Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 B 7
FRÉTTIR
Skipsbjalla af-
hent sjóminja-
safni Grimsby
B.JALLAN af breska skipinu Barry
Castle var afhent John Colebrook,
borgarstjóra Grimsby, af Jóni Páli
Halldórssyni, stjórnarformanni
IFPL, dótturfyrirtækis SH í
Grimsby, fyrir skömmu. Skipið fórst
út af ströndum íslands árið 1955
með þeim afleiðingum að fjórir lét-
ust en tólf var bjargað.
Um leið og bjöllunni var skilað
var þeirra minnst sem létust. Bresk-
ir fjölmiðlar sýndu málinu nokkurn
áhuga og auk frásagna í blöðum
voru birt viðtöl við forráðamenn
IFPL á sjónvarpsstöðvunum BBC
og ITV.
Sögu bjöllunnar má rekja allt
aftur til ársins 1955 þegar Barry
Castle lagði úr höfn frá Grimsby
og hélt til veiða við norðurströnd
íslands. Skipið lenti fljótlega í
slæmu veðri og í einni hryðjunni
gaf lestarlúga sig og búnaður tap-
aðist. Þá var tekin sú ákvörðun að
sigla til íslands til viðgerða.
Dráttarlínan slitnaði
Aðfaranótt 1. nóvember, tíu dög-
um eftir að skipið lagði af stað frá
Englandi, óskaði skipstjórinn, Walt-
er Oxer, eftir aðstoð nærliggjandi
skipa. Sjór hafði flætt inn og vélar-
rúmið var að fyllast. Breska herskip-
ið Princess Elizabeth var fyrst á
vettvang, dráttarlínu var komið um
borð í Barry Castle, en vegna af-
takaveðurs slitnaði hún.
Það tók þijá tíma að koma línu
um borð í Barry Castle á nýjan leik,
en að því búnu var stefnan tekin í
JÓN Olgeirsson, ræðismaður íslands, Agnar Friðriksson, forstjóri IFPL, Jón Ingvarsson, stjórnarfor-
maður SH og í stjórn IFPL, Richard Doughty, Russell Hollowood, Jón Páll Halldórsson, stiórnarfor-
maður IFPL og í stjórn SH
var á ísafirði. Vart höfðu skipin
hafið för sína er brotsjór reið yfir.
Skipveijar á Barry Castle hentu sér
í sjóinn í björgunarvestum en skipið
sökk á sjö mínútum. Tíu skipveijum
var bjargað um borð í fiskiskipið
' framkvæmdastjóri Norðurtanga hf.
eiginkona borgarsljórans í Grimsby.
Vivian og Stafnes bjargaði tveimur
mönnum. Fjórir skipveijar fundust
aldrei.
Árið 1991 var fískiskipið Páll
Helgi á veiðum út af ísafirði og
fékk skipsbjölluna af Barry Castle
Alec Bovil og frú Colebrook,
í netin. Skipsbjallan var gerð upp
og nýlega keypti stjóm IFPL í
Grimsby bjölluna og afhenti hana
sjóminjasafninu í Grimsby, en það
er eitt stærsta safn sinnar tegundar
í Bretlandi.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
VEISLUGESTIR fá sér af fiskréttahlaðborðinu í Kinn en að borð-
haldi loknu var lagið tekið við undirleik á harmoniku og gítar.
Fiskréttahlaðborð
í vinnslusalnum
^^■■■■■^^^^■■■■■■■^^* EIGENDUR fiskverkun-
Lf { arinnar Kinnar í Vest-
Kmn ni. 1 i^um mannaeyjum buðu starfs-
kvnnir framleiðsluna fólki °g viðskiptavinum tn
matarveislu í húsnæði fyr-
irtækisins milli jóla og nýárs. Tilefnið var að gera sér glaðan dag og
kynna um leið matseld úr því hráefni sem unnið er í fyrirtækinu.
Ástvaldur Valtýsson og fjölskylda
hans eiga og reka Kinn, en í fyrir-
tækinu fer fram ýmiskonar fiskverk-
un. Mest er unnið í saltfisk en einn-
ig vinna þeir hráefnið á ýmsan máta.
Grímur Gíslason matreiðslumaður
er einn af fjölskyldumeðlimunum
sem eiga Kinn og sá hann um mat-
reiðsluna í veislunni. Gestum var
boðið upp á hlaðborð með ýmsum
nýstárlegum fiskréttum.
Meðal þess sem boðið var upp á
var reyktur ufsi með piparrótar-
sósu, djúpsteiktar blálöngubollur
með beikoni og ostafyllingu, djúp-
steikt saltfiskroð, kryddleginn
smáufsi með rækjum, pönnusteikt-
ur kinnfiskur með ijómasósu, djúp-
steiktur saltfiskur með rifsbeija-
hlaupi, saltfiskpizza og beikonvafin
keila í tempúradeigi.
Veislan var haldin í vinnslusal
fyrirtækisins þar sem raðað hafði
verið upp borðum og stólum við
hlið fiskvinnsluvélanna og drykkjar-
föngin sem borin voru fram voru
kæld í ís í fiskikari. Matur var
snæddur við harmonikku- og gítar-
undirleik og að borðhaldi loknu var
lagið tekið svo undir tók í fisk-
vinnslusalnum.
Ótakmarkaðir möguleikar
Grímur Gíslason matreiðslu-
maður sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þeir hefðu með þessu
viljað sýna brot af því sem hægt
væri að vinna úr framleiðslu þeirra.
Hann sagði aðspurður að ekki
væri á döfinni hjá þeim að svo
stöddu að fara út í fullvinnslu og
framleiðslu fiskrétta í neytenda-
pakkningum en vonandi kæmi sá
tími að þeir gætu lagt út á þá
braut, því möguleikarnir væru
nánast ótakmarkaðir og hægt
væri að gera veislumat úr því hrá-
efni sem fram undir þetta hefði
vart verið talið ætt hérlendis.
Tæknival o g Nýja skoðun-
arstofan í samstarfi
SAMNINGI fagnað. Róbert Hlöðversson hjá Nýju skoðunarstofunni
og Rúnar Sigurðsson hjá Tæknivali standa hér fremst en á milli
þeirra eru nafnarnir Bjarni Hákonarson og Bjarni Þorvarðarson.
NÝJA skoðunarstofan hf. og
Tæknival hf. hafa tekið upp sam-
starf í þjónustu sinni við fram-
leiðslufyrirtæki í sjávarútvegi og
nær það til hugbúnaðarþjónustu,
ráðgjafar og námskeiðshalds. Sam-
starfið miðar að því að hvetja fram-
leiðendur sjávarafurða til að koma
upp fullkomnu innra eftirliti með
framleiðslunni, byggðu á HACCP
gæðakerfmu, að sögn Bjarna Þor-
varðarsonar deildarstjóra hugbún-
aðardeildar Tæknivals.
Við gildistöku EES-samningsins
skuldbundu íslendingar sig til að
tryggja að framleiðendur sjávaraf-
urða hérlendis fullnægðu kröfum
ESB um framleiðslu og meðferð
sjávarafurða. í tilskipun ESB um
þetta segir meðal annars að fram-
leiðendur séu ábyrgir fyrir því að
komaá innra eftirliti með framleiðsl-
unni, byggðu á HACCP-gæðaeftir-
litskerfinu, til að tryggja neytendum
öruggar og heilnæmar afurðir.
Skoðunarstofur, sem hafa starfs-
leyfi frá Fiskistofu annast reglu-
bundið eftirlit með því að vinnslu-
leyfishafi fullnægi kröfum ESB-
reglna. Komist eftirlitsaðili að því
að vinnsluleyfishafi fullnægi ekki
þessum kröfum getur hann átt það
á hættu að missa leyfið og þar með
réttindin til að flytja framleiðslu
sína á EES-markað.
Tæknival hf. hefur að undan-
förnu unnið að þróun hugbúnaðar
sem er ætlað að halda utan um
gæðahandbók og skráningar sam-
kvæmt ströngustu kröfum HACCP-
áhættugreiningar. Bjarni Þorvarð-
arson, hjá Tæknivali, segir að fram-
leiðendur sjávarafurða geti hvort
heldur sem er notað þetta kerfí sem
sjálfstæða einingu eða sem hluta
af sjávarútvegskerfinu Hafdísi II
frá Tæknivali.
Samkvæmt samstarfssamningn-
um mun Nýja skoðunarstofan veita
faglegar ráðleggingar við uppsetn-
ingu kerfisins, til dæmis við
áhættugreiningu, staðsetningu
mikilvægra eftirlitsstaða og gerð
gæðahandbókar. Á undanförnum
árum hefur Nýja skoðunarstofan
haldið námskeið um uppsetningu
HACCP-kerfa í fiskvinnslufyrir-
tækjum og að sögn Bjarna mun
Tæknival hér eftir taka þátt í nám-
skeiðshaldinu og kynna gæðaeftir-
litskerfi Hafdísar II.
Vélstjóri
á frystitogara
Vélstjóra vantar á frystitogarann Sindra
(aðalvél 2000 kW), sem gerður er út
frá Vestmannaeyjum.
Upplýsingar í síma 481 3400.
Melurhf.,
Hafnargötu 2,
900 Vestmannaeyjum.
KVtiftTABANKINN
Vantar þorsk til leigu og sölu
Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson.
Eigendur plastbáta
Viljum kaupa nokkra plast-fiskibáta án afla-
heimilda.
Upplýsingar á skrifstofu okkar í síma
551 4160 frá kl. 8-17 alla virka daga.
B.P. skip hf.,
Borgartúni 18, Reykjavík,
sfmi 551 4169, fax551 4180.