Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 1
EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Viðtal 7 Hrefnu-, sel-, og skarfakjöt á Lauga-ási Greinar 7 Seljum síldina hæstbjóðanda 8 Úrelding fisk- veiðiflota ESB gengur sam- kvæmt áætlun MÖSKVINN MÆLDUR Morgunbladið/Porgeir Btildursson •JÓN Páll Ásgeirsson, annar stýrimaður á varðskipínu Óðni mælir möskva á trollpoka um borð í Sólbak EA 307. Sólbakur, frysti- togari Útgerðarfélags Akur- eyringa, kom að iandi í heimahöfn si. sunnudagskvöld með tæplega 29 milljóna króna aflaverðmæti eftir 31 dags útiveru á Vestfjarða- miðum. •VESTDALSMJÖL og Hafnarmjöl í Þorlákshöfn undirrituðu síðastliðinn mánudag viljayfirlýsingu þess efnis að sett yrði upp fiskimjölsverksmiðja í Þor- lákshöfn. Frystihúsin í Þor- lákshöfn og Ólfushreppur munu verða aðilar að þessu nýja félagi, sem mun eiga og reka fiskimjölsverk- smiðju, með 400-500 tonna afköstum á sólarhring. Fjár- festing vegna verksmiðj- unnar verður á þriðja hundrað./2 Smáfiska- skiljur gefa góða raun •TILRAUNIR með smá- fiskaskiljur hafa verið gerð- ar hér á landi með þátttöku Hafrannsóknarstofnunar og gefið góða raun. Norðmenn hafa þróað og gert tilraunir með þetta tæki síðustu sex ár og hafa nú yfir 90 norsk- ir togarar tekið slíkar skilj- ur í notkun um borð hjá sér. Árangurinn er sá yfir 90% undirmálsfisks kemst PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG BLAD út úr trollinu./5 Slæm umgengni alvar- legasta vandamálið ÞORSTEINN Páls- son, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu til Fiski- þings í gær að alvar- legasta vandamálið, sem væri við að etja í sjávarútvegi í dag, væri slæm umgengni um auðlindina. „Við getum ekki búið við þessar aðstæður lengur. Það verður ekki þolað og ef við tökum okkur ekki á, þá mun skynsamleg fiskveiðistjórnun hrynja,“ sagði ráðherra. Skynsamleg fiskveiði- stjórnun gæti hrunið, segir sjávarútvegsráðherra Þorsteinn sagði að margir teldu sög- ur af sjónum um slæma umgengni hálfgerðar tröllasögur og til þess ætl- aðar að sprengja upp núverandi kerfi eða í það minnsta ná fram breytingum á því. „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það geti eitthvað verið til í kenn- ingum af því tagi. Ég er hinsvegar sannfærður um að þessi vandi er mjög mikill og jafnvel þó hann væri eitthvað ýktur, þá er hann mikill. Það er of mikið um að menn henda físki og það er of mikið um að menn svindli á vigt- inni. Það er svo alvarleg staðreynd að ef við náum ekki tökum á þessari brota- löm, þá er veruleg hætta á því að okk- ur geti mistekist öll skynsamleg fisk- veiðistjórnun. Menn skulu ekki halda það að ef fiskveiðistjórnunin brotnaði niður í dag vegna þess að menn virða ekki reglurnar, þá spretti upp eitthvað kerfi á morgun sem allir yrðu sáttir við.“ Endurskoðað frumvarp Ráðherra skipaði í fyrra samstarfs- hóp, sem í voru fulltrúar hagsmuna- samtaka sjómanna og útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunar og ráðuneytis. Á grundvelli skýrslu, sem nefndin sendi frá sér,_ var lagt fram frumvarp á Al- þingi. í kjölfar mikilla umræðna um frumvarp þetta á fyrri hluta síðasta árs, komu fram margvíslegar athuga- semdir. Þorsteinn óskaði þá eftir því við samstarfshópinn að hann tæki þær ábendingar til skoðunar, færi að nýju yfir frumvarpið og gerði tillögur um breytingar. Nefndin hefur nú skilað nýju áliti og í ráðuneytinu hefur verið unnið að því að undanförnu að breyta frumvarpinu í samræmi við það. „Mér er það alveg ljóst að með lagalegum aðgerðum leysum við ekki vandann að öllu leyti, en slík lagastoð er alger for- senda fyrir því að við getum tekið á vandanum. Ég hef verið mjög ánægður með að forysta allra hagsmunasamtakanna hefur tekið af miklum áhuga og ábyrgð á þessu viðfangsefni, jafnvel þó að skoðanir einstakra manna um hvers konar fiskveiðistjórnun við eigum að hafa, séu skiptar í þeim hópi.“ Þor- steinn sagðist vonast til að samstaðan í þessu mikilvæga máli héldist, burtséð frá ágreiningi um önnur efni enda stæðum við á úrslitastundu hvað þetta varðaði. Alaskaufsinn að taka sæti þorsksins •ALASKAUFSINN er einn af stærstu fiskstofnum í heimi en heildarveiðin hefur minnkað, er nú um fjórar milljónir tonna árlega en var yfirleitt um sjö milljónir á síðasta áratug. Er ástæðan að nokkru ofveiði innan rússnesku efnahagslögsög- unnar og á alþjóðlegu haf- svæði í Norður-Kyrrahafa. Góðu fréttirnar eru þó þær að ufsastofninn við Alaska virðist standa nokkuð vel en Þar hafa veiðar verið tak- markaðar við 1,4 milljónir tonna árlega í áratug./6 Sýningí Suður Afríku •SKIPULÖGÐ hefur verið ferð Islendinga á sjávarút- vegssýninguna „Fish Africa ’95“ sem hefst í Suður Afr- íku í lok mánaðarins. Sýn- ingin er nú haldin í fyrsta skipti og hafa á þriðja hundrað fyrirtæki frá 24 þjóðum tilkynnt þátttöku./3 Fiskimjöls- verksmiðja í Þorlákshöfn Færri erlend skip landa •FRÁ ÁRSBYRJUN til 15. nóvember er vitað um 95 erlend skip, sem hafa landað afla hér á landi. Alls hafa þau landað 202 sinnum. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvað þau Iönduðu miðað við óslægðan fisk. Ljóst er að þessi innflutningur hefur dregist saman. Árið 1992 var heildarmagnið 20.985 tonn, árið 1993 var það 32.914 tonn og í fyrra var það 65.068 tonn, en af því voru 37.660 tonn loðna. Innflutn- ingur á þorski nam 21.882 tonnum í fyrra og hefur því dregist saman um helming, en núna er flutt inn verulegt magn af karfa, sem ekki hefur verið gert áður. Landanir erlendra skipa á Islandi 1995 1.jan.-15. nów. Þorskur[ 9.790 tonn Ýsa 01.234 tonn Ufsigl.012tonn Úth.karli [~L271 tonn Raekjal 12.118 tonn Ýmsar teg.| 164 tonn Loðnal 4.38Í] tonn Samtals: 25.970 tonn Meiri þorskur á Reykjanes Skipting þorskafla á landshluta Jan.- sept. 1994 og 1995 32 Reykjanes 37 8 Vesturland 7 , 13 Vestfirðir 12 7 Nl.westra 6 j 19 Nl. eystra 19 12 Austfirðlr 10 7 Suðurland 8 2 Erlendis 1 1994 1995 •EF SKIPTING þorsk- aflans fyrstu níu mánuði ársins milli landssvæða er skoðuð og borin saman við sömu mánuði í fyrra kemur í þos að Reykjanes, Reykja- vík þar með talin, eykur sína hlutdeild úr 32% í 37%. Suð- urland eykur sína hlutdeild úr 7% í 8%. Hlutdeild ann- arra staða dregst saman fyr- ir utan Norðurland eystra, sem stendur í stað. Þá er helmingssamdráttur í sölu erlendis. Fréttir Markaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.