Alþýðublaðið - 04.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1920, Blaðsíða 2
2 ÁLÞYÐDBLAÐIÐ Sjómannaféh Rvíkur heldur fund sunnudaginn 5. desember klukkan 2 e. h. í Bárunni. — Mörg mál á dagskrá. — Ingimar Jónsson cand. theol talar á fund- inum. — Fjölmennið félagar. — Stjórnin^ I íbúðum, sem hver einasti lækn- ir segir, að séu heilsuspillandi. Unga íslands þjóðí Er landið ekki nógu ríkt til þess að fæða okkur öll? Eru auðæfin sem þjóð in framleiðir ekki nóg til þess að hér þurfi ekkert barn, engan tíma ársins að vera hungrað, nóg til þess að hver einasta fjölskylda geti búið í ibúð sem þó að minsta kosti er ekki heilsuspillandi ? Enginn segir það að þjóðin framleiði ekki nóg. Engum lætur sér detta í hug að segja það, ekki einu sinni auðvaldsblöðunum, sem kostuð eru dýrum dómum til þess að verja hið ómögulega fyrirkomulag, sem nú er, láta str detta í hug að segja það. En hvers vegna eigum við að halda við gömlu úreltu fyrirkomu- lagi, sem miðar niður á við fyrir þjóðina þegar við eigum kost á öðru. A svokallaður „réttur“ fárra manna til þess að láta meiri hlut- ann af ársarði þjóðarinnar renna i sinn vasa, að metast meira en réttur sjálfrar þjóðarinnar (almenn- ings)? Nei, vissulega neil Þessvegna: Burt úr öllura opin- berum, og öllum öðrum áhrifa- miklum stöðum, með alla þá sem berjast á móti því að jafnaðar- stefnan sigri! Niður með þá, sem vilja á þing til þess að mæla bót auðvaldinu, sem lætur börnin hungra. Burt með þá sem á alþingi eru tals- menn auðvaldsins sem lætur börn- in ganga klæðlítil. Út með þá úr bæjarstjórnum, út með þá úr öllum opinberura stöðum, sem berjast fyrir að halda uppi auðvaldsfyrirkomulaginu, sem lætur þúsundir Islendinga búa í hættulegum íbúðum. Niður með þá! Burt með þál Út með þá! Pað er fóltcið, sem stritar og starfar, sem framleiðir auðinn, og það er það sem á að njóta hans. D’Annunzio yaitur. Símað er frá Róm, að d'Annun- zio muni brátt neyðast til að yfir* gefa Fiume vegna þess, að and* stæðingar hans umkringi borgina. 1. deseÉer á Seyöisfirði. Seyðfirðingar efndu til hátíðar mikillar á „fullveldisdaginn" og stóð bæjarsrjórnin fyrir hátíðahöld- unum, er fóru fram í barnaskóla- húsinu. Mér var símað frá Seyðisfirði, að meðal annars hafi þar ræður verið haidnar: Eina hélt fyrverandi íslandsbankastjóri þar á staðnum, og snerist hún mestmegnis um það, að ef svo færi, að verkamenn fengju alment vinnu sína borgaða með kr 1,25 á tímann, þá væri úti um kaupmenn og landið þar með komið á höluðiðl Aðra ræðu hélt núverandi bankastjóri íslands- banka, og átti hún að vera fyrir minni íslands, en snerist aðallega um íslandsbanka. Nokkurskonar minni hans! Þriðju ræðuna hélt ritstjóri Austurlands, og átti hún að fjalla um heilbrigði stjórnmála, en varð nokkurskonar eftirmæli Jóns frá Hvanná, sem þingmanns. Á eftir þessum mönnum tók Karl Finnbogason til máls og benti fyrirrennurum sfnum á ýmislegt, er þeir hefðu betur mátt láta ósagt. Að ræðuhöldunum Ioknum var dands stiginn og annar gleðskapur um hönd hafður, til kl. 5 að morgni, og þótti ekki af veita eftir glamrið í skósveinum íslands- banka. Svipull. Di dðpn 09 veginD. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerura eigi siðar en kl. 3z/4 í kvöld. Prentvilla var í blaðinu ígær, 1. sfðu 2. dálki 10. línu stendur „ófyrirleitnir bannmenn< en á að vera „ófyrirleitnir andbanningar*. blaðsias er í Alþýðuhúsinu við íngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Anglýsingum sé skilað þangað' eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. Áskriftargjald ein lir-. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm.. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skiL til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsiega. Sjómannafélagsfundnr er á> morgun kl. 2 e. h. í Bárunni. Formaður fulltrúaráðs verklýðs- félaganna í Reykjavík, cand. theoL Ingimar Jónsson talar á fundinum.. Náttúrugripasafnið er opið á. morgun frá i1/* til 2V2 e. h. Breytimiðskenningin. í gær er ritdómur í Mgbl. um „Jóla- gjöfina" og síendur þar þettat »Þá er næst kvæði eftir einhvern Svein Gunnlaugsson; ekki ólög- iegt en heldur sviplítið". Sagt er áð ritdómaranum (Jóni Björnssyni) hafi þótt kvæðið svona sviplítið af því að hann hafi ver- ið nýbúinn að lesa kvæði eftirt Jón Björnsson. I’róttur er nýútkominn, með mynd af leikvellinum í Antwerpen, „Ólympíuleikar nútímansc. Undra- barnið Rzechewski með mynd, Vetrarlíf knattspyrnuraanna. Um tennurnar, víðavangshlaup í sveit og fleiri fróðleik. Aðvörun. Samkvæmt beiðni Stjórnarráðsias flytur blaðið þessa aðvörun: Samkvæmt upplýsingum, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.