Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil umskipti í afkomu Skagstrendings hf. Hagnaður 53 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins HAGNAÐUR Skagstrendings hf. á Skagaströnd varð alls 53 millj- ónir króna fyrstu tíu mánuði árs- ins. Hefur þá verið tekið tillit til 20 milljóna söluhagnaðar og 6 milljóna króna niðurfærslu á eign- arhlut í öðrum félögum. Þetta eru mikil umskipti frá fyrri hluta árs- ins þar sem um 21 milljónar tap varð á rekstrinum fyrstu sex mán- «uðina. Fram kemur í frétt frá Skag- |strendingi að umskiptin skýrist •fyrst og fremst af þeim róttæku íaðgerðum sem gripið hafí verið itil sl. sumar og komi að fullu til |framkvæmda á næsta ári. Þær ífólu m.a í sér sölu á frystitogaran- ;um Arnari HU-1 og kaupum á /ódýrara skipi með mjög svipaða I veiðigetu, svo og sölu á ísfisktog- aranum Arnari HU 101 og kaup- tum á rækjufrystitogaranum 74 milljóna króna umskipti í rekstrinum £rá niðurstöðu sex mánaða uppgjörs Helgu Björgu HU 7 í hans stað. „Með þessu móti hafa náðst þau markmið félagsins að lækka fjár- festingu í skipum og þar með skuldir um 500 milljónir og auka fjölbreytni hvað varðar verkefni skipanna. Þetta hefur þegar skilað félaginu stórbættri afkomu og aukið möguleika félagsins á að skila viðunandi hagnaði," segir ennfremur. Hagnaður 90 milljónir 1996 Heildartekjur af rekstri Skag- strendings fyrstu tíu mánuðina FRÁ undirritun samninganna (f.v.): Þórhallur Óskarsson sölu- fulltrúi, Bergþór Konráðsson framkvæmdastjóri, Júlíus Sigurðs- son sölustjóri frá Sindra-Stáli, Henry Hansen framkvæmda- stjóri og Karsten Lundgaard sölustjóri frá Avesta Sheffield. Sindra-Stál semur viðAvesta Sheffield FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI ©UUGAVEGI 15 - 101 REYKIAVlK SlMl WBÍ55 X Fagteg ráðgjöfog þjónusta. A SINDRA-STAL hf. hefur gert sam- starfssamning við alþjóðlega stál- fyrirtækið Avesta Sheffield um sölu á framleiðsluvörum þess hér á landi. Bergþór Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Sindra-Stáls, segir að þessi samningur sé mjög mikil- vægur fyrir fyrirtækið. Avesta Sheffíeld, sem orðið hafi til við samruna fyrirtækjanna Avesta AB og ryðfríu deildarinnar hjá British Steel árið 1992, sérhæfi sig í fram- leiðslu á ryðfríu stáli. Fram til þessa hafi Sindra-Stál boðið ryðfrítt stál frá ýmsum framleiðendum en nú sé ætlunin að bjóða eingöngu af- urðir Avesta Sheffield. „Avesta Sheffield rekur stál- verksmiðjur í Svíþjóð, Bandaríkjun- um og á Bretlandseyjum og á síð- asta ári nam ársframleiðsla þess rúmum 920 þúsund tonnum," segir Bergþór. „Auk þess er fyrirtækið með fullvinnslu í Finnlandi, Hol- landi og Belgíu svo dæmi séu nefnd. Framleiðslusvið þess er mjög breitt og það er markaðsleið- andi á mörgum sviðum." Bergþór segir að þessi samning- ur geri Sindra-Stáli því kleift að bjóða íslenskum málmiðnaði ryð- frítt gæðastál frá þekktustu verk- smiðjum Evrópu, þar sem fram- leiðslan sé vottuð samkvæmt ISO 9000 staðlinum, sem tryggi gæðin frá hráefni til hins endanlega fram- leiðanda. námu alls 893 milljónum. Hagnað- ur án fjármagnskostnaðar og af- skrifta varð um 205 milljónir. Bókfærðar afskriftir námu 149 milljónum en þar af voru afskrift- ir af framtíðarveiðiréttindum um 77 milljónir. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði voru því 56 milljónir, nettó fjármagns- gjöld voru 15 milljónir og hagnað- ur af reglulegri starfsemi því 40 milljónir. Samkvæmt frétt Skagstrend- ings hafa áætlanir frá því í vor gengið eftir í meginatriðum, en helstu frávik eru vegna verkfalls í vor og gengis- og söluhagnaðar af sölu skipa félagsins. Er gert ráð fyrir að afkoman á árinu í heild verði ekki lakari en á fyrstu tíu mánuðunum. Áætlanir fyrir næsta ár gera ráð fyrir að hagnað- ur verði um 90 miíljónir. Þá mun félagið gera út þrjá frystitogara. Félagið vinnur að því að eign- ast meirihluta í rækjuvinnslunni Hólanesi á Skagaströnd með sam- einingu félaganna í huga og er vonast eftir því að niðurstaða fá- ist í það mál í janúar. Gangi það eftir myndi hið sameinaða fyrir- tæki skila mun betri afkomu en áðurnefnd áætlun gefur til kynna. Bókfært eigið fé í lok október var 348 milljónir en var 269 milljónir í lok júní. Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti var veltufé frá rekstri 124 milljónir á tímabil- inu og handbært fé frá rekstri 104,5 milljónir. ÓLI Hammer, forstjóri Smyril Line, fékk nýlega afhenta fálka- orðuna úr hendi frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Forstjóri Smyril Line fær fálkaorðuna ÓLI Hammer, forstjóri Smyril Line í Færeyjum, fékk nýlega fálkaorðuna fyrir störf í þágu á ferðaþjónustu á Islandi. Oli var skipstjóri Smyrils mf. sem sigldi milli meginlands Evrópu, Færeyja og íslands á árunum 1975-1982, segir í frétt. Árið 1982 hafði hann for- göngu um stofnun á pf. Smyril Line og hefur verið forstjóri f élagsins allar götur síðan. Smyril Line keypti bílferjuna mf. Norröria sama ár og hóf vikulegar siglingar yfir sumar- mánuðina milli Islands, Fa-r- eyja og meginlands Evrópu. Á þessu ári komu hingað til lands 7-8 þúsund erlendir ferðamenn með ferjunni, aðallega frá Mið- Evrópu Og Norðurlöndunum. Undanfarin 20 ár hefur félagið og fyrirrennari þess flutt yfir 100 þúsund erlenda ferðamenn hingað til lands. Þá stofnaði Pf. Smyril Line, Norrænu ferðaskrifstofuna hf. árið 1987, í samvinnu við Aust- far hf., en þar hefur verið unn- ið að því að efla samstarf land- anna í ferðamálum. Ferðaskrifstofan hefur aðal- umboð fyrir Norröna á íslandi, en býður auk þess alla almenna f erðaþjónustu, jaf nt innanlands sem utan. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar er Haukur Birgisson. Auk þess hefur Oli Hammer setið í nef ndum og ráðum sem unnið hafa hafa að sameigin- legri uppbyggingu f erðamála og nánara samstarfi þjóðanna. Utboð Lánasýslu ríkisins á spariskírteinum ríkissjóðs í gær A vöxtunarkrafan hækkaði um 0,3% TÖLUVERÐ hækkun varð á ávöxtunarkröfu spariskírteina rík- issjóðs í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri Kaupþings, segist þó ekki telja að þessi hækk- un muni leiða til frekari vaxta- hækkana á næstunni heldur sé hér aðeins um staðfestingu á vaxta- þróun undangenginna vikna að ræða. í útboðinu I gær hækkaði ávöxt- unarkrafa verðtryggðra spariskír- teina til 20 ára úr 5,51% í 5,74%, eða um 23 punkta. Enn meiri hækkun varð á ávöxtunarkröfu verðtryggðra spariskírteina til 10 ára, en hún fór úr 5,55% í 5,87%. Viðskipti voru þó í minna lagi. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð 116 milljónir króna í 20 ára spari- skírteini. Hins vegar barst aðeins eitt tilboð í 10 ára spariskírteini að fjárhæð 9 milljónir króna og var því tekið. Ekki vísbending um frekari vaxtahækkanir Guðmundur segir þessa hækkun þó ekki gefa vísbendingu til frek- ari vaxtahækkana á næstunni. Verðmyndun í þessum útboðum sé nokkuð hægari en á verðbréfa- markaði þar sem nokkur tími líði á milli útboða. Þessi niðurstaða sé því einungis staðfesting á þeirri vaxtaþróun sem verið hafi á mark- aðnum að undanförnu. „Ég held að sá þrýstingur til vaxtahækkunar, sem við höfum fundið að undanförnu, sé að dvína og við teljum ekki að þessi hækk- un nú eigi að leiða til frekari hækkana í bili." Guðmundur segir að meiri hreyfing sé nú komin á markaðinn heldur en verið hafi að undanförnu. Því ættu vextir ekki að hækka frekar og hugsanlega gætu þeir lækkað eitthvað aðeins að nýju. FÍS ósátt við afnám skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði í þrepum FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur mótmælt því formlega við félagsmálaráðherra með hvaða hætti breyting á sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði sé fyrirhuguð. Bendir félagið á að umræddur skattur hafi á sínum tíma verið lagður á verslunina án nokkurs aðlögunar- tíma, og nú þegar á að breyta honum telji félagið engar forsend- ur mæla með því að hann verði þrepaður niður á næstu fjórum árum. „Með þeim hætti er enn verið að viðhalda mismunun og mis- rétti milli atvinnugreina," segir í erindi FÍS. „Félagið krefst þess, að skatturinn verði nú þegar af- lagður, með þeim breytingum sem VillskaU- innaf- numinn án tafar lagðar eru til í frumvarpi ráðu- neytisins. Miðað við fasteignaskatt að upphæð 1,12% og sérstakan skatt að upphæð 1,25% eða samtals skatt að upphæð 2,37% skiptir það verulegu máli fyrir fyrirtæki í verslun, að skattheimtan verði nú þegar lækkuð í 1,32%. Hér er um verulegt hagsmunamál fyrir verslunina í landinu að ræða, sem allt of Iengi hefur verið beðið með að lagfæra. Það er því löngu tíma- bært að til þessara breytinga verði gengið í eitt skipti fyrir öll." Félagið fagnar því hins vegar í erindi sínu að menn skuli loks hafa áttað sig á þeirri knýjandi nauðsyn sem orðin er á því að fella niður þennan skatt og lag- færa þar með það gífurlega órétt- læti og mismunun sem viðgengist hafi í skattheimtu hinna ýmsu atvinnugreina i landinu, verslun- inni í óhag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.