Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 B 7
vel tókst honum til að eigin mati að
hann taldi sig eiga erindi í lista-
skóla. En þegar hann fór að athuga
málið betur kom í ljós að um heils-
dagsnám var að ræða. Gon?al gat
því ekki bæði bakað og numið fagrar
listir á sama tíma og fjölskyldan
hafði ekki efni á að styðja hann.
En draumurinn hélt lífi og nokkr-
um árum síðar ákvað Gon?al að setja
á stofn bakarí í Sidges til að fjár-
magna nám sitt. Hann hélt þangað
til þess að skoða húsnæði sem honum
hafði verið bent á. í ljós kom að
húsnæðið var allt of stórt fyrir starf-
semina. Leigjandi hússins kom þá
með tillögu um að hægt væri að reka
gistihús ásamt bakaríinu og drýgja
þannig tekjurnar. Og sú varð niður-
staðan.
Fljótlega gufaði hugmyndin um
bakaríið upp og fjölskyldan einbeitti
sér að hótelrekstri sem staðið hefur
til dagsins í dag. Því miður tókst
Goncal aldrei að láta drauminn ræt-
ast um að nema listir en engu að
síður blundaði fagurkerinn í hjarta
hans. Því leið ekki á löngu þar til
Frumstætt hótel?
En hótelið sjálft. Hveijum augum
lítur eigandinn það? Gon?al svaraði
því til að hótelið mætti skilgreina sem
frumstætt. Ástæðap væri sú að starf-
semin er rekin í þremur aðskildum
húsum og engin tvö herbergi væru
eins. Ég benti á það á móti að öll
húsin væru óvenju falleg og hótelið
sneisafullt af gestum svo ekki virtist
það hafa áhrif. Hann fræddi mig þá
á því að þessi hús hefðu upphaflega
verið sumarhús sykurframleiðenda
sem efnast hefðu á Kúbu þegar
Kúba var ein af nýlendum Spánar.
Hvað varðaði gestina þá væri það
rétt að þeir kæmu ár eftir ár ásamt
nýjum sem sífellt bættust við. „Það
hlýtur að vera eitthvað sem veldur
því að gestirnir koma aftur og aftur.
Ég vona að það sanni að ég hafi
ekki eytt lífinu sem hótelhaldari til
einskis.“
Til gamans má geta að morgun-
verðurinn er borinn fram í einkar
fögrum garði og það var ánægjuleg
tilfinning að sitja þar í byijun októ-
EITT hinna þriggja húsa sem mynda Hotel Romántic.
FERÐALOG
---------------- MINJAGRIPUR ------------------
Blómavasi fró Prag í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu Gísladóttur leikkonu
Vil f ara I leik-
hús í útlöndum
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐRÚN Gísladóttir
leikkona ferðast
máske af meiri innlifun
en margir aðrir. Hún seg-
ist reyna að undirbúa
ferðalög sín vel og auk
þess að lesa sér til í bók-
um, kveðst hún gjarnan
reyna að tala við einhvern
sem þekkir til staðarins
sem ætlunin er að heim-
sækja hveiju sinni.
Þegar ferðalög ber á
góma vérður Guðrúnu tíð-
rætt um stemmningu og
áhrif. Miklu fremur en
eitthvað ákveðið og
áþreifanlegt. Austantjald-
slöndin hafa sérstakt að-
dráttarafl og henni finnst
Prag fallegasta borg s_em
hún hefur heimsótt. „Áður
en ég fór talaði ég við
rúmlega níræða vinkonu
mína, sem var í Prag fyr-
ir stríð og hún benti mér
á ýmsa skoðunarverða
staði. Ég fór til Prag um
páska 1988 og fannst
borgin óstjórnlega falleg
og rómantísk. Bygging-
arnar þar finnast mér fal-
legar og ef ég heillast af
borg finn ég mér alltaf
hús sem mig langar að
búa í. í Prag fann ég slíkt
hús.“
Guðrúnu fannst graf-
reitir gyðinga í Josefov
afar magnaður staður.
„Þar er um 20 þúsund
legsteinum hrúgað saman
á óskipulegan hátt og þar
er endalaus eilífð af hörm-
ungum. I Prag fékk ég á
tilfinninguna að þar giltu
önnur lögmál en í flestum
BLÓMAVASINN
minnir mig á
mömmu mína.
öðrum borgum sem ég hef
heimsótt. Verðmætamat
virðist annað en í vest-
GUÐRÚN Gísladóttir.
rænum borgum og mér
fannst tíminn líða hægar
en annars staðar. Svipað
henti mig á Grikklandi,
sem ég er líka mjög hrifin
af.“
Þarf ekkl alltaf
aö fá góöan mat
Guðrún segir að íbúar
Prag hafi ekki virst sér-
lega mannblendnir og
matur þar hafi ekki verið
góður. „En það skiptir
engu máli, því ég er vön
að borða góðan mat. Ég
þarf ekki að éta mig í
gegnum ferðalög.“ Hluti
af því að heimsækja aðrar
þjóðir er að horfa á fólkið
í landinu. „Mér finnst
mjög gaman að skoða
mannlífið og ég glápi heil-
mikið á fólk í útlöndum.
Miklu meira en ég myndi
voga mér hér heima.“
Hvar sem Guðrún er
reynir hún að sjá sem
flestar leiksýningar. „Sé
sýning góð skiptir ekki
máli að þekkja verkið eða
skilja tungumálið. Ég er
sérlega hrifín af leikhúsi
í austantjaldslöndum,
kannski vegna þess að þar
er hefðin löng og leikarar
oft betur menntaðir en
víða annars staðar. Þar
hafa menn líka alist upp
við að segja sitthvað und-
ir rós og slíkt krefst mik-
illar útsjónarsemi, sem er
gaman að verða vitni að í
leikhúsi."
Listaverk á kaffihúsi
Guðrún segir undir
hælinn lagt hvort hún
kaupir minjagrip í útlandi.
í Prag gerði hún það. „Ég
sá menn á kaffihúsi með
listmun sem mér þótti
mjög fallegur. Þeir sögðu
mér hvar þeir hefðu feng-
ið gripinn og ég fór heim
til listamannsins, þar sem
ég keypti forláta blóma-
vasa, sem er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Hann er
stór og úr brenndu postul-
íni, held ég. Á honum er
stórt og óreglulegt andlit,
sem minnir mig mikið á
mömmu mína. Mér þykir
vænt um þennan vasa,
enda gæti ég hans sem
sjáaldurs auga míns.“ ■
farið var af stað með fyrstu mál-
verkasýninguna og eftir það varð
ekki til baka snúið. Þessi menningar-
starfsemi hefur síðan orðið snar þátt-
ur í rekstri hótelsins.
Fullorðin bresk kona sem við
kynntumst lítillega og hafði verið
gestur á hótelinu til margra ára sagði
okkur að það væri með ólíkindum
hversu miklu Gon?al hefði áorkað í
þessum efnum þó ekki hefði það
spurst nema í þröngum hópi. Ég
spurði Goncal hvort einhver ódauðleg
listaverk væru hér á veggjunum.
Hann brosti og svaraði því til að svo
væri ekki en hins vegar væri hægt
að fá betra yfirlit yfir stefnur í mál-
aralist Katalóníu frá 1950 til dagsins
í dag hér á þessu hóteli en víðast
hvar annars staðar á Spáni.
ber umkringdur pálmum og öðrum
gróðri í 26 stiga hita.
Tveimur húsum hótelsins af þrem-
ur er lokað 20. október en þau opnuð
aftur viku fyrir páska. Þriðja bygging-
in er hins vegar opin allt árið. Tveggja
manna herbergi með baði og stórum
svölum kostaði 5.500 krónur á sólar-
hring og er þá morgunverður innifal-
inn. Heimilisfangið er Sant Isdre, 33
og símanúmerið er 894 83 75.
Þegar við hjónin kvöddum Sidges
með söknuði, sammála um að enn ein
minningarperlan hefði verið fest á
þráðinn, óskuðum við þess jafnframt
að okkur gæfist annað tækifæri til
að gista hjá þeim ágæta hótelhaldara
Gon?al Sobrer i Barea á Hotel
Romántic. ■
Ingvar Hjálmarsson
Evrópsk hótel eiga
undir högg að sækja
EVRÓPSK hótel eru meðal
þeirra dýrustu í heimi og jafn-
framt meðal þeirra sem skila
minnstum haguaði í rekstri.
Þetta kemur fram í nýrri könn-
un Howarth International
Worldwide Hotel Study, þar
sem líka er fjallað um lélega
nýtingu á evrópskum hótelum.
í könnuninni kemur fram að
hótelrekstur í Evrópu sem síð-
ustu árin hafi liðið fyrir efna-
hagskreppu í álfunni, sé nú jafn-
vel að rétta eitthvað úr kútnum.
Bresk hótel skeri sig reyndar
úr hópi evróskra hótela með
hæstu arðsemina og er ástæðan
rakin til veikrar stöðu breska
sterlingspundsins. Sterkir
gjaldmiðlar Frakklands, Grikk-
lands og Sviss hafi hins vegar
gagnstæð áhrif á rekstur hótela
þar.
Á síðasta ári var meðalher-
bergjanýting hótela í Evrópu
62,5%. Heimsmeðaltal var þá
66,5%, allt frá 60,1% í Suður-
Ameríku og við Karabíahafið
upp í 705 ,% í Bandankjunum.
Howarth International
Worldwide Hotel Studyá 25 ára
gamla sögu að baki, en nú hafa
hótelin í fyrsta skipti verið
flokkuð niður eftir gæðum og
íburði. í öllum flokkum var
verðið hæst í Evrópu, að meðal-
tali um 90 dollarar eða sem
svarar tæpum sex þúsund ís-
lenskum krónum. Lægsta verð-
ið var í Suður-Ameríku og við
Karabíahafið, tæpir 60 dollarar
eða um 3.800 krónur.
í könnunni er einnig bent á
að í náinni framtíð gæti vaxandi
launakostnaður haft neikvæð
áhrif á góða þjónustu í hótelum
í Asíu. H
EFMRMINNIIIGT
Lá við að Geir Sveinsson landsliðsfyrirliði yrði kyrrsettur í fyrstu landsliðsferðinni
Með boltapoka á bakinu
GEIR Sveinsson á tæpa 200 landsleiki að baki
og hefur ferðast til yfir 30 landa. Fyrsta lands-
liðsferðin er honum þó eftirminnilegust.
GEIR Sveinsson, fyrir-
liði íslenska lands-
liðsins í handknattleik, á
að baki 192 landsleiki og
hefur komið til yfir þijátíu
landa. Hann segir fyrstu
landsliðsferðina sumarið
1984, þegar hann var tví-
tugur, eftirminnilegasta.
Leiðin lá til smábæjarins
Bardeo sem er nyrst í
Tékkóslóvakíu alveg upp
við landamæri gömlu Sov-
étríkjanna.
„Bara fyrir það eitt að
þetta var fyrsta landsliðs-
ferðin er hún minnistæð.
Ég þurfti að burðast með
boltapokann á bakinu og
farangurinn minn eins og
allir nýliðar gera. Við
flugum til Prag í gegnum
London. Þegar við komum
til Prag fór fararstjórinn
að afgreiðsluborðinu í
flugstöðinni og spurði
hvort ekki væru til laus
sæti með flugi áfram á
keppnistaðinn Bardeo, en
hann fékk það svar að
allt væri fullt og ekkert
flogið fyrr en kvöldið eft-
ir. Við áttum að spila dag-
inn eftir og málum var
bjargað með fjórtán
klukkutíma ferðalagi í
næturlestinni.
Þegar við loks komum
á hótelið sem við áttum
að búa á var farið að nálg-
ast hádegi. Þar spurðu
heimamenn okkur hvers
vegna við hefðum ekki
komið með flugvélinni
dagmiuu5uK.„Við sröruðr*..
um því til að okkur hefði
verið sagt að hún væri
fullbókuð. „Hvers vegna
athuguðuð þið ekki hvort
þið ættuð pantað með vél-
inni,“ spurðu þeir aftur.
Það kom sem sagt í ljós
að það voru tuttugu sæti
frátekin fyrir okkur um
borð í vélinni, en far-
arstjórinn hafði ekki rænu
á að spyija um það.“
Geir sagði að hótelið
sem liðið bjó á hafi ekki
verið til að hrópa húrra
fyrir. „Við vorum settir
sex saman í hvert her-
bergi sem í voru kojur.
Þar héngu hátalarar á
veggjum og það var mað-
ur sem talaði stanslaust á
tékknesku og við vorum
orðnir frekar þreyttir á
masinu í honum. Við feng-
um þá Þorbjörn Jensson,
sem lék þá með Iandslið-
inu, og er rafvirki, í lið
með okkur og hann af-
tengdi alla hátalarana í
herbergjunum.
HlekkJaAlr fangar í
garAinum
Næsta morgun vökn-
uðum við snemma við
mikinn hávaða út í garði.
Þegar betur var að gáð
var kominn þar full rúta
af föngum sem voru látnir
vinna í garðinum undir
ströngu eftirliti hermanna
sem voru með alvæpni og
hunda. Við rukum til og
náðum í myndavélar og
fórum að mynda fangana,
sem allir voru hlekkjaðir.
Um leið og hermennirnir
urðu varir við okkur var
öllum föngunum smalað
upp í bíl og þeir keyrðir.
burtu. í lok mótsins feng-
um við þau skilaboð frá
Tékkunum að ef við skil-
uðum ekki öllum filmum
sem við vorum með yrðum
við kyrrsettir. Við þorðum
ekki öðru en að verða við
því. Nokkrum dögum eftir
heimkomuna birti dag-
blaðið Nútíminn myndir á
baksíðu af umræddum
föngum að störfum í hót-
elgarðinum. Á næstu
landsliðsæfingu var slegið
upp fundi til að komast
að því hver hefði smyglað
myndunum heim því þetta
hafði töluverða eftirmála
og hafði tékkneska sendi-
ráðið meðal annars sam-
band við HSÍ út af mynd-
unum. Það kom í ljós að
einn ónafngreindur leik-
maður hafði smyglað fil-
munni sinni í sjampó-
brúsa. Hann fékk síðan
tíu þúsund krónur frá
blaðinu fyrir fréttaskotið.
Aðrir leikmenn heimtuðu
að fá peninginn í leik-
mannasjóð, en hann skil-
aði sér aldrei."
Geir segir að í þessu
langa og stranga ferða-
lagi til Tékkóslóvakíu þar
sem kílómetrarnir skiptu
hundruðum ef ekki þús-
undunum hafi hann allan
tímann verið með þungan
boltapokann, en ekki
fengið að spila einn ein-
asta leik í ferðinni. „Þann-
ig byijaði landsleikjaferill-
inn og þessariferð gleymi
ég seint.“ ■