Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 C 3 Tolli opnar sýningu á málverkum í Selfossbíói ímiðri atburðarás TOLIJ myndlistarmaður “öpnar sýningu á tveimur tugum stórra málverka í Selfossbíói við Hótel Sel- foss í dag. Verkunum, sem unnin eru á síðastliðnu ári, skiptir lista-' maðurinn í tvennt: Landslagsmynd- ir og goðsagnakenndar myndir. Þær fyrrnefndu eru framhald af því sem Tolli hefur verið að fást við á liðnum misserum en í þeim síðarnefndu kveður við nýjan tón, manneskjan er í öndvegi. „Þessar goðsagnakenndu myndir eru einskonar óður til gyðjunnar og hins kvenlega afls. Eg tel nefni- lega að eigi þúsundáraríkið að verða að veruleika þurfi mannkynið að leggja meiri áherslu á kveneðlið sem leiðandi afl,“ segir Tolli og bætir við að verkin endurspegli tilfinning- ar sínar og sál, auk þess að snúast um dagrenningu í víðtækum skiln- ingi. „Þau snúast um ljósið og birt- una enda erum við alltaf á leið inn í meira ljós.“ Tolli segir að ný viðfangsefni kalli á nýjan stíl. Því beri sýningin á Selfossi glöggt vitni. „Ég tel mig hafa tekið stórt stökk í stíl en auð- vitað reynir maður að tefla fram' því besta sem maður hefur yfir að ráða hverju sinni. Þessi sýning ein- kennist, hvað mig varðar, af metn- aði og alvöru. Sjón er hins vegar sögu ríkari." Selfossbíó hefur ekki í annan Morgunblaðið/Júlíus HÁTT er til lofts og vítt til veggja í leikhúsinu á Selfossi eins og Tolli gefur til kynna. tíma verið vettvangur myndlistar- sýninga en húsið hefur staðið autt allar götur síðan það var reist fyrir um áratug. Tolli segir að sýningar- rými sé af skornum skammti eystra og sakir þess hafi hann sótt það stíft að fá að sýna í húsinu. „Þetta húsnæði hentar afar vel fyrir mynd- listarsýningar. Það hefur yfir sér tímaleysi og goðsagnakenndan blæ sem er vel við hæfi með tilliti til TOLLI sýnir nokkrar goðsagnakenndar myndir á Selfossi. verka minna. Þetta er eins og að vera staddur í miðri atburðarás." Leyfið var auðsótt ög vonar Tolli að þar með hafi verið lagður grunn- ur að frekari menningarstarfsemi í bíóinu. „Á þeim tíma sem þetta húsnæði hefur staðið autt hafa óteljandi möguleikar á margþættri menningarstarfsemi farið forgörð- um. Það er slæmt enda er menning- in á fljúgandi ferð inn í morgundag- inn og verður sífellt mikilvægari í starfsemi bæjarfélaga," segir lista- maðurinn og bætir við að einu gildi hvort tilgangurinn sé af viðskipta- legum toga eða að göfga mannlifið. Sýningin verður opin í níu daga. Við opnunina mun Bubbi Morthens flytja lög sín og ljóð og Mjólkurbú Flóamanna annast veitingar. Laug- ardaginn 12. nóvember mun hljóm- sveitin Súrefni og fjöllistahópur úr Flensborgarskóla láta að sér kveða í Selfossbíói. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá um Seamus Heaney DAGSKRÁ um Seamus Heaney sem fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum í ár, verður haldin í sam- vinnu við Torfhildi, félag bók- menntafræðinema við Háskóla ís- lands, mánudaginn 6. nóvember kl. 21. Þar mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segja frá kynnum sínum af skáldinu, Martin Regal. Martin Regal dósent les ljóð eftir Heaney á ensku og fjallar um þau út frá athugunum sínum á verkum hans, Karl Guðmundsson les þýð- ingar sínar á ljóðum Heaneys og Thor Vilhjálmsson fjallar um skáldið. Einnig munu Guðni Franzson og félagar hans úr Kelt- unum leika írska tónlist. Áður auglýst dagskrá um Mad- ame Butterfly fellur niður að sinni af óviðráðanlegum ástæðum. ♦ » ♦ Sýningu í Listhúsi 39 að ljúka SÝNINGU Sigrúnar Sverrisdóttur í Listhúsi 39 í Hafnarfirði lýkur nú á þriðjudag. Sigrún sýnir ein- þrykk og hefur sýningin staðið yfir frá 21. október. Færeysk spenna Færeyingurínn Jógvan ísaksen hefur vakið at- hygli fyrír spennusögur sínar en tvær þeirra hafa komið út á ís- lensku. Að mati Hall- dóru Jónsdóttur felst styrkur höfundarins í því hve auðvelt hann á með að koma fróðleik frá sér sem afþreyingu. ÆREYINGUM hefur tek- ist það sem okkur íslend- ingum hefur enn ekki auðnast; að skrifa inn- lenda spennusögu, sem gerist í nú- tímanum og sem auk þess er stór- góð lýsing á mann- og þjóðlífi í Færeyjum, og síðast en ekki síst fyndin. Þetta eru bækurnar Ljúf er sumarnótt í Færeyjum og Grár október eftir Jógvan Isaksen. Sögu- sviðið í báðum bókunum er Þórs- höfn og við kynnumst bæjarlífinu þar vel svo sem sérfæreyskum fyrir- bærum eins og bjórklúbbum, þar sem söguhetjan Hannis Martinsson kemur einatt við, m.a. til að afla frétta. Því líkt og hjá Dan Turéll hinum danska í Morðbókunum 12 (Mord í morket, Mord pá Malta o.s.frv.) er sögumaðurinn ölkær blaðamaður, sem kemst á snoðir um alls konar brask og ólöglegt athæfi samborgaranna. Hannis reynir einn síns liðs að koma upp um glæpina því lögreglan stendur ráðþrota gagnvart óútskýranlegum morðum og mannshvörfum. En rétt eins og að nafnlausi blaðamaðurinn hjá Turéll er vinur Ehlers lögreglu- fulltrúa á Vesturbrún á Hannis vininn Karl hjá Þórshafnarlögregl- unni og þar er kominn grundvöllur fyrir óop- inberri samvinnu. Fyrir alla aðdáendur glæpa- sagna er það hrein himnasending að kynnast Færeyingnum Hannis og er óskandi að Jógvan Ísaksen haldi sem lengst áfram að skrifa um ævintýri hans. Fyrri bók Ljúf er sumamótt í Færeyj- um hefst á láti gamall- ar vinkonu Hannis, Sonju, sem einnig var blaðamaður og skömmu síðar finnst unnusti hennar hálsbrotinn. Hannis, sem flækst hefur víða um lönd og býr nú í Kaupmannahöfn, fer heim til Færeyja til að grennslast fyrir um málið. Leikurinn berst síðan um allar Færeyjar og lykillinn að gát- unni er glæsiskúta frá Paragvæ, sem hefur legið við bryggju í Þórs- mörk um skeið. Svarið við gátunni er hið flóknasta og spinnur Jógvan ísaksen þar mikla og áhugaverða sögu. Eftir því sem sögumaður kemst lengra áleiðis í leitinni fjölgar morðunum og eins gott að Hannis er óttalaus maður. Grár október hefst á að Páll Hansen útvarpsþulur deyr af blá- sýrueitrun í beinni útsendingu og böndin berast brátt að fyrirtækinu Gaia International, þar sem Páll hafði starfað áður við að selja fólki hlutabréf í olíuskipum, sem leið til að lækka skatta. Skemmst er frá því að segja að fyrirtækið fór á hausinn og margir töpuðu aleigunni og ekki síst ríkissjóður, sem hafði lánað allt að 60-70% af smíðaverði skipanna. Blaðamaðurinn Hannis tekur til óspilltra málanna.við að grafast fyrir um höfuðpaurinn í Gaia en áður en hann kemst á slóð- ir Hanus í Rong hafa þrír menn í viðbót látist á vofeiflegan hátt. Hannis kemst að því að auk þess að reka útgerð er Han- us í Rong trúboði í ein- um af fjölmörgum sér- trúarsöfnuðum Fær- eyja. Eins og í fýrri bókinni berst leikurinn víða, meira að segja til Ítalíu og Sviss, þar sem Hannis fer að grafast fyrir um tengsl Hanus í Rong við ítölsku frí- múrararegluna P2, sem telur fjöldann all- an af fjárglæframönn- um til félaga sinna. Ekki er þettá hættu- laus slóð og Hannis lendir í mörgum lífs- háskanum en hann hefur sem fyrr ráð undir rifi hveiju og kemst meira að segja að ýmsu með því að hluta vel á óskalög sjómanna. Það má hiklaust mæla með þessum hánorr- ænu spennusögum sem góðri af- þreyingu, sem auk þess að vera spennandi eru kryddaðar með fær- eyskum kveðskap; titlar bókanna eru einnig sóttir til þjóðskáldsins J.O.H. Djurhuus. Við íslendingar komum líka við sögu en aðallega við að afvatna Færeyinga og er sögumaður ekki par hrifinn af hversu landar hans vilja líkjast Is- lendingum í einu og öllu. Styrkur Jógvans ísaksen er hversu gífurlega auðvelt hann á með að koma fróðleik frá sér sem afþreyingu. í fyrri bókinni Ljúf er sumarnótt ( Færeyjum eru magnað- ar upplýsingar um nasista og síðari heimsstyijöldina og í Grár október er röðin komin að ítalskri leynireglu og Páfagarði. Bækurnar hafa kom- ið út hjá Uglunni, íslenska kilju- klúbbnum. Þýðing Ásgeirs Ásgeirs- sonar virðist góð því textinn er hnökralaus og á köflum mjög lif- andi. Þó hlýtur að vera misskilning- ur að vertshúsið Laurits betjent í Kaupmannahöfn sé kallað Lárits þjónn en ekki lögga eins og Hafnar- stúdentarnir hafa löngum gert rétti- lega. Og á Ítalíu eru patata fritte steiktar kartöflur en ekki epli. Jógvan ísaksen Latum okkur sjá ... Skiptir tónlist einhverju máli? Ekki er nóg að tónlist sé vel leikin, segir Rúnar Vilbergs- son, ef lélegur hljóm- burður kemur í veg fyrir að hún njóti sín. AÐ getur varla varla verið tilviljun ein hve tónlist er stór þáttur í lífi okkar. Eða hvers vegna skyldi tónlist vera leikin við flest mikilvæg tímamót í lífi okkar; við skírn, ferm- ingu, brúðkaup og jarðarfarir? Og hvað vekur betur með okkur hugblæ jólanna en hátíðleg jólalög og sálmar? Hvað róar bam betur fyrir svefninn en falleg vögguvísa? Hvað gefur okkur sterkari tilfínn- ingu fyrir því að við séum þjóð en þjóðsöngurinn? Hvers vegna nota menn tónlist til að tjá djúpa sorg og mikla gleði? Hvemig væru t.d. kvikmyndir án tónlistar? Hvers vegna dansa börn jafnt sem full- orðnir eftir fjörugri tónlist? Hvers vegna er talað um að syngja af gleði? Og hvers vegna er tónlist notuð til slökunar? - Vegna þess að tónlist hefur djúptæk áhrif á okkur. Hún getur snert hveija taug í líkamá okkar; hún litar sálarlífíð; hún er eitt mikil- vægasta tjáningarform mannsins. Tónlist skiftir okkur með öðrum orðum mjög miklu máli. Skiftir tónlistarhús einhverju máli? Við íslendingar njótum þess að eiga hæfileikaríkt fólk í mörgum greinum tónlistar og hér dafnar þróttmikið og blómlegt tónlistarlíf sem notið hefur athygli og viður- kenningar innan lands sem utan. Hins vegar eigum við ekki tónleika- hús með fullnægjandi hljómburði - reyndar eigum við ekkert tónleika- hús! Ekki er nóg að tónlist sé vel leik- in ef lélegur hljómburður kemur í veg fyrir að hún njóti sín. Hljóm- burður er því mjög mikilvægur þátt- ur í tónlistarflutningi. Að eiga gott tónlistarfólk en lélegan tónleikasal er eins og að eiga góða sjómenn en lélegt skip, eða að geyma mikið fé á neikvæðum vöxtum. Eins og að eiga góð hljómflutningstæki en lélega hátalara; að eiga hraðfleyga flugvél en of stuttan flugvöll; að láta vel þjálfaða knattspyrnumenn keppa á velli sem hefði engin mörk eða fóðra gæðing á lélegu heyi. Þegar tónlist er flutt í húsi með lélegum hljómburði er í raun verið að kasta verðmætum á glæ. Til sjós væri það kallað að fara illa með gott hráefni eða að vannýta auðlind. Tónverk má líta á sem málverk sem málað er upp á nýtt í hvert skifti sem það er flutt. Lélegur tón- leikasalur byði þá upp á takmarkað úrval daufra og fátæklegra litatóna á meðan góður salur gæfi bæði fjöl- breyttari og ríkulegri liti. í rauninni er tónleikasalur eins og hljóðfæri. Hann gefur tónlistinni lit. Góður hljómburður hefur örvandi áhrif á tónlistarfólk og áheyrendur likt og góður áburður á gróður. Menn leika þá og syngja betur og áheyrendur njóta betur. Góður hljómburður et- þannig verðmætaskapandi. Þess vegna skíftir tónlistarhús miklu máli. Höfundur er tónlistarmadur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.