Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BARNADAGSKRÁ STÖÐVAR 2 UM JÓLIN Talsettar teiknimyndir og nýtt leikrit Smáfólkinu verður gert hátt undir höfði í hátíðardagskrá Stöðvar 2 og mikill fjöldi talsettra teiknimynda verður sýndur um jól o g áramót. Afí gamli verður einnig áberandi og fær meðal annars Línu langsokk í heimsókn. Það sem vekur þó ef til vill mesta athygli er nýtt íslenskt sjónvarpsleikrit sem nefnist Nótt á Jólaheiði. AJÓLADAG sýnir Stöð 2 nýtt íslenskt sjón- varpsleikrit fyrir börn og unglinga sem nefnist Nótt á Jólaheiði. Handritið skrif- aði Friðrik Erlingsson, höf- undur verðlaunasögunnar um Benjamín dúfu, en leik- stjóri er Guðný Halldórs- dóttir. í leikritinu koma fram bæði börn og fullorðn- ir, og fjölmargir listamenn leggja hönd á plóginn. Söguþráðurinn er á þá leið að sex manna hljómsveit sem er á leiðinni heim af jólaskemmtun á Þorláks- messu lendir í vegvillu og finnur ekki leiðina heim. Eftir dágóða stund rambar þetta unga tónlistarfólk á lítinn skúr og lætur þar fyr- ir berast í von um að ein- hver komi því til bjargar. Til að stytta sér stundir fara krakkamir að segja hver öðmm sniðugar sögur sem öðlast samstundis líf á sjón- varpsskjánum. En ekki líður á löngu þar til nokkrar kunnuglegar furðuvemr reka nefíð inn um gættina á skúrnum. Þar kennir ýmissa grasa og meðal þeirra sem birtast era sjálf Grýla, jólakötturinn og draugarnir Móri og Skotta. Afi og Lína langsokkur Haft er fyrir satt að Afi sé fyrir löngu kominn í jóla- skap og hann vill auðvitað fá að vera með krökkunum um jólin. Strax á Þorláks- messu hitar hann upp fyrir það sem koma skal og heyrst hefur að ungur jóla- sveinn komi í'heimsóþn til hans. Að morgni aðfanga- dags kynnir Afi barnaefnið á Stöð 2 og segir krökkun- um sögur. Þá ætlar hann líka að gægjast ofan í nokkra jólapakka sem hon- um hafa verið sendir. Mummi og Vesalingarnir Um hátíðirnar geta krakkarnir fylgst með hug- ljúfum framhaldssögum í tveimur teiknimyndaflokk- um sem verða daglega á dagskrá frá 24. desember til 5. janúar. Þar er annars vegar um að ræða sögu í 13 hlutum sem nefnist Ævintýri Mumma og hins vegar Vesalingana, teikni- mynd sem gerð er eftir BARNAEFNf S Öskubuska, teiknimyndir og sagan af Jesú SENDING barnaefnis í Sjónvarpinu á aðfanga- dag hefst klukkan níu um morguninn og stendur til að verða fjögur síðdegis með smáhléi um hádegisbilið. Um morguninn verða gamlir og góðir kunningjar úr Morgun- sjónvarpi barnanna, Tuskudúkkurnar, draumálf- urinn Geisli, Tumi og Doddi dagbókarhöfundur auk Sunnudagaskólans þar sem sögð verður sagan af fæð- ingu Jesú. Um hálfellefuieytið verður sýnd teiknimynd um Ösku- busku og þegar klukkan er tólf á hádegi er komið að lokaþætti jóladagatalsins en hann verður endursýndur síðdegis. Eftir hádegið verða m.a. sýndar myndir um Pappírs-Pésa auk skemmti- legra erlendra teiknimynda sem stytta bömunum biðina eftir hátíðinni. Upplestur í jólastund Á jóladag verður Jóla- stundin okkar, klukkustund- arlöng og með sérstöku há- tíðarsniði þar sem forseti ís- lands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, verður meðal gesta og les nýja jólasögu eftir Guð- rúnu Heigadóttur. Einnig verður sýnt jólaævintýri í þættinum, Barnakór Bisk- upstungna syngur og tveir dvergar úr ævintýraskógin- um reyna að koma vitinu fyrir Skrögg fjármálastjóra sem hefur hræðileg áform á prjónunum. Á jóladag verður líka sýnd . leikin bandarísk mynd sem heitir Jólahreinninn og segir frá níu ára stúlku sem býr með föður sínum, ekkju- SKRAUTLEGiR kettir eru í aðalhlut- verkum í nýrri teiknimynd í fullri lengd sem gerð er eftir sögu Charles Dickens um David Copperfield og sýnd er að- fangadag. ÆVINTÝRI fílsins Mumma verða sýnd daglega yfir jólin. Á JÓLADAG sýnir Stöð 2 nýtt íslenskt sjón- varpsleikrit fyrir börn og unglinga sem nefnist lúótt á Jólaheiði. heimsfrægri sögu Victors Hugo. Báðar em þessar teiknimyndasyrpur að sjálf- sögðu með íslensku tali. Doddi og Bangsarnir sem björguðu jólunum Allir krakkar þekkja brúðumyndirnar um Dodda sem hafa verið sýndar á Stöð 2. Nú eru jólin fram- undan í Leikfangalandi og auðvitað fara spýtukarlar í jólaskap eins og annað fólk. í sérstökum þætti um Dodda sem sýndur verður á að- fangadag fáum við að sjá hvernig jólin koma í Leik- fangaland og hvað Doddi gerir þá til hátíðabrigða. Teiknimyndin Bangsarnir sém björguðu jólunum fjall- ar um ijölskyldu sem er á leiðinni í jólaboð til ömmu þegar bíllinn festist í snjó- skafli uppi á heiði. Bærinn sem jólasveinninn gleymdi Það getur verið vont ef maður er of gráðugur og heimtar allt sem hugurinn girnist. Þetta fær aðalper- sónan í teiknimyndinni Bær- inn sem jólasveinninn gleymdi að reyna. Snáðinn er svo heimtufrekur að þeg- ar hann skrifar upp óskalist- ann sinn og sendir jólasvein- inum, getur hann ekki ham- ið sig og listinn verður allt of langur. Jólasveinninn botnar hvorki upp né niður í þessari langloku og ruglast því alvarlega í kollinum. Kötturinn David Copperfield Á aðfangadag verður sömuleiðis sýnd teiknimynd í fullri lengd sem gerð er eftir sögu Charles Dickens um David Copperfield. En nú bregður svo við að allar helstu persónur þessarar frægu sögu eru annaðhvort kettir eða grimmar rottur. Aðalsögupersónan, David, var kátur lítill kettlingur þegar mamma hans giftist fégráðugum og illgjörnum kaupsýsluketti. Eftir það á David ekki sjö dagana sæla og er sendur til Lundúna þar sem hann er látinn þræla í ostaverksmiðju stjúpföðurins. manm og bonda, vic mikla fátækt. Á am an í jólum verður sýnd ný stutt barnamynd sen , nefnist Litlu þorpararnir Bk og Sigur- Hlb-, björn Aðal l • steinsson gerði efti Hfcéw sögu Berg ljótar Arnalds. Þar segir fr; þeim Úlfi og Ylfu tveimur prökkurum Suðurlandi, sem reyn að bjarga ferðamanni úr klípu. Þar á eftir verður endursýnd verí launamyndin Ási sem Sigurbjöm gerði eftir handriti Dísu Anderi- man. Morgunsjónvarp barnanna verður á sín- um stað jóladag og am an í jólum. fs&sösíte FORSETI Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, les nýja jóla- sögu eftir Guðrúnu Helgadótt-k ur í Stundinni okkar á jóladag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.