Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Weah leikmaður Afríku GEORGE Weah, landsliðsmaður Líberiu, sem leikur með AC Milan, var í gær útnefndur knattspyrnumaður Afríku 1995 af knattspyrnusambandi Afríku. Weah, sem sést hér á myndinni í leik gegn Parma á dögunum, fékk 45 atkvæði, en í öðru sæti kom Japhet Ndoram frá Chad, sem leikur með Nantes, með 30 atkvæði. Nígeríumaðurinn Finidi George, sem leikur með Ajax, varð þriðji. s Nýr markvörður hefur skotist fram í sviðsljósið á Ítalíu Buffon hjá Parma er maður framtíðarínnar Ungur markvörður, Gianlugi Buffon sem leikur með Parma, hefur slegið í gegn í ítölsku deildinni og halda ítalir vart vatni yfir þessari ungu og upprennandi íþrótta- stjörnu. Fyrir skömmu var það hinn ungi Del Piero hjá Juventus sem fyllti flestar íþróttasíður dagblaðanna, en nú er það Buff- on sem fær alla athyglina. Hann var aðeins 17 ára og niu mánaða gamall þegar þjálfari Parma, Nevio Scala, setti hann inn í byijunarliðið gegn AC Milan um þarsíðustu helgi og aftur gegn Juventus um síðustu helgi. Það má því með sanni segja að Scala hafí kastað honum út í kalt vatnið. Strákurinn sýndi það og sannaði að hann er starfí sínu vaxinn. Var yfírvegaður og eins og hann væri að alvanur að leika gegn liði eins og AC Milan. Hann hélt hreinu gegn Milan, varði oft stórkostlega og hirti knöttinn hvað eftir annað fyrir framan nefið á stjörn- um eins og Baggio, Simone og Weah. Nú er það aðeins spurning hvort landsliðsmark- vörðurinn, Luci Bucci, kemst í liðið þegar hann kemur aftur eftir meiðsl. Buffon er sjötti yngsti markvörðurinn sem spilar í ítölsku 1. deildinni. Margir spurðu sig að því eftir þessa tvo leiki, hvaðan þessi íturvaxni strákur hefði þessar stáltaugar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og þarf því ekki að koma á óvart hversu sjálfsörugg- ur hann er. Móðir hans, Maria, átti Ítalíumet- ið í kringlukasti frá 1971 til 1988. Faðir hans, Gianluigi, var unglingameistari í kúlu- varpi, systur hans, Guandaline, sem er 22 ára, og Veronica, sem er 20 ára, eru báðar í landsliði ítala í blaki og ekki er allt upp talið; Angelo frændi hans spilar með topplið- inu Cantu í körfuknattleik og afí hans, Lor- enzo, var einn besti markvörður ítala á fímmta áratugnum, lék þá m.a. með Genua og AC Milan. Þá má því segja að éplið hafi ekki fallið langt frá eikinni. Sjálfur segist Buffon ekki trúa þessu enn. „Þetta er allt eins og í draumi og ég vona að ég vakni ekkert í bráð,“ sagði hann við blaðamenn eftir leikinn gegn Ju- ventus um síðustu helgi. Hann segist eiga sér þann draum að leika með ítalska landslið- inu í framtíðinni. En það gæti reynst þraut- inni þyngri því þar er bekkurinn þétt setinn. Ef landsliðseinvaldurinn Arrigo Sacchi fer eftir tölfræðinni koma margir til greina. Sig- nor Battistini sem stendur í markinu hjá Udinese hefur varið 94% af þeim skotum sem hann hefur fengið á sig, samkvæmt upplýs- ingum sem koma fram í íþróttablaðinu Gazz- etta dello Sport og verður erfitt fyrir Sacchi að líta framhjá honum við val á landsliðsmar- kverði. Núverandi landsliðsmarkvörður, Luci Bucci, sem Buffon leysir af hjá Parma um þessar mundir, er fimmtándi á þessum lista hjá Gazzetta dello Sport. Það verður því spennandi að fylgjast með hver hreppir þessa eftirsóttu stöðu hjá ítalska landsliðinu. Fimm ára bann LEIKMAÐUR í ítölsku áhugamannaliði var úrskurðaður í bann til ársins 2000 fyrir að sparka án afláts í dómara sem hafði ' sýnt honum rauða spjaldið. Leikmanninum var vikið af velli í seinni hálfleik og brást ókvæða við með orðbragði sem ekki er eftir hafandi og spörk fylgdu í kjölfarið. Starfsmenn á vellinum skárust í leikinn og gátu dregið leikmanninn af velli áður en verra hlaust af en hann verður í banni til 18. nóvember árið 2000. Frakki hafður fyrir rangri sök FRANSKI landsliðsmaðurinn Jocelyn Ang- loma sem leikur með Tórínó og var rekinn útaf fyrir skömmu í leik gegn Atlanta fyr- ir að traðka á mótherja var sýknaður í gær. A myndbandsupptöku sást að hann var hafður fyrir rangri sök, það var félagi hans þjá Tórínó, Giulio Falcone, sem traðk- aði á mótherjanum en línuvörður leiksins gaf dómaranum upp númer á treyju Ang- lomas. 1. 11 DEILD 5 0 0 13-4 Milan 2 3 1 6-5 24 11 4 2 0 10-4 Parma 2 2 1 7-6 22 11 4 1 0 14-4 Lazio 1 3 2 4-6 19 11 5 1 0 14-6 Fiorentina 1 0 4 3-7 19 11 2 3 1 8-7 Atalanta 3 1 1 6-5 19 11 4 1 0 10-3 Juventus 1 2 3 6-8 18 11 2 2 1 5-4 Napoli 2 3 1 6-5 17 11 2 2 2 6-5 Roma 2 2 1 6-4 16 11 4 2 0 8-3 Vicenza 0 2 3 2-5 16 11 3 3 0 8-2 Inter 0 3 2 4-6 15 11 4 1 0 7-3 Udinese 0 2 4 4-8 15 11 3 2 1 8-4 Sampdoria 0 3 2 6-8 14 11 3 1 2 4-3 Cagliari 1 0 4 5-11 13 11 3 0 2 7-9 Piacenza 0 2 4 4-13 11 11 2 3 1 7-5 Torino 0 1 4 1-9 10 11 2 2 1 9-7 Bari 0 0 6 6-16 8 11 1 2 2 3-5 Cremonese 0 1 5 6-13 6 11 1 2 2 7-7 Padova 0 0 6 3-13 5 2.DEILD 13 6 1 0 20-5 Genoa 1 2 3 5-10 24 13 4 3 0 10-5 Brescia 2 1 3 11-7 22 13 3 3 1 10-5 Verona 3 1 2 6-6 22 13 5 i 1 9-3 Salemitan 1 2 3 5-5 21 13 4 1 2 14-13 Pescara 2 2 2 4-7 21 13 4 0 2 12-8 Ancona 2 2 3 8-8 20 13 4 2 0 10-6 Palermo 0 6 1 1-2 20 13 3 3 0 7-4 Bologna 1 4 2 4-4 19 13 5 1 1 14-4 Cesena 0 2 4 9-13 18 13 3 3 0 7-2 Reggiana 1 2 4 7-14 17 13 4 1 2 7-5 Avellino 1 1 4 6-12 17 13 3 3 1 10-7 Cosenza 0 4 2 3-7 16 13 2 4 0 9-3 Perugia 1 2 4 5-10 15 13 3 1 3 8-10 Fid.Andria 0 4 2 5-7 14 13 3 3 1 5-5 Foggia 0 2 4 4-10 14 13 2 3 1 7-4 Pistoiese 1 1 5 7-11 13 13 1 4 1 4-5 Reggina 1 3 3 4-13 13 13 1 4 1 6-6 Lucchese 1 2 4 4-11 12 13 0 4 2 2-7 Venezia 2 2 3 6-8 12 13 0 4 2 3-5 Chievo 1 4 2 8-9 11 Glímdu við spámenmna Laugardagur 2. des, 1 Manchester Utd. - Chelsea 2 Aston Villa - Arsenal 3 Liverpool - Southampton 4 Tottenham - Everton 5 Bolton - Nottingham Forrest 6 Q.RR. - Middlesbrough 7 Blackburn - West Ham 8 Leeds - Manchester City 9 Southend - Birmingham 10 Norwich - Stoke 11 Luton - Tranmere 12 Reading - W.B.A. 13 Grimsby - Charlton úrslit Árangur á heimavelli frá 1984 1 1 2 3 0 4 1 1 11:10 8:19 19:9 21:14 5:3 9:4 12:9 15:9 0 7:1 0 14:8 5:4 2:5 12:10 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 2:2 Hversu margir réttir siðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 4 vikur: Ásgeir 8 33 8,25 Logi 9 33 8,25 8 35 8,75 Þín spá Sunnudagur 3. des. 1 Lazio - AC Milan 2 Napoli - Parma 3 Udinese - Roma 4 Bari - Sampdoria 5 Atalanta - Vicenza 6 Inter - Cremonese 7 Padova - Fiorentina 8 Piacenza - Cagliari 9 Verona - Salernitana 10 Genoa - Bologna 11 Perugia - Pescara 12 Reggíana - Brescia 13 Cesena - Cosenza úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 10:9 10:5 2:3 3:6 0:0 4:4 0:1 1:1 4:1 0:0 1:0 0:0 0:3 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 4 vikur: Ásgeir 10 37 9,25 Logi 8 30 7,5 9 38 9,5 Þín spá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.