Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÖRIM OG UIMGLIIMGAR Guðjón Valur Sigurðsson, 16 ára, kominn í meistaraflokk Gróttu Var í búningi KA ífyrsta ieiknum „ÉG hef æft með meistara- flokki frá þvf i byrjun septem- ber og var í fyrsta sinn í hópn- um gegn KA fyrir norðan í sfð- ustu viku,“ sagði ungur og efni- iegur handknattleiksmaður með Gróttu á Seltjarnarnesi, Guðjón Valur Sigurðsson. Hann er 16 ára gamall á yngra ári í þriðja flokki, en er þrátt fyrir það farinn að berja hressi- lega á dyrnar hjá 1. deildarliði félagsins. „Það var mjög gam- an að vera í hópnum þó ég kæmi ekkert inná í leiknum, það verður að biða síns tíma. Spennandi að fylgjast með undirbúhingnum. Verst var að við töpuðum leiknum." Reyndar segir Guðjón að það hafí verið svolítið skondið að í fyrsta skipti sem hann var í leik- mannahóp meist- /Var araflokks gegn KA Benediktsson í umræddum leik, skrifar hafi hann ekki klæðst búningi Gróttu heldur varabúningi KA vegna mistaka í afgreiðslu Flug- leiða í Reykjavík fóru búningamir til Vestmannaeyja í stað Akureyrar. „Ég byrjaði að æfa handbolta er ég var átta ára og þá æfði ég í hálft ár með Gróttu en skipti svo yfír í KR og var hjá þeim þar til ég var tólf ára, þá skipti ég aftur yfír í Gróttuna. Aðalástæðan fyrir því var sú að í Gróttu voru félagar mínir." Hvaða stöðu leikur þú? „Ég er á miðjunni með meistara- flokki B, síðan er ég ýmist í skyttu- stöðunni vinstra megin eða í vinstra horninu. Ég get leikið allar þessar stöður." Hvað æfir þú oft í viku? „Ég æfi bæði með meistara- og 3. flokki og þegar ekki er spilað í 1. deildinni geta æingar verið allt upp í ellefu sinnum í viku. „Hvemig hefur ykkur' gengið í þriðja flokki? „I fyrstu umferð sigruðum við þriðju deildina og lékum því um síðustu helgi í 2. deild, þá unnum við tvo og töpuðum tveimur. Síðan lékum við gegn FH í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar í síðustu viku og töpuðum tuttugu og þijú nítján. Mér hefur gengið ágætlega en var tekinn úr umferð gegn Hauk- um.“ Hvernig finnst þér meistara- flokksliðinu hafa gengið í fyrstu deildinni? „Það hefur gengið upp og ofan og of margir leikir tapast með einu marki, en ég held að liðið eigi eftir að standa sig vel er á líður mótið.“ Guðjón Valur sagðist einnig hafa æft knattspymu frá því hann var smágutti en ákveðið í haust að gefa hana upp á bátinn og snúa ser al- veg að handknattleiknum. Hann fór út til Danmerkur í sumar með 16 ára landsliðinu í handbolta og lék þar með liðinu 14 leiki. Það væri of mikið að vera í báðum íþróttum og æfa mikið jafnhliða því að vera í skóla, en Guðjón er á fyrsta ári í Kvennaskólanum í Reykjavík. Guðjón sagðist ekki hafa tekið sér neinn handknattleiksmanna sér- staklega til fyrirmyndar og hvert hann stefndi vildi hann ekkert segja um. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist í framtíðinni og hvort ég slepp við meiðsli, en við þau hef ég alveg sloppið hingað til.“ Morgunblaðið/ívar Hlnn efnllegl handknattleiksmaður Gróttu, Guðjón Valur Sigurðsson. Metaregn í Firðinum Sannkallað metaregn var á móti sem Sundfélag Hafnar- fjarðar hélt á mánudagskvöldið í Sundhöll Hafnarfjarðar. í flokki unglinga og bama vom sett átta aldursflokkamet, þrír náðu lág- marki fyrir Norðurlandameistara- mót unglinga í Danmörk í næsta mánuði og einn sundmaður náði lágmarki fyrir Evrópumeistara- mótið í sprettsundum í febrúar nk. Guðmundur Ó. Unnarsson, UMFN, setti met í 50 m flugsundi og baksundi í flokki sveina, fór flugsundið á 32,24 sekúndum og baksundið á 34,46. Lára Hmnd Bjargardóttir, Ægi, bætti met í 50 m skriðsundi telpna, synti á 28,71 sekúndu. Halldóra Þorgeirsdóttir, félagi Lám Hmndar úr Ægi, synti síðan 50 m bringusund á nýju meti í telpnaflokki, -35,34. Þeir félagar úr SH, Hjalti Guðmundsson og Davíð Freyr Þómnnarson, vom í hátíðarskapi eftir sigurinn í bikar- keppninni á sunnudag og gerðu sér lítið fyrir og settu þijú ný met af því tilefni í piltaflokki. Davíð Freyr synti 100 m flugsund á 59,24 sek- úndum og 50 m flugsund á 26,68 sekúndum. Hjalti, sem setti tvö piltamet og eitt íslandsmet fullorð- inna í bikarkeppninni um helgina, undirstrikaði árangur sinn um helgina með bætingu á meti í 50 m bringusundi er hann synti sprett- inn á 29,55 sekúndum. Hjalti hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur m.a. bætt sig um þijár sekúndur í 100 m bringusundi á átta mánuðum. Hann hefur nýlega unnið sér sæti í A-hópi SSÍ. Anna Bima Guðlaugsdóttir, Ægi, Margrét Rós Sigurðardóttir, Selfossi, og Sunna Dís Ingibjarg- ardóttir náðu á móti allar lágmörk- um fyrir Norðurlandameistaramót- ið í Kaupmannahöfn eftir rúma viku. Anna Birna synti 50 m skrið- sund á 29 sukúndum sléttum, Mar- grét Rós synti sömu grein á 29,24 sekúndum og Sunna Dís fór 200 m á baksundi á 2:32,55 sekúndum. Áður höfðu Gígja Hrönn Árnadótt- ir, UMFA, Lára Hrund Bjargar- dóttir, Ægi, Ragnheiður Möller, Keflavík, og Anna Valborg Guð- mundsdóttir, Keflavík, náð lág- marki fyrir mótið. Ekki er þó víst að allar verði sendar því aðeins má senda tvo keppendur í hveija grein, en að minnsta kosti þtjár stúlkur hafa náð lágmarkinu í sömu grein, 200 m bringusundi. Að lokum má geta þess að Rík- harður Ríkharðsson úr Ægi náði lágmarki fyrir EM í sprettsundum á móti í Hafnarfirði er hann synti 50 m flugsund á 25,36 sekúndum. Handknattleikur íslandsmótið 2. umferð. 2. flokkur kvenna 1. deild: Valur-Víkingur.................17:13 Valur-FH.......................21:11 Valur- Fram....................15:11 Víkingur- FH...................15:13 Víkingur - Fram....:............21:14 FH-Fram........................18:15 Lokastaðan: Valur 6 stig, Víkingur 4 stig, FH 2 stig, Fram 0 stig. 3. flokkur kvenna 1. deild: KR-Fram.........................23:18 KR-ÍR.......................... 14:9 KR-Valur........................23:12 KR-Haukar..............-.........21:8 Fram-ÍR..........................9:14 Fram-Valur......................15:12 Fram-Haukar....................13:15 ÍR-Valur.......................13:10 ÍR-Haukar.......................15:9 Valur- Haukar..................12:15 Lokastaðan: KR 8 stig, ÍR 6 stig, Haukar 4 stig, Fram 2 stig, Valur 0 stig. 2. deild — A-riðill: Víkingur- FH..............,.....14:13 V íkingur -ÍBV.................15:14 Víkingur- Selfoss................15:5 FH-IBV..........................23:10 FH-Selfoss.......................21:6 ÍBV - Selfoss..................13:14 Lokastaðan: Víkingur 6 stig, FH 4 stig, Selfoss 2 stig, ÍBV 0 stig. 2. deild — B-riðiIl: Stjaman - Fylkir.................24:4 Stjaman - Fjölnir...............10:12 Stjaman - Keflavfk..............10:10 ÚRSLIT Fylkir - Fjölnir........................10:22 Fylkir - Kelfavík....................... 3:6 Fjölnir - Keflavík.......................22:6 Lokastaðan: Fjölnir 8 stig, Stjarnan 6 stig, Keflavík 4 stig, Fylkir 2 stig, UMFA mætti ekki og tapaði því öllum leikjum 10:0. 3. flokkur karla 1. deild: Valur-FH...................20:21 Vaiur- KR..................21:11 Valur-KA...................13:15 Valur-ÍRb..................25:10 FH-KR......................20:18 FH-KA......................12:22 FH-tRb.....................21:22 KR-KA......................16:17 KR-ÍRb.....................14:18 KA-ÍRb.....................13:14 Lokastaðan: KA 6 stig, ÍR b 6 stig, Valur 4 stig, FH 4 stig, KR 0 stig. 2. deild - B-riðilI: Haukar-Víkingur................16:17 Haukar - Grótta................27:21 Haukar - Fram...'..............13:12 Haukar-lBV.....................23:19 Víkingur - Grótta..............21:22 Vikingur - Fram................19:22 Víkingur-ÍBV..................25:21 Grótta - Fram..................18:23 Grótta - ÍBV...................20:17 Fram-ÍBV.......................19:16 Lokastaðan: Haukar og Fram 6 stig, Vík- ingur og Grótta 4 stig og ÍBV 0 stig. 4. flokkur kvenna 1. deild — A-lið: Fram-tR....................11:12 Fram-FH.....................7:10 Fram-KR....................14:10 Fram -Grótta...............14:15 ÍR-FH..........................15:6 ÍR-KR..........................17:8 ÍR-Grótta.....................17:12 FH-KR..........................13:9 FH - Grótta....................7:10 KR-Grótta.....................11:14 LokastaðandR 8 stig, Grótta 6 stig, FH 4 stig, Fram 2 stig, KR 0. 1. deild - B-lið: KR-FH..........................10:8 KR-ÍR...........................7:8 KR-Grótta......................12:6 KR-Stjaman....................14:11 FH-ÍR..........................16:9 FH-Grótta......................10:6 FH- Stjaman....................13:8 ÍR-Grótta......................11:4 ÍR - Stjaman....................2:9 Grótta - Stjaman...............8:11 Lokastaðan: FH 6 stig, KR 6 stig, Stjam- an 4 stig, lR 4 stig, Grótta 0 stig. 2. deild - A-lið: Valur- Stjaman................13:10 Valur - Fylkirl9:14 Vaiur-UMFA.....................23:5 Stjaman - Fylkir..............17:14 Stjarnan - UMFA...............21:13 Fyikir - UMFA.................20:11 Lokastaðan: Valur, 6 stig, Stjaman 4 stig, Fylkir 2 stig, UMFA 0 stig. 2. deild - B-lið: Fram - Vfkingur B..................20:12 Fram-Víkingur A....................23:20 Víkingur A - VfkingurB............13:11. Lokastaðan: Fram 4 stig, Víkingur A 2 stig, Víkingur B 0. 3. deiid: Fjölnir- UMFB.......................8:10 Fjölnir - Breiðablik.............18:15 Fjölnir-HK.......................21.17 UMFB - Breiðablik..................9:7 UMFB-HK...........................24:3 Breiðablik - HK...................20:9 Lokastaðan: UMFB 6 stig, Fjölnir 4 stig, Breiðablik 2 stig, HK 0 stig. 4. flokkur karla — B-lið 1. deild: Valur-Fram......................20:16 Valur-FH........................14:16 Valur - Vfkingur.................28:8 Valur - Stjarnan................20:18 Fram-FH....................... 16:23 Fram - Vikiijgur................19:11 Fram - Stjarnan.................20:19 FH-Víkingur.....................26:10 FH- Stjaman.....................14:16 Víkingur- Stjarnan..............16:19 Lokastaðan: Valur 6 stig, FH 6 stig, Stjaman 4 stig, Fram 4 stig, Víkingur 0. 2. deild — A-riðill: KR-Fram.........................28:16 KR-FH...........................26:16 KR - Grótta.....................28:17 Fram-FH.........................23:15 Fram-Grótta.....................19:19 FH-Grótta.......................18:20 Lokastaðan: KR 6 stig, Fram og Grótta 3 stig, FH 0 stig. 2. deild — B-riðill: ÍRT - Stjarnan................17:12 ÍR1-ÍU2.......................22:13 ÍR1 - HK......................15:15 Stjaman-ÍR2...................10:11 Stjarnan- HK...................7:17 ÍR2-HK.........................16:7 Lokastaðan: HK og ÍR A 5 stig, ÍR B 2 stig, Stjarnan 0 stig. Guðmund- ur kepqir á stórmóti í Danmörku GUÐMUNDUR Stephensen borð- tennismaður úr Víkingi tekur nú um helgina þátt i stigamóti al- þjóða borðtennissambandsins í Oðinsvéum í Danmörku ætlað spilurum 14 ára og yngri. Að sögn þjálfara hans, Svíans Peters Nilssons, er þetta mót það sterk- asta af fjórum stigamótum sam- bandsins og þátttaka í því væri mjög mikilvægur þáttur í undir- búningi Guðmundar fyrir Evr- ópumeistaramót 14 ára og yngri á næsta sumri. Þátttakendur í mótinu eru velflestir sterkustu borðtennismenn Evrópu 14 ára og yngri. Guðmundur keppir á móti bæði í einliðaleik og í tvíliðaleik, en þar leikur hann með Michael Maze, en Maze er annar sterk- asti borðtennismaður í einliða- leik þessa aldursflokks í Evrópu samkvæmt styrkleikalista al- þjóða borðtennissambandsins. Peter Nilsson sagði að ef þeim félögum tækist vel upp í tvíliða- leiknum myndu Guðmundur og Maze að öllum líkindum leika saman í tvíðaleik á næsta Evr- ópumeistaramóti. „Reynslan er mikilvæg fyrir Guðmund og hana verður hann að fá og hún fæst eingöngu með því að keppa sem mest erlendis, en því miður eru ferðir á erlend mót kostnaðar- söm og því mikilvægt að velja góð mót eins og þetta,“ sagði Peter Nilsson, borðtennisþjálfari þjá Víkingi. Kjartan æfir fimm sinnum í viku „ÉG hef æft borðtennis hjá Vík- ingi i eitt ár og finnst mjög gam- an og æfi enga aðra íþrótt,“ sagði Kjartan Baldursson, 13 ára gam- all, er Morgunblaðið hitti hann á Opnu móti hjá Víkingi um síð- ustu helgi. Kjartan sigraði í 2. flokki á borð- tennismóti hjá KR nýlega. Hann lagði þá Martein Reyn- isson úr KR 21:16 og 21:16 í úrslitaleik. I 3.-4. sæti höfn- uðu Örn Smári Bragason, KR, og Baldur Möller, Stjörn- unni. „Mér gekk ekki eins vel núna og ég tapaði í 8 manna úrslit- um með einum vinningi gegn tveimur. Eg vann fyrstu lotuna tuttugu og eitt sautján en tapaði síðan tveimur þeim næstu, tuttugu og eitt fjórtán og tuttugu og eitt sextán. Eg stefni að því að komast í fyrsta flokk sem fyrst en til þess þarf ég að vera duglegur að taka þátt í mótum og æfa vel. Það er sæmi- lega stór hópur sem æfir hjá Víkingi og við æfum fimm sinn- um í viku undir leiðsögn Peters Nilssons,“ sagði þessi efnilegi borðtennisleikari, Kjartan Bald- ursson. Kjartan Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.