Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 C 7 SUNNUDAGUR 12/11 Spennumyndin „Awake to Danger“ með Tori Spelling (Beverly Hills 90210) og Michael Gross („Family Ties“) segir frá unglingsstúlkunni Aimee sem verður vitni að því þegar móðir hennar er myrt. Hún fellur í dá og vaknar rúmu ári síðar, alger- lega minnislaus. Smám saman taka skelfi- legar minningar að gera vart við sig og Aimee veit að hún verður að muna hver árásarmaður móður hennar var til að bjarga eigin skinni. „While Justice Sleeps“ með þeim Cybill Shepherd og Tim Matheson er dramatísk mynd og vel gerð. Ekkja nokkur kemst að því að gamall og náinn fjölskylduvinur hef- ur misnotað átta ára dóttur hennar. Hún sættir sig ekki við að yfirvöld sjái um rann- sókn málsins og tekur til sinna ráða. Sérstæð lögreglutilraun „SHE Fought Alone“ skartar Beverly Hills 90210 leikurunum Tiffani-Amber Thiessen og Brian Austin Green. TORI Spelling úr sömu þáttum, leikur hlutverk í „Awake to Danger“. CYBILL Shepherd fer með aðalhlut- verk i „While Justice Sleeps". Powers Boothe og Billy Dee Williams fara með aðalhlutverkin í spennumyndinni „Marked for Murder“. Lögregluforinginn Jack Reilly hefur ákveðið að taka þátt í mjög sérstakri tilraun. Einn af nýju mönnun- um hans er sakfelldur morðingi sem nú hefur þann starfa að koma fyrrverandi fé- lögum sínum á bak við lás og slá. Getur þessi tilraun endað með nokkru öðru en skelfingu? Sjónvarpsmyndin „Switching Parents“ er sannsöguleg mynd um tólf ára strák sem búinn er að reyna ýmislegt með foreldrum sínum. Þau eru fráskilin og hann hefur þvælst á milli þeirra ásamt bræðrum sínum. Fyrir tilviljun kynnist hann fjölskyldu sem er tilbúin til að taka hann að sér. Strák- ur tekur sig til, ræður sér lögfræðing og fer framá lögskilnað frá kynforeldrum sínum. „She Fought Alone“ skartar Beverly Hills 90210 stjömunum Tiffani-Amber Thiessen og Brian Austin Green. Stúlku er nauðgað og enginn trúir henni, hvorki skólafélagar né bæjarbúar. í örvæntingu sinni trúir hún besta vini stráksins sem nauðgaði henni fyrir öllu saman. Hvemig geta þau fengið fólk til að trúa sögu hennar? „One Woman’s Courage“ er spennumynd með þeim James Farentino og Patty Duke. Hún varð vitni að skelfilegum glæp og bar vitni. Glæpamaðurinn var hins vegar ekki dæmdur sekur og gengur laus. Hann leik- ur sér að henni eins og köttur að mús þar til henni berst hjálp úr óvæntri átt. Spennumyndin „Her Hidden Tmth“ segir frá Billie sem var tíu ára gömul | þegar hún var ákærð fyrir að hafa myrt móður sína þótt hún héldi fram sakleysi sínu. Átta ámm síðar hefst hún handa við að reyna að hreinsa nafn sitt og þá fara einkennilegir atburðir að gerast. Leynilögg- an Matt Semaine brýtur gegn boðum yfir- manna sinna og hjálpar henni eftir bestu getur en allt kemur fyrir ekki. Örlög Billie gætu orðið þau sömu og móður hennar. Matt Semaine leikur Antonio Sabato Jr. sem einnig ferð með hlutverk í sápuóperunni General Hospital auk þess sem hann hefur leikið nýjan kærasta Amöndu í nokkrum þáttum Melrose Place. Billie er leikin af Kellie Martin sem margir þekkja úr sjón- varpsþáttunum Life Goes On og Christy. Óðum styttist í fyrsta útsendingardag Stöðvar 3 Fjöldi sjónvarps- myndaíboði STÖÐ 3 hefur gert samninga um kaup á sjónvarpsmyndum og kvikmyndum frá helstu dreifinga- raðilum og framleiðendum í Bret- landi og Bandaríkjunum. Þá hefur Stöð 3 einnig gert samninga við Sambíóin um kaup á kvikmyndum sem sýndar hafa verið í Bíó- höllinni, Sagabíó og Bíóborginni. Ráðgert er að bjóða áskrifendum Stöðvar 3 upp á blöndu af breskum og bandarískum sjón- varpsmyndum og kvikmyndum til að gera sem flestum til hæfis. Öll helstu framleiðslu- fyrirtæki, í Bretlandi og Bandaríkjunum, leggja sífellt meiri áherslu á framleiðslu sjónvarpsmynda og mun meira er lagt í gerð þeirra en áður. Ekki er óalgengt að framleiðsla sjónvarpsmyndar kosti allt að 4 milljónum Bandaríkjadala. Sjónvarpsmyndir njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda enda eru þær frumsýndar í sjónvarpi, ólíkt því sem tíðkast með kvik- myndir. Kvikmyndir eru að jafnaði sýndar fyrst í kvikmyndahúsum, þá standa þær fólki til boða á myndbandaleigum og loks eru þær sýndar í áskriftarsjónvarpi. Sjón- varpsstöðvar víða um heim leggja sífellt meiri áherslu á að frumsýna myndir sérstak- * lega framleiddar fyrir sjónvarp vegna þess einfaldlega að áhorfsmælingar sýna að þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni. Til gamans er hér fjallað um nokkrar sjón- varpsmyndir sem Stöð 3 tekur til sýning- ar á næstu mánuðum. Ævi og ástir Margaretar Mitchell Shannen Doherty (Beverly Hills 90210) fer með hlutverk Margaretar Mitchell í „A Burning Passion". Þessi mynd fjallar um ævi og ástir Margaretar en hún skrifaði skáldsöguna Á hverfanda hveli eða „Gone With The Wind“. Með önn- ur hlutverk fara John Clark Gable (sonur gamla hjartaknúsarans Clarks Gable) og Rue McClanahan, en margir þekkja hana úr „Golden Girls“. „Deadly Whispers“ er hörkuspennandi sálfræðitryllir með Tony Danza („Taxi, Who’s the Boss?“) í hlutverki eiginmanns og föður sem er grunaður um að hafa myrt unglingsdóttur sína. Öll bönd berast. að honum og þegar lögreglan ætlar að .■ hafa hendur í hári hans hefjast æðisgengn- SHANNEN Doherty (Beveríy Hills ar mannaveiðar. Sé hann ekki morðinginn, 90210) fer með hlutverk Margaretar hver drap þá stúlkuna? Mitchell í „A Burning Passion". UTVARP Rát 2 kl. IS. Tónlistarkrossgálan. RÁS I FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. — Strengjakvartett í A-dúr ópus 18 eftir Ludwig van Beethoven. Amadeus kvartettinn leikur. — Misa brevis í C-dúr eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Edith Mathis, Tatiana Troyanos, Horst R. Laubenthal og Kieth Engen syngja með Dómkórnum í Regensburg og Sinfóniuhljóm- sveit Útvarpsins í Múnchen; Raphael Kubelik stjórnar. 9.03 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar (Einnig útvarpað að loknuin fréttum á miðnætti) 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Uglan hennar Mínervu. Náttúra og siðfræði. Umsjón: Óskar Sigurðsson. 11.00 Messa í Vídalínskirkju í Garðabæ á vegum Sambands islenskra kristniboðsfélaga. Séra Kjartan Jónsson kristni- boði prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Rás eitt klukkan eitt. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 14.00 Hið fagra er satt, hið sanna fegurð hrein. í tilefni af 200 ára afmæli enska skáldsins John Keats. Umsjón- Guðni Elísson. 15.00 Þú, dýra list. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.05 ísland og lifrænn landbún- aður. Heimilda- og viðtalsþátt- ur. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 17.00 Sunnudagstónleikar í umsjá Þorkels Sigurbjörnssonar. 18.00 Ungt fólk og vísindi. Um- sjón: Dagur Eggertsson. (End- urflutt kl. 22.20 annað kvöld) 19.30 Veðurfregnir 19.40 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Áður á dagskrá í gærdag) 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.40 Þjóðarþel. Endurtekinn sögulestur vikunnar. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Til allra átta. Tónlist frá ýmsum heimshornum. Umsjón: Sigríður Stephensen. (Áður 1 dagskrá sl. miðvikudag) 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökulsson. 0.10 Stundarkorn f dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni) I. 00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Næturtónar. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnu- dagsmorgunn með Svavari Gests. II. 00 Úrval dægurmálaútvarps lið- innar viku. 13.00 Umslagið. 14.00 Þriðji maðurinn. Umsjón Árni Þór- arinsson og Ingólfur Margeirsson. 15.00 Tónlistarkrossgátan. Um- sjón Jón Gröndal. 17.00 Tengja. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Ljúfir kvöldtónar. 22.10 Frá Hró- arskelduhátiðinni. Umsjón: Ás- mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.00 Rokkland. Um- sjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 0.10- Ljúfir næturtónar. 1.00 Næturtón- ar á samtengdum rásum til morg- uns. Veðurspá. Fréttir RÁS 1 og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. NMURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðir, færð og flugsamgöngum. ADALSTÖDIN FM 90,9/ 103,2 9.00 Þórður Vagnsson. 12.00 Gylfi Þór. 16.00 Inga Rún. 19.00 Einar Baldursson. 22.00 Lífslindin. 24.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 8.30 Morgunkaffi. ívar Guðmunds- son. 11.00 Dagbók biaðamanns. Stefán Jón Hafstein. 12.15 Hádeg- istónar 13.00 Sunnudagsfléttan. Halldór Bachman og Erla Frið- geirs. 17.00 Við heygarðshornið. Bjarni Dagur Jónsson. 20.00 Sunnudagskvöld. Jóhann Jóhanns- son. 1.00 Næturhrafninn flýgur. Fréttir kl. 12, 14, 15, 16, og 19.19. BROSID FM 96,7 13.00 Gylfi Guðmundsson. 16.00 Kristinn Benediktsson. 18.00 Ókynnt tónlist. 20.00 Pálína Sig- urðardóttir. 22.00 Böðvar Jónsson. 23.00 Ókynnt tónlist. KLASSÍK FM 106,8 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Ópera vikunnar. Umsjón: Randver Þor- láksson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Blönduð tónlist. 9.00 Ræður. 9.30 Lofgjörðartónlist. 12.00 ís- lensk tónlist. 14.00 Svart gospel. 15.00 Lofgjörðartónlist. 17.00 Lof- gjörðartónlist. 20.00 Við lindina. 23.00 Tónlist fyrir svefninn. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00Miili svefns og vöku. 10.00 Ljóðastund á sunnudegi. 12.00 Síg- ilt í hádeginu. 13.00 Sunnudags- konsert. 17.00 Islenskir tónar. 19.00 Sinfónían hljómar. 21.00 Tónleikar. 24.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 10.00 Samúel Bjarki Pétursson. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Pétur Rúnar Guðnason. 22.00 Stefán Hilmarsson. 1.00 Næturvaktin. X-IÐ FM 97,7 9.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Einar Lyng. 16.00 Hvíta tjaldið. 18.00 Sýrður rjómi. 20.00 Lög unga fólksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.