Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 B 3 um það bil tíu árum í Háskólanum með nokkr- um félögum sínum, sem spila það enn. En hvað er svona heillandi við þennan leik? „Tímabundinn flótti frá raunveruleikanum," svarar Friðrik. „í fúlustu alvöru gengur þetta út á það.“ Friðrik segir að ungir krakkar sem spili leikinn noti ákveðin kerfi sem eru í bókum og langi helst að spila með hetjupersónur. „En það eldist af fólki og það hættir að nota reglur og teninga og að kaupa sér veraldir." „Leikurinn verður eins og saga í frjálsu formi eða skáldsaga sem skrifar sig sjálf öllum til ánægju og yndisauka," segir Friðrik. Spunaspil- ið hjá lengra komnum getur gerst í nútímanum og verið saga líkt og í sjónvarpsþáttunum Ráð- gátur (X-fíles). Sögumaður í ævintýraspuna Jóhann Gunnarsson er fjórtán ára og hefur spilað Dreka og dýfliss- ur spunann frá 6 ára aldri. „Reyndar kunni ég ekki reglumar fyrst, en ég var búinn að læra þær allar þegar ég var átta ára,“ segir hann. Hann er nemandi i Seljaskóla í Reykjavík og segist hafa Iært ensku á þessu spili. „Ég var alltaf að spyrja mömmu hvað þetta og hitt þýddi.“ Hann segist Jóhann Gunnarsson Tjáningarfrelsið og sköpunin í öndvegi Friðrik segir að sköp- unin og tjáningarfrelsið í spilinu verði meiri þeg- ar fólk skapar sjálft heiminn sem verður vettvangur atburðarás- arinnar og persónumar líka. „Það er alveg til í dæminu að menn leiki með sömu persónurnar árum saman og ef allt væri skrifað niður sem gerðist gæti það orðið margra binda skáldsaga." Það er í raun nóg að sitja sam- an í stofu án allra hjálpartækja og spila munnlega og í huganum. „Karakterar spilaranna breytast eftir því sem þeir eldast,“ segir Friðrik. „Krakkar vilja nota stóra og mikla barbara með sverð eða voðalega galdrakarla, en allt ann- að er uppi á teningnum hjá eldri spilurum. Besta karakter sem ég hef rekist á nýverið mætti lýsa sem gömlum róna með hund, sem ekk- ert gat og var bara til vandræða hafa verið með í 17 Fáfnismótum. „Annars spila ég núna einu sinni i viku fyrir utan skól- ann en í honum er sérstakur klúbbur.“ Jóhann er oftast sögumaður í spilinu og þarf að leggja mikið á sig við undirbúninginn til að spilamennskan geti verið skemmtileg fyrir hina. Hann mótmælir fullyrðingum um að spilið rugli fólk, og segir spurninguna vera hveijir spili spilið. Maður sem hefur teflt skák geti verið alveg eins líklegur til að fremja af- brot eins og spunaspilari, hann verður að vera eitthvað klikkaður fyrir. „Það er ekki ofbeldið sem er skemmtilegt við spilið eins og sumir halda, heldur ævintýr- ið,“ segir Jóhann og að sífellt fleiri spili þetta spii. ■ Gary Gyax sem fann upp spunaspilið og setti það á markað 1974 undir nafn- inu Dungeons & Dragons. Það náði vinsældum með- al hermanna og breiddist með þeim út um hinn vestræna heim. Talið er að hermenn í Keflavík hafí tekið að spila það hér árið 1977 og Keflvíkingar lært það af þeim. Dágóður hópur þekkti spilið um miðjan níunda áratuginn í Reykjavík og mátti fínna það í einni og einni bókabúð, en út- . breiðsla þess varð ekki veruleg fyrr en um 1989 og það ár var stofnað spilafélagið Fáfnir, sem hefur ellefu hundruð fé- lagsmenn. Gísli Einarsson, sem rekur verslunina Fáfni á Rauðarárstíg í Reykjavík, hefur staðið fyrir spila- mótum Fáfnisfélaga. Það er haldið ársfjórðungslega í Mjóddinni í húsakynnum Bridssambands íslands. Unglingar hvaðanæva af landinu koma á spila- mót Fáfnis sem standa í 24 stundir í einu eða frá 12 á hádegi til 12 daginn eftir. Gísli segir að sögu- menn komi vel undirbúnir á mótin, hver með sinn tilbúna heim. Næsta mót verður haldið 29. desem- ber. en var alveg draumur að spila með og stjórna." Það sem gerir spunaspiíið skemmtilegt að mati Friðriks er beiting ímyndunaraflsins. „Sögu- maðurinn getur verið með þráð sögunnar í huganum en ef spilar- arnir taka annan pól í hæðina, þarf hann að kasta áætlun sinni og semja allt upp á nýtt.“ Friðrik Skúlason segir að meðalaldur spilara erlendis sé hærri en hér á landi. „Ég veit um einn sem hefur náð 35 ára aldri og veit eitthvað um þetta spil. Við erum ekki nema um 20-30 um og yfir þrítugt sem spilum þetta hér á landi.“ Það var Bandaríkjamaðurinn Morö og djöfiadýrkun tengd viö spunasplllð Fréttir hafa borist að utan um afbrot sprottin af spunaspila- mennsku. „Fordómarnir konm frá Bandaríkjunum," segir Gísli Ein- arsson. „Það er óhugsandi að leggja stund á þetta spil í vímu vegna þess að það krefst fullrar einbeitingar." Spunaspil er hlutverkaleikur og gagnrýnendur þess hafa varað við hættunni að unglingarnir lifi sig of mikið inn í hlutverkin og hætti að greina á milli raunveruleikans og ímyndunaraflsihS. Sjálf þeirra ruglist og þeir taki að trúa að VETTVANGLR ævintýra Drekar og dýflissur. þeir séu persónan en ekki leikar- inn. Bandarísk kvikmynd hefur verið gerð um unglinga í vímu sem myrða foreldra sína eftir spuna- spil. Morð unglinga í Svíþjóð á dreng hefur verið tengt við spuna- spilamennsku þeirra. Og ekki er allt talið enn því öfgahópur í Bandaríkjunum telur þennan hlut- verkaleik jafnast á við djöfladýrk- un og spilið sé frá þeim Gamla í Neðrakoti komið. íslenskir spunaspilarar eru svo- lítið hissa yfír þessari neikvæðu umfjöllun og telja spilið einmitt þroskandi. Mörg undanfarin ár hefur verið gagnrýnt að sjón- varpsgláp geri fólk að hugsunar- lausum móttakendum, en spuna- spilið hins vegar kemur hugar- fluginu af stað. Fantasían, sem höfundur Sögunnar endalausu, Michael Ende, óttaðist að liði brátt undir lok, öðlast nýtt líf innra með spilurunum. Haft var samband við þá sem leigja húsnæði undir spilamót Fáfnis eða Bridssambandið og þær upplýsing'ar fengust að krakkarnir á mótunum væru til fyrirmyndar og allt væri í mjög föstum skipu- lagsskorðum. Spunaspilið notað til enskukennslu í MH Terry Gunnell enskukennari í Menntaskólanum í Hamrahlíð hef- ur langa reynslu af spunaspilinu Drekar og dýflissur og notar það vegna talæfinga í áfanga sem nefnist Fantasía. Nemendur skipta sér í hópa og spila á kvöldin í heimahúsum. Leikurinn er tekinn upp á segulband og er skylda að mæla allt á enska tungu en það reynist auðveldara vegna þess að nemendumir em að leika aðrar persónur. Enskuvillur em því ekki eins mikið mál. Terry hlustar svo á spólumar. „Ég hef ekki orðið var við ofbeldi eða blóðþyrsta spilara og trúi ekki að það sé einhvers konar djöfla- dýrkun í þessu. Það sem einkennir spilamennskuna er fjörugt ímynd- unarafl," segir hann. „Krakkamir sem taka þennan áfanga spila aðra hveija viku þrjá tíma í senn. Þetta er mjög góð leið til að fá krakka til að tala ensku og í raun frábær æfíng fyrir þau.“ Terry segir að akademískur hluti áfangans felist meðal annars í því að lesa Tolkien og aðrar fant- asíubókmenntir. íslenska spunaspilið Eitt íslenskt spunaspil hefur verið gefíð út og nefnist það Ask- ur. Það kom á markað haustið 1994 og byggist á norrænni goða- fræði. Atli Heiðar Gunnlaugsson sem málaði myndirnar í spilið seg- ist vera ánægður með viðbrögð spilara, en því fylgi meðal annars kort unnið upp úr goðafræði Snor- ra Sturlusonar. Menn, dverga og vani sé að finna í spilinu og jötna, Miðgarðsorminn og fleiri þekktar persónur. Spilið veki áhuga á goðafræðinni og hvetji spilara til að lesa verk Snorra Sturlusonar. Atli segir að vissulega megi kalla það flótta frá raunveruleik- anum að sökkva sér djúpt í spuna- spil og lifa sig inn í hlutverk, en margt annað megi líka kalla flótta og þetta sé fyrst og fremst skemmtun. ■ Gunnar Hersveinn LJÓSUM skreytt tré setur svip á þessa stofu í Elsass. Teikningin birtist í Monde Illustré árið 1858. SKÓM komið fyrir við arininn á aðfangadagskvöld árið 1939. frönsk hús á jólunum og gegna ákveðnum tilgangi. Rósmarín eflir vináttu og viðheldur minningum, bergflétta stuðlar að fijósemi og vinnur gegn ölæði, mistilteinn færir frið, ást og hamingju og kristþyrnir verndar gegn böli. Þyrnarnir tákna kórónu krists og rauðu berin blóð- dropa. Svín, lifur og síðan kalkún Gamlar heimildir segja um að- fangadag að hús hafi þá verið þveg- in vandlega og dýrum gefinn tvöfald- ur skammtur. Um kvöldið hafí myndarlegur viðarbútur verið settur í arinn eða ofn og kerti á matar- borð. Sums staðar þijú fyrir heilaga þrenningu. Máltíðin var yfírleitt mögur og kvöldið leið í bið eftir miðnæturmessu. A Bretagne var boðið upp á brauðbollu og vatn eftir að 9 stjörnur höfðu verið taldar á himninum. Síðan var lagt á veislu- borð sem sest var að eftir messu en hús höfð opin meðan á henni stóð til að hleypa framliðnum að borðinu. Á því var jafnan svínakjöt eða lifur. í Provence var snæddur fískur fyrir messuna og alls bornir fram 10 rétt- ir, enginn þeirra þó þungur. Frá því um aldamót hefur kalkún fylltur með kastaníum verið algeng- asti jólamatur Frakka og helst að gæsalifur veiti samkeppni. í Norm- andie er hún soðin í eplavíni, í Els- ass elduð með súrkáli og í Auvergne er hún borin fram með hnetum. Böche eða tijábolsterta er hefðbund- inn eftirréttur og arftaki viðarbúts- ins sem áður fyrr var settur með viðhöfn á eldinn á aðfangadags- kvöld. ■ Þórunn Þórsdóttir Sælkeravörur úr ö llu m heimshornum €ilsuhúsið Skólaþörðusiíg <i" Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.