Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 5

Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 5
4 D LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLA.ÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 D 5 Efnið bíður handa þinna Guðmundur Benediktsson hefur verið starf- andi myndhöggvari frá því snemma á sjötta áratugnum. Þóroddur Biamason talaði við hann í tilefni yfirlitssýningar á verkum hans sem verður opnuð í Listasafni íslands í dag. FNIÐ bíður handa þinna að þú farir um það höndum það sagað, sorfið, hitað, hamrað og saman fellt. Listamaðurinn fjarlægur áhorfandanum Þetta er kvæðið „Járn“ sem er fyrsta kvæði af þremur sem Guð- mundur Benediktsson orti og lýsir vinnuferlinu við þau þijú meginefni sem hann vinnur verk sín í og sjá má á sýningunni. Andinn í kvæðinu er kannski lýsandi fyrir látleysi lista- mannsins gagnvart listinni og hvernig hann horfir á verk ina helsta drifkraft- inn við sína listsköpun og ánægjan henni fylgjandi. Haustsýningar og ein einkasýning Nafn Guðmundar hefur ekki farið hátt ef miðað er við samtímamenn hans marga. Hann hefur haldið eina einkasýningu, árið 1957, en tekið þátt í fjölda samsýninga og ber þar hæst haustsýningar FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna, sem haldnar voru árlega um margra ára skeið í Lista- mannaskálanum og seinna á Kjarvals- stöðum og í Norræna húsinu. Einnig sýndi Guðmundur á nokkrum samsýn- ingum Septem hópsins á níunda ára- tugnum. • Var ekki alltaf sérstakt andrúms- loft á þessum FÍM samsýningum í Listamannaskálanum? „Jú það var alltaf stemmning að sýna þama. Félagið stóð alveg að þessu sjálft að öllu leyti. Sýningarnar voru vel sóttar enda var ekki eins mikið um sýningarhald á þessum tima eins og er í dag og lítið um einkasýn- ingar.“ Af hveiju hefur þú á öllum þínum ferli aðeins haldið eina einkasýningu? „Ja, það hefur nú bara æxlast þann- ig. Maður var alltaf svo upptekinn í haustsýningunum. Þær hentuðu mér vel og ég kunni ágætlega við það að sýna með öðrum. Það togaði aldrei neitt í mig að halda einkasýningar. Árið 1984 - 1990 sýndi ég með Sept- em hópnum. Ég hef aldrei beinlínis verið talinn með í þeim hópi en marg- ir í hópnum voru og eru góðkunningj- ar mínir og þeir buðu mér að sýna með sér. Eg hafði mjög gaman af því,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er menntaður hús- gagnasmiður og má sjá þess merki á vönduðum vinnubrögðum í högg- myndum hans. Hann hóf nám í mynd- list í Myndlistarskólanum í Reykjavík árið 1950 þá 28 ára gamall. Þar stund- aði hann nám til ársins 1956. Meðal leiðbeinanda hans á því tímabili voru Ásmundur Sveinsson myndhöggvari og Hörður Ágústsson listmálari en með honum og fleiri samnemendum fór hann í námsferð til Parísar, þar sem hann kynntist helstu þreifingum á þeim tíma í listheiminum, og tók með sér heim til íslands hugmyndir konkretlistarinnar og fór að vinna verk í svipuðum anda. Einkum vann hann í járn þar sem hann leitaðist við að teikna í rýmið með fínlegum jám- teinum sem hann sauð saman og mynduðu ákveðna byggingu. Guðmundur segist hafa ferðast töluvert um ævina.og hefur þá sótt söfn og fylgst með því helsta sem er að gerast í listinni. Hvernig líst þér á það sem er að gerast í dag? „Mér iíst ágætlega á það, það er breidd í þessu." Skissarðu myndirnar þínar á blað áður en þú vinnur þær? „Já yfirleitt geri ég það. Þó spila ég stundum af fmgrum fram beint í efnið. Stundum bý ég til skapalón og Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Benediktsson myndhöggvari. saga út formin eftir því og þá verð ég að vita alveg hvernig myndin á að vera fyrirfram." Áttu skissumar, geymirðu vinnu- teikningarnar? „Já sumar en ég hef ekkert sýnt þær. Það væri ef til vill hægt að gera það seinna meir.“ • Hægt að skrúfa í sundur Nú síðustu árin hefur listamaðurinn unnið í við. Þau verk samanstanda af nokkrum viðarbútum sem hann hefur unnið í strendinga, málað svarta og skrúfað saman með teinum og róm úr ryðfríu stáli. „Eg vinn þessi verk yfirleitt í furu og mála svo viðinn svartan. Mér fannst það fara best þannig og ég næ meiri þyngd í verkið. Eldri verk sem ég hef unnið í tré eru að mestu úr harðviði enda af öðru tagi, fígúrur og slíkt og svo pússaði ég þau og slíp- aði,“ segir Guðmundur og brosir. Éf ég keypti verk af þér en hefði ekki pláss fyrir það í íbúðinni minni gæti ég þá skrúfað það í sundur og geymt inni í geymslu til betri tíma? Já, já, það gætirðu gert, það er ekkert mál. Hann hefur einnig unnið í gifs og þá á svipaðan hátt og í koparinn, en þar eru formin ögn lífrænni. Punkta- suðu hefur hann einnig notað en þar er efninu hlaðið upp á tein með log- suðu líkt og verið sé að hlaða litlum leirkúlum utaná grind sem hefur verið fyrirfram mótuð. „Ég gerði töluvert af þannig höggmyndum um tíma,“ sagði Guðmundur. Hann hikar heldur ekki við að nota skemmtileg form sem falla til, til dæmis eftir logskurð, af öðrum verk- um. Meðal verka á sýningunni er ein- mitt eitt slíkt verk og þar hefur hann ekki mikið átt við efnið í Iokaútfærslu verksins. „Maður er ekkert að pússa það neitt til, það er í lagi eins og það kemur fyrir," sagði hann. Hvemig vinnurðu, ertu alltaf að? „Ég reyni að gera eitthvað á hveij- um degi.“ Hvað er það sem heldur mönnum að listsköpun? „Ég held það sé bara_ áhuginn, og ánægjan af að vinna. Ég hef alltaf verið vinnusamur. Systir mín og frænkur vinna til dæmis mikið og hafa ánægju af, pijóna og þess hátt- ar, þannig að þessi vinnusemi er í ættinni. Sérðu fyrir þér hvernig verkin þín eiga eftir að þróast á næstu árum? “Nei, ég veit það nú ekki. Ég held eitthvað áfram í viðnum og fer svo kannski aftur yfir í eirinn, hver veit. Ég held bara mínu striki.“ Sýningin opnar í dag kl. 15 og stendur til 20. desember. Helgi Tómasson í viðtali við New York Times Flokkurinn er spegilmynd mín Kennslustund fáránleikans Morgunblaðið/Þorkell KENNSLUSTUNDIN fjallar um samskipti kennara og nemanda, um það þegar ein manneskja reynir að miðla annarri manneskju af hugsun sinni og þekkingu og gengur heldur illa. Nemandinn (Steinunn Ólína), ráðskonan (Guðrún) og prófessorinn (Gísli Rúnar). NÝLEGA birtist viðtal við Helga Tómasson hjá San Francisco-ballett- inum í New York Times í tilefni af sýningu dans- flokkshans í New York. I viðtalinu er ferill Helga rakinn, sagt er að árið 1984 hafi Helgi hafnað boð- um um að taka við stjórn konung- lega ballettsins í Danmörku og bal- lettflokks óperunnar í París, sem Nureyev hafði stjórnað áður. „Helgi hafnaði þessum boðum frá tveimur af helstu klassísku ballettflokkum heims svo hann gæti unnið með San Francisco ballettinum, virtum flokki sem hann hefur lyft upp á alþjóðlegt svið.“ I viðtalinu segist Helgi vera viss um að hafa valið rétt: „Eg hefði ekki getað sett mark mitt á hinn konunglega ballett Dan- merkur á jafn afgerandi hátt og ég hef gert hér. Ég hef kom- ist að því að í San Francisco get ég látið dansarana dansa eins og ég vil í þeim verkum sem ég kýs. Flokkurinn er eins og speg- ilmynd af sjálfum mér, þetta hefur verið mjög skapandi. Okkar dansarar eru auk þess opnari en dansarar í Evrópu, þeir vilja kynnast ólíkum dans- höfundum." Greinarhöfundur, Anna Kisselgoff, seg- ir að undir stjórn Helga hafi San Franeisco-ballettinn öðlast sinn eigin stíl. Með sífellt vandaðri verkefnaskrá, sem inniheldur verk eftir nútímadanshöfunda á borð við Mark Morris, Rodeo eftir Agnes de Mill, stór- verkum frá 19. öld og verkinu Rómeó og Júlíu eftir Helga sjálfan, hefur flokkurinn svarið sig í ætt við aðra bandaríska dansflokka. Kisselgoff segir að dansstíll flokksins sé nýklass- ískur og greinilega undir áhrif- um frá árum Helga sem aðal- dansara hjá Balanchine við New York City Ballet. I greininni segir að Helgi hafi lagt höfuðáherslu á gæði hreyfinga dansara sinna. Krafa Balanchines um einlægan klass- ískisma er fyrirmynd Helga, að mati Kisselgoff, en áhrif frá Veru Volkova, sem var aðal- kennari við konunglega danska ballettinn til 1975 og einn af kennurum Helga, eru hins veg- ar ekki jafnljós. Helgi segir að Volkova, sem hann kynntist reyndar í ballettskóla Balanchi- nes í New York, hafi verið sér opinberun. „Ég man hvernig hún lét mann einbeita sér að handahreyfingum með því að segja okkur að hugsa um að við lyftum hvítri dúfu til flugs með hendi okkar.“ Helgi segir að Balanchine hafi einnig notast við ýmsar myndlíkingar við kennslu en þær hafi iðulega verið tengdar tónlist. Helgi segist muna eftir því að þegar hann dansaði eftir tónlist Tchaikovskys í Themes and variations hafi Balanchine sagt honum að ímynda sér tón- listarmenn sem gengu um kaffi- hús Monte Carlo og spiluðu tregasöngva. Þannig vildi hann reyna að ná fram flæði í dansin- um. Helgi segir að þetta séu sínir helstu áhrifavaldar þótt áhrifin muni ef til vill birtast með mis- munandi hætti. Greinarhöfund- ur segir að Helgi leggi meiri áherslu á búkinn og hendurnar en Balanchine í dansstjórn sinni. Hann sé einnig uppteknari af tilfinningatjáningu dansarans en kennari sinn auk þess sem sérkenni hvers dansara skipti hann miklu. Kisselgoff segir að sé litið yfir feril Helga fái hún það á tilfínninguna að hann semji dansa með dansarana í huga en ekki ákveðna hugmyndafræði. Hann kann að hafa mótað San Francisco-ballettinn í sína eigin mynd, bætir Kisselgoff við, en það er jafnljóst að samstarf hans við dansara flokksins er óeigingjarnt. Kaffileikhúsið frumsýnir Kennslustundina eftir Eugéne Ionesco í kvöld. Þröstur Helgason sat æfingatíma og fræddist um verkið. KENNSLUSTUNDIN heitir leik- verk eftir franska leikrita- skáldið Eugéne Ionesco, sem frum- sýnt verður í Kaffíleikhúsinu í kvöld. Ionesco, sem fæddist í Rúmeníu en ólst upp í París og skrifaði á frönsku, er kunnur sem einn helsti frumkvöð- ull absúrdisma í leikritun og er Kennslustundin eitt þekktasta verk hans ásamt Sköllóttu söngkonunni og Nashyrningunum. Kennslustund- in fjallar um samskipti kennara og nemanda, um það þegar ein mann- eskja reynir að miðla annarri mann- eskju af hugsun sinni og þekkingu og gengur heldur illa. Persónur verksins, prófessorinn, nemandinn og ráðskonan, eru nafnlausar og gætu verið hvaða kennari,nemandi og ráðskona sem er. Verkið verður flutt í nýrri og óstyttri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Þorsteins Þor- steinssonar. Leikstjóri er Bríet Héð- insdóttir en leikendur eru þrír, Gísli Rúnar Jónsson (prófessorinn), Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir (nemand- inn) og Guðrún Þ. Stephensen (ráðs- konan). Kennslustundin er annað verk Ionesco og var frumflutt 17. febrúar árið 1951 í Théatre de Poche í París. Sú sýning kolféll, rétt eins og uppfærslan á fyrsta verki Io- nesco, Sköllóttu söngkonunni, árið áður. En verkin voru svo sviðsett á ný saman sex árum síðar í Théatre Huchette og nutu þá gríðarlegra vin- sælda. Sú uppfærsla er reyndar enn leikin á sviði Huchette-leikhússins í París, 38 árum síðar. Aðspurð sagði Bríet Héðinsdóttir að nýstárleiki verkanna hafi senni- lega valdið því að þau áttu í fyrstu ekki greiðari aðgang að frönskum leikhúsgestum en raun bar vitni. „Ég upplifði Ionesco á mjög sérkennileg- an hátt í fyrsta skipti sem ég sá verk eftir hann á sviði. Það var í Vínarborg árið 1957 og ég hafði aldrei áður heyrt manninn nefndan. Þetta var uppfærsla á Sköllóttu söngkonunni sem ég álpaðist á af rælni. Þegar sýningin hófst held ég að ég hafi aldrei orðið jafn hissa, Helgi Tómasson ég gapti í tíu mínútur. Síðan byijaði ég að hlæja eins og ég hafði aldrei hlegið fyrr og ég hló alveg til loka, ég hló með tárum, hreinlega grenj- aði af hlátri. Eftir þessa reynslu fór ég auðvitað að kynna mér höfundinn og það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart að verkum hans skyldi hafa verið hafnað í fyrstu, aðferðir hans eru svo ólíkar því sém fólk átti að venjast. Hann hefur sagt frá því hvernig Sköllótta söngkonan varð til. Hann hafði verið að læra ensku og honum fundust samtölin í kennslubókinni fullkomlega fáránleg; þar var verið að upplýsa hann um að það væri betra veður á' sumrin en veturna, friðsælla í sveitinni en borginni o.s.frv. Honum fór að finnast þetta svo óþægilegt að hann ákvað að skrifa leikrit sem byggði á svona samræð- um. Þegar hann las svo verkið fyrir vini sína kom það honum mjög á óvart að þeir veltust um af hlátri. Samtölin í leikritinu hljóma nefnilega alveg eins og hversdagsleg samtöl þeirra félaganna, sem sé fáránlega. Mér fínnst stundum sjálfri að ég sé daglegur þátttakandi í leikriti eftir Ionesco." í nöp við leikhús Gísli Rúnar segir að Ionesco sé alveg jafn upptekinn af tungumálinu í Kennslustundinni. „Hann er með tungumálið á heilanum. Og það sem hann er að benda á er hvað það hrekkur skammt til skilnings okkar hvert á öðru. Maður spyr gjarnan viðmælanda sinn: Erum við ekki að tala sama tungumálið. Og formlega séð gerum við það, en samt ekki. Við höfum öll okkar eigin skilning á orðunum, við skynjum öll heiminn á mismunandi hátt og það er það sem Ionesco notfærir sér. Það er Iíka merkilegt að Ionesco var í nöp við leikhús. Honum fannst þetta mjög ómerkilegur miðill. Hon- um fannst beinlínis óþægilegt að sjá leikara uppi á sviði reyna að herma eftir raunveruleikanum, túlka tilfinn- ingar, gleði og sorg. Honum fannst þetta nánast klúrt. Og að þessi mað- ur skyldi svo verða eitt áhrifamesta leikskáld á öldinni, það er merkilegt." Frelsi í túlkun Vafalaust hafa margir þá mynd af absúrd-leikritun að hún sé þung og erfið fyrir viðtakandann en fjór- menningarnir segja að það eigi ekki alltaf við, og alls ekki um verk Io- nesco. „Ég hef til dæmis tekið eftir því,“ segir Bríet, „að verk haíis eiga mjög greiðan aðgang að börnum. Ég held að ástæðan fyrir því að fólk heldur að þetta sé svona voðalega þungt sé sú að það er. búið að blása þetta upp sem einhvern gáfumannaskáld- skap, sem hann er vitanlega ekki.“ „Það er svo aftur annað mál að þetta er mjög vandmeðfarið í leik,“ bætir Steinunn Ólína við, „maður finnur stundum fyrir óþægilega miklu frelsi, verkið gefur manni nán- ast ótakmarkað frelsi í túlkun per- sónanna." Leikararnir sögðust lítið geta tjáð sig um persónur verksins, þær væru allar margbrotnar og jafnvel óendan- legar í margbreytileika sínum. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða hlut- verki prófessorinn og nemandinn gegna í leikritinu en það á hins veg- ar ekki við um ráðskonuna. „Ég vil nú sem minnst segja um hana,“ seg- ir Guðrún eilítið dularfull á svipinn, „hún er mjög dularfull baksviðs- manneskja en það er ekki þar með sagt að hún sé valdalaus í þessu verki, öðru nær. Svo er það auðvitað mikil upplifun að taka við hlutverki af Áma Tryggvasyni en hann lék ráðskonuna í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Kennslukonunni árið 1961.“ Sýningin í kvöld hefst kl. 21 en húsið opnar kl. 19 og er hægt að snæða kvöldverð fyrir sýninguna. ÞAÐ ERU ekki margir íslending- ar sem eiga gallerí úti í hinum stóra heimi. Gallerie Vermillion á Upper Tooting Road í suðvestur London er þó í eigu íslenskrar mynd- listarkonu, Helgu Láru Haraldsdótt- ur, sem hefur numið og starfað í London. Galleríið er í þrílyftu húsi við fjölfarna verslunargötu og býr Helga Lára á efri hæðum hússins. Nýlega var opnuð sýning í galleríinu á verkum átta íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa allar lært myndlist í Bretlandi og hafa búið þar í mörg ár. Islensku konumar era: Karolína Lárasdóttir, sem sýnir grafíkmynd- ir, Ásta Kristinsdóttir, sem vinnur mannamyndir úr lopa, Borghildur Anna Jónsdóttir og Nanna Dýrann Björnsdóttir, sem sýna málverk, skúlptúristarnir Guðrún Nilsen og Helga Lára Haraldsdóttir og Ólína Weightman, sem á útsaumsmyndir á sýningunni, og Skúlína Kjartans- dóttir, sem er málmsmiður. Að sögn Helgu Láru sérhæfir galleríið sig í framsækinni nútíma- list. Til að undirstrika það sækir galleríið nafn sitt í sterkan og djarf- an rauðan lit, vermillon. Nafnið á vel við sýningu íslensku kvennanna sem Helga Lára segir að sé hálf- gerð rauðsokkusýning en þema sýn- ingarinnar er konan og líf hennar. Toffee Noses Þegar gengið er eftir Upper Toot- ing Road er ekki hægt að komast hjá því að reka augun í gallerí- gluggann hennar Helgu Láru. Glugginn er byggður út á gangstétt- ina og dregur að sér athygli með voldugum skúlptúr úr málmlituðu gifsi eftir Guðrúnu og Ijóslifandi andlitum unnum úr lopa af Krist- leifi á Kroppi og rithöfundinum Ann McKinley, eftir Ástu. „Ég opnaði fyrstu sýninguna í vor með verkum eftir listamenn frá ýmsum þjóðlöndum. Það voru marg- ir sem sýndu áhuga á að vera með verk á þeirri sýningu," segir Helga Lára þar sem hún stendur fyrir framarf eitt verka sinna sem hún kallar „Toffee Noses“. Verkið sem er súrrealískt sýnir nef innrömmuð í lítil plussklædd box sem vísa til stúka í óperu. (En sá sem er með toffee nose er snobb- aður og er verkið ádeila á menning- ardekur.) „Tildrögin að stofnun gallerísins eru þau að mig langaði til að setja á fót gallerí þar sem ég kynnti unga og efnilega listamenn sem era að gera nýja og ferska hluti, en ég hef einkum áhuga á framúrstefnulegri list, sérstaklega skúlptúrum. Ég leit- aði lengi að hentugum stað fyrir galleríið en ég vildi hafa það ein- hvers staðar þar sem væru ekki mörg gallerí fyrir. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með staðsetning- una því fólkið sem fer hér um hefur sýnt sýningunum mikinn áhuga. Það staldrar við gluggann og kemur inn til að skoða og skilgreina verkin. Það finnst mér mjög gaman.“ Ólíkir listamenn Meðan við erum að tala saman tinast inn nokkrar af íslensku lista- konum sem eiga verk á sýningunni. Þær eru Borghildur Anna, Ólína, Nanna og Guðrún. Hinar búa of langt í burtu eða eru vant við Iátnar og komast ekki á fund okkar. Guðrún Nilsen hefur búið í Lond- on í sex ár. Hún vinnur einkum í tré og gifs. Verk hennar eru „narra- tive“ eins og hún orðar það. Þegar við spyrjum hvað það tákni, segir hún: „Ég á ekki auðvelt með að útskýra það. En ég set upp ákveðið form, og fólk á að reyna að sjá út hvað verður ef hluturinn fer af stað.“ Guðrún hefur sýnt víða á samsýn- ingum í London og í Akademíunni í Bristol, ár hvert. Henni hefur tvisv- ar verið boðið að setja upp skúlp- túra í London. í annað skiptið við Design Museum niður við Butlers Warf. í því tilviki var ætlast til að listamaðurinn fjármagnaði verkið en fengi heiðurinn af því að hafa það fyrir framan safnið. Af því varð þó ekki vegna vöntunar á fjár- magni, að sögn Guðrúnar. Hitt verk- ið verður sett upp á næstu mánuðum við University of East London. Þetta er geometrískt verk unnið í tré og gifs. Vermillion - íslenskt Hún lýkur bráðlega diploma í lista- sögu við University of London. Við opnun sýningarinnar í Vermillion framdi Borghildur Anna eins konar gjörning eða það sem hún kallar „interactive frame“. Við báðum listagallerí í London Rétt utan við miðborg Lundúna rekur ís- lensk kona listagalleríið Vermillion. Hildur Einarsdóttir leit við í galleríinu og ræddi við eigandann, Helgu Láru Haraldsdóttur, og ijórar íslenskar listakonur sem sýna þar um þessar mundir. Það muna eflaust margir eftir Nönnu Björnsdóttur sem lengi starf- aði sem sýningarstúlka í Bretlandi. Nanna venti sínu kvæði í kross og hefur stundað myndlist í mörg ár, einkum höggmyndalist og unnið í leir og tré. Samhliða myndlistinni annast hún kennslu. Á sýningunni á hún málverk sem hún málaði eftir dvöl á íslandi í fyrrasumar. „Ég dvaldi að Skaftafelli í nokkra daga og þetta er afraksturinn," seg- ir hún og bendir á myndirnar sínar. „Þetta eru ævintýramyndir, sem sýna galdrana í gijótinu, ísnum og í loftinu. Það er svo mikið líf í náttúr- unni,“ bætir hún við. Nanna var með einkasýningu í Butlers Warf í fyrra í tilefni af lýð- veldisafmælinu, einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum á Bretlandi. Ólína Weightmann áður Thor- oddsen sýnir útsaumaðar myndir á sýningunni í Vermillion. „Ólína er stelpa sem kom til Bret- lands sem au pair, en giftist Eng- lendingi og settist hér að,“ segir Borghildur Anna, þegar hún kynnir okkur. „Já, það er rétt,“ segir Ólína. „Ég er fædd og uppalin á Patreksfirði og fékk áhuga á útsaum þegar ég var í Húsmæðraskólanum Osk á ísafírði. Síðan hef ég verið að bæta við mig.“ Ein myndanna eftir Ólínu er af gosinu í Heimaey. Ólína hafði tekið mynd af atburðinum á sínum tíma. Teiknaði síðan mynstur eftir mynd- inni á saumastriga. „Að hanna eigin munstur og liti er mitt aðaláhuga- mál,“ segir hún. Að sögn Helgu Láru eru svona útsaumsmyndir í tfsku í Bretlandi um þessar mundir. Ólína hefur kennt íslenskan út- saum hjá Workers Educational Association í London en hin síðari ár hefur hún verið með sjálfstæða kennslu og hefur ásamt nemendum sínum haldið sýningar og sýni- kennslu á hannyrðum í London og nágrenni. Hún hefur meðal annars hannað og saumað út hökul og stólu fyrir íslenska söfnuðinn í London. Verk eftir hana hafa verið sýnd í Barbican Center. Borghildur Anna hefur verið við nám í myndlist í sex ár í London. lÓósmyndir/Hildur Einarsdóttir LISTAKONURNAR fyrir framan verkið Toffee noses. Fremstar, talið frá vinstri: Guðrún Nilsen, Nanna Björnsdóttir og Ólína Weightman. Fyrir aftan þær, talið frá vinstri: Borghildur Anna Jónsdóttir og Helga Lára Haraldsdóttir. SKÚLP- TÚR úr bronsi eftir Guðrúnu Nilsen. HELGA Lára íklæðist hér einu verka sinna, stór- um jól- askóm, en hugmyndina sækir hún í þann ís- lenska sið að setja sæl- gæti í skó- inn fyrir jólin. hana að útskýra þetta nánar: „Hugmyndin að baki þessari uppákomu er gagnrýni mín á það hve listamaðurinn er orðinn Ijarlæg- ur hinum almenna áhorfanda. Hann er upphafinn og óskiljanlegur, eins konar guð. Veit allt, skilur allt og getur allt. Sýningargesturinn skilur oft á tíðum ekki það sem hann er að fara. Þessi ímynd listamannsins hefur verið að mótast síðan á sext- ándu öld og festist í sessi með til- komu akademíanna á síðari hluta síðustu aldar. Þá lokaðist aðgangur almennings að listamönnunum. Á miðöldum var þetta öðravísi, þá kom hin almenni borgari; ríkur aðalsmað- ur eða kaupmaður til listamannsins og bað málarann að mála mynd fyrir sig. Þá tíðkaðist það að kaup- andinn ákvæði ásamt listamannin- um hvernig myndin ætti að vera, hvert viðfangsefnið væri, hvaða litir notaðir og í hvaða efni væri unnið. Með „interactive frame“ reyni ég að endurvekja þessa nánu samvinnu milli málarans og kaupandans. Hann kemur með tillögur um mynd- uppbyggingu og litaval og ég vinn eftir því. Málverkið er i vinnslu meðan á sýningunni stendur og ef ég er ekki við þá geta áhorfendur sett skilaboð um hvernig þeir vilja láta mála myndina. Þeir tilgreina þá liti sem þeir óska að verði notaðir og hvar á að setja þá. Organisti frá litlum smábæ nálægt Oxford fór í rútu einu sinni í viku til London til að taka þátt í svona verki en þá var ég með einkasýningu í Butlers Warf. Og það sem meira var hann reyndi að fá allan kirkjukórinn til að koma líka og taka þátt í verkinu. Það er mjög gaman að upplifa mismunandi viðbrögð þátttakendanna," segir Borghildur Anna. Helga Lára segir að á opnun sýn- ingar íslensku kvennanna hafi kom- ið vel á annað hundrað manns. „Við buðum upp á fiskrétti og íslenskt vodka en íslensku fyrirtækin Iceb- ritt og M.G.H. Ltd. veittu fjánnagn til sýningarhaldsins. Iceland Sea- food gaf rækjur og þorsk og Eld- haki skenkti vodkað. Opnunin tókst afar vel og allir höfðu gaman af.“ r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.