Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 D 5 Kennslustund fáránleikans Kaffileikhúsið frumsýnir Kennslustundina eftir Eugéne Ionesco í kvöld. Þröstur Helgason sat æfingatíma og fræddist _____um verkið.______ KENNSLUSTUNDIN heitir leik- verk eftir franska leikrita- skáldið Eugéne Ionesco, sem frum- sýnt verður í Kaffileikhúsinu í kvöld. Ionesco, sem fæddist í Rúmeníu en ólst upp í París og skrifaði á frönsku, er kunnur sem einn helsti frumkvöð- ull absúrdisma í leikritun og er Kennslustundin eitt þekktasta verk hans ásamt Sköllóttu söngkonunni og Nashyrningunum. Kennslustund- in fjallar um samskipti kennara og nemanda, um það þegar ein mann- eskja reynir að miðla annarri mann- eskju af hugsun sinni og þekkingu og gengw heldur illa. Persónur verksins, prófessorinn, nemandinn og ráðskonan, eru nafnlausar og gætu verið hvaða kennari.nemandi og ráðskona sem er. Verkið verður flutt í nýrri og óstyttri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Þorsteins Þor- steinssonar. Leikstjóri er Bríet Héð- insdóttir en leikendur eru þrír, Gísli Rúnar Jónsson (prófessorinn), Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir (nemand- inn) og Guðrún Þ. Stephensen (ráðs- Morgunblaðið/Þorkell KENNSLUSTUNDIN fjallar um samskipti kennara og nemanda, um það þegar ein manneskja reynir að miðla annarri manneskju af hugsun sinni og þekkingu og gengur heldur illa. Nemandinn (Steinunn Ólina), ráðskonan (Guðrún) og prófessorinn (Gísli Rúnar). konan). Kennslustundin er annað verk Ionesco og var frumflutt 17. febrúar árið 1951 í Théatre de Poche í París. Sú sýning kolféll, rétt eins og uppfærslan á fyrsta verki Io- nesco, Sköllóttu söngkonunni, árið áður. En verkin voru svo sviðsett á ný saman sex árum síðar í Théatre Huchette og nutu þá gríðarlegra vin- sælda. Sú uppfærsla er reyndar enn leikin á sviði Huchette-leikhússins í París, 38 árum síðar. Aðspurð sagði Bríet Héðinsdóttir að nýstárleiki verkanna hafi senni- lega valdið því að þau áttu í fyrstu ekki greiðari aðgang að frönskum leikhúsgestum en raun bar vitni. „Ég upplifði Ionesco á mjög sérkennileg- an hátt í fyrsta skipti sem ég sá verk eftir hann á sviði. Það var í Vínarborg árið 1957 og ég hafði aldrei áður heyrt manninn nefndan. Þetta var uppfærsla á Sköllóttu söngkonunni sem ég álpaðist á af rælni. Þegar sýningin hófst held ég að ég hafi aldrei orðið jafn hissa, ég gapti í tíu mínútur. Síðan byrjaði ég að hlæja eins og ég hafði aldrei hlegið fyrr og ég hló alveg til loka, ég hló með tárum, hreinlega grenj- aði af hlátri. Eftir þessa reynslu fór ég auðvitað að kynna mér höfundinn og það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart að verkum hans skyldi hafa verið hafnað í fyrstu, aðferðir hans eru svo ólíkar því sem fólk átti að venjast. Hann hefur sagt frá því hvernig Sköllótta söngkonan varð til. Hann hafði verið að læra ensku og honum fundust samtölin í kennslubókinni fullkomlega fáránleg; þar var verið að upplýsa hann um að það væri betra veður á' sumrin en veturna, friðsælla í sveitinni en borginni o.s.frv. Honum fór að finnast þetta svo óþægilegt að hann ákvað að skrifa leikrit sem byggði á svona samræð- um. Þegar hann las svo verkið fyrir vini sína kom það honum mjög á óvart að þeir veltust um af hlátri. Samtölin í leikritinu hljóma nefnilega alveg eins og hversdagsleg samtöl þeirra félaganna, sem sé fáránlega. Mér fínnst stundum sjálfri að ég sé daglegur þátttakandi í leikriti eftir Ionesco." í nöp við leikhús Gísli Rúnar segir að Ionesco sé alveg jafn upptekinn af tungumálinu í Kennslustundinni. „Hann er með tungumálið á heilanum. Og það sem hann er að benda á er hvað það hrekkur skammt til skilnings okkar hvert á öðru. Maður spyr gjarnan viðmælanda sinn: Erum við ekki að tala sama tungumálið. Og formlega séð gerum við það, en samt ekki. Við höfum öll okkar eigin skilning á orðunum, við skynjum öll heiminn á mismunandi hátt og það er það sem Ionesco notfærir sér. Það er líka merkilegt að Ionesco var í nöp við leikhús. Honum fannst þetta mjög ómerkilegur miðill. Hon- um fannst beinlínis óþægilegt að sjá leikara uppi á sviði reyna að herma eftir raunveruleikanum, túlka tilfinn- ingar, gleði og sorg. Honum fannst þetta nánast klúrt. Og að þessi mað- ur skyldi svo verða eitt áhrifamesta leikskáld á öldinni, það er merkilegt." Frelsi í túlkun Vafalaust hafa margir þá mynd af absúrd-leikritun að hún sé þung og erfið fyrir viðtakandann en fjór- menningarnir segja að það eigi ekki alltaf við, og alls ekki um verk Io- nesco. „Ég hef til dæmis tekið eftir því," segir Bríet, „að verk hans eiga mjög greiðan aðgang að börnum. Eg held að ástæðan fyrir því að fólk heldur að þetta sé svona voðalega þungt sé sú að það er. búið að blása þetta upp sem einhvern gáfumannaskáld- skap, sem hann er vitanlega ekki.". „Það er svo aftur annað mál að þetta er mjög vandmeðfarið í leik," bætir Steinunn Ólína við, „maður finnur stundum fyrir óþægilega miklu frelsi, verkið gefur manni nán- ast ótakmarkað frelsi í túlkun per- sónanna." Leikararnir sögðust lítið geta tjáð sig um persónur verksins, þær væru allar margbrotnar og jafnvel óendan- legar í margbreytileika sínum. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða hlut- verki prófessorinn og nemandinn gegna í leikritinu en það á hins veg- ar ekki við um ráðskonuna. „Ég vil nú sem minnst segja um hana," seg-. ir Guðrún eilítið dularfull á svipinn, „hún er mjög dularfull baksviðs- manneskja en það er ekki þar með sagt að hún sé valdalaus í þessu verki, öðru nær. Svo er það auðvitað mikil upplifun að taka við hlutverki af Árna Tryggvasyni en hann lék ráðskonuna í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Kennslukonunni árið 1961." Sýningin í kvöld hefst kl. 21 en húsið opnar kl. 19 og er hægt að snæða kvöldverð fyrir sýninguna. nillion - íslenskt tgallerí í London )org Lundúna rekur ís- eríið Vermillion. Hildur /ið í galleríinu og ræddi Igu Láru Haraldsdóttur, listakonur sem sýna þar sar mundir. Etir irf- ídi. og ár, ð í nni nni ftir kra eg- tar. em og úr- u í ýð- íún n á ior- r á •et- ng- gir inir „Já, það er rétt," segir Olína. „Eg er fædd og uppalin á Patreksfirði og fékk áhuga á útsaum þegar ég yar í Húsmæðraskólanum Osk á ísafirði. Síðan hef ég verið að bæta við mig." Ein myndanna eftir Ólínu er af gosinu í Heimaey. Ólína hafði tekið mynd af atburðinum á sínum tíma. Teiknaði síðan mynstur eftir mynd- inni á saumastriga. „Að hanna eigin munstur og liti er mitt aðaláhuga- mál," segir hún. Að sögn Helgu Láru eru svona útsaumsmyndir í tísku í Bretlandi um þessar mundir. Ólína hefur kennt íslenskan út- saum hjá Workers Educational Association í London en hin síðari ár hefur hún verið með sjálfstæða kennslu og hefur ásamt nemendum sínum haldið sýningar og sýni- kennslu á hannyrðum í London og nágrenni. Hún hefur meðal annars hannað og saumað út hökul og stólu fyrir íslenska söfnuðinn í London. Verk eftir hana hafa verið sýnd í Barbican Center. Borghildur Anna hefur verið við nám í myndlist í sex ár í London. Hún lýkur bráðlega diploma í lista- sögu við University of London. Við opnun sýningarinnar í Vermillion framdi Borghildur Anna eins konar gjörning eða það sem hún kallar „interactive frame". Við báðum HELGA Lára iklæðist hér einu verka sinna, stór- umjól- askóm, en hugmyndina sækir hún í þann ís- lenska siðað setja sæl- gæti í skó- Ijósmyndir/Hildur Einarsdóttir LISTAKONURNAR fyrir framan verkið Toffee noses. Fremstar, talið frá vinstri: Guðrún Nilsen, Nanna Björnsdóttir og Ólína Weightman. Pyrir aftan þær, talið frá vinstri: Borghildur Anna Jónsdóttir og Helga Lára Haraldsdóttir. SKULP- TÚR úr bronsi eftir Guðrúnu Nilsen. hana að útskýra þetta nánar: „Hugmyndin að baki þessari uppákomu er gagnrýni mín á það hve listamaðurinn er orðinn fjarlæg- ur hinum almenna áhorfanda. Hann er upphafinn og óskiljanlegur, eins konar guð. Veit allt, skilur allt og getur allt. Sýningargesturinn skilur oft á tíðum ekki það sem hann er að fara. Þessi ímynd listamannsins hefur verið að mótast síðan á sext- ándu öld og festist í sessi með til- komu akademíanna á síðari hluta síðustu aldar. Þá lokaðist aðganguy almennings að listamönnunum. Á miðöldum var þetta öðruvísi, þá kom hin almenni borgari; ríkur aðalsmað- ur eða kaupmaður til listamannsins og bað málarann að mála mynd fyrir sig. Þá tíðkaðist það að kaup- andinn ákvæði ásamt listamannin- um hvernig myndin ætti að vera, hvert viðfangsefnið væri, hvaða litir notaðir og í hvaða efni væri unnið. Með „interactive frame" reyni ég að endurvekja þessa nánu samvinnu milli málarans og kaupandans. Hann kemur með tillögur um mynd- uppbyggingu og litaval og ég vinn eftir því. Málverkið er í vinnslu meðan á sýningunni stendur og ef ég er ekki við þá geta áhorfendur sett skilaboð um hvernig þeir vilja láta mála myndina. Þeir tilgreina þá liti sem þeir óska að verði notaðir og hvar á að setja þá. Organisti frá litlum smábæ nálægt Oxford fór í rútu einu sinni í viku til London til að taka þátt í svona verki en þá var ég með einkasýningu í Butlers Warf. Og það sem meira var hann reyndi að fá allan kirkjukórinn til að koma líka og taka þátt í verkinu. Það er mjög gaman að upplifa mismunandi viðbrögð þátttakendanna," segir Borghildur Anna. Helga Lára segir að á opnun sýn- ingar íslensku kvennanna hafi kom- ið vel á annað hundrað manns. „Við buðum upp á fiskrétti og íslenskt vodka en íslensku fyrirtækin Iceb- ritt og M.G.H. Ltd. veittu fjármagn til sýningarhaldsins. Iceland Sea- food gaf rækjur og þorsk og Eld- haki skenkti vodkað. Opnunin tókst afar vel og allir höfðu gaman af."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.