Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER U| 01 Cfl ►Smábær í Texas llla 4 I.UU (Texasville) Banda- rísk bíómynd frá 1990. Þetta er sjálf- stætt framhald myndarinnar The Last Picture Show og segir frá lífi nokk- urra vina í smábæ í Texas sem eru að nálgast miðjan aldur. VI Qi nn ►Kattafólkið (Cat l«l. l4.UU People) Bandarísk hrollvekja frá 1942 um samband ungs skipaverkfræðings og serbneskrar listakonu sem heldur því fram að yfir sér hvíli bölvun. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER VI O 4 nC ►Fortíðarsýn (Broth- l»l. L I.UU er Futiire) Bandarísk ævintýramynd frá 1992. Ungur svert- ingi verður fyrir bíl og þegar hann rankar við sér er hann staddur í Suður- ríkjunum árið 1822 og á fyrir höndum þrælslíf. V| nn nc ►Fífldjarfur flótti (La m. tU.tU fílle de l’air) Frönsk spennumynd frá 1993 um konu sem frelsar eiginmann sinn úr fangelsi. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. SUNNUDAGUR11. NÓVEMBER Mnn 1C ►Bréf frá Spáni (A • LLm lu Letter From Spain) Japönsk bíómynd frá 1993 um ungan pilt sem gengur í sirkusskóla á Spáni. STÖÐ TVÖ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER HOI nn ►A Hard Day’s Night ■ L I.4U Fyrsta þemamynd mánaðarins um Bítlana. Þessi mynd fangar andrúmsloft Bítlaæðisins og lýsir venjulegum degi í lífi hljómsveit- arinnar. Sígild lög á borð við „Can’t Buy me Love“, „She Loves You“ og mörg fleiri hljóma í myndinni. Bítla- stemmning fyrir fólk á öllum aldri. «99 cn ►Ein og hálf lögga . 44.llU (Cop and a Half) Dev- on er átta ára gutti sem dreymir um að verða lögga. Þegar hann verður vitni að glæp neitar hann að aðstoða lögregluna nema að hann fái sína eig- in lögreglustjörnu og að taka þátt í rannsókn málsins. Stöð tvö VI n QC ►Feilspor (One Fnlse lll. U.4u Move) Myndin íjallar um þrenningu úr undirheimum Los Angeles sem er á bijálæðislegum flótta undan laganna vörðum. Lögg- urnar rekja blóðuga slóðina til smá- bæjarins Star City í Arkansas og gera lögreglustjóranum þar viðvart. En feil- spor úr fortíðinni á eftir að setja svip sinn á uppgjör lögreglumannanna og glæpagengisins. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER VI 91 9C ►Beint á ská 33 'A m. 4 I .UU (Naked Gun 33 'h The Final Insult) Þriðja myndin um lög- reglumanninn vitgranna Frank Drebin og ævintýri hans. Hér glíma Drebin og félagar við hryðjuverkamenn sem ætla að sprengja Óskarsverðlaunahá- tíðina í loft upp. Atriði úr frægum myndum eru skopstæld og nýir brand- arar birtast á augnabliksfresti. WOQ nn ►Hvltir sandar (White m 4U.UU Sands) Lik af vel- klæddum manni finnst í eyðimörkinni. í annarri hendi mannsins er skamm- byssa en hin heldur um tösku sem inniheldur hálfa milljón dollara í reiðufé. Þetta er sannarlega dularfull gáta sem lögreglumaðurinn Ray Dolezal fær að glíma við. Var þetta morð eða sjálfsmorð? Stranglega bönnuð börnum. M1 11) ►Dauðasyndir (Mortal . I.IU Sins) Séra Tom Cusack er kaþólskur prestur í klípu. Hann hefur heyrt skriftamál kvenna- morðingja sem hefur þann undarlega sið að veita lífvana fómarlömbum sín- um hinstu smurningu. Tom er bundinn þagnareiði og má því ekki liðsinna lögreglunni við rannsókn málsins. Bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER VI 9Q ►Bekkjarfélagið III. 4u.*tU (Dead Poets Society) Myndin gerist árið 1959. Hér segir af enskukennaranum John Keaton sem ræður sig að Welton-drengjaskól- anum. Þar gilda strangar reglur og nemendum eru innrættir góðir siðir. Keaton tekur annan pól í hæðina og leggur mest upp úr að kenna nemend- um sínum að lifa lífinu með öll skiln- ingarvit galopin. MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER VI 9Q 9D ► Fyrirtækið (The III. 4U.4U Firm) Dramatísk spennumynd um Mitch McDeere sem hefur brotist til mennta og er nýút- skrifaður frá lagadeildinni í Harvard. Fyrirtæki í Memphis býður honum gull og græna skóga og Mitch tekur tilboðinu. En hann kemst brátt að því að hér er ekki allt sem sýnist og þetta gullna tækifæri gæti kostað hann líf- ið. Bönnuð börnum ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER VI 1R ►Hvað HI.4U.IU (What með Bob? About Bob?) Gamanmynd um fælnisjúklinginn Bob og geðlækninn Leo sem reynir að rétta honum hjálparhönd. En vandamál Bobs eru engin venjuleg vandamál og Leo fær sig fljótlega fullsaddan á suð- inu í þessu hijáða viðundri. Hann ákveður því að bregða sér með fjöl- skylduna upp í sveit en er varla fyrr kominn þangað en Bob ber að dyrum. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER VI 99 Ifl ►Ástareldur (Hearts nl. 4U. IU on Fire ) Lesley Ann Warren, Tom Skerritt og Marg Helg- enberger fara með aðalhlutverkin í þessari vönduðu mynd um ástarþrí- hyminginn sígilda. Jarrett ræður Mic- key til að annast eiginkonu sína sem þjáist af MS-sjúkdóminum. Konunum verður vel til vina og Mickey kemur með ferskan andblæ inn á heimilið. En syndin er lúmsk og Jarrett dregst ósjálfrátt að ungu konunni. FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER VI 9Q QC ►Robin Hood: Prins nl. 40.43 þjófanna (Robin Ho- od:Prince of Thieves) Sagan gerist fyrir 800 árum þegar Hrói snýr heim eftir langa fjarvera í landinu helga en kemst að því að fógetinn í Notting- ham hefur myrt föður hans og lagt undir sig jarðir ættarinnar. Hrói krefst þess sem honum ber og safnar um sig liði í Skírisskógi til að ráða niðurlögum fógetans. Bönnuð börnum. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Sýningarstúlkur ir Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan er lapþunn og leikurinn slappur. Brýrhar í Madisonsýslu ir-k-k Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið k k Tveir Englendingar kynnast smábæj- arlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notaleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. BÍÓHÖLLIN Hættuleg tegund k k'A Spennandi og vel gerð blanda af hryllingi og vís- indum og heldur fínum dampi fram á lokamínúturnar. Góð afþreying. Selurinn Andri k'A Andri er bæði skynsamur og skemmti- legur sem 'er meira en hægt er að segja um mennska aðstandendur hans. Fyrir yngstu áhorfenduma. Umsátrið 2 k k'A Steven Seagal berst við óþokkana um borð í hraðlest. Ágæt „Die Hard“ eftir- prentun frá smekklegasta hasar- myndaleikara kvikmyndanna. Ógnir í undirdjúpum kkk'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðarnefndi í essinu sínu. Hlunkarnir kk Feitir strákar gera uppreisn þegar nýir aðilar taka við sumarbúðunum þeirra. Saklaus og oft lúmskfyndin íjölskylduskemmtun. Casper kk'A Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. HÁSKÓLABÍÓ Að lifa kkk'A Enn eitt listaverkið frá Zhang Yimou og Gong Li fjallar um djöfulskap ómennskra stjómvalda og endalaus áföll saklausra borgara. Lætur engan ósnortinn. Glórulaus kk Alicia Silverstone bjargar annars fá- fengilegri unglingamynd frá glötun með góðum leik og Lólítusjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 kkkk Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum Ieikhópi. Jarðarber og súkkulaði k k'A Skemmtileg kúbönsk mynd um hvern- ig vináttusamband þróast á rnilli ungs kommúnísta og homma í ríki Kastrós. Útnefnd til óskarsverðlauna sem best erlenda myndin. Vatnaveröld kk'A Dýrasta mynd veraldar án þess að líta út fyrir að vera það. Þokkaleg skemmtun í framandi umhverfi. LAUGARÁSBÍÓ Hættuleg tegund kk'A Spennandi og vel gerð blanda af hryll- ing og vísindum sem heldur fínum dampi fram á lokamínútumar. Góð afþreying. Apollo 13 kkkk Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Dredd dómari k Sly Stallone er breskættuð hasar- blaðahetja framtíðarinnar en það verð- ur honum ekki til framdráttar í vond- um spennutrylli. „Major Payne“ k'A Damon Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sem tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. REGNBOGINN Leynivopnið kk Útlitslega vel gerð teiknimynd um skærur apafjölskyldna í frumskógin- um skilur lítið eftir en hugnast smá- fólkinu. Að yfirlögðu ráði k k'A Hrottafengin og óþægileg sannsögu- leg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz og hvemig ungur lögfræð- ingur berst gegn ofurefli til að fá hið sanna í ljós. Kevin Bacon er góður sem bæklaður fanginn. Ofurgengið k'A Sæmilegar tölvuteikningar halda þess- ari ómerkilegu ævintýramynd á floti en flest í henni hefur verið gert áður í betri myndum. Frelsishetjan kkk'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. Dolores Claiborne kkk Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephens King um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. SAGABÍÓ Tölvunetið kk'A Þokkalegasta afþreyingarmynd með Söndru Bullock í vondum málum. Sýn- ir hvemig má misnota tölvusamfélagið og skemmtir í leiðinni. Bullock er ágæt sem sakleysinginn er flækist inn í at- burðarás sem hún hefur engin tök á. Hundalíf kkk Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Sýningarstúlkur (sjá Bíóborgina) Brýrnar í Madisonsýslu (sjá Bíó- borgina) STJÖRNUBIÓ Tölvunetið k k'A Þokkalegasta spennumynd með Söndru Bullock í vondum málum. Teygist óþarflega á henni en hún seg- ir ýmislegt um taumlausa tölvudýrkun og sannar að það er vo'nlaust að mót- mæla því sem töivumar segja. Tár úr steini k k k'A Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsáram hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.