Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF MÉR finnst aldrei koma nógu skýrt fram hvað unglingar eru ofboðslega mismunandi. Okk- ur er lýst sem einlitum hópi, sem yfirleitt _ er til leiðinda. Gamait fólk og’börn óttast fyrirbserið. Ég passaði einu sinni litla krakka, sem voru yfir sig undrandi á að ég skyldi ekki vera með þessa umtöluðu og hræðilegu unglingaveiki", segir Helga Margrét Skúladóttir, nemandi á fyrsta ári í MR. Hún viðurkennir þó að á þessum aldri séu sumir áhrifagjarn- ir og forðist að skera sig úr samlitum hópi. Helga Margrét segir mikil viðbrigði að skipta um skóla. „í Foldaskóla var kennslan lifandi og áhersla lögð á að tengja námsefnið umhverfinu. í MR er fátt eitt nýtt nema handþurrkan á salerninu. Áhersla er iögð á góða þekkingu í grunnfögum en minna um nýjungarT' í draumaskólanum mínum væri blandað saman lifandi kennslu og rótgrónum kennsluaðferðum. Skólinn ætti sér vinaskóla í annarri heimsálfu og samskipti nemenda yrðu mikil og þá fyrst og fremst gegnum tölvu.“ Helgu Margréti finnst að félagsmiðstöðvar ættu að hafa opið um helgar til þess að 13-15 ára krakkar hópist ekki saman í miðbænum. Sjálf segist hún engan áhuga hafa á að sækja þangað. „Ég eiri þó sjaldan heima um helgar, fer helst í bíó eða heimsæki vinkonur mínar. Mér finnst vanta kaffihús og dansstaði fyrir 16-18 ára í miðbænum. Veitingamenn sjá sér efalítið ekki hag í að hafa opið fvrir þennan aldurshóp, enda eigum við yfirleitt lítinn pening. Miðbæjarstemmningin höfðar ekki til mín. í rauninni finnst mér áfengismenning Islendinga á lágu plani og þá ekki síður hjá fullorðnum en unglingum. Uppeldi og viðhorf hafa mikil áhrif. Menning breytist ekki í einu vettvangi: Ég er á móti verndarstefnu eins og áfengislögunum, sem mér finnast fáránleg. Þótt ég sé ekki hlynnt því að 16 ára unglingar eigi greið- an aðgang að áfengi, gegnir öðru máli um þá sem eru 18 ára og komnir með öll önnur réttindi. Útivistar- lögin eru heldur ekki raunhæf, en þó má ekki fara of geyst í að lengja útivistartímann. Mér finnst ekki rétt að foreldrar þvingi krakka til að vera heima og banni þeim að sækja ýmsar unglingaskemmtanir, sem haldnar eru á tímum sem ekki samræmast lögunum." Ekki erfitt að standast þrýstinginn Skoðanir Helgu Margrétar á áfengislögunum mótast ekki af eigin hagsmunum. Hún bragðar ekki áfengi og segist ekki ætla að gera það nema og ef hana sjálfa langi til. Hún verður stundum fyrir svolitlum þrýstingi; sem hún segir ekki erfitt að standast og finnst fjarri lagi að láta aðra hafa nokkuð um málið að sega. Foreldra sína segir Helga Margrét skilningsríka samband sitt við þá byggt á gagnkvæmu trausti. „Mamma og pabbi treysta dómgreind minni. Ég segi þeim alltaf hvert ég fer og með hveijum. Engar sérstakar reglur gilda, þær eru bara samd- ar hveiju sinni og við náum alltaf samkomulagi. Þau eru að vísu hræddari um mig en mér finnst ástæða til og halda að árásarmenn og nauðgarar leynist ails staðar." Helga Margrét telur að þeir sem núna séu foreldrar unglinga, þ.e. ’68 kynslóðin, eigi betra með að setja sig í spor ungling- anna sinna en foreldrar þeirra áttu. „Þá réðust unglingar gegn rótgrónum hefðum og kröfðust aukins frelsis. á öllum sviðum. Foreldrar taka gjarnan mið af sinni æsku. Ég held að ungling- ar nú til dags séu að mörgu leyti siðprúðari en í þá daga. Þeir tala almennt frekar niðrandi um þá sem eru með mörg- um, enda mjög meðvitaðir um hættuna sem slíku fylgir." Helga Margrét er rétt að kynnast félagslífinu í skólanum og segir af nógu að taka. Boðið er upp á skólaböll, skipulagð- ar hópferðir á’ leikrit, ræðunámskeið og sitthvað fleira. „Oft drekka nemendur of mikið áður en farið er á skólaböll. Þá eru þeir færðir í „dauðaherbergið" þar sem þeir eru engum nema sjálfum sér til ama. Á árshátíðum er horft framhjá neyslu léttvíns með matnum og þá er „dauðaherbergið" tómt a.m.k. framan af kvöldi.“ Helga Margrét er í stelpubekk, en vildi fremur vera í blönd- uðum bekk. Hún segir að stelpurnar hafi náð vel saman, en þeim þyki fremur leiðinlegt að dansa hveijar við aðra í dans- kennslu í leikfimitímum. Foreldrar Helgu Margrétar sjá henni fyrir nauðsynjum án þess að skammta henni ákveðna vasapeninga. Hún segir afar misjafnt hve mikil eyðslan er á mánuði, stundum fimm þús- und, stundum fimmtán, allt eftir því hvort fatnaður sé innifal- og Morgunblaðið/Þorkell HJÁ flestum snýst lífið að mestu um skólann og fé- lagslíflð. Skyldaog skemmtun togast á, félagarnlr eru orðnir þungamiðja tilverunnar fremur en fjölskyldan. Skoðanir mótast æ meira af eigin þekkingu og lífs- reynslu. Þar fyrir utan eru þau orðin sjálfráða. - Þau eru sextán ára. Unglingar á málþingi um málefni barna og ung- menna í lok október sögðu að unglingaumfjöllun fjöl- miðla værl of oft á neiðkvæðu nótunum, unglingar stimplaðir sem elnn allsherjar vandamálapakki og ekki værl á þá hlustað. Tilgangur málþingsins, sem haldið var að undirlagi umboðsmanns barna, Þórhild- ar Líndal, var einkum að ráða bót á síðarnefnda vand- anum. Ýmsir áhrifamenn hlustuðu á sjónarmið ungl- inganna og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Meðal ræðu- manna voru Helga Margrét Skúladóttir, sem lýsti hugmyndum sínum að hinum fullkomna skóla, og Gunnar Örn Tynes, sem fjallaði um félagsmfðstöðvar og kosti þess að byggja upp slíkt starf. Helga Margrét og Gunnar Örn eru bæði sextán ára. Hvernig finnst þeim skólinn, félagslífið, foreldr- arnir, áfengislöggjöfin, „unglingavandamálið", við- horfin - eða bara að vera sextán ára? FRÁ þrettán ára aldri hefur Gunnar Öm Tynes, nem- andi í fyrsta bekk í MS, starfað mikið í félagsmið- stöðvum. Hann segist vera „félagsmálafrík" og aldr- ei í vandræðum hvernig hann eigi að veija tíma sín- um. Núna er hann vaxinn upp úr félagsmiðstöðvum, en komin á kaf í félagslífið í MS. „Sextán til átján ára ungmenni verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Við stöndum á tímamótum, því -okkur er meinaður aðgangur að vínveitingahúsum. Þó vita allir að flestir eru byrjaðir að smakka áfengi. Sjálfræði hefur enga þýðingu, nema að núna þurfum við að borga alla opinbera þjónustu upp í topp og líklega gætu foreidrar vísað okkur á dyr. Við eigum að taka ábyrgð á okkur sjálf, en þó reyna allir að hafa vit fyrir nkkur. Ekki má selja áfengi á skólaböllum og því hættir mörgum til að drekka mjög mikið á skömmum tíma áður eri farið er á böllin og verða ofurölvi þegar inn er komið. Sala á léttvíni eða bjór myndi tvímælalaust bæta ástandið." Sjálfur fær Gunnar Örn sér léttvín eða bjór stöku sinnum. Afstaða hans til annarra vímuefna er eitilhörð, enda þekkir hann marga sem hafa farið illa út úr fikti með slíkt. „Ég held að krakkar sem stunda félagsmiðstöðvar og síðar félags- lífið í framhaldsskólum lendi síður í rugli. Félagsmiðstöðvar bjóða upp á skemmtilegt og uppbyggjandi starf, sem eflir félagsþroskann. Margir átta sig ekki á þessu fyrr en eftir á. Við reyndum að kynna starfssemina fyrir foreldrum á sérstökum kynningarfundum í Þróttheimum, en því miður voru þeir iila sóttir." Gunnar Örn segir ómögulegt að virða útivistarlögin, enda standi ýmsar unglingaskemmtanir mun lengur en þau geri ráð fyrir. Hann virðir foreldra sem standa á skoðunum sínum um strangar reglur, en telur gagnkvæmt traust og trúnað mikilvægast í samskiptum foreldra og barna. „Engin lög banna fólki að eignast barn og margir foreldrar eru gjörsam- lega vanhæfir uppalendur. Mér finnst of mikið gert úr miðbæj- arvandamálinu svonefnda. Unglingar eru misjafnir eins og aðrir. Einstaka strákar fara í miðbæinn gagngert til að slást. Þegar svoleiðis kemur upp er lögreglan afskiptalítil. Hún er of fáliðuð og lögregluþjónar sitja yfirleitt í bílum eða labba um og eru ijarri því að vera vinsamlegir. Þeir virðast helst vera að tékka á hveijir eru fullir og hveijir ekki. Andúð ungl- inganna í þeirra garð leynir sér ekki. Starfsfólk útideildar Reykjavíkurborgar nær miklu betur til þeirra, enda yngra fólk og skilningsríkara. Unglingar eru ekki í miðbænum, bara til að drekka eða vera með ólæti. I sumar hjóluðum við, vinirnir, oft niður í bæ eftir að hafa horft á vídeó eða eitthvað álíka. Stemmningin er skemmtileg og ég held að ekkert myndi hafa — - 'jig að leysa upp hópana, sem þar safnast sarnan." Enginn verðskuldar vantraust fyrr en á reynir Skilningur foreldra á þörfum barna sinna segir Gunn- ar Örn að mótist af breyttum aðstæðum, tíðaranda og hugsunarhætti. Margir telji sextán ára ungling mun barnalegri og bjargarlausari en hann er. Enginn unglingur verðskuldi vantraust foreldra sinna að óreyndu. „Mér finnst pabbi svolítið gamaldags, en mamma miklu nútímalegri í hugsun, enda átta árum yngri en hann. Bróðir minn, sem er 25 ára og vinnur í félagsmiðstöð, kemur mér stundum til bjargar ef ég er vandræðum með að koma foreldrum mínum í skilning um eitthvað, sem mér finnst sjálfum mjög sanngjarnt." Um síðustu helgi fór Gunnar Örn ásamt bekkjarfélögum sínum í Víkingsskálann og gisti eina nótt. Hann er „tengill" í MS, en hlutverk þeirra er m.a. að miðla upplýsingum um félagslíf skólans til bekkjarfélaga sinna. Tenglarnir höfðu veg og vanda af fjölbreyttri dagskrá, en Gunnar Orn segir að slíkt sé bæði skemmtilegt og nauðsynlegt til að drykkja fari ekki úr böndum. „Við ákváðum að fara í þessa ferð til þess að krakkamir kynntust betur og næðu saman. Efalítið hafa sum- ir foreldrar þannað börnum sínum að fara. Mínir voru ekkert yfir sig hrifnir af uppátækinu, en þau treysta mér og þá er allt í lagi. Raunar var ferðin voða mikið leyndarmál og alls ekki í farin nafni skólans. Ef kennararnir hefðu frétt af þessu hefðu þeir reynt að koma í veg fyrir hana.“ Gunnar Örn segir að 16-18 ára ungmenni verði að leita leiða til að skemmta sér sjálf. „Starfsemi Hins hússins, sem Iþrótta- og tómstundaráð rekur, er fjölbreytt og oft margt í gangi. Stundum vilja sextán ára krakkar þó koma saman og hafa sína hentisemi án eftirlits." Aðspurður hver fjárþörf sextán ára unglings væri, sagði Gunnar Örn að sér nægðu 20 þús. kr. á mánuði fyrir nauðsynj- um, t.d. strætómiðum, nesti, bíóferðum og öðrum skemmtun- um, geisladiskum og þvíumlíku. -vþj GUNNAR ÖRN Skólafélagslífið þroskandi og gagnlegt HELGA MARGREI Gamalt fólk og börn óttast fyrirbærið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.