Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 8

Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 8
I I i i -i MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG • ÞRJÚ tonn af þurrkaðri loðnu verða send til Japans á næstunni frá Stöpiafiski hf. í Reykjahverfi en pöntun þessi barst í framhaldi af þróunar- vinnu á sl. vori. Útflutningurinn er átaks- verkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, Stöplafisks og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, en miklar voair eru bundnar við að sala eigi eftir að aukast. Markaðsleit er einnig hafin á Evrópumarkaði, en tilrauna- sending er nýfarin til Hollands þar sem vörunni verður dreift til nágrannaiandanna. Að sögn Aðalsteins Árnason- ar framkvæmdastjóra er fram- leiðslugeta fyrirtækisins um 200 tonn á ári og mun meiri ef um vaktavinnu yrði að ræða. Þurrkun á loðnu er mjög at- vinnuskapandi þar sem hún er öll pinnuð og mun StÖplafiskur því þurfa að bæta við sig fólki. Um er að ræða allt að 12-16 manns ef vonir ganga eftir með eftirspurn. Áður hafði fyrir- tækið þijú ársverk í harðfiski. Búast má við að til Evrópu fari allt hráefnið í neytenda- pakkningar en tíl Japans verð- ur sent í stærri umbúðum. með þurrkaða loðnu. Harðgrilluð loðna þykir tækið fjölmiðlafólki í grillveislu herramannsmatur í austurlönd- tíl þess að kynna þessa nýju um og á dögunum bauð fyrir- afurð. Mengun sjávarins frá landstöðvum verður heft Víðtæk alþjóða samstaða um að draga úr mengun ÞJÖÐIR heims ákváðu að gera lagalega bindandi samning um varnir gegn mengun þrávirkra lífrænna efna á ráðstefnu sem lauk síðastliðinn föstudag í Washington. Á ráðstefnunni náðist Þfyrgta skipti víð- tæk samstaða um að draga úr mengun sjávar frá landstöðvum, en talið er að um 70-80 prósent af mengun sjávar komi þaðan. Á ráðstefnunni var fjall- að um vamir við mengun sjávar frá landstöðvum, en þá er um að ræða mengun sem veitt er beint í hafíð með frárennsli og skólplögnum eða meng- un sem berst frá starfsemi í landi um andrúmsloftið. „Þama voru þjóðir heims að vinna að gerð framkvæmdaáætlunar sem þær skuldbinda sig til að vinna eftir á næstu árum,“ segir Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri Umhverfísráðu- neytisins, sem jafnframt var kosinn formaður annarrar aðalnefndar ráð- stefnunnar. „Hún tekur á öllum þáttum þessarar mengunar, s.s. heimilísskólpi, olíu- mengun frá landi, mengun af völdum lífrænna þrávirkra efna og annarra eiturefna, næringarefna og geisla- virkra efna og svo ýmissa annarra aðgerða, eins og efnisnáms á sjávar- botni sem getur haft áhrif á lífríki hafsins á strandsvæðum." Mesta fólksfjölgunin á strandsvæðum Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er alþjóðleg framkvæmdaáætlun um varnir gegn mengun sjávar frá landi, að sögn Magnúsar. Hann segir að það sé athyglisvert með tilliti til þess að búið sé að gera fjölmarga alþjóðasamn- inga um varnir gegn mengun af at- höfnum á sjó, sem þó sé aðeins 20 prósent af sjávarmengun. „Það eru til nokkrir svæðasamning- ar, en aldrei fyrr hefur náðst svona víðtæk samstaða um aðgerðir," segir hann. „Þetta er líka mikilvægt í ljósi þess að sú mikla mannfjölgun sem er að verða í heiminum er mest á strand- svæðum. Þangað flytur fólk úr sveitum í þróunarríkjunum, eins og gerst hefur í iðnríkjunum. Þessi vaxandi mengun frá byggð er mikil ógnun við lífríki sjávar, vegna þess að um 80% af frum- framleiðni sjávar á sér stað á grunn- sævi og strandsvæðum." Mlkilvægur ðfangl fyrir íslendlnga Magnús segir að mikilvægur áfangi háfí náðst á ráðstefnunni fyrir íslend- inga, þegar þjóðir heims hafi ákveðið að gera lagalega bindandi samning um vamir gegn mengun af völdum lífrænna þrávirkra efna. Ákveðið hafí verið að fyrst í stað næði slíkur samningur til 12 efna. í þeim hópi séu meðal annars skordýraeitrið DDT'og PCB sem sé mik- ið notað í rafbúnað sem einangrunarefni. „Þessi efni berast langar leiðir og hafa meðal annars verið að fínnast á heimskautasvæðum langt frá upp- sprettum," segir Magnús. „Þau fínnast líka hér við land, þótt það sé enn í litl- um mæli miðað við það sem gerist á nálægum hafsvæðum. En þetta er að margra dómi einhver mesta ógnun við lífríki hafsins og það eru vaxandi vís- bendingar um það að þessi efni hafi líka umtalsverð heilsufarsleg áhrif á fólk.“ Vandlnn mestur í þróunarlöndunum Hann segir að þjóðirnar muni setjast fljótlega niður og semja um hvernig hægt sé að koma þessum efnum úr notkun í áföngum. Mörg iðnríki hafi þegar bannað notkun þessara efni, en vandinn sé mestur í þróunarlöndunum. Þar séu þau enn framleidd og mikið notuð, enda séu önnur efni sem geti komið í þeirra stað mun dýrari. Þróunarlöndin muni því gera kröfur um fjárhagslegan stuðning í staðinn. Hann segir að fordæmi fyrir því sé fyrir hendi varðandi ósoneyðandi efni. Þá hafí iðnríkin hafí lagt framlög í sjóð, sem síðan hafi styrkt þróunarríkin í að fjárfesta í öðrum efnum. „Stofnanir SÞ munu fá það verkefni að sjá til þess áætluninni verði fram- fylgt," segir Magnús. „Alþjóðabankinn mun leggja meiri áherslu á að fjár- magna verkefni sem vinna að bættum vömum gegn mengun hafsins og hinar ýmsu sérstofnanir SÞ, sem tengjast hinum fjölmörgu þáttum málsins, munu líka vinna að þessu.“ FÓLK Haraldur verkefnisstjóri á Kamtsjatka • RÁÐIÐ hefur verið í þrjár stjómunarstöður í landi sem auglýstar voru af Islenskum sjávarafurð- um vegna _ samstarfs IS við rússneska útgerðarfyr- irtækið UTRF. Fyrir- tækið er í út- gerð frá Petropav- losk á Kamt- sjatka og gerir út fjölda togara og vinnsluskipa. Ráða þarf um 30 íslendinga til starfa þar eystra. Verk- efnisstjóri verður Haraldur Jónsson, viðskiptafræðingur, hefur ver- ið undanfarið með rekstur á eigin frystihúsi í Keflavík, þar áður útgerðarstjóri hjá Sjóla- stöðinni. Útgerðarstjóri verð- ur Ólafur Magnússon. Hann er skipatæknifræðingur og hfur verið útgerðarstjóri hjá Haraldur Ólafur Jónsson Magnússon Borgey hf. á Höfn í Horna- firði. Gunnlaugur Júliusson verður fjármálastjóri. Hann er hagfræðingur að mennt og var um tíma hagfræðingur Stétt- arsambands bænda en hefur verið sveitarstjóri á Raufar- höfn undanfarin misseri. Hann fær leyfi frá þeim störf- um í eitt ár. Framleiðslustjóri verður Gunnar Þórðarson, en hann hefur verið fram- leiðslustjóri hjá Básafelli á ísafírði. Hann var starfaði einnig um tíma á Nýfundna- landi. Gunnar hefur réttindi sem stýrimaður og er að klára sjávarútvegsfræði í Endur- menntunardeild Háskóla Is- lands. „Við erum á góðri leið með að ljúka öllum ráðning- um,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, forstöðumaður þró- unarsviðs ÍS. „Við erum búnir að ganga frá ráðningum stjórnenda í allar stöður í landi. Ætlum svo að ganga frá ráðningum í aðrar stöður fyrir lok vikunnar, en það fer eftir þvi hversu vel gengur að ná í menn í viðtöl, þeir búa margir úti á landi.“ Jósafat segir frá • A THAFNAMAÐ URINN Jósafat Hinriksson hefur ekki setið auðum höndum að undan- förnu. Hann hefur nú lokið ritun ævisögu sinnar og kennir þar ýmissa grasa. Jósafat er þekktastur fyrir smíði sína á toghler- um og blökkum, sem hann sel- ur um víða veröld, en minjasafn hans hefur einnig vakið mikla athygli. Jósafat er fæddur og uppalinn á Norðfirði og kynn- ist ungur erfíðisvinnu í eld- smiðju föður síns. Hann fór síð- an að vinna fyrir aðra, fyrst á bryggjunni hjá Lúðvík Jóseps- syni, sem þá var stór atvinnu- rekandi á Norðfirði og var síðan til sjós á ýmsum skipum, meðal annars vélstjóri á aflaskipinu Neptúnusi, sem var í eigu Tryggva Ófeigssonar. Koma þar fjölmargir samferðamenn Jósafats til sögunnar. Um miðj- an aldur söðlaði hann um og setti á stofn vélsmiðju, sem nú er þekkt víða um heim. Saga Jósafats er sögð af honum sjálfum á þann hátt, sem hann er einn fær um. Jósafat Hinriksson Hallgrímur og Kristján með nýju rælgutogarana • GENGIÐ hefur verið frá ráðningum skipstjóra og út- gerðarstjóra tveggja rækjutog- ara, sem keyptir hafa verið hingað til lands frá Græn- landi. Skipstjóri á stærra skip- inu, Erik, sem er af svipaðri lengd og Guðbjörgin á ísafirði eða 69 metrar, er Hallgrímur Hallgrímsson, sem hefur verið með Baldur EA. Skipstjóri á minna skipinu, Kan, er Krist- ján Gíslason, en hann hefur verið fyrsti stýrimaður á Nökkva HU. Framkvæmda- stjóri útgerðarinnar verður Rafn Svansson, sem hefur ver- ið skipstjóri á Skutli ÍS, síðustu árin. Þeir sem kaupa skipið eru rækjuverksmiðjumar Dögun hf. á Sauðárkróki, Rækjuver ehf. á Bíldudal, og Særún ehf. á Blönduósi. Skipin munu fara til veiða á Flæmska hattinum. Pönnusteikt síld með kókos og möndlum ÞAÐ ER vel viðeigandi að halda áfram með sildarupp- skriftimar á meðan síldarvertíðin er í fullum gangi. nmMni| Að þessu sinni gefur Guðmundur tdLUi'iliti'ÞU'.jpg Ragnarsson, matreiðslumaður á veit- ingastaðnum Lauga-ási, lesendum Versins uppskrift með pönnusteiktri sfld. Uppskriftín er fyrir fjóra og ástæða er til að ítreka að undirstaða góðs sildarréttar, að mati Guðmundar, er algjör beinhreinsun. í réttinn þarf: * sildarflök rkókos möndlur líu til steikingar smjör g hvítan pipar Að lokinni beinhreinsun á að velta síldarflökunum upp úr kókos. Þau eru síðan steikt í heitri olíu í 2-3 mínút- ur og krydduð með salti og pipar. Þá skal rista möndl- urnar á heitri pönnunni og gott er að setja snyör sam- an við. Rétturinn er svo borinu fram með fersku salatí og pasta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.