Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 C 7 A hættubrún alvogunar TONLIST lláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Haydn, Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson og Bartók. Einleikari: Ib Lanzky-Otto. Stjóm- andi: Gunnsteinn Ólafsson. Finuntu- dagurinn 2. nóvember, 1995. ÞAÐ verða að teljast nokkur tíð- indi, að ungur íslenskur hljómsveit- arstjóri kveður sér hljóðs og stjóm- ar áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Við höfum ekki enn eignast þann hljómsveitar- stjóra, að honum verði óskorað trú- að fyrir Sinfóníunni okkar. Hjá nágrannaþjóðunum, jafnvel þar sem tónlistariðkun stendur með miklum blóma eru þeir tiltölulega fáir, sem ná því að gefa stjórnun sinni það listræna innihald, sem stendur ofar kunnáttu og þjálfun. Hljómsveitar- stjóri er verkstjóri yfir stórum hópi kunnáttumanna og hann þarf, auk þess að vera fær um að leiðbeina þessum kunnáttumönnum, að hafa yfirburða þekkingu á hverju við- fangsefni og síðast en ekki síst, að búa yfir listfengi og persónutöfrum, er fær hvern hljómsveitarleikara tií að leik af snilld. Gunnsteinn Olafsson lauk námi í hljómsvéitarstjórn fyrir þremur árum og hefur að undanförnu stjórnað ýmsum uppfærslum og sérstaklega lagt sig eftir að kynna tónlist eftir Monteverdi. Þetta eru fyrstu eiginlegu sinfóníutónleikarn- ir sem hann stjórnar og með þeim hefur hann sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér og mótaði sum verkin af töluverðri nákvæmni. Það sem vantaði helst var eldurinn, sem brennur innra með mönnum og er það skapandi afl listarinnar, er fær alla til að staldra við og hlusta um stund. Fyrsta verk tónleikanna, „Pauk- enwirbel" sinfónían eftir Haydn var hreint og blátt áfram leikin en það vantaði í hana þá hrynskerpu er hæfir svo vel liðlegu tónmáli meist- arans. Stjóm Gunnsteins var einum of hlutlaus. Hann rak ekki á eftir hljómsveitinni, krafði hana ekki um annað en að skila sínu nettlega. Þetta hlutleysi var sérstaklega áberandi í fyrsta kaflanum en ann- ar þátturinn og menúettinn voru best mótuðu þættirnir. Annar þátt- urinn er í tilbrigðaformi og í einu tilbrigðanna lék Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari einleik af glæsibrag. Annað vifangsefni tónleikanna var hornkonsert nr. 2 eftir Mozart og þar fór með einleikinn hornsnill- ingurinn Ib Lanzky-Otto. Leikur hans var framfærður af öryggi snill- ingsins, tónninn afburða fagur, sem kom hvað best fram í hæga þættin- um. Hljómsveitin stóð vakt sína með prýði. Seinna verkið sem Ib Lansky-Otto lék var „Rúnir“, horn- konsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, er hann samdi sérstaklega fyrir Ib Lansky-Otto og Fílharmonísku hljómsveitina í Stokkhólmi. Verkið er markað í þrjá mishraða þætti, sem eru í raun níu tilbrigði um stutta tónhugmynd, sett fram i upphafi verksins í þrumandi horn- hljómi. Skemmtilegustu þættir verksins eru fyrir hljómsveitina, en þrátt fyrir afburða fallegan flutning einleikarans, eins og t.d. í miðþætt- inum, var aldrei virkilega mikið að gerast hjá einleikshorninu. Það eru margar góðar hugmyndir í verkinu en í heild vantar meiri hreyfingu í tónmálið, sem líklega tengist mik- illi endurtekningu upphafstón- myndarinnar. Tónleikunum lauk með Danssvítu, eftir Béla Bartók, Þetta er fyrst og fremst dansverk, þar sem Bartók leikur sér með eitt af sterkustu einkennum ungverskr- ar danstónlistar, nefnilega hryndvö- lina (rubato). í þessum hraðabreyt- ingum þarf að vera spenna, bæði þegar hraðinn minnkar og ekki síð- ur í vaxandi hraða og þegar hraðinn verður mestur, þarf hann að bera í sér eiginleika hömluleysis. Þrátt fyrir ágætan og yfivegaðan leik og töluvert öryggi í stjórnun, vantaði að Gunnsteinn sleppti fram af sér beislinu og stefndi leik hljómsveit- arinnar á hættubrún aívogunar. Þrátt fyrir þetta er óhætt að full- yrða að Gunnsteinn Ólafsson er efnilegur hljómsveitarstjóri, ágæt- lega kunnandi, en vogar ekki nægi- lega miklu í túlkun tilfinninga og nálgun þess skáldskapar, sem er undirstaða allrar listsköpunar. Jón Ásgeirsson Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Gauragang LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýnir Gauragang eftir Ólaf Hauk Símon- arson í dag, laugardaginn 4. nóvem- ber kl. 16.00. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir sem einnig semur alla dansa í leikritinu. Valmar Valja- ots stjórnar tónlistinni og Ástralinn David Walters er ljósahönnuður, en þetta er í fyrsta skipti sem sérstak- ur ljósahönnuður er fenginn til að vinna að sýningu hjá félaginu og væntir leikfélagsfólk mikils af sam- starfinu við hann. Þetta er í annað skipti sem Gaura- gangur er settur upp, en verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum og sáu um 40 þúsund manns þá sýningu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að tæknimál sýningarinnar væru sem best úr garði gerð og hafa sjald- an eða aldrei verið jafnmikil ljósa- og hljóðtækni notuð í Samkomuhús- inu á Húsavík. í sýningunni er not- uð tónlist hljómsveitarinnar Ný-dan- skrar, sem samin var við verkið þeg- ar það var leikið í Þjóðleikhúsinu. Um 50 manns hafa unnið sleitu- laust við að koma upp sýningunni, en æfingar hófust fyrir 6 vikum. Alls taka 26 leikarar þátt í sýning- unni og eru þeir á öllum aldri, frá 11 ára til 64 ára, bæði gamalreynd- ir leikarar hjá Leikfélaginu og nýlið- ar og einnig taka félagar úr Pira- mus og Þispu, leikklúbbi Framhalds- skólans á Húsavík, þátt í uppfærsl- unni. ^ Keltar og Jónas Árnason á Akranesi JÓNAS Árnason og Keltar halda tónleika í Rein á Akranesi sunnu- dagskvöldið 5. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni eru írsk þjóðlög og kvæði Jónasar við þau en einnig munu Keltar leika írska dansa. Jónas og Keltarnir hafa að und- anförnu unnið að upptöku á efnis- skránni á tónleikum í Borgarleikhús- inu. Þeir flytja þekkt kvæði meðal annars úr leikritinu „Þið munið hann Jörund" en jafnframt kvæði sem sjaldnar hafa heyrst opinberlega. Húsið verður opnað kl. 20. Nýjar bækur Leiðin um djúpið Sibba, Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Sibba opnar sýningu SIBBA, Sigurbjörg Jóhannesdótt- ir, opnar sýningu í Gallerí Fold í dag laugardag kl. 15. Röng mynd birtist með frétt um sýninguna í gær og er beðist velvirðingar á því. EIN myndanna á sýningunni. Þjóðminjasafnið Sýningu á mannamynd- n m að ljúka SÝNINGU Þjóðminjasafns íslands í Bogasal, Mannamyndir íslenskra listamanna frá 17.-19. aldar, lýkur á morgun sunnudag. Á sýningunni getur að líta úrval mannamynda eftir nafngreinda ís- lenska listamenn og eru þær helstu frá 17. öld. Myndirnar eru ýmist málverk eða teikningar og gefst á þessari sýn- ingu að sjá samankomið úrval af því sem til er af mannamyndum eftir íslenska listamenn frá fyrri tíð. Myndirnar eru flestar í eigu Þjóð- minjasafnsins, en nokkrar eru í eign Listasafns íslands. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 12-17. ♦ ♦ ♦ Hallgrímskirkja Nýr safnaðar- salur tekinn í notkun NÝR safnaðarsalur í Hallgríms- kirkju verður tekinn í notkun un helgina eftir miklar umbætur. Safn- aðarsalurinn er í suðurálmu, þar sem áður var kapella. Miklar steypuskemmdir voru í veggjum og þaki og hafa þær nú verið lagfærð- ar. Nýjar loftplötur hafa verið sett- ar í salinn og voru þær valdar sér- staklega með tilliti til hljóðdreifing- ar þannig að allt tal á að heyrast vel, segir í kynningu. Á sunnudagskvöldið verður sýnt í salnum leikrit Steinunnar Jóhann- esdóttur, Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms. Eldhús kirkjunnar verður flutt í suðurendann við hlið nýja safnaðar- salarins og verður hafist handa við uppsetningu þess næstu daga. ÚT er komin Hljóð nóta, söguljóð eftir Steinar Vilhjálm. í kynningu segir: „Hafir þú þolgæði og ímyndunarafl, áttu eft- ir að lesa þessa bók oft. Hvað gerist þegar ævintýraþráin leiðir fólk á villustigu þeirra sem gefast upp í rangl- átum heimi? Hver er Prinsinn sem öllu ræð- ur þar? Leiðin um djúp- ið er hættuleg, vörðuð gylltum hillingum framavonanna. Leiðin Steinar Vilhjálmur til baka er lífsreynsl- an.“ Hljóð nóta er fjórða bók Steinars Vil- hjálms. Fyrri bækur hans eru: Lýsingar- háttur nútíðar (1988), Skrítin blóm ljótar myndir og önnur ljóð (1990) og Bítlar (1994). Útgefandi er Skák- prent sem einnig prentaði. Káputeikn- ing er eftir Þór Ludwig Stiefel. Bókin er 228 bls. og kostar 1710 kr. Nýjar bækur Kyijálaeiði Hannesar ÚT er komin ljóðabók- in Kyijálaeiði eftir Hannes Sigfússon. „Bókin hefur að geyma margbreytileg og djúp- hugsuð ljóð eftir eitt okkar helsta núlifandi skáld,“ segir í kynn- ingu. Hannes kvaddi sér fyrst hljóðs með ljóða- flokknum Dymbilvöku árið 1949. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda verka, meðal þeirra ljóðabækurnar Imbru- dagar (1951), Sprek'á Hannes Sigfússon eldinn (1961) og Jarteikn (1966). Síðast kom út eftir hann skáldsag- an Ljósin blakta árið 1993, en skáldsga hans Strandið (1955) vakti mikla athygli og var nýlega flutt í út- varpi. Hannes Sigfússon hefur þýtt margar skáldsögur eftir höf- unda frá Suður-Amer- íku og hann er einnig afkastamikill ljóða- þýðandi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 57 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Kápu hannaði Robert Guillemette. Verð 1.680 kr. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arki- tekts til 9. des. Listasafn Islands Haustsýn. safris Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Nýlistasafnið vesturleið" og „um akkadíska tungu" til 5. nóv. Gallerí Fold Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Adam Nichols sýna til 19. nóv. Ásmundarsalur Ásdís Kalman sýnir til 19. nóv. Galleri Stöðlakot Helga Jóhannesdóttir sýnir til 5. nóv. Gallcrí Greip Birgir Snæbjörn sýnir til 5. nóv. Norræna húsið Ljósmyndasýn. Tove Kurtzweill til 12. nóv., Grafíksýn. til 3. des. í anddyri; 6 gullsmiðir frá Gautaborg til 5. nóv., Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 31. des. og Lína Langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í all- an vetur. Gallerí Ríkey Sýning á^verkum Ríkeyjar. Gallerí Úmbra Lára K. Samúelsd. sýnir leirv. til 15. nóv. Gallerí Sólon Islandus Steph. sýnir ljósmyndir til 16. nóv. Mokka Ásmundur Ásmundsson sýnir. Við Hamarinn Karl Jóhann Jónsson sýnir til 12. nóv. Þjóðminjasafnið Mannamyndir í Bogasal til 5. nóv. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til ára- móta. Vinnustofan, Hallveigarstíg 7 Asta G. Eyvindard. Opið milli 14 og 15. TONLIST Laugardagur 4. nóvember Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í Hlé- garði kl. 17. Leikskólakór Reykja- víkur og nemendur Tónskóla Sigur- sveins í Háskólabiói kl. 11. f.h. Sunnudagur 5. nóvember Keltar og Jónas Ámason í Rein, Akranesi, kl. 20.30. Þriðjudagur 7. nóvember Tónleikaröð LR á Stóra sviðinu, Caput hópurinn. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 4. nóv. Taktu lagið, Lóa lau. 4. nóv., sun. Stakkaskipti lau. 11. nóv. Sannur karlmaður lau. 11. nóv. Kardemommubærinn lau. 4. nóv., sun., lau. Glerbrot frums. fös. 10. nóv. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 4. nóv., sun., lau. Súperstar lau. 11. nóv. Tvískinnungsóperan lau. 4. nóv. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 4. nóv., fós. BarPar frums. lau. 4. nóv., fim., fös. íslenski dansflokkurinn: Sex ballettverk frums. fim. 9. nóv. Önnur starfsemi: Hamingjupakkið á Litia sviðinu. Dagui’, söng-, dans- og'leikverk sun. 5. nóv., þri. Möguleildiúsið Ævintýrabókin lau. 4. nóv., sun., lau. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 4. nóv., fós. Hafnarflarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, lau. 4. nóv., sun., mið., fos., lau. Isienska ópcran Carmina Burana iau. 4. nóv., lau. Madame Butterfly frums. flis. 10. nóv. Kaffileikhúsið Sápa þtjú og hálft lau. 4. nóv. Lögin úr leikhúsinu mið. 8. nóv. Leikfélag Akureyrar Drakúla lau. 4. nóv., lau. Listvinafélag Hallgrímskii'kju Heitnur Guðríðar, eftir Steinunni Jó- hannesdóttur í safnaðarsal Hallgríms- kirlgu sun. 5. nóv. kl. 20 og tnið. 8. nóv. kl. 20. Furðulcikhúsið „Bétveirt í Tjamarbíó sun. 5. nóv. Kópavogsleikiiúsið Galdrakarlinn í Oz lau. 4. nóv., sun. KVIKMYNDIR MIR „Ef heimilið er þér kært“ sun. kl. 16 Norræna húsið Nils Karlsson Pyssling kvikm. fyrir börn sun, 5. nóv. kl. 14, LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Dagskrá um Seamus Heaney mán. 6. nóv. kl. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.