Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 4

Morgunblaðið - 25.11.1995, Side 4
4 D LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ T + Endalok um- burðarlyndisins? Evrópskir ríthöfundar kljást við þjóðemisstefnu o g útlendingahatur skrifar Kristján B. Jónasson í umfjöllun sinni um Elfriede Jelinek frá Austurríki * og Italann Antonio Tabucchi. Þessir höfundar eru meðal umtöluðustu samtíma- höfunda í Evrópu. Elfriede Jelinek MÖRGUM fannst sem gaml- ir draugar væru aftur komnir á stjá þegar aust- urríski stjórnmálaflokk- urinn FPÖ (Freitheitliche Partei Ös- terreichs), sem stendur á ysta væng- broddi til hægri, lét nú á dögunum hengja upp áróðursspjöld á götum og torgum í Austurríki þar sem þarlend- ir rithöfudnar og listamenn eru sakað- ir um óþjóðhollustu. Flokkurinn spurði kjósendur hvort þeir ætluðu öllu lengur að styrkja menningar- stefnu sem héldi óþjóðlegum og sora- legum listamönnum uppi á kostnað hins opinbera. Að vísu á þessi áróð- ursherferð ekki að koma neinum á óvart því það hefur aldrei verið leynd- armál að FPÖ er í nöp við þorra allr- ar menningarstarfsemi í Austurríki og raunar alla ftjálslynda menningar- pólitíska umræðu yfirleitt. Forystu- maður flokksins, Jörg Heider, gaf fyrir nokkrum árum út stefnuyfirlýs- ingu í einskonar Mein Kampf-stíl þar sem stefnumið hans standa rituð skýr og klár og þar er þjóðernissinnuð uppstokkun menningar- og mennta- mála ofarlega á blaði. Þannig þurfa þeir listamenn, rithöfundar og fræði- menn sem eru á einhvern hátt „óþjóð- legir“ ekki að hafa fyrir því að sækja um einhveija bitlinga úr sjóðum hins opinbera komist FPÖ til valda. Út- gjöld til þessara mála verða hvort eð er meira og minna öll skorin niður. Þess konar niðurskúrður er hvort eð er efstur á lista allra ríkisstjórna álf- unnar um þessar mundir og er því alls en'gin sérgrein austurrískra þjóð- ernissinna. Það sem vekur meiri ugg er að með þessari veggspjaldaherferð virðist sem mörk þess leyfilega í pólit- ískum áróðri samtímans séu sífellt að teygja sig Iengra inn á lendur sem enn var þegjandi samkomulag um fyrir nokkrum árum að ættu að liggja utan þeirra. Veggspjaiaröð FPÓ er ein harðasta og víðtækasta árás úr búðum öfgasinnaðra hægri manna á hendur menningarvitum sem sést hefur i Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og er að sumu leyti lík þeirri þjóðernissinnuðu tunga-land-þjóð-sveit-blóð hug- myndafræði sem ríkin á Balkanskaga flagga nú sem opinberri menningar- stefnu sinni. Þessi herferð stillir lista- mönnum og rithöfundum upp við vegg og segir þeim að taka undir söngva um hreint og fagurt land, annars muni þeir hafa verra af. Það varð síðan enn til að vekja athygli á þessari herferð að á sama tíma og hún komst á skrið, þ.e. um miðjan október síðastliðinn, fjölluðu fjölmiðlar í Þýskalandi og Sviss mjög ítarlega um austurrískar bókmenntir. Tilefnið var að Austurríki var mið- punktur bókamessunnar í Frankfurt þetta árið og því kepptust stóru bóka- forlögin í Frankfurt, Múnchen, Zúrich og Berlín við að bjóða fram nýjar bækur eftir austurríska höfunda. Sannast sagna eiga austurrískar bók- menntir þessa athygli skilið því marg- ir athyglisverðustu höfundar þýskrar tungu á síðustu tveimur áratugum hafa komið frá þessu gamla menning- arlandi, en hins vegar má bæta því við að þetta merkisfólk á það flest sameiginlegt að standa í háspennu ástar-haturs-sambandi við heimaland sitt. Austurrískum höfundum virðist ekki líða neitt sérstaklega vel í sínum Alpadölum eða á breiðstrætum Vínar ef marka má þá dökku mynd sem þeir mála af íhaldssömu, ofbeldisfullu, kæfandi og niðurdrepandi lífinu sem þar er lifað. Einn þeirra rithöfunda sem hefur gert þetta óþol að merkilegri orðlist er Elfriede Jelinek en hún var ein- mitt ein af hinum úthrópuðu persón- um á plakati FPÖ. Líkt og til að stað- festa það djúp sem liggur á milli henn- ar og þjóðernissinnanna er nýjasta skáldsaga hennar sem kom út nú fyrir skömmu, „Die Kinder der Toten“ (Börn hinna dauðu), allsheijar árás á austurríska lýðveldið. Árás á þá bæl- ingu sem hún telur að það byggist á, s.s. bælingu hinnar fasísku hug- myndafræði frá dögum þriðja ríkis- ins, á bælingu útrýmingarbúða, víg- valla og útskúfunar. Einmitt vegna þess að Austurríkismenn hafa aldrei horfst í augu við þessar staðreyndir Antonio Tabucchi getur það bælda hvenær sem er risið upp, enn máttugra en áður. Til að undirstrika að draugar þessa gamla ástands reika áfram á meðal lifenda eru hinar þijár höfuðpersónur sög- unnar sömuleiðis allar framliðnar. Þær eru allar fyrir nokkru látnar án þess að hafa áttað sig á því. Þær standa á mörkum þess að vera ósköp venjulegar hversdagsverur og djöflar (hið djöfullega sést hvað best af því að sagan telur 666 síður!) Tungumál þeirra er uppfullt af himinhrópandi klisjum og tuggum sem höfundur veltir fram og aftur uns ------------ þær eru orðnar ógnandi og djöfullegar, uns þær eru orðnar að einskonar tungu- málsskrimsli. Persónurnar tala ýmist upp úr klisjubók- inni eða segja frá óhömdum hvötum sínum og órum með orðum sem að- eins eru stigmögnun klisjutalsins. Tungutak þeirra sveiflast á milli smá- borgaraskapar og óslökkvandi kyn- lífs- og nautnalöngunar og eftir því sem líður á lesturinn hættir lesandinn að geta greint á milli hversdagst- ungumálsins og þess tungumáls sem lýsir þessum órum. Hvort tveggja rennur saman í hrynbundna, sláandi og furðulega hrífandi heild. Jelinek fer því engum silkihöndum um viðfangsefni sín. Ekkert stendur henni jafn ijarri og að skrifa ein- hvern „heimatroman", eins og hinar Himinhróp- andi klisjur ogtuggur þjóðlegu skáldsögur eru svo vel nefndar upp á þýsku. Gagnrýni henn- ar á Austurríki er róttæk og afdrátt- arlaus ekki síst vegna þess hve sá skáld- og tungumálsheimur sem hún hefur byggt upp er miskunnarlaus og harður. Allar fagrar náttúrulýs- ingar eru henni, eins og reyndar flestum austurrískum höfundum, eit- ur í beinum. Öll sú fagra náttúra sem Austurríki er frægt fyrir er í lýsing- um þessara höfunda dauðanum merkt, þrúgandi, kæfandi og byggð nautnaverum sem ráfa um, ofbeldis- fullar og valdagráðugar. Jelnek skrifaði meira að segja heila skáld- sögu eða próseverk, „Oh Wildnis, Oh Sehutz cor ihr“ (Ó óbyggðir, 6 vernd gegn þeim) (1985), sem bein- línis er beint gegn náttúrunni, eða öllu heldur gegn hugmyndafræði náttúrunnar, náttúrdýrkun og nátt- úrudulhyggju nútímans. Gegn þeim er fara út í náttúruna til að „hlaða batteríin" en koma ekki auga á að sú náttúra sem þeir sjá er bitbein pólitískra, efnahagslegra og hug- myndafræðilegra afla. Að hin hreina skynjun þeirra er ekki annað en hluti af orða- og myndavef sem stjórnar því sem við sjáum. Það er einmitt af þessum orsökum sem hún og fleiri austurrískir höfundar þurfa nú að veija sig fyrir árásum úr búðum þjóð- ernissinna. Og víst verða þeir að veija sig sjálfir því enginn gerir það fyrir þá. Þessar árásir vöktu furðu- lega lítil viðbrögð í Austurríki en þeim mun meiri í Sviss og Þýska- landi. Austurrískur almenningur virtist taka þessum árásum frekar létt. Stikkprufa sem svissnesk út- varpsstöð gerði á götum Salzburg sýndi jafnvel að flestum viðmælend- um fannst þetta bara „gott á þá“. Þeir sem hafa haft sig í frammi í Austurríki fyrir réttindi útlendinga og minnihlutahópa voru hins vegar ekkert of kátir. Hópar nýnasista hafa haft nú um nokkurt skeið fyrir sið að senda bréfsprengjur til þeirra sem þeim er í nöp við og þær hafa þegar banað fólki, slasað það og örk- umlað. Þessi þjóðernissinnaða stemmning sem hefur skotið upp kollinum svo víða um Evrópu á undanförnum árum og er ein af driffjöðrunum í átökunum á Balkanskaga, sem og inn- anlandsdeilum í Rússlandi og Rúmeníu, svo dæmi séu nefnd, hefur orðið til þess að fleiri en einn og fleiri en tveir hafa þóst sjá hlið- stæður núverandi ástands-við pólitískt landslag álfunnar á fjórða áratugn- um. Einn þeirra er ítalski höfundurinn Antonio Tabucchi, _ sjálfsagt einn merkasti höfundur ítala um þessar mundir. í viðtölum leggur hann áherslu á að menningarvitum beri skylda til að axla ábyrgð, að taka af skarið og ákveða hvar þeir ætli að standa í þessum átökum. Krafa sem felur þegar allt kemur til alls kannski ekki í sér rétta svarið við aðstæðum samtímans en sem Tabucchi heldur fram af heilum hug. Hann vinnur einnig með þessa hugmynd á mjög athyglisverðan hátt í nýjastu skáld- sögu sinni „Sostiene Pereira" (Að sögn Pereiras) (1994) sem nú er búið að kvikmynda með gömlu kempunni Marsello Mastroianni í aðalhlutverki. Sagan gerist í Lissabon árið 1938 um það leyti að einræði Salazars var farið að taka yfir flest svið þjóðlífsins í Portúgal og greinir frá „fagurkeran- um“ og ekklinum Pereira sem er umsjónarmaður menningarefnis á litlu dagblaði. Hann fæst einnig við þýðingar, er trúrækinn kaþólikki, á við offituvandamála að stríða (það liggur við að lesandinn fái fyrir hjart- að yfir öllu kólestrólmagninu sem er í hinum óteljandi eggjakökum sem Pereira borðar bókina út í gegn) og saknar sárt látinnar konu sinnar; er sum sé í alla staði ósköp indæll mað- ur sem forðast að komast upp á kant við stjórnvöld. Þetta breytist þegar ungur heimspekingur, Rossi, fer að vinna hjá honum á menningardeild- inni. Ungi maðurinn er meðlimur í neðanjarðarsamtökum sem beijast gegn einræðisstjórn Salazars og með tímanum dregur hann og unnusta hans Pereira með sér inn í hririgiðu þessarar baráttu. Að endingu er Rossi drepinn af lögreglunni en Pereira tek- ur upp hanskann fyrir hann og ritar um hann eftirmæli í blaðið sem verða til þess að þessi hægi maður þarf að flýja land þó það sé að vísu óljóst í lok sögunnar hvort honum tekst það eða ekki. Tabucchi sem sjálfur er prófessor í potúgölsku og portúgölskum bók- menntum við háskólann í Genova hef- ur oft áður notað Portúgal sem bak- grunn bóka sinna, enda búsettur þar um árabil. Hann ritaði til að mynda ágætis greinasafn um höfuðskáldið Ferdinado Pessoa og Pessoa, eða nán- ar tiltekið hinar ólíku myndir Passoa, sem alla ævi ritaði undir mörgum mismunandi nöfnum skáldskap í alger- lega ólíkum stílum og á tveimur tungu- málum, er ein aðalpersóna bókarinnar „Requiem" (Sálumessa) (1991) sem Tabucchi skrifaði á portúgölsku. I „Sostiene Pereira" tengir hann saman á mjög snjalian máta þetta portúg- alska sögusvið, hinn sérkennilega létta og leikandi frásagnarmáta sinn og sína pólitísku þanka. Bókin kom út á mörg- um Evróputungumálum nú á þessu ári (hún er t.d. komin út í Danmörku og Svíþjóð) og vakti hvarvetna mikla athygli enda er hér talað til samtíðar- innar og hennar pólitíska veruleika. Atburðimir sem Tabucchi vísar til eru að mörgu leyti vaxnir upp úr hinum pólitíska jarðvegi heimalands hans, Italíu, en þeir eiga við um álfuna alla, ljkt og dæmið um hina austurrísku þjóðemissinna sýnir. Tíundi áratugur- inn er án efa áratugur hugmynda- fræðilegrar baráttu um hið pólitíska og siðferðilega tómarúm sem lok kalda stríðsins skildu eftir sig. Rithöfundar og listamenn sem um árabil hafa ver- ið „stikkfrí" frá átökum samfélagsins og notið þar makindalegra griða eru famir að finna þessa baráttu á eigin skrokk. Þessi barátta er hins vegar flókin og háð á morgun vígstöðvum og það er kannski þegar allt kemur til alls sá neisti sem fær mann til að vona að hún endi ekki með ósköpum. „Erfitt að ímynda sér fegurri sýningu“ GAGNRYNENDUR spara ekki stóru orðin um sýningu á verk- um Johannes Vermeer frá Delft í Hollandi (1632-1675), sem nú stendur yfir í National Gallery of Art í Washington. Þar getur að líta 21 af 35 verkum sem vit- að er um eftir Vermeer, þar á meðal mörg af þekkustu verkum hans en nokkur þeirra hafa ver- ið hreinsuð með nýjustu tækni sem afhjúpar enn frekar þá ótrúlegu nákvæmni sem hann lagði í verk sín. Gagnrýnandi The Daily Te- legraph segir erfitt að ímynda sér fegurri sýningu en nú geti að líta í National Gallery of Art, eða að nokkur sýning önnur muni verða sér minnisstæðari. í Time gætir ekki minni hrifn- ingar. „Vermeer er „hvers vegna að hirða um það“-lista- maður. Það er hrós og með því er átt við að eftir að maður hefur horft á hinar litlu myndir hans um stund, veltir maður því fyrir sér hvers vegna einhver hirti um að mála fleiri olíuverk. Allt, það göfuga og fallega sem maður gæti mögulega óskað sér er að finna í myndum Vermeer. Enginn hefur byggt myndir bet- ur upp en hann . . . Sálfræðin í verkum Vermeers (Til dæmis eftirvæntingarfulit augnatillit „Stúlku með perlueyrnalokk“ frá 1666) getur verið jafn mögn- uð og í verkum Rembrandts. Fagurfræðilega jafnast fer- metri af Vermeer á við hektara af Rubens.“ Svo farast Peter Plagens orð í Time um Verme- er- sýninguna. Vitneskja manna um ævi Ver- meers er brotakennd. Hann var sonur listaverkasala sem fluttist til Delft frá Flandri. Er Verme- er var 21 árs kvæntist hann Cathárinu Bolnes, sem fæddi honum að minnsta kosti fjórtán börn. Innan árs frá giftingunni var hann orðinn fullburða lista- maður og þrítugur var hann kosinn formaður samtaka lista- manna í Delft. Á næstu árum tókst Vermeer að selja nokkur verk, hann fékk peningalán, erfði hús foreldra sinna og fór ekki út fyrir Delft. En þegar hann lést, 43 ára, lét hann eftir sig 10 ung börn og skuldasúpu, sem átti að mestu rætur að rekja til misheppnaðra listaverkavið- skipta. Halda varð uppboð á myndum hans árið 1677 til að forða ekkju hans frá gjaldþroti. Líf hans var hreint ekki eins hnökralaust og myndirnar. STULKA með perlueyrnalokk frá 1666. VERMEER málaði „Litlu götuna" árið 1658. Hún þykir gott dæmi um nákvæmni hans. Þar málar hann tvær byggingar, sem stóðu fjarri hvor annarri, sam- an svo nákvæmlega að hver múrsteinn er sýnilegur. ~h LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 D 5 Amy Tan þótti tíðindum sæta að vera þýdd á íslensku „Þá vissi ég að ég var komin í höfn“ Amy Tan er einn þekktasti ríthöfundur samtímans. í verkum sínum fjallar hún um sambúð Bandaríkjamanna af kínverskum uppruna við ameríska drauminn. Amy er kunnust fyrir bókina Leikur hlæjandi láns, sem kom út árið 1989. Nú hefur hún sent frá sér sína þriðju bók, The Hundred Secret Senses. Rúnar Helgi Vignisson eyddi nýlega kvöldstund með skáldkonunni. AMY Tan AMY Tan er öðruvísi hVort sem henni líkar betur eða verr. Hún hefur þijú nýru. Auk þess spilar hún í rokkhljómsveit og hefur fylgdar- manninn Herra Zo. Það sem meiru varðar: Amy Tan er rithöfundur af kínverskum ættum og þeir eru ekki á hveiju strái. Hún hefur skrifað þijár bækur sem allar virðast ætla að gera í blóðið sitt, Leik hlæjandi láns (The Joy Luck Club), The Kitchen God‘s Wife og nú The Hundred Secret Senses. En Amy líkar ekki að vera kölluð kin- versk-bandarískur höfundur, segir hún frammi fyrir fullum sal af fólki og tekur hundinn Herra Zo upp úr veski sínu og leyfir honum að standa á púltinu. Metsölubók á svipstundu The Hundred Secret Senses kom út í Bandaríkjunum 17. október síð- astliðinn. Þeirrar bókar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafði frægðarsól Amyjar ekki lækkað á lofti við hina vel heppnuðu kvikmynd sem byggð var á Leik hlæjandi láns. Þegar undirritaður keypti nýju bókina tveimur dögum eftir útgáfudag í Borders bókabúð- inni í Chicago - ó að ísland ætti slíka bókabúð! - var hún boðin á 30% afslætti þar eð hún væri „inst- ant bestseller", metsölubók á svip- stundu. „Nei, ég var bara að ljúka við þessa,“ segir Amy þegar ég spyr hana hvort hún sé byijuð á nýrri bók. Við erum á leið frá bókabúð- inni Prairie Lights í Iowa City yfir í stóran samkomusal þar sem Amy ætlar að lesa úr bókinni. Það er hríðarmugga, fyrsti snjór vetrarins að falla, og Kaliforníubúinn Amy hallar sér upp í mugguna með Herra Zo innan á sér. En reynist þó ekki alveg óvön snjó, kveðst eiga skála uppi í fjöllum og þar hafi einu sinni fallið tólf fet af snjó. „Ég bjóst ekki við að þeir mundu gefa hana út svona snemma. Þeir vildu endilega koma henni út að hausti til,“ and- varpar hún upp í vindinn. Slíkur asi er óvenjulegur í útgáfu bandarískra fagurbókmennta, enda koma bækur út jafnt og þétt allt árið. Þegar við hittum Amy í hríðinni í rithöfundaborginni Iowa City vissi hún ekki lengur hvað hún var búin að lesa upp í mörgum borgum. „Ætli þær séu ekki í kringum tutt- ugu.“ En sagðist ekki vera eins þreytt og leið og stundum áður á ferðum sem þessum, þau hefðu gætt þess að ofgera henni ekki. Þau eru starfsfólk Putnam útgáfunnar. Amy hafði komið fljúgandi frá Minneapolis um hádegisbil, farið síðan í útvarpsviðtal í næstu borg, Cedar Rapids, og áritað eftir það bunka af bókum áður en að upp- lestrinum sjálfum kom. Lífi sem þessu átti hún að lifa fram í desem- ber. Skyldulesning „Ó, þetta verður fjölmennasti upplestur sem við höfum staðið fyr- ir til þessa,“ segir Paul Ingram, verslunarstjóri Praire Lights bóka- búðarinnar og er þó frægum vanur, enda Iowa City heimaborg frægustu rithöfundasmiðju Norður-Ameríku. „Þrátt fyrir ófærðina?“ spyr ég. „Ó, já, Amy er sú alfrægasta sem við höfum fengið hingað.“ Og mér verður litið á þessa fjöru- tíu og þriggja ára gömlu konu þar sem hún fetar sig yfirlætislaus eftir snæviþakinni gangstéttinni. Kín- verskt lítillæti? Eða yfirvegun þess sem öðlast hefur frægð og frama? Paul hefur rétt fyrir sér, salurinn er þegar næstum fullskipaður og sætaframboð reynist ónógt. „Hugs- aðu þér hvernig þetta hefði verið ef veðrið hefði verið gott,“ segir Paul ánægður. Hann mun selja hundruð bóka á einu bretti, ef til vill hátt í það sem meðalrithöfundur á íslandi selur á heilu ári. Og út- varpið er á svæðinu og upplesturinn er sendur beint um stóran hluta Iowa-fylkis. Eftir mærðarfulla kynningu, þar sem því er meðal annars haldið fram að tvær bíómyndanna, sem nú eru til sýningar víða um Bandaríkin, séu „hvítar“ stælingar á Leik hlæjandi láns, stígur Amy Tan í pontu og nær vart upp í liljóðnemann. Hún byijar á að tilkynna að ef nemendur Iowa-háskóla séu þangað komnir til að afla sér heimilda í ritgerðir um Leik hlæjandi láns, sem er skyldu- lesning sumra þeirra, þá verði hún að valda þeim vonbrigðum. Það sé henni hins vegar viss léttir að geta bent á nýjan titil frá Cliffs Notes, en í þeirri ritröð eru tekin fyrir sí- gild bókmenntaverk. Og veifar ein- taki með titlinum The Joy Luck Club. „En, bíðum við,“ segist hún hafa hugsað þegar hún sá þennan bækl- ing fyrst, „það er eitthvað bogið við þetta. Ég er enn á lífi!“ Því vana- lega fjalla þessir bæklingar um verk genginna höfunda. „Það fyi-sta sem ég rak augun í þegar ég opnaði þennan bækling var: Hvaða persóna líkist Amy Tan mest? Ég er mjög spennt að vita svarið, því ég hef svo oft fengið þessa spurningu og aldr- ei getað svarað henni.“ Það er sama gamla sagan, enn leika menn sér að því að lesa skáld- sögur ævisögulega. „Hvað varð um píanóleikinn?“ spyr útvarpskonan til dæmis, en ein dætranna í Leik hlæj- andi láns spilar á píanó með tak- mörkuðum árangri. „Ó, ég hafði ekki hæfileika til að spila á píanó,“ segir Amy. „Ég var ein af þeim sem gátu lært heilt verk eftir Beethoven utan að en feilað svo á síðustu nót- unni!“ Vofur og hjónaeiýur Amy Tan hefur nú lestur úr nýju bókinni. Hún nær strax til áheyr- enda, enda fyrirtakslesari. Það er sérstaklega gaman að henni þegar hún mælir fyrir munn Kínveija sem tala ensku með hreim. Og þótt ég sé búinn að lesa bókina get ég ekki annað en notið þess að láta fyrsta flokks sögumann segja mér góða sögu á vetrarkvöldi. Sögumaður The Hundred Secret Senses heitir Olivia. Hún á kínversk- an föður, sem er reyndar látinn þegar sagan gerist, og hvíta amer- íska móður, þannig að hún er kyn- blendingur. Þegar Olivia er að verða sex ára kemur hálfsystir hennar, Kwan, frá Kína og þær alast upp saman. Kwan er skyggn, sér vofur hvarvetna og talar við þær. Þar eð móðir Oliviu er afar upptekin kona, er til dæmis stöðugt að leita sér að nýjum maka, gengur Kwan hálf- systur sinni nánast í móðurstað. Olivia giftist Simon, sem er einn- ig kynblendingur en talar ekki kín- versku. Simon hafði áður verið í tygjum við stúlku af pólsku bergi brotna, Elzu, en sú ferst í snjóflóði rétt eftir að hún hefur tjáð Simon að hún sé með barni. Oliviu þykir Simon fullupptekinn af Elzu lengi vel, kemst meðal annars að því að hann hefur verið að laumast til að skrifa skáldsögu sem byggist á minningunni um hana. Hjónaband þeirra Oliviu og Simons raknar smátt og smátt upp og þau skilja. Þau hafa verið aðskilin í tíu mán- uði eða svo þegar Kwan fær þau til að koma með sér til Kína, nánar tiltekið til þorpsins sem hún ólst upp í, Changmian. Þar dregur heldur betur til tíðinda, en ekki er við hæfi að rekja það hér. Amy les tvo vel valda kafla úr þessari sögu. Áður lýsir hún yfir því að sagan fjalli um það hvemig við tengjumst hvert öðm. „Er það í gegnum erfðir, fjölskyldubönd, forfeður eða ástina?" spyr hún. I nýju bókinni reynir hún einmitt að gera þessi tengsl áþreifanleg. Annað form ritskoðunar Að loknum lestri svarar Amy spumingum úr salnum. Hún er spurð hvað henni finnist um það að vera kölluð kínversk-amerískur höfundur. „Mér finnst ekkert að því að vera sögð kínversk-amerísk, en að vera kölluð kínversk-amerískur rithöf- undur finnst mér heftandi,“ svarar hún. „Það er eins og hver önnur byrði og ég lít á það sem eitt form ritskoðunar. Við erum ekki að skrifa sérstaka bókmenntagrein. Af hveiju fáum við þá ekki bara að hafa hvert sína rödd eins og aðrir bandarískir rithöfundar?" Síðan hefur hún eftir öðmm rit- höfundi í sambærilegri stöðu, hinni indversk-bandarísku Bharati Muk- heijee, að það að vera Bandaríkja- maður feli í sér frelsi til að búa til sína eigin sjálfsmynd. Amy frábiður sér líka að vera gerð að talsmanní heils þjóðfélagshóps, ein persóna geti aldrei orðið talsmaður svo breiðs hóps. Amy segist ekki hafa áttað sig á því að hún var „öðruvísi“ fyrr en farið var að gera grín að því hvað hún lagði sér til munns. „Ég spurði mig hvort það væri þess vegna sem ég liti öðruvísi út,“ segir hún. „Á háskólaárum mínum var ég reið. Ég var reið þeim sem létu mig halda að menningararfleifð mín væri óæðri. En eftir að móðir mín fór til Kína og hitti dætur sínar og þótti enn vænt um mig þegar hún kom til baka vaknaði með mér löngun til að kynnast Kína. Og núna þykir mér glíman við sjálfsmyndina heill- andi og er þakklát fyrir hana. Ég mun halda áfram að glíma við hana og veit að svörin munu breytast með aldrinum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.