Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1996næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 B 3 FRÉTTIR Afkoman best í loðnu og rækju • ÞAÐ eru veiðar og vinnsla rækju og loðnu sem borið hafa uppi afkomu sjávarútr- vegsins undanfarin misseri,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, i ára- mótagrein sinni í Morgun- blaðinu. Kristján vitnar í afkomu- spár Þjóðhagsstofnunar þar sem fram kemur að sjávarút- vegurinn í heild er nú talinn vera rekinn með 2% hagnaði. Veiðar og vinnsla botnfisks stefni í 3% tap, veiðarnar séu með 1% halla en afkoma botn- fískvinnslunnar sé sýnu verri. Afkoma báta hafí heldur batnað frá fyrra ári, tap af rekstri ísfisktogara sé áætlað svipað og í fyrra, en frysti- skipin séu rekin með 1% hagn- aði. Of dýrt hráefni • ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka físk- vinnslustöðva, gerir hráefnis- kostnað fiskvinnslunnar að umræðuefni i áramótagrein sinni. Hann segir hráefnis- verð á botnfísktegundum nú ráðast að töluverðu leyti á innlendum fískmörkuðum og hlutur þeirra sé kominn i 35-40% á móti rúmlega 60% í beinum viðskiptum og 200-250 fiskverkendur keppi um takmarkað magn á inn- iendum fiskmörkuðum. Hjá mörgum fyrirtækjum í frystingu og söltun sé hrá- efniskostnaðurinn orðinn of hár. Hann sé um 59% að með- altali í frystingunni, 72% í saltfíski og hráefni taki tU sin of stóran hiuta útflutnings- verðmætis afurðanna. „Hlut- ur hráefnis og þar með sjó- manna hefur verið að aukast í takt við hækkað hlutfail hráefnis, en eftir situr físk- vinnslan og getur ekki gert það sama til að bæta kjör fisk- vinnslufólks og annarra starfsmanna í landi," segir Arnar Sigurmundsson. Lítill karfa- afli áfail • KARFAVEDOAR eru meðal þess sem Bjarni Grímsson fiskimálastjóri fjallar um í grein sinni um áramótin. Hann segir að veiðar á hefð- bundinni karfaslóð við landið hafi gengið treglega og sé mikið rætt um að of nærri fiskstofnunum hafí verið gengið. Því hafi verið gerðar ráðstafanir tíl að loka stórum svæðum 1994 og aftur ú nýl- iðnu ári. Aflinn í fyrra hafi verið svipaður og á árunum 1986-87. Hann segir að úthafsveið- arnar hafi gengið mjög illa og veiðin verið rétt rúmlega helmingur þess scm veiddist 1994. Fiskifræðingar áætli að ástand stofnsins sé gott og þessi veiði sé því nokkurt áfall. Saman geti þó farið ákveðin náttúruskilyrði og stærð hafsvæðisins, þ.e. að fiskurinn hafi hreinlega ekki fundist. Auk þessa hafí erlend skip afíað vel á Reykjanes- hryggnum þann tíma sem verkfall sjómanna stóð síðast- liðið vor. Bjami segir að miklir möguleikar séu fyrir tsiend- inga þarna og ekki síst eftir að erlendar þjóðir hafi sýnt okkur að ekki sé um árstíða- bundnar veiðar að ræða. Vélstjóra og sveitarstjórnarmenn greinir á um búsetu sjómanna Heímamenn um borð! FRETTASKYRING Algengt er orðið að spurt sé um búsetu þegar ráðið er í tekjuhá störf úti á landi og eru dæmi um að búsetuflutningar séu skilyrði fyrir ráðningu aðkomumanna. Vélstjórar hafa mótmælt þessu, en eins og Jóhanna Ingvarsdóttir komst að, greinir menn nokkuð á um réttmæti slíkra krafna. BÚSETA er farin að skipta veru- legu máli þegar yfirmenn á fiski- skip eru ráðnir til vinnu og eru mörg dæmi um að útgerðarmenn fískiskipa hafi gert búsetuflutninga að skilyrði fyrir ráðningu aðkomu- manna ef heimamenn fást ekki í störfin eða eru ekki fyrir hendi. Vélstjórar á fískiskipum hafa ný- lega fjallað um þessa þróun og ályktuðu um það á almennum fé- lagsfundi á miðvikudag fyrir viku. Skorað er á þá útgerðarmenn fiski- skipa, sem hafa gert búsetu að skilyrði fyrir ráðningu vélstjóra, að falla frá því þegar í stað. . í greinargerð með ályktuninni segir: „Krafan um búsetu virðist í flestum tilfellum koma frá sveitar- stjórum viðkomandi sveitarfélaga sem vilja tryggja það að þeir, sem starfa innan sveitarfélagsins, greiði einnig skatta og skyldur þangað. Hér er um kröfu að ræða sem í fljótu bragði virðist eðlileg frá sjón- arhóli einstakra sveitarfélaga, en ef hún yrði almenn hjá sveitarfélög- unum yrði um ófyrirséðar afleiðing- ar að ræða. Því til staðfestingar bendir fund- urinn á að mikill hluti íbúa Garða- bæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness stundar vinnu í Reykjavík. Hvaða afleiðingar mundi það hafa í för með sér ef eigendur fyrirtækja í Reykjavík gerðu kröfu um búsetu að skilyrði fyrir ráðningu? Fljótt á litið yrðu afleiðingarnar fjölmargar t.d. þær að íbúðaverð á þessum svæðum myndi snarlækka í verði. Eftirspurn eftir lóðum innan borg- armarka Reykjavíkur myndi stór- aukast og sömuleiðis fólksflutning- ar þangað o.s.frv." Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, segir að þessi krafa hafi verið uppi víða, m.a. hjá ísfé- lagi Vestmannaeyja, Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki, Skag- strendingi á Skagaströnd, á Hólma- vík og víðar og víðar. Formlega væru það útgerðarmennirnir sjálfír sem settu kröfuna fram, en að und- irlagi sveitarstjóra, sem vilja ekki missa aurana út úr sveitarfélögun- um. „Þetta er víst löglegt, en algjör- lega siðlaust," segir Helgi. Ofur eðllleg krafa Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, er ósammála formanni Vél- stjórafélagsins og telur kröfuna um búsetuskipti ofur eðlilega fái menn atvinnu annars staðar. „Við.vitum að landsbyggðin á í vök að veijast gagnvart fólksflutn- ingum hingað á höfuðborgarsvæðið. Vélstjórastörf eru ein best launuðu störf, sem bjóðast í sveitarfélögum úti á landi og mér fínnst á engan hátt óeðlilegt að útgerðarfyrirtækin styðji við bakið á sínum sveitarfé- lögum með því að gera kröfu til þess að þessir hálaunamenn séu búsettir og borgi skatta og skyldur þar sem að atvinnureksturinn fer fram. Þetta á fyrst og fremst að vera í sjálfsvald sett þeim útgerðum, sem þetta vilja gera og í sumum tilfellum hafa gert til að styðja við bakið á sínum sveitarfélögum. Við því er ekkert að segja, en mönnum er auðvitað fijálst að hverfa úr slíku skipsrúmi. Það er sífellt verið að kvarta yfir fólksflutningum af landsbyggðinni og suður. Þetta eru best launuðu störfin og þá er eðli- legt að reyna að halda í þau heima fyrir,“ segir Kristján. Drjúgar skatttekjur Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að aldrei hafi verið fjall- að um mál af þessum toga á vett- vangi sambandsins. Og persónulega sagðist hann ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi, enda viðkvæmt. Þó sagðist hann kannast við nokkur dæmi þess að sveitarfélög krefðust búsetuflutninga. Sveitar- félögin vildu halda sem flestum inn á íbúaskrám vegna þeirra skatta, sem rynnu til þeirra. Eflaust væri einhver togstreita um íbúana út af þessu. Sigurður Einarsson, forstjóri ís- hússfélags Vestmannaeyja, segist lítinn áhuga hafa á því að ræða þetta mál. „Við reynum eftir megni að vera eingöngu með heimamenn á okkar skipum. Það er stefna þessa fyrir- tækis. Ef það tekst ekki, verðum við að leita einhverra annarra leiða og ef við ráðum aðkomumenn, ósk- um við eftir því við þá að þeir verði héma og flytji þess vegna fjölskyld- ur sínar hingað. Það er miklu þægi- legra og betra að öllu leyti að vera með menn, sem eru á staðnum. Auk þess skiptir það líka töluverðu máli gagnvart skatttekjum sveitarfé- lagsins.“ Samkomulag hreppsins og fyrlrtækisins á Skagaströnd Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, segir að yfirleitt sé reynt að ráða heimamenn á togara Skagstrendings, ellegar aðkomu- menn, sem flytja þá á staðinn. „Það er sú regla, sem menn hafa verið að reyna að vinna eftir hér þó mis- ] jafnlega hafi gengið að fylgja því eftir,“ segir Magnús og bætir við að þetta sé samkomulag fyrirtækis- ins og hreppsins. „Við erum ekki aðeins að horfa til skatttekna hreppsins, heldur líka hagsmuna fyrirtækisins. Það getur ýmislegt komið upp á og þá er eng- in spurning um að best er að hafa mennina á staðnum. Ekki síst er , þýðingarmikið að vélstjórar séu búsettir þar sem skipin eru gerð út. Það getur þurft að grípa til vélstjóra þótt skipin séu ekki á sjó og þá er það versta mál að þurfa að elta þá út um allt land.“ Huginn lengdur í Póllandi Vestmannaeyjum - Huginn VE 55 kom til hafnar í Eyjum skömmu fyrir jól eftir lengingu og breyting- ar sem fram fóru hjá Nauta-skipa- smíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Huginn hélt utan 12. október, fram- kvæmdir við verkið hófust 18. októ- ber og lauk þeim 16. desember, sem var tveimur dögum fyrr en upphaf- lega var ráðgert þegar skipið hélt út. Helstu breytingar á skipinu sem gerðar voru eru lenging um 8,25 metra, byggður var bakki á það, lunningar aftan við brú voru hækk-, aðar upp, botn settur í nótakassa, nýr krani settur á dekk og ný milli- blökk og nótarenna voru sett upp. Þá var kraftblökk og geilaspil fært fram og nýtt spil sett upp aftan við brú skipsins. Þá var skipt um allt rafkerfi á dekki og ný ljós sett upp auk ýmissa annarra minni breyt- inga, en einnig var sá hluti skipsins sem ósandblásinn var sandblásinn. u Verkið kostaði um 40 milljónir króna og stóðst öll tíma- og verð- áætlun vel. Burðargeta Hugins yfir 900 tonn Guðmundur Ingi Guðmundsson, útgerðarmaður Hugins, segist mjög ánægður með hverig til hefur tek- ist. Skipið hefði reynst vel á heim- siglingunni frá Póllandi og hann væri í alla staði ánægður með þær breytingar sem gerðar hefðu verið. Guðmundur Ingi sagði að reiknað væri með að skipið myndi bera 900 til 950 tonn eftir lenginguna, en áður var burðargeta skipsins innan við 600 tonn.

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið B - Úr verinu (03.01.1996)
https://timarit.is/issue/128070

Link til denne side: B 3
https://timarit.is/page/1845152

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið B - Úr verinu (03.01.1996)

Gongd: