Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 3
4- MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 E 3 Það vantar ekki málefnin sem þarf að berjast ffyrir - en við verðum að virkja ungafólkið til starfa, segir Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, formaður Ný-ungar, ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar Ný-ung heitir hreyfing ungs fólks í Sjálfs- bjórg. Hún var stofnuð í samvinnu æskulýðsnefndar Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, og æskulýðsnefndar Sjálfsbjargar í Reykjavík. Við hittum Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, formann Ný-ungar, að máli og forvitnuðumst um upphaf hreyfingarinnar. - Við byrjuðum að hittast, nokkrir krakkar, fyrir tveimur árum. Þrír strákar voru í stjórn Reykjavíkurfélagsins, þar var starf- andi æskulýðsnefnd, en fremur dræm þátt- taka var í starfi hennar. Ungliðahreyfing landssambandsins hafði þá verið dauð í mörg ár. Ég kom inn i þetta vegna þess að ég er fulltrúi í æskulýðsdeild Bandalags fatlaðra á Norðurlóndum. Ákváðum að efla ungliðastarfið Við ákváðum að fara að vinna saman að því að efla ungliðastarfið. Fyrsta verkefni okkar var Vorgleði 1994, haldin i Hlégarði. í tengslum við þing landssambandsins í fyrra ákváðum við að fara að starfa saman og vorum með fyrsta átaksdaginn í samvinnu við Iandssambandið. Þá gáfum við hreyfing- unni nafnið Ný-ung, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar. Á þingi Sjálfsbjargar i hitteðfyrra var búið að lofa okkur aðstöðu með haustinu, en alltaf var verið að draga það. Við ákváðum því að ef við fengjum engan slíkan stuðning þá yrði æskulýðsnefndin einfaldlega lögð niður. Það var alltaf verið að spytja hvar unga fólkið væri, en svo var ekkert gert í því að taka á móti ungu fólki. En við erum a.m.k. orðin sæmilega sýnileg núna. Það eru um 200 manns á aldrinum 16-35 ára í Sjálfsbjörg á Reykjavíkursvæðinu, en við erum 10-15 sem erum virk í stjómum og nefndum. Það þarf að ná til þessa stóra hóps. Sjálfsbjörg hefur ekki náð nógu vel til unga fólksins. Áhyggjur af framtíðinni Þeir sem stofnuðu Sjálfsbjörg 1959 vom mestmegnis ungt og kraftmikið fólk, og það hefur unnið mikið brautryðjendastarf. Þetta fólk hefur leitt starfið alveg til þessa dags. En það hefur ekki orðið nógu mikil uppstokkun, ekki komið nógu mikið nýtt blóð inn, - jú einn og einn, en ekki nógu margir. Meðalaldurinn víða úti á landi er jafnvel 65 ár. Við höfum áhyggjur af framtíð okkar í Sjálfsbjörg og við höfum áhyggjur af framtíð Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg getur haft mikil áhrif á hvemig málefni fatlaðra þróast í framtíðinni. Mér finnst við þurfa að vera sýnilegri og öflugri, - virkari úti i þjóðfélaginu. Það vant- ar ekki málefnin sem þarf að berjast fyrir í dag. Það er alls staðar verið að skera niður. Margir em búnir að vinna gott starf, en það verður alltaf að vera endumýjun, það verður að koma inn nýtt fólk. Það er líka eitt aðalmálið hjá Ný-ung að vinna að því að efla ungt fólk til starfa. Erótískt kvöld - Hvað hafið þið gert ? - Við höfum verið með átaksdaga og við vomm með erótískt kvöld i júní, í samvinnu við ungliðahreyfingu Rauða krossins. Sú hugmynd er komin frá Finnlandi. Þetta tókst vel og vakti mikla athygli. Við höfum verið að reyna að mynda tengsl við íbúa dvalar- heimilisins, við emm með kvöldvökur, voram með opinn fund um almannatrygg- ingar og sitt lítið af hveiju. Við sem eram í stjóm ungliðahreyfingarinnar eram ýmist í skóla eða vinnu og getum þvi ekki gert neitt óskaplega mikið. - Er fatlað ungt fólk yfirleitt félagar í Sjálfsbjörg? - Ég veit að margir era i íþróttafélagi fatl- aðra, en ekki í Sjálfsbjöig. Auðvitað era líka matgir í báðum félögunum. Núna er mikið um nýfatlaða, fólk sem er nýlega orðið fatlað eftir slys. Það þarf nauðsynlega að ná til þeirra, við verðum að vera duglegri við það. Þægilegt að gagnrýna - En er það ekki eins í Sjálfsbjörg og svo mörgum öðrum félögum, að fjölmargir félags- menn borga bara árgjaldið, en eru ekki virkir í starfi? - Jú, jú, og sumir mæta bara á aðal- fundinn og rífast og skammast, - en gera svo ekki neitt sjálfir. Það er afskaplega þægilegt að gagnrýna, en erfiðara að gera það sem gera þarf. Það þarf að virkja hinn almenna félags- mann betur til starfa. Það er líka orðið mikið um það að fólk viji fá eitthvað fyrir sinn snúð og þess vegna er erfitt að starfa í sjálf- boðavinnu. Ef einhver er virkur, þá er hætt við því að hlaðið sé alltaf á hann og oft of- hlaðið, og slíkt er hættulegt. Maður verður að sinna sjálfum sér líka, ekki getur maður eytt öllum tímanum í félagsstörf. Norrænt samstarf - Þú ert fulltrúi í norrænu samstarfi fatl- aðra. Hvemig atvikaðist það og hvemig er þessu samstarfi háttað? — Þetta var það fyrsta sem mér var ýtt út í. Ég hafði verið í Svíþjóð í fjóra mánuði árið 1991 og kunni dálítið 1 sænsku. Jóhann Pétur heitinn, formaður Sjálfsbjargar, vissi það og spurði hvort ég gæti ekki farið í þetta starf, vegna þess að sá sem var fulltrúi okkar væri að hætta. Ég byijaði í þessu í febrúar 1993 og hafði þá ekkert starfað í Sjálfsbjörg. Þetta var eins og að vera hent út í kalda sundlaug, ég kunni ekki neitt! Það er erfitt að bytja svona í Norðurlandasamstarfi, maður er lítið inni í hlutunum, en þetta kemur smám saman. Ég er fulltrúi i starfi DNHFU, Det Nordiska Handikapforbund for Ungdom, en NHF, Nordiska Handikapforbundet, eru móðursamtökin. Tveir fundir era haldnir á ári og þing á þriggja ára fresti. Einn fulltrúi er frá hveiju Norðurlandanna. Mér finnst þetta samstarf hafa komið að góðum notum fyrir okkur íslendinga. Vöðvarýrnun Kolbrún Dögg er Hafnfirðingur, en hún er nýlega flutt í íbúð í húsi Sjálfsbjargar i Hátúni 12. Sú ráðstöfun er til bráðabirgða, segir hún, þvi að draumurinn er að fá íbúð „úti í bæ“ við fyrstu hentugleika. Hún er með vöðvarýmunarsjúkdóm, en segir að ekki sé komið á hreint hvaða sjúkdómur það sé, því að ekki hefur tekist að greina hann. Sjúkdómurinn er meðfæddur, en kemur í ljós á kynþroskaaldri. — Það bar ekkert á þessu þegar ég var bam, segir Kolbrún Dögg. - En afi minn, Gunnar Jóhannsson, var með vöðva- rýmunarsjúkdóm, og það var aldrei vitað hverskonar sjúkdómur það var. Þetta er eitt- hvað mjög sjaldgæft. Afi og amma, Þuriður Kristjánsdóttir, áttu 8 böm og ekkert þeirra fékk þennan sjúkdóm. Afkomendur þeirra era rúmlega þijátíu og enginn nema ég hefur fengið sjúkdóminn. Það er eins og maður standi einhversstaðar einn úti á eyju, lækn- amir vita ekki neitt og geta ekkert gert. Það er svolítið óþægilegt. En það er alltaf verið að rannsaka þessa vöðvasjúkdóma og vonandi gerist eitthvað jákvætt í þessu á næstu áram. Refsað fyrir dugnað Kolbrún Dögg er á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hóf nám þar í haust. - Ég hef verið að vinna á sumrin, en öryrkjar mega ekki vinna of mikið, þá fara örorkubætumar að skerðast, segir hún og hristir höfuðið yfir fáránleika kerfisins. - Manni er hegnt fyrir að sýna dugnað! Félagsstarfið skipar líka stóran sess hjá Kolbrúnu Dögg, eins og komið hefur fram. En hvað skyldi vera framundan i starfi ung- mennahreyfingarinnar? - Við verðum með jólagleði i samvinnu við Vinnu- og dvalarheimilið. Svo er hug- myndin að halda námskeið í framkomu og tískusýningu í tengslum við það. — Var ekki erfitt að setja upp erótískt kvöld i sumar, eru ekki alltaf fordómar gagnvart slíku? - Það höfðu allir gaman af þessu. Fólki „Við þurfum að vera sýnilegri og öflugri, - virkari úti í þjóðfélaginu," segir Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. fannst þetta forvitnilegt, en margir, sem höfðu látið í ljósi áhuga, létu samt ekki sjá sig. Jú, við urðum aðeins vör við fordóma, sumir sögðu að þetta væri bara klám, en við fóram ekkert yfir strikið í þeim efnum. Þetta var mjög fjölbreytt, enda voram við 1 þijár vikur sleitulaust að undirbúa kvöldið. Ég get nefnt dæmi um það sem var á erótíska kvöldinu: Ástardrykkur við inngang, rauða herbergið, bláa herbergið, snertiher- bergi, kynning á hjálpartækjum ástarlífsins, spákona, nudd, erótískur dans, kynlífs- könnun, erótísk ljóð, veggspjöld með erótískum myndum, m.a. kínverskum, og kaffi og erótískar kökur! Við pössuðum okkur á þvi að fólki liði ekki illa og reyndum að tryggja að þetta væri ekkert óþægilegt. Skammarverðlaun — Segðu mér aðeins frá átaksverkefnum og „skammarverðlaunum“ sem þið hafið staðið fyrir. - Jú, við veittum fyrst Umhverfisráðu- neytinu skammarverðlaun, í fyrra, og nú í ár bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði. - Hafið þiðfengið viðbrögð? -Já, í bæði skiptin. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu framtaki áhuga. Þegar við fóram í Fjörðinn bar sterkasta kona íslands fatlaðan einstakling upp tröppumar til bæjarstjórans. Hann tók við „Sjálfsbjargarádrepunni," sem nefnd er „Þrándur í Götu,“ og var þetta i annað sinn sem hún var veitt. KK söng og fjölmiðlar mættu á staðinn og sýndu þessu mikla athygli. í framhaldi af þessu fóram við i verslunarmiðstöðina Miðbæ í Hafnarfirði og veittum viðurkenningu fyrir gott aðgengi, en það var eins og fjölmiðlamönnunum fyndist það ekkert spennandi. Það verður víst alltaf að vera einhver hasar í þessu til að þeir bíti á agnið, eitthvað neikvætt jafnvel, og ég neita því ekki að mér finnst gaman í svona hasar! Markmiðið er að veita viðurkenningar og skammarverðlaun á hveiju ári og þá á lands- byggðinni, ekki síður en höfuðborgar- svæðinu. Þetta verður framvegis gert í tengslum við 3. desember, alþjóðlegan dag fatlaðra, og í samvinnu við ferlinefnd Sjálfsbjargar. í umhverfisráðuneytinu var lofað öllu fögra, en ekkert hefur gerst. Það þarf stöðugt að hafa aðhald í þessu efni. Ferlinefnd landssambandsins ætlar að heimsækja ráðuneytið og reyna að sjá til þess að loforðum verði framfylgt. Hefur þú heyrt..? ... að í Háskólabíói er fuUkomnasti stoðbúnaður fyrir heyrnarskerta í kyikmyndahúsi hér á landi! , (Sá eini ef út í það er farið) I sal 2, 3 og 4 eru senditæki sem virka á T stillingu á heyrnartæki og gefa heyrnarskertum kost á að njóta hljóðs með góðri mynd eða á ráðstefnu eða fundi. HÁSKÓLABÍÓ i- l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.