Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JKttgmiIiIaMfe 1995 LAUGARDAGUR23. DESEMBER BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR Gleði- leg jól! GOTT gengi danska kvennalands- liðsins í handbolta, „stálstúlkn- anna", í nýafstaðinni heimsmeist- arakeppni gladdi dönsku þjóðar- sálina á aðventunni. Danska liðið er meðal þeirra allra bestu í heim- inum og keppninni þvi gerð góð skil í dðnskum fjölmiðlum. Danir í útlöndum gátu fylgst með í gegn- um Alnetið, en sérstakur starfs- maður var á keppninni til að koma fréttum og annarri umfjöllun um liðið inn á netið. Þá fylgdi stór stuðningsmannahópur liðinu. Almennt vorkenndu Danir stúlkunum sínum að þurfa að hír- ast fjarrí heimahögum svo skömmu fyrír jól, enda fáir sem leggja jafn mikið upp úr því að hafa það huggulegt á aðventunni. Leikmönnum barstþví jólaskraut af ýmsu tagi ti) Austurrikis þar sem keppnin yar haldin, og Rikke Solberg og Conny Hamann fengu jólapakkadagatai frá vinum að heiman. ¦ Dönsku/C3 KNATTSPYRNA Overmars frá í langan tíma MARC Overmars, hollenski knattspyrnumaður- inn frábæri hjá Evrópumeisturum Ajax, er meiddur og leikur ekki meira með félagi sínu í vetur og missir jafnframt af úrslitakeppni Evr ópumóts landsliða með HoUendingum í Eng- landi næsta sumar. Overmars, sem er 22 ára og einn besti leik- maður álfunnar, meiddist í vinstra hné í leik gegn De Graafschap Doetinchem á mið vikudag- inn og þegar hnéð var skoðað reyndust meiðsl- in mun verra en talið var í fyrstu — liðband hafði rifnað. Tomba og Wiberg sigruðu ÍTALSKI „kóngur inn" Alberto Tomba sigraði á heimsbikarmóti í svigi í Kranjska Gora í Slóv- eniu í gær og í Vey sonnas i Sviss fagnaði sænska s( úlkan PernUia Wiberg sigri, einnig í svigi. Þetta voru síðustu heimsbikarmótín á þessu ári. Tomba hefur nú sigrað á 46 heimsbikarmót- " um á ferUnum. í fyrradag hætti hann keppni í stórsvigi eftir að fresta þurfti keppni vegna þoku; 12 hðfðu þegar rennt sér þegar gera varð hlé og mótshaldarar ákváðu að byrja upp á nýtt. Það vildi ítalinn ekki og hvarf á braut. Hann hótaði að mæta ekki í svigið í gær en lét sig hafa það og sigraði með glæsibrag. Skiðaði glæsilega í fyrri ferð og hafði gðða forysta eftir hana. Hann var ekkert að fara varlega i seinni ferðinni frekar en fyrrí dagiiin, renndi sér frábærlega sem fyrr og af miklum kraf ti, og jók forskotíð tíl muna. Tomba er nð kontinn í annað sæti yfir sigursælustu keppendur i heimsbika rkeppninni — fór upp fyrir Marc Gir- ardeUi frá Luxembourg með sigrinum í gær, en S víinn Ingemar Stcnmar k trónir á toppnum sem fyrr, sigraði í aUs 86 mótum á sinum tíma. Heimamaður iun Jure Kosir, sem býr aðeins 10 km frá Kranjska Gora, varð í ör ðu sæti, 1,21 sek. á eftír Tomba. ítaUnn fékk samanlagð- an tíma 1.36,84 og þríðji varð Frakkinn Sebast- ien Amiez á 1.38,43. Hin sænska PerniUa Wiberg var í þrettánda sætí eftir fyrr ferð kvenfólksins í Sviss en geysi- góð frammistaða i seinni ferðinni gerði það að verkum að hún sigraði. Þetta var áttundi sigur Wibergs á heimsbikarmóti í svigi á ferlinum. Hún fðr samtals á 1.14,42 mín., Urska Hrovat frá Slðveníu varð ðnnur á 1.14,72 og þriðja önnur sænsk stúlka, Kristina Andersson, aðeins 0,01 sek. á eftir Hrovat. Andersson var fyrst eftir fyrri ferðina. Úrskurður Evrópudómstólsins í Bosman-málinu farinn að hafa áhrif Beðið með félagaskipti þar til samningur er úti ¦rskurður Evrópudómstólsins í U máli belgíska knattspyrnu- mannsins Jean-Marc Bosmans, sem kveðinn var upp í liðinni viku, er þegar farinn að hafa áhrif { Þýska- landi. Dómstóllinn úrskurðaði að ekki sé hægt að krefjast félagaskipta- gjalds fyrir ósamningsbundinn leik- mann innan aðildarlanda Evrópu- sambandsins. Þjóðverjinn Harald Cerny, fyrrum leikmaður Bayern Munchen, sem leikur með Tirol í Austurríki, ætlaði að fara sem láns- maður til 1860 Miinchen eftir ára- mót en þýska félagið hafði síðan í hyggju að kaupa hann þegar samn- ingur hans við austurríska félagið rennur út í vor. Til stóð að undir- rita samninga þess efnis um helgina en hætt var við það vegna fyrr- nefnds úrskurðar. Þýska félagið hafði samþykkt að greiða 250.000 mörk (um 11,3 millj. kr.) í leigu fyrir Cerny og kaupa hann síðan fyrir 1,4 millj. mörk (um 63,7 millj. kr.) í júlí á næsta ári en úrskurðurinn þýðir að 1860 Munchen þarf ekki að greiða krónu fyrir kappann eftir að samningur hans í Austurríki er úti og er félag- ið að hugsa um að bíða þangað til. Forsvarsmenn Tirol gera sér grein fyrir stöðunni og vilja því fá greidda hærri leigu fyrir leikmann- inn meðan hann er samningsbund- inn en talsmenn þýska félagsins velta því nú fyrir sér hvort það sé þess virði að borga leigu fyrir mann í nokkra mánuði þegar þeir vita að . þeir fá hann fyrir ekki neitt næsta sumar. Cerny hefur þegar sagt húsnæði sínu í Innsbruck lausu en eins og staðan er liggur honum ekki á að finna húsnæði í Þýskalandi. „Ég geri ráð fyrir að ég verði að vera í Tirol til loka tímabilsins," sagði Cerny sem er 23 ára. Enn sem komið er hefur úrskurð- urinn aðeins áhrif á félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna inn- an landa Evrópusambandsins en þýskir lögfræðingar halda að innan skamms verði ekki um neitt félaga- skiptagjald að ræða skipti leikmaður úr einu þýsku félagi í annað. Þeir gera ráð fyrir að fljótlega fari ein- hver þýskur leikmaður með mál sitt fyrir dómstóla og vinni eins og Bos- man, sem geri það að verkum að félög sem hafa þrifist fyrst og fremst vegna sölu á leikmönnum komi til með að eiga erfitt uppdráttar. KN ATTSPYRIM A: GEORGE WEAH ÆTLAR AÐ HÆTTA A TOPPNUM / C4 P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.