt í henni. Ef maður skilur ekki tónlistina kemst boðskapurinn ekki til skila.“ Ólafur Árni Bjarnason, sem _syngur Pinkerton, segir að um sé að ræða dæmigert tenórhlutverk frá hendi Puccinis. Það sé í þyngri kantinum — sérstaklega dúettinn — og síst auðveldara en Cavaradossi í Tosca eða Rodolfo í La Boheme. „Þetta verður mjög falleg sýning með hefðbundnu sniði,“ segir Ólaf- ur ennfremur. „Það er mikiil heiður að fá að syngja með Ólöfu Kol- brúnu. Þegar ég sat úti í sal fyrir tíu árum óraði mig ekki fyrir því að ég ætti eftir að syngja með henni í óperusýningu.“ ðlafur segir að Madame Butt- erfly sé magnþrungið verk en hann hefur tekið þátt í tveimur öðrum uppfærslum á óperunni — í Köln og Gelsenkirchen. „Ég hef aldrei tekið þátt í sýningu án þess að tár- ast í lokaþættinum; hann er svo stórkostlegur.“ Ólafi þykir ánægjulegt að unnt sé að færa upp sýningar á borð við Madame Butterfly hér á landi. „Það vantar ekki efniviðinn og viljann og það er spurning hvað hægt væri að gera ef meira væri til af þessu með stóra pé-inu.“ Margt hefur hvílt á Ólafi síðustu mánuði. Hefur hann verið að syngja í Don Carlos eftir Verdi í Karlsru- her og í Madame Butterfly í Köln, auk þess að taka þátt í æfingum hér heima. Sennilega gefur æfinga- taflan í íslensku óperunni glögga mynd af önnum tenórsöngvarans: „Öli kemur, Óli fer, Óli kemur...“ Með önnur helstu hlutverk í Madame Butterfly fara Bergþór Pálsson sem syngur Sharpless, Rannveig Fríða Bragadóttir sem syngur Suzuki og Sigurður Björns- son sem syngur Goro. Ásrún Dav- íðsdóttir túlkar Kate Pinkerton, Loftur Erlingsson er prins Yamad- ori og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson Bonze. Aðrir sem taka þátt í sýningunni eru Valdimar Másson, Eiður Á. Gunnarsson, Sva- var Berg Pálsson, Soffía Bjarnleifs- dóttir, Þórdís Þórhallsdóttir, Ág- ústa Sigrún Ágústsdóttir, Árni Freyr Gunnarsson og Hörður Freyr Brynjarsson. Að ógleymdum kór og hljómsveit íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes og Robins Stapletons. Leikmynd er eftir Sarah G. Conley og John Mich- ael Deegan sem einnig hannar lýs- ingu. Erfitt að afla upplýsinga Hulda Kristín Magnúsdóttir, sem hannar búningana sem söngvararn- ir skarta, segir verkefnið hafa verið mikla áskorun. Hins vegar hafi verið ákaflega erfitt að afla upplýs- inga um japanskt útlit. „Það er varla til ein einasta bók um Japan á íslandi." Þurfti hún að fá nær allt efni og fylgihluti erlendis frá. Hulda Kristín segir að fegurðar- skyn Japana sé ólíkt fegurðarskyni Vesturlandabúa. Klæðnaðurinn og útlitið séu ekki einungis frábrugðin heldur jafnframt þættir á borð við hreyfingar. Kostaði hún því kapps um að kynna sér japanska menn- ingu og leitaði meðal annars á náð- ir prestanna Miyako Þórðarson og Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem eru flestum hnútum kunnugir í þeim efnum. Þá mun skrifstofa jap- anska ræðismannsins á íslandi hafa lagt hönd á plóginn. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, var henni síðan innan handar varð- andi þá búninga sem snerú að bandaríska sjóhernum. „Ég vann úr öllum þessum upp- lýsingum og blandaði þeim síðan saman við eigin hugmyndir. Án efa er hægt að finna einhveija hnökra á útfærslu búninganna en það kem- ur ekki að sök þar sem um er að ræða óperusýningu en ekki heim- ildamynd," segir Hulda Kristín. Islenska óperan ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur að þessu sinni en Ólöf Kolbrún kveðst hafa það á tilfinningunni að sýningin verði vel heppnuð. „Það stendur mjög fært fólk að þessari sýningu sem hefur hvatt okkur söngvarana óspart til dáða. Fólk hefur lagt mikið á sig og vonandi verður uppskeran í samræmi við það.“ Ljósmyndasýning og bók Norðurslóðir IJÓSMYNDASÝNING Ragn- ars Th. Sigurðssonar, „Norð- I urljós“, opnar í Gerðar- safni, Listasafni Kópa- vogs, í dag kl. 16. Einnig kemur bókin Jökulheimar út í dag en hún er samstarfsverkefni Ragnars og Ara Trausta Guðmundssonar jarð- eðlisfræðings en saman hafa þeir farið víðá um norðurslóðir og geng- ið jökla og fjöll. Það er bókaútgáfan Ormstunga sem géfur bókina út en hún hefur að geyma myndir og fróðleik' um alla helstu jökla ís- lands. Ari Trausti ritar texta bókar- innar en Ragnar tók myndirnar, alls 77 að tölu. Bókin verður kynnt í Gerðarsafni í dag. v Myndabók og fræðibók „Meirihluti myndanna á sýning- unni er einnig í bókinni. Þetta er myndabók og fræðibók til helminga og við látum þetta tvennt vinna saman,“ sagði Ragnar Th. í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að á sýningunni yrðu annars vegar þessar íslensku jöklamyndir og hins vegar myndir frá Grænlandi og norður Kanada. „Meginþema sýn- ingarinnar er jöklar á Islandi, jöklar á Grænlandi og myndir af Inúítum á Grænlandi," sagði Ragnar. Myndirnar eru allar tölvuunnar og tölvuprentaðar. Þær eru mjög stórar að sögn Ragnars en þær stærstu eru allt að þriggja metra breiðar. Við þær eru birt ljóð eftir Ara Trausta Guðmundsson. „Það er mikil upplifun fyrir mig að sjá myndirnar svona stórar,“ sagði Ragnar. Alveg steinhissa „Þegar ég stend fyrir framan þær núna finnst mér ég, í mörgum tilfellum, upplifa aftur stemmning- una sem var þegar ég tók mynd- ina. Það skapast allt annað and- rúmsloft í myndunum þ'egar þær eru prentaðar svona stórar. Maður verður alveg steinhissa," sagði Ragnar að lokum. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga og stendur til 19. nóvember. RAGNAR Th. Sigurðsson LÓósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson. MYND úr bókinni Jökulheimar. Styrkveiting úr Söngvarasjóði FÍL ÞRÍR söngnemendur hlutu styrk úr Söngvarasjóði Óperudeildar FÍL. Þeir nemendur sem hlutu styrk eru eftirtaldir. Finnur Bjarnason, bariton. Hann lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðast- liðið vor. Kennari hans var John Speight. Finnur hefur nú hafið söngnám við Guildhall tónlistarhá- skólann í London. Styrkur kr. 150.000. Bjarni Thor Kristinsson, bassi. Hann lauk 8. stigi í söng frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1995. Þar stundaði hann söngnám hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur og Garðari Cortes. Bjarni nemur nú við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg og er aðalkennari hans Helena Karusso. Styrkur kr. 100.000. Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzó- sópran. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síðast- liðið vor. Kennarar Sigríðar voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Sigríður stundar nú nám við Tónlistarskólann í Vínarborg. Finnur Bjarnason bariton Styrkur kr. 100.000. í stjórn Söngvarasjóðs óperu- deildar FÍL eru Elísabet Erlings- dóttir, Sigurður Björnsson og Stef- án Arngrímsson. Sjóðurinn styrkir efnilega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntunar í listgrein sinni. Skilyrði Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran styrkveitinga til söngnema er að umsækjandi hafi lokið 8. stigi eða sambærilegri menntun í söng og hyggi á frekara nám erlendis. Styrkur til einsöngvara er ætlaður sem fararstyrkur til endurmenntun- ar utanlands. Að þessu sinni sóttu 9 manns um styrk. Bjariii Thor Kristinsson bassi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.