Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 D 3 tilfinningunni sem myndir mínar standa fyrir, einar eða margar saman í sal," sagði Alan. 9-5 sex daga vikunnar Hvernig vinnurðu og hvað mik- ið? Hve lengi ertu með hverja mynd? „Eins og ég sagði hér á undan lít ég á tímann sem fer í að hugsa um.myndina áður en hún er gerð sem hluta af tímanum sem fer í hana þannig að tveir til þrír mánuðir fara í hvert verk. Mynd- irnar koma allar sjálfkrafa í kollinn á mér í framhaldi af myndunum á undan. Ég sest aldrei niður til að skissa og leita að einhverju til að gera næst. Ég er með vinnustofu í lítilli verksmiðju í u.þ.b. klukkutíma fjarlægð með lest frá heimili mínu. Þar vinn ég sex daga vikunnar frá kl. 9 - 5. Það er mikilvægt fyrir mig að hafa þessa reglu á vinnu- tímanum til að koma öllu í verk sem ég þarf að gera," sagði Alan. Það er hægt að líta á gráan lit sem táknrænan í mörgum skiln- ingi. Hefur fólk aldrei álitið mynd- ir þínar vera pólitískar eða ádeilu- kenndar? „Kannski eru þær pólitískar að einhverju leyti. Til dæmis það hvernig ég vinn málverkið og sú afstaða mín að allir hlutar vinnu- ferilsins við myndina séu jafngild- ir. Það er í raun svipað því sem ég vil að samfélagið líti út, að allt sé jafngilt og hver eining samfé- lagsins sé jafn mikilvæg," sagði Alan Charlton að lokum. Sýningin stendur út desember- mánuð og er opin á miðvikudögum frá kl. 14 - 18. MEÐ ASIUILMIVTTUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBUR- INN gengst fyrir þriðju tón- leikum starfsársins í Bústaðakirkju annað kvóld kl. 20.30. Fram kemur Tríó Borealis og á efnisskránni eru kvartettinn Spor eftir Fundal, Tríó í d-dúr op. 70.1 eftir Beethoven og Kvartett um endalok tímans eftir Messiaen. Tríó Borealis skipa Einar Jóhann- esson klarinettuleikari, Richard Talkowsky knéfiðluleikari og Beth Levin píanóleikari. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi þeirra fyrir tónleikaferð um Norðurlönd í mars á næsta ári. Vegur hins tæplega þrítuga danska tónskálds Karstens Fundal hefur vaxið ört undanfarin ár. Hafa hljómsveitir og stofnanir í auknum mæli falið honum að semja tónverk. Semur hann nú meðal annars fiðlu- konsert fyrir Carl Nielsen-fiðlu- keppnina sem fram fer í Óðinsvéum á næsta ári. Tónverkið Spor er samið sérstak- lega fyrir Tríó Borealis, með styrk frá norræna tónlistarráðinu og verð- ur frumflutt annað kvöld að Fundal viðstöddum. Ludwig van Beethoven samdi pía- nótríó op. 70.1 árið 1808. Hefur það fengið viðurnefnið Geistertrio, eða Tríó andans, og mun það vera til komið vegna lágværra hljóma í Largo-kafla verksins, sem í eyrum samtíðarmanna Beethovens voru Morgunblaðið/Ásdís KARSTEN Fundal, Sigrún Eðvaldsdóttir og Tríó Borealis. bæði óvenjulegir og dularfullir, en þykja nú á tímum fyrst og fremst hjartnæmir og fágaðir. Tónverk franska tónskáldsins Oli- ver Messiaen, sem lést fyrir þremur árum, eru fjölbreytt og frumleg og flest innblásin djúpri trúartilfinningu og dulúð, sem er sérstæð á 20. öld. Þá rannsakaði hann tónmál fugla- söngs Og skírskotaði til þess í ýmsum tónverka sinna. - Nasistar hnepptu Messiaen í fjötra á stríðsárunum og samdi hann Kvart- ett um endalok tímans í fangabúðun- um í Göriitz. Þar var hann frumflutt- ur í janúar 1941. Hermt er að hljóð- færaskipanin hafí ráðist af því hvaða hljóðfæraleikarar voru meðal sam- fanga hans. „Þetta verk er löngu orðið sígilt," segir Einar Jóhannes- son, „og ég er viss um að það verður eitt af þeim verkum, sem samin eru á þessari öld, sem kynslóðir komandi alda munu hlusta á." Einar segir að það sé ánægjulegt hvað Kammermúsíkklúbburinn eigi góðu gengi að fagna um þessar mundir. „Starfið hefur sennilega aldrei staðið í jafn miklum blóma; það er húsfyllir á hverjum tónleikum og sérstaklega er ánægjulegt að sjá svona marga nýja áskrifendur af yngri kynslóðinni." Það er skammt stórra högga á milli hjá Einari en hann er nýkominn frá Suður-Kóreu, þar sem liann tók þátt í norrænni tónlistarhátíð 'ásamt fjórum öðrum einleikurum - einum frá hverju Norðurlandanna. Hátíðin var skipulögð af ræðismanni íslands og sendiráðum hinna Norðurland- anna í Seoul í samvinnu við KBS, ríkisútvarp Suður-Kóréu. „Ég hef spilað áður á tónleikum í Asíu," segir Einar, „og hef því asíu- ilminn í vitunum. Það er alltaf jafn mikið ævintýri að koma þangað og álfan lokkar mann því alltaf til sín á ný." Tónleikarnir, sem teknir voru upp fyrir útvarp og sjónvarp, voru haldnir í stórum tónleikasal og segir Einar að sér hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. „Maður er ekki vanur að leika kam- mertónlist í svona gímaldi en hljóm- burðurinn var hins vegar góður, þann- ig að áhyggjurnar voru ástæðulausar. Aðsóknin var líka ótrúlega góð." Einar segir það mikinn heiður að hafa verið boðið utan. Þá sé hvert tækifæri dýrmætt til að kynna ís- lenska menningu á framandi slóð- um. Flutti hann meðal annars verk eftir íslensku tónskáldin Þorkel Sig- urbjörnsson og Áskel Másson. „Ég dáist að starfi sendiráða Norðurlandanna ytra en þau leggja mikla áherslu - á að kynna norræna menningu og að fá styrktaraðila til samstarfs. SAS borgaði til að mynda ferðirnar fyrir tónlistarfólkið og Hy- att-hótelkeðjan bauð upp á gistingu. Það væri óskandi að íslenskir lista- menn gætu sótt fleiri hátíðir af þessu tagi." FYRIR fáeirium árum, þegar klókir menn fóru að efnast í Rússlandi, urðu kröfur um betri samgöngur háværarí. I Ekaterínborg gerðu glæpamenn. staðarins, en þeir höfðu auðgast mest, aðsúg að full- trúum Aeroflot á staðnum fyrir lélega þjónustu. Hvað, voru þeir spurðir, eigið þið erfitt með að komast til Moskvu? Nei, var svarið, en þangað höfum við ekkert að sækja, við þurfum að komast til New York. En það er vafamál hvort New York þurfi jafn mikið á þeim að halda. Áratugum saman hefur bprgin verið tröllriðin skipulagðri glæpastarfsemi og núna þegar yfír- völdunum hefur loksins tekist að ná taki á ítölsku mafíunni, eru stór- aukin umsvif rússnesku mafíunnar ekki beinlínis það sem lögreglan er best undirbúin til að takst á við. Hins vegar er rússneska mafían ekki það eina sem New York hefur fengið skammtinn sinn af í kjölfar umbrotanna í Rússlandi. Menning- arlíf borgarinnar og nágrennis hef- ur orðið fyrir merkilegum áhrifum. Auðvitað streyma hingað allskonar listamenn frá gömlu Sovétríkjun- um, en það er nú ekkert nýtt. Það nýjasta er hins vegar stóraukinn almennur áhugi á sovéskri neðan- jarðarlist, því sem sovésk yfírvöld töldu lengi vel eina af mestu ógnum við samfélagið, áður en mafiunni fór að vaxa fiskur um hrygg. Sov- éskar kvikmyndir eru nú sýndar á kvikmyndahátíðum, íburðarmiklar sýningar hafa verið haldnar á rúss- neskum helgimyndum, verk sov- éskra tónskálda sem enginn kann- aðist við fyrir fáeinum árum eru nú flutt hvert á fætur öðru í helstu tónleikahöllum borgarinnar og svona má halda áfram. En á milli glæpa og lista er merkilegt samband. Það er ekki bara að miklir glæpamenn séu stundum álitnir listamenn eða hinn fullkomni glæpur listaverk. Lista- menn eru stundum álitnir glæpa- menn líka, af samtíðarmönnum sín- um eða samlöndum og mikil lista- verk hafa oft verið álitin stórglæp- ur, jafnvel landráð. Samt eru listir og glæpir í eðli sínu andstæður: glæpurinn er framinn í eiginhags- munaskyni en listaverkið er ofar öllum hagsmunum. En það er ein- mitt þegar glæpurinn vex út yfir hagsmunina að hann verður eins- konar listaverk og þegar listaverk- ið er talið þjóna sérstðkum hags- munum að mönnum finnst það vera eða jaðra við glæp. Minning Sovét- ríkjanna heiðruð í New York hefur áhugi á sovéskri neðan- --------------------------------------------------------------------»---------------— jarðarlist stóraukist, segir Jón Olafsson, en í Sovétríkjunum var hún hin mesta ógnun við samfélagið. Svokallaðir „óopinberir" lista- menn í Sovétríkjunum hér áður fyrr höfðu í rauninni glæpamanns- stimpil gagnvart yfirvöldunum. í besta falli gátu slíkir menn vænst þess að hið opinbera léti þá í friði. En ef einhverjum datt í hug að ráðast gegn þeim var leikurinn létt- ur. Verk sem ekki fylgdu opinber- um stöðlum um hvernig myndir skyldu málaðar, sögur skrifaðar, ljóð ort og svo framvegis, gátu leitt til ákæru um undirróðursstarfsemi gegn ríkinu, listamaðurinn gat fengið fangelsis- eða útlegðardóm eða verið lýstur sníkjudýr og afæta á samfélaginu, sem að sjálfsögðu var refsivert. Fyrir fáeinum vikum var opnuð sýning á verkum sovéskra lista- manna sem áttu ekki upp á pall- borðið hjá yfirvöldum, í listasafni Rutgers háskóla í New Brunswick skammt frá New York. Safnið komst nýlega yfír ein 1.200 verk sem Bandaríkjamaður nokkur, Norton Dodge, safnaði í Sovétríkj- unum á árunum frá 1950 og þang- að til seint á síðasta áratug. Dodge þessi hefur í rauninni unnið ótrú- legt afrek með listaverkasöfnun sinni, því það ar hætt við að stór hluti verkanna sem hann keypti af sovéskum listamönnum og smyglað út úr Sovétríkjunum hefði annars alls ekki varðveist. Hann fór fyrst til Sovétríkjanna til að safna efni í bók um sovéskar dráttarvélar og þegar því verki var lokið byrjaði hann á annarri bók um hlutverk kvenna í atvinnulífi í Sovétríkjunum. En á meðan hann starfaði að efnisöflun og samsetn- ingu sinna þurru fræðirita um þessi efhi, eyddi hann fé sinu og mestum tíma í að leita uppi listamenn og kaupa af þeim verk sem aldrei hefðu verið samþykkt á nokkurri listasýningu í Sovétríkjunum. N E W Y O R K Sumir listamannanna sem seldu Dodge verk hlutu síðar opinbera viðurkenningu, eins og Ilja Ka- bakov og Erik Bulatov, sem urðu frægir á Vesturlöndum eftir að sovésk yfirvöld fóru að gefa eftir seint á síðasta áratug. En margir listamannanna sem eiga verk í safni Dogde hafa aldrei orðið þekktir utan þröngs hóps í Sovét- ríkjunum, þó að verk þeirra og saga séu ekki síður merkileg. Það er eiginlega merkilegt að það sé ekki fyrr en nú að þetta mikla mályerkasafn fær fastan samastað. Árum saman voru verk- in geymd við frekar slæmar að- stæður á búgarði Nortons Dodge i Maryland fylki. En það sýnir auk- inn áhuga á verkum sem urðu til í 'Sovétríkjum Khrúsjovs og Bréfs- nefs. Dodge safnið hefur ótvírætt listrænt gildi, en merkilegast er það fyrir þá sögu sovéskrar neðanjarð- arlistar sem það segir, en hún er um leið mikilvægur hluti af sögu Sovétríkjanna. Mörg verkanna eru bein eða óbein ádeila á stjórnvöld eða kommúnistaflokkinn eða leikur að klisum hinnar opinberu áróðurs- stefnu. Annað dæmi um áhuga á sov- éskri rieðanjarðarlist er leikrit sem vakið hefur mikla athygli og meira að segja deilur hér í borginni. Það er leikgerð á sögunni Moskva-Pet- ushki, sem snemma á síðasta ára- tug gekk í handriti á milli manna í Moskvu og fékkst ekki gefin út á bók fyrr en árið 1990. Bókin er einræða drykkjumanns nokkurs þar sem hann situr í lest á leið til bæjarins Petushki rúmlega 100 kílómetrum utan Moskvu. Hann var allslaus og allstaðar búinn að koma sér út úr húsi og eiginlega dauður, veður úr einu í annað um sitt fyrra líf og gefur lesandanum nokkuð góða innsýn í fjölbreytileika þeirra vökva sem hægt er að drekka sig fullan með. Bókin þykir lýsa vel drykkjuskap og heimilisböli sem var og er land- lægt í Rússlandi. En kjarninn í ein- ræðunum er samt ískrandi háðið og tungutakið. Þetta týnist allt í snyrtilegum meðförum leikarans Tom Courtenay, sem gerir úr þess- ari sovésku andhetju dálítið skringilega fyllibyttu og það hvarfl- ar að manni að New York leikhúsi væri nær að setja á svið „Söng heimilisleysingjanna í Subway" heldur en að flytja inn rússneskt volæði sem búið er að missa sjar- mann. Þetta segir sína sögu um hvað listir geta verið háðar um- hverfinu sem þær spretta úr. Eftir að Sovétríkin hættu að vera til týndist glæpurinn og þá er eins óg verkin tapi innihaldi sínu. Það sem áður fól í sér uppreisn og ádeilu stendur bert og er í mesta lagi minnisvarði um það sem var. Þess vegna er það líka að verkin í hinum risavaxna málverkasal Dodge eru flest merkileg frá sögulegu sjónar- miði frekar en listrænu. Þau eru verk gerð í laumi af fólki við vond- ar aðstæður, lítil efni og takmark- aða möguleika á því að fylgjast með því sem aðrir listamenn voru að gera annars staðar. Þetta á þó auðvitað ekki við um öll verkin. Þannig hafa gagnrýn- endur bent á að sum verkanna frá sjöunda áratugnum séu týndi hlekkurinn sern geri mönnum kleift að meta áhrif listamanna á borð við Malevitsj og Kandinskíj á næstu kynslóðir sovéskra listamanna og auki jafnframt skilning á framúr- stefnuverkum sem streyma nú frá Rússlandi. En Sovétríkin eru dauð, það getur maður séð með því að fara í leikhús eða á sýningu í New York. Og það er spurning hversu lengi menn endast til að skoðá uppreisn- ina sem leyndist að hurðarbaki. LISTAMAÐURINN við eitt verka sinna „Pokann". Lífsbaráttan á hafinu JÓN Gunnarsson listmálari opnar málverkasýningu í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar í dag, laugardag. Jón fæddist í Hafnarfírði 30. október 1925 og hefur búið þar alla tíð síðan. Sautján ára byrjaði hann á sjónum og vann sem há- seti og kyndari á gömlu togurun- um í um tíu ár. Þar á eftir starf- aði hann meðal annars sem físki- matsmaður og nú síðustu rúm þrjátíu ár vann hann við prent- myndagerð, offsetljósmyndun og skeytingu. „Listmálun hefur fylgt honum allan hans starfsferil og hugmynd- ir hans bera sterkar tilfmningar til sjómannsins, útgerðar og lífs- baráttunnar á hafínu við Island. Verk hans eru að stórum hluta tengd hafmu en einnig er náttúra íslands honum hugleikið mynd- efni," segir í kynningu. Jón stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum 1947-1949 og hefur frá þeim tíma farið marg- ar náms- og kynnisferðir til út- landa. Hann hefur haldið margar einkasýningar hér heima sem og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sýningin stendur til 27. nóvem- ber og verður opin alla dagana frá kl. 12-18, lokað á þriðjudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.