Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR Örn: Nótt.
Orkan beisluð
MYNPOST
Listasafn Kópavogs-
Geröarsafn
MÁLVERK
Gunnar Örn. Opið alla daga (nema
mánud.) kl. 12-18 til 19. nóvember.
Aðgangur 200 kr. (á allar sýningar
Gerðarsafns). Sýningarskrá ókeypis.
Á ÞEIM aldarfjórðungi sem lið-
inn er frá því Gunnar Örn kom fram
á myndlistarsviðið hefur hann sí-
fellt verið leitandi í list sinni, sem
fyrir vikið hefur tekið stöðugum
breytingum. Kraftur tjáningarinnar
og ákveðið frelsi formskriftarinnar
hefur einkennt verk hans öðru
fremur alla tíð, og það er hinn sam-
eiginlegi þráður þeirra tuttugu og
fimm málverka, sem hann sýnir að
þessu sinni.
Hér er um að ræða nokkur verk
frá síðustu árum, en flest eru þó
unnin á þessu ári; í þeim má sjá
helstu viðfangsefnin, sem listamað-
urinn hefur verið að glíma við og
á hvem hátt þau eru að breytast.
Að þessu sinni eru tilvísanir
málverkanna til náttúrunnar ekki
eins áberandi og verið hefur framan
af þessum áratug, og má jafnvel
segja að hér sé aflið beislað og
meira leitað inn á við en áður. Gunn-
ar Öm hefur einnig tekið að ein-
falda myndmálið og greiða úr þeirri
miklu kviku, sem hefur mátt fínna
í ýmsum eldri verka hans, eins og
sést t.d. í „Líf bak við hafið“ (nr.
23). Þetta er í góðu samræmi við
þá þróun sem mátti merkja í teikn-
ingum sem hann sýndi í Portinu
fyrir tveimur ámm, og eiga sér hér
’ tilvísanir í nokkmm málverkanna.
Þessi einföldun kemur m.a. glöggt
fram í syrpu mynda (nr. 12-17) sem
em settar upp sem ein heild, og
hefur að geyma nokkur sterkustu
verkin á sýningunni, t.d. „Stund
alls“ (nr. 12) og „Veröldin skín“
(nr. 15).
Meðal nýjustu málverkanna má
greina nokkra flokka mynda, þar
sem svipuð myndbygging bendir til
þess að listamaðurinn sé tekinn til
við að kanna nýjar brautir. Mynd-
imar „Þinn svipur" (nr. 4, 19, 21,
22 og 24) em mest áberandi að
þessu leyti, og bera með sér ákveð-
inn blæ helgimynda, þar sem andlit
birtist innan úfíns hrings, sem gæti
táknað hvort sem væri þymi- eða
blómakórónu. I nokkmm myndum
hverfur hinn iðandi bakgmnnur
fyrir hreinum, dökkum flötum, en
þema verksins líkt og leitar fram
úr myrkrinu, eins og t.d. í „Þjóð-
sagnar blús“ (nr. 7) og „Hraunöld-
ur“ (nr. 25).
Gunnar Öm hefur náð miklum
tökum á því flæði, sem á sér stað
í fletinum, og notar ýmist pensil
eða sköfur til að móta form persóna
og það mjúka línuspil, sem gengur
í gegnum verkin. Breiðar strokur
em hér vafðar fínlegri dráttum; á
stundum verður úr ögrandi benda
línu og litar, líkt og í „Kvika“ (nr.
8), en í öðmm tilvikum sterk heild
á vel aðgreindum gmnni, líkt og í
„Hugur þinn ferðast" (nr. 20).
Orka og endumýjun hafa lengi
verið helstu einkenni verka Gunnars
Amar, og á stundum átt sinn þátt
í að þau hafa þótt hömlulaus og
yfirhlaðin. Þótt þessi sýning sé ekki
samstæð heild - enda ætlað að
gefa yfírsýn yfír viðfangsefni lista-
mannsins fremur en að þrengja þau
- má ráða að hann sé tekinn að
beisla kraftinn frá því sem verið
hefur, um leið og hann lítur til nýrra
sviða. Ýmis verkanna vísa til inn-
hverfari viðfangsefna, sem hér er
skilað ágætlega í einfaldara mynd-
máli, þar sem vinnubrögð lista-
mannsins njóta sín ekki síður en
fýrr.
Hér er því á ferðinni áhugaverð
sýning frá hendi öflugs listamanns,
sem heldur óhikað áfram að leita
nýrra leiða í listinni.
Eiríkur Þorláksson
"h
Sorgarsöngva-
sinfónía Góreckis
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands flytur á fimmtu-
dag þriðju sinfóníu
pólska tónskáldsins
Henryks Góreckis. Arni
Matthíasson rekur
sögu tónskáldsins og
sinfóníunnar, en plata
með henni seldist met-
sölu um allan heim fyrir
tveimur árum.
ÞÓTT SÍGILD tónlist njóti æ meiri
vinsælda er það helst léttklassík
og verk tónskálda fram á þessa
öld. Þannig hefur nútímaklassík
verið einskonar skammaryrði og
sala á henni og áhugi því miður
allt of lítill. Það þótti því saga til
næsta bæjar þegar plata með sin-
fóníu eftir pólskt nútímatónskáld,
Henryk Górecki, birtist á vin-
sældalistum í Bretlandi innan um
popphetjumar, og magnaðist
undrun manna þegar platan þok-
aðist hægt og bítandi upp listann
uns hún staðnæmdist í þriðja sæti.
Þetta var í þriðja sinn sem sin-
fónían kom út frá því Górecki
samdi hana í lok ársins 1976.
Fyrri útgáfur höfðu fengið af-
bragðsdóma án þess að þess sæi
stað í sölunni, og meðal annars
fékk útgáfa Koch útgáfunnar á
sinfóníunni 1982 sérstaka viður-
kenningu breska tímaritsins
Grammophone. Þrátt fyrir þetta
áttu fæstir von á metsölu, fyrsta
dreifing á plötunni var þannig
1.000 eintök, en starfsmenn um-
boðsaðila útgáfunnar í Bretlandi
ákváðu að fara nýjar leiðir í mark-
aðssetningu, fengu málsmetandi
menn til liðs við sig og nutu að
auki aðstoðar sígildrar útvarps-
stöðvar. Smám saman fór platan
að seljast og áður en yfír lauk var
hún búin að seljast í um milljón
eintaka um heim allan í útgáfu
Wamers, en einnig komu fjöl-
margar aðrar útgáfur á markað í
kjölfar hennar. Henryk Górecki
fæddist í pólska þorpinu Czernica
í Sílesíu 6. desember 1933,
skammt frá Katowice, þar sem
hann er menntaður í tónlist og býr
í dag. Þar skammt frá er og Ausc-
Henryk
Górecki
hwitz, sem heitir reyndar Oswiec-
im upp á pólsku, en það og hörm-
ungamar sem dundu yfír pólsku
þjóðina á hemámsámm Þjóðveija
hefur orðið pólskum tónskáldum
dijúgt yrkisefni, þar á meðal
Górecki.
Frá Webern til þjóðlaga
Górecki starfaði lengst af sem
kennari en nokkur síðustu ár hefur
hann eingöngu starfað við tón-
smíðar. Framan af skipaði hann
sér meðal framúrstefnumanna og
samdi í anda Weberns og Boulez,
en á sjöunda áratugnum sneri
hann sér að innhverfari tóniist og
lágstemmdari og sótti mjög í þjóð-
lega pólska tónlist með síaukinni
tilvísun í trúarleg og pólitísk mál-
efni. Meðal helstu verka hans síð-
ustu ár má nefna O Domina
Nostra, en líkt og önnur verk
Góreckis hefur það pólitíska tilvís-
un, að þessu sinni í árás lögreglu
á Samstöðumenn í Bydgoszcz
1981, en það var bannað í Pól-
landi á sínum tíma meðal annars
vegna tilvísana í hina „svörtu
madonnu“ sem mikil helgi er á í
Póllandi og var kommúnistum
þymir í augum. Eldra verk er til
að mynda Beatus vir, sem samið
var í tilefni af fyrirhugaðri heim-
sókn Jóhannesar Páls páfa til Pól-
lands 1979 en fyrir að hafa samið
það verk var Górecki sviptur skóla-
stjórastöðu við tónlistarskólann í
Katowice.
Þriðja sinfónían, sem kölluð
hefur verið Sorgarsöngvasinfón-
ían, varð til á þremur mánuðum í
lok ársins 1976 og frumflutt ári
síðar. Hún stakk nokkuð i stúf við
það sem Górecki hafði áður sett á
blað, en síðan hefur hann samið
fleiri verk svipaðs eðlis. Snar þátt-
ur og eftirminnilegur í verkinu eru
þrír ljóðakaflar fyrir sópranrödd
og Dawn Upshaw söng á plötunni
sem getið er í upphafi, en Sigrún
Hjálmtýsdóttir syngur með Sin-
fóníunni í Hallgrímskirkju; eins-
konar sorgarsöngvar saklausra
fórnarlamba síðari heimsstyijald-
arinnar. Fyrsti kaflinn, sem kall-
aður hefur verið fullkomin sam-
þætting stærðfræðilegrar rök-
hyggju og listrænnar fegurðar,
hefst á hægfara þjóðlagastefi.
Eftir nokkra fléttu kemur sópran-
röddin inn í og fer með hluta úr
bæn frá fimmtándu öld, Sorgaróði
hins heilaga kross, þar sem María
biður þess að fá að deila þjáning-
unni með syni sínum. Annar
kaflinn byggist á stefí Góreckis
sjálfs, en textinn er átakanlegt
bænaljóð sem fannst rispað á vegg
í fangaklefa Gestapo í Zakopane:
„Gráttu ei, móðir, fegurst himna-
drottning. Styð mig ætíð og styrk,
heilög móðir.“ Bjartara er yfír
þriðja þætti sinfóníunnar en text-
inn er ýmist talinn úr heimsstyij-
öldinni fyrri eða frá uppreisn í
Sílesíu í Suður-Póllandi 1919-
1921.
Vinsældir þriðju sinfóníunnar
hafa komið Górecki óþægilega á
óvart, ef marka má viðtöl sem
birst hafa við hann. Honum þykir
velgengnin þægileg að því leyti
að verk hans eru nú flutt um allan
heim og hann er laus við peninga-
áhyggjur, en hann segist frekar
kjósa að deyja fátækur og vera
minnst sem snillings, en vera kall-
aður snillingur núna og deyja öll-
um gleymdur.
Steinblóm í
Stöðlakoti
HRÖNN Vilhelmsdóttir textílhönn-
uður opnar sýningu, sem hún nefn-
ir Steinblóm, í Stöðlakoti við Bók-
hlöðustíg 6. 11. nóvember kl. 14.
Þar sýnir Hrönn áþrykkt efni úr
hör, silki, bómull og viscose.
Hrönn lauk námi úr textíldeild
MHÍ 1990 og eins árs námi í iðn-
hönnun frá sama skóla ári seinna.
Síðan þá hefur hún beitt sér að
nytjalist á sviði textíls, með sér-
stakri áherslu á svefnherbergisvör-
ur fyrir börn og fullorðna.
Fyrir rúmu ári kom hún á fót
opinni vinnustofu og verslun, Textíl-
kjallaranum, þar sem fólk getur séð
listakonuna vinna og jafnvel tekið
þátt í hönnun muna sem það er að
kaupa. Á þessu ári hefur Hrönn tek-
ið þátt í samsýningum með verkum
sínum en þetta er önnur einkasýn-
ingin. „Hér fer hún meira út í fijálsa
listsköpun heldur en sést hefur á
fyrri sýningum,“ segir í kynningu.
Sýningin verður opin 11.-26.
nóvember frá kl. 14-18 alla daga
vikunnar.
Sýningu
Tolla að ljúka
SÝNINGU Tolla í Selfossbíói lýkur
á morgun sunnudag. í dag laugar-
dag kl. 17 munu hljómsveitimar
Súrefni frá Flensborg, Skoffín reif-
tónlist og acid jazz leika á sýning-
unni. Yfír 2.500 manns hafa séð
málverkasýninguna, segir í kynn-
ingu.
„Hin unga
sveit“ í
bíósal MÍR
FYRRI hluti kvikmyndarinnar „Hin
unga sveit" verður sýndur í bíósal
MIR næstkomandi sunnudag kl. 16.
Mynd þessi var gerð í Sovétríkjunum
árið 1948 undir stjóm Sergeis Ge-
rassimovs og þar komu fram í fyrsta
sinn margir ungir leikarar sem síðar
áttu eftir að láta mjög að sér kveða
í sovéskri kvikmyndagerð, meðal
annars Sergei Bondartsjúk.
í myndinni er íjallað um atburði
sem gerðust á hernámssvæði Þjóð-
veija í Sovétríkjunum 1943. Saga
liðssveitar ungmenna varð rithöf-
undinum Aleksandre Fadejev efni í
skáldsögu og einn af fremstu kvik-
myndagerðarmönnum Sovétríkj-
anna á þeim tíma, Sergei Gerass-
imov, kom svo sögunni í búning
kvikmyndarinnar. Hlaut kvikmynd-
in á sínum tíma margvíslega viður-
kenningu og verðlaun.
Aðgangur að bíósýningum MÍR
er ókeypis og öllum heimil.
Síðasta
sýningarhelgi
SÝNING á ljósmyndum eftir danska
ljósmyndarann Tove Kurtzweil hef-
ur staðið yfír í sýningarsölum Nor-
ræna hússins frá 28. október. Á
sýningunni eru 80 ljósmyndir frá
íslandi, flestar teknar á Snæfells-
nesi.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
12. nóvember.
MYND eftir Ingálv.
Ingálvur av
Reynií
Galleríi Borg
INGÁLVUR av Reyni er þekktasti
núlifandi listmálari Færeyinga og
einn sá virtasti á Norðurlöndum.
Hann mun opna sýningu á nýjum
málverkum í Galleríi Borg við Áust-
urvöll í dag, laugardag. Hann verð-
ur viðstaddur opnunina.
Ingálvur er fæddur í Þórshöfn í
Færeyjum 1920 og nam við Tækni-
skólann í Kaupmannahöfn 1943 til
1945 var hann við nám við Konung-
legu listaakademíuna þar í borg.
Ingálvur hélt sína fyrstu sýningu
í Þórshöfn 1947, síðan hefur hann
haldið fjöldann allan af sýningum
víðs vegar um heiminn.
Fundað um
listaháskóla
FRAMHALDSFUNDUR um stofn-
un Félags um Listaháskóla íslands
verður haldinn mánudaginn 13.
nóvember kl. 20.30 í Borgartúni
6, Rúgbrauðsgerðinni.
Þessi fundur er haldinn í sam-
ræmi við þá ákvörðun stofnfund-
arins að boða skyldi til framhalds
á sjálfum stofnfundinum á haust-
mánuðum.
Gestur fundarins í almennum
umræðum verður Björn Bjamason,
menntamálaráðherra.