Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 1
Il^gtmUbifrtt ? ímiðri atburðarás/3 > Meistaraverk óperubókmenntanna/4 K Leikhús annarrar veraldar/8 MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1995 BLAÐ ADAM og Eva hrakin úr Paradís, hluti úr verki Michelangelos í Sixtusar-kapellunni. Á árunum 1508-1512 málaði hann sköpun- arsöguna, syndafallið og syndaflóðið í hvelfingu kapellunnar. Vinnusamur end- urreisnarmaður „HANN er hræðilegur. Það er engin leið að eiga við hann," var eitt sinn haft eftir Leo X páfa um listamanninn Michelangelo Buonarroti (1475-1564), sem skreytti Sixtusar-kapelluna í Róm. Aðrir sáu í honum mann, „himneskan fremur en af holdi og blóði"; málara, myndhöggv- ara, skáld og arki- tekt. Raunar er Mic- helangelo einn af fáum listamönnum endurreisnartímans, sem hægt er að spyrja spurninga um, því mun meira er vit- að um hann en t.d. Raphael, Titian, Rembrandt eða Velázquez. Þetta kemur fram í ítar- legri ævisögu Miche- langelos eftir George Bull, sem nýlega kom út hjá Vik- ing- forlaginu og hefur fengið ágæta dóma. Til er fjöldi bréfa og Jjóða sem Michelangelo skrifaði og á með- an hann lifði voru skrifaðar tvær ævisögur um hann en báðir höf- undarnir þekktu hann vel. Fjöl- margar frásagnir lifa góðu lífi, t.d. þegar Júlíus II páfi stakk nefinu inn í Sixtusar-kapelluna til að líta á hvernig verkið gengi, þrátt fyrir að hafa verið meinað- ur aðgangur. Listamaðurinn brást æfur við og fleygði spýtum í höfuð páfa. Að því er segir í The Daily Telegraph stendur þó upp úr sú vihnusemi sem einkenndi Michel- Michelangelo Buonarroti angelo og gríðarlegt umfang þeirra verka sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var geysileg- ur skapmaður og af mörgum tal- inn erfiður í umgengni. Nú er helst talið að rekja megi skap- styggð hans til streitu, Michel- angelo haf i lifað við stöðugar áhyggjur af því að f é hans yrði uppurið og að hann fengi ekki fleiri verkefni enda tók hann sér fyrir hend- ur gríðarlega dýr verk sem fáir höfðu efni á að kaupa. Þá var hann haldinn fullkomnunaráráttu sem gerði það að verkum að honum var nær ómögulegt að treysta aðstoðar- mönnum sínum til að vinna verkin og gerði þau því flest sjálfur. Afleið- ingarnar urðu þunglyndi, kvíði og ofþreyta, eins og kemur skýrt fram í bréfum hans til fjölskyldu sinnar. En Michelangelo var einnig hlýr og gjafmildur maður og góður vinur, þó hann teldist tæp- ast þægilegur í umgengni. Hann heillaðist af ungum mönnum eins og margir þykjast sjá merki um í verkum hans. Stóra ástin í lífi hans var ungur aðalsmaður, Tommaso de' Cavalieri, sem listamaðurinn kynntist er hann var á sextugsaldri. Þó má ráða af skrifum hans að þeir hafi ekki átt í ástarsambandi heldur látið vináttuna nægja. Akkadí sk tunga og nokkrar fleiri Tungumálaheiti prýða veggi setustofu Nýlista- safnsins þessa dagana. Þóroddur Bjarnason kom að máli við höfund verksins, Birnu Bragadóttur. BIRNA Bragadóttir mynd- listarmaður sýnir verk sitt „Um akkadíska tungu og nokkrar fleiri" í setustofu Nýlistasafnsins. Verkið samanstendur af 125 tungumála- heitum sem raðað hefur verið á veggina í stafrófsröð og hefst á fyrrnefndri Akkadísku. Uppröðun- in er vélræn og augljóst er að Birna er ekki að varpa ljósi á hverja mállýsku fyrir sig né menningu viðkomandi þjóðar. Að koma inn á sýninguna fær þó áhorfandann ósjálfrátt til að velta fyrir sér heim- inum sem hann býr í og öllum þeim þjóðum og mállýskum sem hann hefur kannski aldrei heyrt af né kynnst þó inn á milli séu alkunnar mállýskur. Hugleiðingar listamannsins . á meðfylgjandi textablaði gegna hlutverki í sýn- ingunni, en þar veltir Birna fyrir sér tungumálum, merkingu þeirra og landamærum. Þar er spurning- um varpað fram og persónulegri tilfinningu listamannsins gagnvart tungunni komið á framfæri. Birna sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að textinn hennar og verkið á veggjunum gæti ekki hvort án annars verið og gæfu hvort öðru dýpri merk- ingu. Hún sagðist alltaf vera að finna nýja og nýja fleti á tungu- Morgunblaðið/Sverrir BIRNA Bragadóttir ásamt verki sínu í Setustofu Nýlistasafnsins. málahugtakinu og nýjar vanga- veltur vakna í hvert skipti sem hún skoðar þennan þátt í mannlegum samskiptum. Þýska kr. 5000 Hún fékk málaheitin úr íslenskri Orðsifjabók sem fjallar 'um upp- runa orða og gefur því tengingar í ýmis tungumál. „Tungumálið er svo tengt tima og stað," sagði Birna, „Sum eru löngu útdauð og gleymd en sum eru þekkt og nær- tæk." Samskipti manna á meðal stjórnast mikið af skilningi eins og Birna bendir á og eins segir. hún sýninguna ekki hvað síst fjalla um þögnina í tungumálinu, milli tungumála og svo framvegis. Myndlist hennar snýst einnig um landamæri innan ýmissa hluta og eins bendir hún á það í texta að tungumálið sé eign hvers og eins en sé einnig almennt og eitthvað sem allir hafa aðgang að. „Þerta er þessi óbærilega mótsögn. Hver einstaklingur leggur sína merk- ingu í tungumálið og sá sem hlust- ar skilur aldrei alveg þótt hann skilji málið sem slíkt." Sýningin er sölusýning og með verðlagningu gefur Birna verkinu aðra vídd en hún verðleggur mál- Iýskurnar eftir stafafjölda. Þýska er dæmi um ódýrt mál og kostar 5.000 krónur á meðan dýrasta málið er rússnesk kirkjuslavneska á kr. 23.000. Birna segist aðstoða fólk við að koma tungumálunum fyrir á veggjum þess í heimahúsum og fólk getur einnig komið með séróskir um tungumál sem eru kannski ekki á skrá. Norman í mál við tímarit New York. Reuter. BANDARÍSKA óperusöngkonan Jessye Norman hefur höfðað mál á hendur breska tímaritinu Classical CD fyrir að segja hana ómenntaða og þjást af offitu. Norman krefst þriggja milljóna dala í skaðabæt- ur, sem svarar til 195 milljóna kr. ísl. Fullyrðir hún að grein sem birtist um hana í nóvemberhefti tíma- ritsins árið 1994 hafí verið æ"tlað „draga dár og gera litið úr henniog öllu öðru fólki af afrískum uppruna". Mál sitt byggir Norman fyrst og fremst á klausu þar sem sagt er frá því að Norman hafi setið föst í dyragætt og henni hafi verið ráðlagt að snúa sér á hlið svo að hún losnaði. Segir tímaritið hana hafa svarað: „Heyrðu elskan, ég hef engar hliðar," (Hon- ey, I ain't got no sideways) og lagt henni í munn götumállýsku svertingja, sem ekki telst málfræðilega kórrétt. JESSYE Norman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.