Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Leikdagarnir í riðlunum: 8. júní: England - Sviss London 9. júni: 9. júní: 9. júní: Spánn • Búlgaría Þýskaland ■ Tékkland Danmörk ■ Portúgal Leeds Manchester Sheffield 10. júní: 10. júní: Holland - Skotland Rúmenía ■ Frakkland Birmingham Newcaslle 11. júní: 11. júní: Ítalía - Rússiand Tyrkland - Króatía Liverpool Nottingham 13. júní: 13. júní: Sviss - Holland Búlgaría - Rúmenía Birmingham Newcastle 14. júní: 14. júní: Tékkland - Ítalía Portúgal - Tyrkland Liverpool Nottingham 15. júní: 15. júní: Skotland - England Frakkland - Spánn London Leeds 16. júní: 16. júní: Rússland - Þýskaland Króatía- Danmörk Manchester Shettield 18. júní: 18. júní: 18. júní: 18. júní: Skotland- Sviss Frakkland • Búlgaría Holland - England Rúmenía • Spánn Birmingham Newcastle London Leeds 19. júní: 19. júní: 19. júní: 19. júní: Rússland - Tékkland Króatía - Portúgal Ítalía - Þýskaland Tyrkland - Danmörk Liverpool Nottingham Manchester Sheffield Evrópu í Engl B-riðiil: Búlgaría Frakkland Rúmenía Spánn C-riðill: Ítalía Rússland Tékkland Þýskaland A-riðill: England Holland Skotland Sviss Tvö efstu lið úr hverjum riðli komast í... / 8 liða úrsli 1B-2A Liverpool 22. jfiní-i —---- 2C-1D Birmingham 23. júní-^Manchester 26. júní-i 3 hWembley 30.ium 2B-1A London 22. jum -|_ London 26. júní-1 Undanúrslit: Úrslitaleikur: 1C-2D Manchester 23. júní ]- ■ VICKY Wilmore tíu ára gömul stúlka í Englandi og mikill stuðn- ingsmaður Manchester United læknaðist á undraverðan hátt á dögunum. Fyrir ári síðan fór hún allt í einu að lesa og skrifa afturá- bak og læknar gátu ekki fundið út hvers vegna. ■ ÞEGAR uppáhalds liðið hennar, Manchester United gerði 2:2 jafn- tefli við Rotor Volgograd í UEFA- keppninni í september fylgdist hún með leiknum í sjónvarpi. Hún varð vonsvikiin með jafnteflið því það dugði liðinu ekki til að komast áfram. Hún kastaði sér aftur á bak í stólnum sem féll og hún rak höfuð- ið í borð. Daginn eftir fór hún í skólann eins og venjulega en nú las hún og skrifaði eðlilega. ■ KEN Merrett sem sæti á í stjórn United sagðist ánægður með að eitthvað gott hafi leitt af tappi liðs- ins. „Þetta var slæmur dagur hjá félaginu en það er ánægjulegt að eitthvað gott hlaust af tapi okkar," sagði hann. ■ GEORGE McCloude leikmaður Dallas í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum setti met um helgina þegar hann gerði 8 þriggja stiga körfur í síðari hálfleik í tapleik gegn Phoenix. ■ McCLOUDE jafnaði jafnframt met Joe Dumars og Brian Shaw toóm FOLK með því að gera alls 10 þriggja stiga körfur í leiknum. ■ JACK O'Donnell reyndasti dómarinn í NBA-deildinni er hætt- ur. Hann hafði ákveðið það fyrir nokkru en beið með að tilkynna ákvörðun sína þar til dómaraverk- fallinu lauk. O’Donnell hafði dæmt í 28 ár í deildinni og ásætæða þess að hann hættir er að hann rak Clyde Drexler útaf með tvær tæknivillur í fyrsta úrslitaleik Hou- ston og Orlando í vor. Stjórnendur deildarinnar vilja ekki að stjörnurn- ar séu reknar af velli og allra síst í úrslitaleikjum og sögðu að O’DonnelI fengi ekki fleiri leiki í úrslitum. Hann ákvað því að hætta og sjá nú forráðamenn deildarinnar mjög eftir orðum sínum. ■ WASHINGTON Bullets mun breyta um nafn fyrir næsta leik- tímabil. Eigandi liðsins var persónu- legur vinur Izthaks Rabins fyrrum forsætisráðherra ísraels og var við- staddur útför hans. Nú vill hann taka út Bullets (sem þýðir byssu- kúla) og ætlar að efna til hug- myndasamkeppni um nýtt nafn. Ástæðan er tvíþætt; morðið á Rab- in, sem skotinn var til bana á dög- unum, og há tíðni morða í Washing- ton. ■ GRAEME Le Saux, landsliðs- bakvörður Englands, mun ekki geta leikið. í EM næsta sumar. Hann varð fyrir því óhappi að fót- brotna illa á hægri fæti í leik með Blackburn gegn Middlesbrough um helgina. ■ TERRY Venables, landsliðsein- valdur Englands, sagði að meiðsli Le Saux væru mikil blóðtaka fyrir enska landsliðið. ■ EFTIR leiki helgarinnar er Newcastle efst á blaði hjá veðbönk- um í London yfir væntanlega Eng- landsmeistara. Newcastle er með 4-9, Man. Utd. er með 3-1 og í þriðja sæti kemur Liverpool með 6-1, en var með 8-1 fyrir leik sinn gegn United. ■ FRANSKI knattspyrnumaður- inn Basile Boli sagði í gær, að hann hætti að leika með Mónakó í janúar, til að ganga til liðs við Red Diamonds í Japan. Boli er 28 ára og hefur leikið 45 landsleiki fyrir Frakkland. DO-RE- Litlu krakkarnir í Do-Re-MÍ tónskólanum skemmtu gest- um með hljóðfæraleik og söng 1 Neskirkju á dögunum og endur- tóku leikinn fyrir gamla fólkið á Elliheimilinu Grund í liðinni viku. Þeir sýndu það sem æft hefur verið síðan í haust, jafn- vel lengur í sumum til- fellum, og verðuf að segjast eins og er að frammistaða þeirra, hvo’rt sem það var á píanó, þverflautu, fiðlu eða gítar, var i einu orði sagt frábær. Að ógleymdum söngnum. Sumir voru tauga- óstyrkir og fóru út af laginu en það kom ekki að sök því hitt lag- ið var ekki síðra. Allir reyndu að gera sitt besta og gleðin skein úr hveiju andliti. Þetta var sann- kölluð menning, þetta var sport. Krakkar eru móttækilegir fyrir öllu og þeir geta allt, hver á sínu sviði. Þess vegna er aðalatriðið að þeir séu með í einhverju upp- byggilegu og umfram allt skemmtilegu en engu skiptir hvort um er að ræða frjálsan leik, föndur, söng, hljóðfæraleik, dans, fimleika, sund, fijálsíþróttir, knattspyrnu, handknattleik eða körfuknattleik svo dæmi séu tek- in. Eins hefur ekkert að segja hvort barnið sé best í hópnum eða ekki en mergurinn málsins er að það hafi gaman af því sem það er að gera. Það er reyndar grund- vallaratriði í öltu þvi sem einstakl- ingurinn tekur sér fyrir hendur. Þegar tii lengri tíma er litið verð- ur viöfangsefnið ávallt auðveldara viðfangs þegar fólk gengur glatt til starfans og viðheldur ánægj- unni hvað sem á gengur. Þetta getur reynst erfitt þegar út í hinn harða heim íþróttanna er komið. Það er ekki öilum gefið að standast álagið sem því fylgir og enginn utanaðkomandi getur ætlast til þess að Pétur eða Páll sé í fremstu röð. Það er fyrst og fremst undir þeim sjáifum komið. íslendingar hafa ekki átt marga afreksíþróttamenn. Mun fleiri hafa talið sig í þeim hópi og brjóst þeirra hefur breikkað við það eitt að vera í félagsliði að ekki sé talað um úrvalslið eða landslið á einhveiju stigi. Hins íþróttafolki sem öðr- um vænlegast að velja verkefni við hæfi vegar komast þeir, sem dvelja um of í eigin hugarheimi, fyrr en seinna að því að þeir eru ekki eins góðir og þeir héldu. Efnilegir krakkar eru í öllum greinum en það er langur vegur frá því að teljast efnilegur í það að vera góður. Árangur f alþjóða keppni í nánast hvaða grein sem er talar sínu máli. Reyndur, íslenskur íþróttamað- ur sagði undirrituðum í heyranda hljóði fyrir skömmu að hann hefði ekki lagt sig allan fram á tímabil- inu og sömu sögu væri að segja af flestum ef ekki öllum samheij- unum. Þeir hefðu brugðist félagi sínu, stuðningsmönnunum, sjáíf- um sér. Er spurt var um ástæð- una var fátt um svör en viðmæl- andinn ætlaði að taka sér tak. Öllum er hollt að staldra við af og tii og meta stöðuna. Allir geta bætt sig, gert betur, en hver og einn verður að svara því hvort hann sé tilbúinn að leggja á sig það mikla erfiði sem því fylgir að komast í fremstu röð, hvort hann eigi raunhæfa möguleika á að vera á meðal þeirra bestu. Ef nið- urstaðan er neikvæð er samt óþarfi að örvænta, því allir geta fundið sér eitthvað við hæfi og sama er hvemig að menningunni er komið. Do, re, mí getur vissu- lega hentað fleirí en þeim yngstu. Það er sport. Steinþór Guðbjartsson Átti KR-ingurinn ÓSKAR KRISTJÁNSSOIM ekki að vera hætturíkörfubolta? Held að okkar tími sé kominn ÓSKAR Kristjánsson leikmaður meistaraflokksliðs KR hefur verið að sækja í sig veðrið í undanförnum leikjum. Óskar er elnnig þjálfari kvennaliðs KR sem er efst í 1. deild kvenna ásamt íslandsmeisturum Breiðabliks. OSKAR er fæddur í Lúxemborg 25. febrúar 1972 og bjó þar til 16 ára aldurs er hann flutti til _■■■■ ísiands. Óskar Eftir byijaði í körfu- /Var knattleik 6 ára Benediktsson gamall og lék með ungmennaliðum í Lúxemborg með- an hann bjó þar. Hann er ólofaður nemandi við Háskóla íslands þar sem hann er á öðru ári í þýsku. Að undanskildum einum vetri er hann var skiptinemi í Bandaríkjun- um iék hann með KR frá því hann kom frá Lúxemborg allt til ársins 1992 er hann fann fyrir verkjum í baki. Þá fékk hann þann úrskurð frá læknum að hann léki aldrei körfubolta framar vegna liðagigtar í baki. Þá ákvað hann að snúa sér að þjálfun og byijaði í yngri flokk- unum en í fyrra tók hann við kvennaliði KR. En átti hann von á því að vera í baráttunni við Breiða- biik í kvennaboltanum? „Þegar farið var af stað í haust settum við okkur það markmið að vinna bæði deild og bikar. Því mið- ur féílum við úr leik í 16 liða úrslit- um bikarkeppninnar. Við erum með gríðarlega sterkt fimm manna byijunarlið og útlendingurinn okk- ar er að koma til. Síðan er fullt af ungum stelpum á uppleið og framtíðin björt. Svo árangurinn hefur ekki komið mér á óvart.” Á hvað hefur þú lagi áherslu? „Eg hef lagt megináherslu á að þær ieiki almennilega vörn. Það er það sem ég er bestur í sjálfur og því kannski eðlilegt að maður leggi áherslu á það í þjálfun einnig. Það hefur tekist að leika góða vörn og til dæmis í lekjunum gegn Breiða- bliki og Keflavík tókst að naida þeim í fimmtíu og sjö stigum. Það er alveg ljóst að það lið sem spilar bestu vörnina vinnur Isiandsmótið og við erum að leika bestu vörnina eins og mál standa í dag.“ Þið stefnið á titilinn í vor? „Keflavík hefur verið með besta liðið undanfarin ár og Blikastúlkur voru bestar í fyrra með eina útlend- Morgunblaðið/Ásdís ÓSKAR Kristjánsson ætti ekki að geta leiklð körfuknattleik vegna meiðsla en er þó á fullu með KR og þjálfar stúlkurnar. inginn í deildinni. Nú held ég að okkar tími sé kominn." Er kvennakarfan í framför? „Kvennakörfuboltinn hefur batnað mikið og er orðinn mjög skemmtilegur. Nú eru stelpurnar farnar að gera marga fallega hluti og breiddin er að aukast. Það hef- ur tvímælalaust gert gott að fá útlendinga ti! liðanna." Að þér sjálfum, hvernig stendur á því að þú ert farinn að æfa og spila að nýju eftir að hafa verið dæmdur úr leik af læknum með liðagigt í baki fyrir þremur árum? „Eg var á sterkum lyfjum, en hætti að taka þau og fór til Banda- ríkjanna sumarið 1994 og var í miklum hita í þijá mánuði og það gerði mér gott. Síðan var ég aðeins með í fyrravetur. í sumar tók ég ákvörðun um að hella mér út í æfingar á ný. Nú er komið eitt og hálft ár síðan ég hætti að taka lyfin og ég finn ekki fyrir neinu en mér var sagt á sínum tíma að sjúkdómurinn gæti tekið sig upp að nýju innan árs.“ Ertu sáttur við árangur ykkar í karlaliðinu í vetur? „Við höfum kiúðrað nokkrum leikjum það sem af er. Það eru ungir strákar í liðinu og við ætlum að nýta jólafríið vei og koma vel undirbúnir eftir áramót. Við erum komnir í undanúrslit bikarkeppn- innar og ætium okkur í úrslit. Ég tel okkur geta náð þriðja eða fjórða sæti í deildinni þegar upp verður staðið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.