Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Dreifingarkerfi Olíufélagsins og Olís undir einn hatt um áramótin þegar Olíudreifing tekur til starfa ema markmiðið Nokkur styr hefur staðið um Olíudreifíngu hf., dreifingarfyrirtæki Olíufélagsins hf. og Olís hf., en fyrirtækið hefur starfsemi sína 1. janúar næstkomandi. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvernig starfsemi fyrírtækisins verður háttað og hvernig _____markmiðum um hagræðingu í______ dreifíngarkerfinu verður náð fram. ÞAÐ RÍKTI svo sannarlega engin lognmolla í kring- um stofnun hins nýja dótturfyrirtækis Olíufé- lagsins og Olís, Olíudreifingar hf., síðastliðið vor. Meðal annars tók Samkeppnisráð stofnun fyrir- tækisins til sérstakrar umfjöllunar til þess að kanna hvort þar væri brotið í bága við samkeppnislög. Nú hafa hins vegar flest ágrein- ingsatriði verið til lykta leidd og þann 1. janúar næstkomandi hefst starfsemi fyrirtækisins. Það mun framvegis sjá um alla dreifingu á olíu fyrir móðurfélögin og í þeim tilgangur tekur það yfir rekstur á dreifingarkerfi þeirra. Sú hagræð- ing sem gert er ráð fyrir að því fylgi kann að hafa mikil áhrif á olíumarkaðinn hér á landi á næstu árum. Knútur G. Hauksson, nýráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að tilgangur fyrirtækisins sé aðeins einn, þ.e. að ná fram auk- inni hagræðingu í rekstri dreifi- kerfisins. „í raun má segja að til- gangur þess sé nokkuð sérstakur því hér er ekki um gróðafyrirtæki að ræða og við höfum grínast með það okkar á milli að þetta sé lík- lega eitt af fáum fyrirtækjum sem hafi það að markmiði að lækka tekjur sínar eins mikið og unnt er," segir Knútur. Strax hafist handa við hagræðingu Olíufélagið hf. og Olís hf. eiga nú til samans um 150 tankbfla og 74 birgðastöðvar. Auk þess á Olíu- félagið eitt strandflutningaskip, Stapafellið, og Olís á Kyndil að hálfu á móti Skeljungi. Knútur segir ekki liggja fyrir hversu mik- il eignasala muni eiga sér stað í byrjun, en engu að síður verði hafíst handa við hagræðingu strax. „Samvinnan er einkum tví- þætt," segir Knútur. „Annars veg- ar erum við að taka yfir alla dreif- ingu og það er auðvitað það sem mestu máli skiptir. Þar erum við að taka við rekstri strandferða- skipa, birgðastöðva og tankbíla. Við munum síðan sjá alfarið um olíudreifingu til birgðastöðvanna víðs vegar um landið og þaðan til einstakra bensínstöðva og við- skiptavina olíufélaganna. Hins vegar eru við einnig að taka yfir verkstæði félaganna. Félögin reka bæði bifreiðaverk- stæði, rafmagnsverkstæði, dælu- verkstæði og trésmíðaverkstæði svo dæmi séu nefnd. Ætlunin er að þetta verði allt sameinað þann- ig að við munum framvegis sjá um allt viðhald á eignum Olíudreif- ingar og einnig á öllum tæknibún- aði bensínstöðvanna." Knútur segir ekki liggja endan- lega fyrir hvar aðalstöðvar 01íu; dreifingar muni verða til húsa. í dag eigi bæði félögin talsverðar eignir undir starfsemi af þessu tagi. Olíufélagið sé staðsett á Gelgjutanga og Örfirisey en Olís í Laugarnesi. Til að byrja með verði starfseminni haldið úti á báðum stöðum og séð til hvar hagstæðast verði að vera með starfsemina. Bifreiðaverkstæði fé- laganna verði þó sameinuð strax í upphafi og staðsett á Gelgju- tanga. Að sögn Knúts er dreifingar- kostnaðurinn umtalsverður hluti af rekstrarkostnaði félaganna tveggja og því geri menn sér von- ir um að spara verulegar fjárhæð- ir með sameiginlegri dreifmgu. Hann segist þó ekki vilja gefa upp hversu háar fjárhæðir þar geti verið um að ræða. Hann segir að hafíst verði handa við hagræðingu strax á næsta ári, en fyrstu mánuðurnir muni þó fyrst og fremst fara í það að taka við rekstri á dreifingar- kerfi félaganna víðsvegar um landið. Sú yfirtaka muni eiga sér stað í nokkrum áföngum. „Við byrjum á því að taka yfír alla dreif- ingu hér á Reykjavíkursvæðinu og við munum einnig taka yfir skipu- lag allra strandferðaflutninga. Síðan munum við taka yfir dreif- inguna á einstökum landssvæðum og við gerum ráð fyrir því að þeirri yfirtöku verði lokið á u.þ.b. þrem- ur mánuðum. Það verða því engar stökkbreytingar strax," segir Knútur. Birgðastöðvum fækkað verulega Hvað birgðastöðvarnar varðar segir Knútur að hafist verði handa við fækkun þeirra strax á næsta ári. Olíufélagið og Olís reki nú 74 birgðastöðvar í það heila og í mörgum bæjarfélögum séu til staðar birgðastöðvar beggja aðila. „Við munum því sameina birgða- stöðvar í þessum bæjum en einnig munum við fækka birgðastövðum á landinu í heild og nota tankbíl- ana meira þess í stað. Vegirnir eru orðnir mun betri en áður fyrr auk þess sem færðin er allt önnur. Það er því hægt að treysta mun betur á vegasamgöngurnar en áður," segir Knútur. Hann segist reikna með því að í fyrstu atrennu verði 10-15 Birgðastöðvar Esso og Olís S-Bprgarfjörður . lyðisfjörður n Mjóifjörður nÍ3*Neskaupstaður . "SEskifjörður !S»FésknJðsfjörður .¦•Stöðvarfjörður Brciðdnlsvik ¦ ESSO 44 OLÍS 28 lESSO/OLÍS/ 1 SKEUUNGUR KNÚTUR G. Hauksson framkvæmdastjóri Olíudreifingar. birgðastöðvar lagðar niður, en auk þess verði nokkrar þeirra samein- aðar. Þær breytingar muni eflaust taka 1-2 ár. „Hins vegar er mark- aðurinn fyrir þessa tanka eðlilega frekar lítill og ef að það er alveg jafn gott að láta tank standa og geyma þá einhverja olíu í honum þá verður það gert. Hins vegar þurfum við að uppfylla ákvæði mengunarvarnarreglugerðarinnar á næstu tíu árum og þar inni eru ákveðin áfangaskipti. Það er því alveg ljóst að við þurfum að vera búin að endurbæta tiltekinn fjölda birgðastöðva innan þeirra tíma- marka." Þær ráðstafanir sem lögin og reglugerðin kveða á um snúa að því að auka öryggi birgðastöðva og einnig að treysta varnir sem, koma eiga í veg fyrir að _______ mengun geti dreifst út ef eitthvað óhapp verður. Knútur segir það liggja fyrir að kostnaðurinn við þessar breytingar muni nema nokkrum hundruðum millj- óna. Því muni félagið ná að draga verulega úr þeim kostnaði með því að sameina þær og fækka. Knútur segir einnig liggja fyrir að tankbílum verði fækkað nokk- uð. Sú fækkun muni að einhverju leiti haldast í hendur við fækkun birgðastöðva, enda fylgi hverri birgðastöð a.m.k. einn bfll og þar sé því í sumum tilfellum um mjög litla nýtingu að ræða. „Við teljum okkur geta náð fram mun betri nýtingu í tankbílunum en nú er og því er stefnt að því að fækka þeim eitthvað. í dag eru félögin að nota u.þ.b. 150 bíla og því ljóst að þar er nokkuð svigrúm til fækk- unar," segir Knútur. Viðhald á tæknibúnaði bensín- stöðva Olís og Olíufélagsins verður einnig á könnu Olíudreifingar. Knútur segir að þar verði unnt að ná fram nokkrum sparnaði. Hér sé um að ræða mjög sérhæfðan tæknibúnað og fram til þessa hafi félögin tvö sent hóp tæknimanna árlega á hverja einustu bensínstðð hringinn í kringum landið til þess að yfirfara þennan búnað. Það gefí því auga leið að því fylgi nokk- uð hagræði að láta Olíudreifmgu sjá um þetta viðhald. „Móðurfélög- in verða eftir sem áður í jafn harðri samkeppni því það skiptir ekki máli hver gerir við dæluna hjá þér heldur að það sé gert á sem hag- kvæmastan hátt," segir Knútur. Bílaflotinn tölvuvæddur Þegar er hafin mikil vinna í tengslum við upplýsingakerfi Olíu- dreifingar og segir Knútur að það komi til með að verða hjartað í starfsemi fyrirtækisins. Nú sé unnið að því að tölvu- væða tankbflaflotann og sé stefnt að því að allir tankbílar fyrir- tækisins á höfuð- borgarsvæðinu verði beintengdir við tölvukerfi þess strax í upphafi. „Þannig getum við séð hvar bílarnir eru staddir hverju sinni og að auki komið til þeirra boðum um afhendingar sem þeir staðfesta síðan í gegnum tölvukerfið. Þessar upplýsingar verða síðan sendar sjálfkrafa á tölvutæku "formi til viðkomandi móðurfélags, þannig að þar verði hægt að sjá hvaða afhendingar hafí átt sér stað og hvenær." Knútur segir að ætlunin sé að koma upp samskonar kerfi í tank- bílum Olíudreifíngar úti á lands- byggðinni. Þeir bflar verði þó ekki beintengdir, en þess í stað verði tölvan tekin úr þeim á hverju kvöldi og stungið í samband við tölvukerfíð þannig að móðurtölva fyrirtækisins geti sótt og sent allar upplýsingar í þessar vélar á nótt- unni. „Við stefnum að því að með þessum hætti geti hvort móðurfé- Enginn leki á milli fé- laganna lag fyrir sig fengið upplýsingar um það að morgni dags, hvaða afhendingar hafi átt sér stað dag- inn áður á öllu landinu. Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að fá upplýsingar um í dag því nú ber- ast þessar tölur í skýrsluformi um hver mánaðarmót." Knútur segir að upplýsingakerf- ið verði einnig notað til þess að brjóta kostnað við dreifíngu mun meira niður en gert hafi verið fram til þessa. Þannig muni koma fram mjög skýrt hver kostnaðurinn við siglingar, akstur og fleiri atriði sé og þannig megi sjá mjög glöggt hver munurinn sé á því að af- greiða olíu til bensínstöðvar sem er mjög nálægt löndunarhöfn, og síðan bensínstöðva sem fjær eru á landsbyggðinni. Fram til þessa hafi menn gert sér nokkra grein fyrir því hvernig þessi kostnaður skiptist en nú verði það alveg skýrt. Móðurfélögin verði síðan rukkuð um þann kostnað sem til fellur við dreifinguna. Skilyrði Samkeppnis- ráðs óþörf Nú í sumar fiallaði samkeppnis- ráð um það hvort samvinna Olís og Olíufélgsins á sviði olíudreifing- ar og kaup Olíufélagsins á hlut í Olís stangaðist á við samkeppnis- lög. Niðurstaða ráðsins var að setja félögunum nokkur skilyrði vegna þessara viðskipta. Hvað varðar stofnun olíudreif ingar setti ráðið fjögur skilyrði. í þeim var kveðið á um að stjórnar- mönnum í Olís og Olíufélaginu væri ekki heimilt að taka sæti í stjórn Olíudreifíngar. Orðalags- breyting var gerð á einum málslið í hluthafasamningi og að auki skyldu samningsaðilar tilkynna samkeppnisráði um allar breyting- ar sem gerðar yrðu á samningum milli þeirra. Síðasta skilyrðið var að starfsmenn Olíudreifingar og stjórnarmenn skyldu undirrita yfirlýsingu um trúnað og þagnar- skyldu er varðar upplýsingar um starfsemi eigenda félagsins, til að tryggja að ekki bærust upplýs- ingar á milli Olíufélagsins hf. og Olís hf. Knútur segir að í raun hafi síð- asta ákvæðið verið óþarfí. „Þetta eru skilyrði sem við hefðum sett hvort sem er, enda mjög mikil- vægt fyrir okkur að tryggja að það séu engar upplýsingar að leka á milli félaganna tveggja í gegnum Olíudreifingu. Það er okkar metn- aður að þetta gangi sem best og við stöndum auðvitað og föllum með því að móðurfélögin hafi fullt traust á þessu fyrirtæki. Það ger- ist ekki nema að fullur trúnaður ríki á milli Olíudreifingar og Olíu- félagsins annars vegar og Olíu- dreifingar og Olís hins vegar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.