Alþýðublaðið - 04.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.12.1920, Blaðsíða 1
aðið Laugardagina 4 desember. 280 tölubl. Lífsábyrgðarfélagið „Danmark” Þorvaldur Pál^son lækuir, Volíiisumli 1. Sími 334. Jafnaðarstefnan Hver framleiðir auðinn. Hver framieiðir auðinn? Blöð auðvaldsins segja að það 3éu atvinnurekendurnir, sem Iram ieiði hann, af því þeir eigi fram leiðslutækin. Án þeirra sé ekkert 'tiægt að framleiða. Með öðrum orðum, segja að auðurinn framleiði auðinn, eins og haldið var í gamia daga að gull gæti af sér gu!l, ef dreki eða stnnað skrímsli lægi á því. Jafnaðarmenn segja að það sé íjarstæða, að auðurinn framleiði auðinn. Það sem framleiði hann sé: þekking og vinna. En þar sem nú þeklcing er að- «ins fengin fyrir erfiði, þá megi segja, að það sé eingöngu vinna, sem framleiðir auðinn. Gulhð er ckki orðið að auð fyr en búið er að vinna það úr sandinum, sem það finst í, og þoskurinn er ekki auður, fyr en búið er með mikilli fyrirhöfn (sem kostar marga íslend- inga iífið á hverju ári) að ná hon- una upp úr [grængolandi sjónum. Enginn vii! gefa eyrisvirði fyrir þorsk, sem syndir laus og liðugur. úíi á Sviði, og mundi sagt um þann mann, er það gerði, að hann heypti nafnaa sinn. Meðan mennirnir voru á lágu Kienningarstigi, var sama sem eng inn auður tii. Vinnan (sem þá var að veiða og tfna upp alt það ætt, sem varð á vegi manns, rætur, skordýr, óvexti 0. s. frv.) gat ekki framldtt neitt fram yfir það, að ^alda hverjum einum frá hugrinu. Þegar menningin óx og menn komust upp á að gera sér betri vopn (áhöld þeirra tíma), veiddist svo mikið, að hægt var að herða eða reykja kjöt og geyma til lak- ari tíma. Sömuleiðis að geyma skinn til þess að sveipa um sig til lakari tíma og til kaída árs- tfmans. En Iítill auður safnaðist fyrir. Auður getur ekki safnast nema framleiðslutækin séu svo fuilkomin, að hver maður geti framleitt tölu- vert meira en hann notar sér og sínum til lffsviðurværis. Hjá menningarþjóðunum eru framleiðslutækin orðin svo full- komin, að hver verkamaður (þar með taldir sjómenn, iðnaðarmenn o. s. frv.) framleiðir mikið meira heldur en hann notar, sér og sín- um til lífsvtðurværis, Með öðrum orðum: kaupið, sem þeir fá, er ekki nema nokkur hluti af því verðmæti (eða þeim auð), sem þeir framleiða. Hitt tekur atvinnurek- andinn í sinn part. Þessi partur atvinnurekandans er, samkvæmt opinberum skýizlum bæði hér í Evrópu og Amerfku, að meðaltali nokkuð meira en helm. af því sem hver verkam. framleiðir. Til þess að hægt sé að nota fullkomin framleiðslutæki og fram- ieiða mikið, þarf mikil og marg brotin samvinna áð eiga sér stað. Það þarf t, d. marga menn og með ýmsum hlutverkum á einn togara, og auk þess þarf menn í landi til upp- og útskipunar, til fiskverkunar, til þess að hafa reskningsfærslu og mann til þess að stjóma. Og það er nauðsynlegt að hver og einn sé trúr við sitt verk, til þess að alt gangi vel. En það verður ekki séð að það sé nauðsynlegt, að stjórnandinn sjálfur (ásamt nokkrum hluthöfum, sem hvergi koma nærri, og taka sinn hluta af ágóðanum, alveg fyrirhafnarlaust) taki meirihluta af þvi, sem allir þessir menn i sam- einingu framleiða. Blöð auðvaldsins segja að það sé nauðsynlegt, að þessir fán menn hafi ágóðann. Væru Þeir ekki til, til þess að fleyta rjóm- ann af striti verkalýðsins, mundl verkalýðurinn ekkert fá, ekki éinu sinni undanrenninguna, sem ná verður eftir þegar atvinnurekend- ur hafa veitt ofan af. En jafnaðarmenn segja: þaS þarf enga atvinnurekendur til þess að fleyta rjómann ofan af. At- vinnurekendur þurfa engir að vera til. Það er nóg að það séu til stjórn- endur fyrirtækja, til þess að stjórna fyrirtækjunum, ekki fyrir sig, held- ur fyrir almenning. Og þá stjórn- endur er hægt að fá eins góða, eða betri (sbr. Alþýðubrauðgerð- in) fyrir hæfilegt kaup. Þjóðin á sjálf að eiga framleiðslutækin (eðs meirihluta þeirra) svo hún getl sjálf haft af því gróðann, og láti hann ekki, eins og nú, renna í vasa fárra auðmanna. Það éru til svöng börn á Is- landi; börn sem eru svöng a£ því að það er ekki nóg til handa þeitn heinrta hjá þeim. Það era hér í Reykjavík einni, mörg hundr- uð, og kannske þúsund börn, sem eru ilia klædd, af því foreldrar þeirra hafa ekki betri efni. Og það eru þúsundir manrta sem búa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.