Morgunblaðið - 14.11.1995, Síða 8
faémt
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Aðstæður afar lélegar
ÞAÐ var hreint ótrúlegt að landsleikur í Evrópu-
keppni landsliða hefði farið fram á Vasas-leik-
vanginum í Búdapest, þar sem aðstæður voru
vægast sagt lélegar. Umgjörðin var lítil, svo og
áhugi Ungveija á leiknum, en aftur á móti var
umgjörðin í kringum leik ungmennaliðanna
glæsileg, þar sem 17.540 áhorfendur mættu, en
ekki nema rúmlega tvö þúsund á Vasas-vellin-
um. Aðstæður og umgjörð voru niðurdrepandi.
Aðstæður fyrir leikmenn til að fara í bað eftir
leikinn var daprar — fjórir sturtustútar. Lands-
liðsmenn íslands óskuðu eftir því eftir leikinn,
að haldið væri beint á hótelið, sem gist var á,
þannig að þeir gætu farið í almennilegar sturt-
ur. Hópurinn fór á undan Ásgeiri Elíassyni, sem
varð eftir til að sitja fyrir svörum á fundi með
fréttamönnum.
Einar Þór til
Waregem
EINAR Þór Daníelsson,
landsliðsmaður úr KR, kvaddi
landsliðsstrákana i Amster-
dam á sunnudaginn. Hann
hélt til Belgíu, þar sem hann
verður í vikutíma hjá 1. deild-
arliðinu Waregem.
Guðni fékk
lánaða skó
GUÐNI Bergsson, fyrirliði
landsliðsins, varð að leika
landsleikinn fykóm sem hann
fékklánaða hjá ungmennalið-
inu. Ástæðan fyrir því var að
taska Guðna kom ekki í tæka
tíð frá London, þar sem hún
var eftir af því að miðinn sem
sagði hvert taskan ætti að
fara, rifnaði af.
Guðni
gleymdi
vegabréfinu
ÞEGAR tuttugu mín. voru í
landsleik Ungverjalands og
íslands, kom upp smávægilegt
vandamál - dómarar leiksins
vildu fá vegabréf leikmanna.
Guðni Bergsson hafði gleymt
vegabréfi sínu á hótelinu,
þannig að dómarinn sagði að
hann gæti ekki hafið leikinn
fyrr en vegabréfið væri komið
á staðinn. Snorri Finnlaugs-
son, framkvæmdastjóri KSÍ,
fór í málið og ræddi við eftir-
Utsmann leiksins, sem sagði
að menn þyrftu ekki að fram-
vísa vegabréfi fyrir leiki með
a-landsliði, eins og þarf að
gera í yngri liðunum, tíl að
hægt sé að sjá aldur leik-
manna.
Eggert til
Kosice
EGGERT Magnússon, for-
maður KSÍ, fór frá Búdapest
til Kosice í Slóvakíu, þar sem
hann verður eftirlitsmaður á
landsleik Slóvakíu og Króatíu
i Evrópukeppni landsliða á
morgun. Eggert fór frá Búda-
pest til Vínar, þar sem Ivan
Sochor, fyrrum þjálfari KR,
tók á móti honum og ók Egg-
erti til Kosice.
jggHHSSHIflBlsMSHæil
Reuler
GUÐNI Bergsson, fyrirlIAi landsliðsins, í varnarhlutverki gegn Istven Vincze.
Lrtil skemmtun
ÞAÐ VAR ekki rishár leikur sem landsliðið í knattspyrnu sýndi á
Vasas-leikvellinum í Búdapest, þar sem það mátti þola tap gegn
Ungverjum, 0:1. Leikmenn liðsins, sem ætluðu sérað kveðja
Ásgeir Elíasson á skemmtilegan hátt, sýndu lítið sem hægt var
að skemmta sér yfir — leikurinn snerist upp í það að verða einn
leiðinlegasti og lélegasti landsleikur í knattspyrnusögu íslands.
Það vantaði alla grimmd í leik >
íslenska liðsins, leikmenn virt-
ust áhugalausir og þeir áttu erfítt
með að halda knetti,
eðá leika honum
skammlaust á milli
sín — spymtu hon-
um yfirleitt til mót-
heija. Ungveijar kunnu vel að meta
þetta, en þeir náðu ekki að koma
höggi á íslendinga fyrr en á 55.
mín., er fyrirliðinn Béla Illés skor-
Sigmundur Ó.
Steinarsspn
skrífar
aði eftir mistök í vörn. Hann var á
auðum sjó fyrir framan markið —
og náði að senda knöttinn framhjá
Birki Kristinssyni. „Vörnin við nær-
stöngina brást þarna. Ég var ekki.
langt frá því að veija skotið, en því
miður tókst það ekki,“ sagði Birkir.
íslendingar fengu tvö góð tæki-
færi til að skora í leiknum — í fyrri
hálfleik átti Arnór Guðjohnsen skot,
sem rétt fór framhjá stöng. Seinna
færið kom í seinni hálfleik, þegar
Guðni Bergsson átti skalla að
marki, knötturinn hafnaði á stöng.
Amar Grétarsson tók aukaspymu
úti á vinstri kanti, sendi knöttinn
inn í vítateig Ungveija. Eyjólfur
Sverrisson stökk upp og skallaði
að marki, en Guðni bætti við —
skallaði knöttinn áfram, heppnin
var ekki með honum.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um leikinn. Bestu leikmenn
liðsins vom Birkir Kristinsson, sem
varði eitt sinn meistaralega — náði
að spyrna knettinum á marklínu á
síðustu stundu, knötturinn skrúfað-
ist upp og fór aftur fyrir endamörk,
Guðni Bergsson, Kristján Jónsson
og Ólafur Adolfsson.
Náðum
ekki að
kveðja Ás-
geir á við-
eigandi hátt
Þetta var lengt frá því að vera
góður leikur og við emm
vonsviknir með leikinn og útkom-
una. Við náðum ekki að kveðja
Ásgeir á viðeigandi hátt. Ungveij-
ar em ekki með neitt sérstakt lið
— á venjulegum degi eigum við
að ná einu stigi gegn svona and-
stæðingum. Eins og ég segi, ef
Ungveijar voru ekki sérstakir,
vorum við ennþá síðri, því miður,“
sagði Guðni Bergsson, fyrirliði
landsliðsins.
, „Náðum okkur
ekki á strik“
„Við náðum okkur aldrei á strik
og mér fannst liggja í loftinu að
við myndum fá á okkur mark. Við
létum þá leika of mikið eins og
við ætluðum ekki að láta þá leika
— Ungveijar leika mikið upp
hægri kantinn, en við ætluðum
frekar að fá þá upp vinstri kant-
inn. Ungveijum gekk of vel að
leika upp hægri kantinn. Þó að
það sé kannski ekki aðalatriðið,
við náðum aldrei að halda knettin-
um í fyrri hálfleik, þegar við áttum
möguleika á hröðum upphlaupum
— við náðum aldrei að nýta okkur
það, töpuðum knettinum mikið
miðsvæðis, þar sem sendingar
voru ekki nægilega góðar. Það er
vandamál sem við höfum alltaf
haft og verðum að lifa við. Mér
fannst við eiga aldrei möguleika,
en Ungveijar voru þó ekki að
skapa sér mörg góð færi í leikn-
um, þannig að við náðum að halda
þeim þolanlega í skeijum, en það
var ekki nóg — við fengum á okk-
ur mark,“ sagði Ásgeir.
„Varð fyrir vonbrigðum“
„Ég varð fyrir vonbrigðum, þar
sem ég átti von á því að leikmenn-
irnir myndu taka hressilega á
Ungveijum í kveðjuleik Ásgeirs.
Mér hefði fundist við hæfi að leik-
menn mundu taka þannig á leikn-
um að þeir væru að kveðja hann
með sóma, því að hann átti það
svo sannarlega skilið. Leikurinn
var vonbrigði, því að mér fannst
ungverska liðið ekkert sérstakt —
það var lélegra en það ungverska
lið sem við unnum á Laugardals-
vellinum í júní,“ sagði Eggert
Magnússon, formaður Knatt-
spyrnusambands íslands.
Vantaði baráttu og metnað
Eg er aldrei ánægður með að tapa.
Það vantaði alla baráttu og
metnað — liðsheildin var ekki að
sýna baráttu og vilja til að leggja
Ungveija að velli. Ég hafði það á
tilfinningunni að leikmenn væru að
klára leikinn af skyldurækni," sagði
Birkir Kristinsson, markvörður.
„Það er orðið áhyggjuefni, ef menn
leggja sig ekki alla fram í landsleikj-
um. Menn verða að fara að huga að
því á næstunni. Þegar nýr landsliðs-
þjálfari tekur við verður farið að
huga að æfingaleikjum fyrir næsta
stórverkefni, sem er undankeppni
heimsmeistarakeppninnar en ef leik-
menn leggja sig ekki meira fram í
landsleikjum en raun ber vitni, þá
sé ég ekki neinn tilgang í að fá mik-
ið af æfíngaleikjum,“ sagði Birkir.
„Ég legg mig ávallt hundrað og
tíu prósent fram, þegar ég leik með
landsliði. Það er fylgst vel með liðinu
heima og leiknum var sjónvarpað
beint til Islands. í leiknum í Búda-
pest bættust tveir þættir við, sem
mér fannst að hefðu átt að fá menn
til að leggja sig ennþá meira fram —
það var verið að kveðja Ásgeir Elías-
son og nýr þjálfari, Logi Ólafsson,
er að taka við, en hann var á leikn-
um. Menn áttu að mæta ákveðnir til
leiks og leika til sigurs fyrir Ásgeir
og sýna honum þá virðingu sem hann
á skilið eftir fjögur góð ár — og einn-
ig að standa sig fyrir nýjum þjálf-
ara. Menn vilja væntanlega halda
áfram að leika með landsliðinu. Logi
hefur fylgst með undirbúningi liðsins
fyrir tvo síðustu leiki — gegn Tyrkj-
um heima og Ungveijum í Búda-
pest. Ég hélt að það myndi virka
hvetjandi fyrir leikmenn og þeir
myndu leggja sig meira fram til að
sýna að þeir væru tilbúnir til að vera
í hópnum áfram. Ég gat ekki séð
það í leiknum gegn Ungveijum.
Ef menn hafa farið til leiks með
því hugarfari að leikurinn skipti engu
máli, er það ekki rétt hugarfar. Allir
leikur skipta máli og leikurinn gegn
Ungveijum skipti máli fyrir okkur —
hvar við lentum í riðlinum. Ég sé
ekki annað en það verði fyrsta hlut-
verk Loga að huga að þessu máli —
að menn sýni metnað og vilja til að
leika af hundrað prósent styrk fyrir
hönd íslands,“ sagði Birkir, sem var
ekki ánægður með Vasas-leikvöllinn,
sem leikurinn fór fram á í Búdapest.
„Völlurinn var mjög lélegur, það var
búið að bæta sandi í eyður sem voru
á vellinum. Þá voru vítateigarnir
slæmir — meira um mold en gras.
Mörkin voru gömlu, góðu ferkönt-
uðu trémörkin. Ég hélt að það væri
ekki leyfilegt að vera með þannig
mörk. Maður fer að spá í hvert
skallaboltinn frá Guðna hefði farið,
ef marksúlurnar hefðu verið rúnnað-
ar — hefði ekki knötturinn farið í
stöngina og inn? Maður er kominn
aftur í fornöld, þegar leikið er með
svona mörkum. Eg hélt að það væru
ákveðnar reglur hjá alþjóða knatt-
spyrnusambandinu, um mörk —
hvernig stangir og þverslár eiga að
vera. Þessi leikvangur er ekki boð-
legur fyrir landsleik í Evrópu-
keppni."
ENGLAND: 1 1 1
X 1 2 X 2 X X
ITALIA: 121 1 X X 1X2 1X11