Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olís og Olíufélagið ná hagstæðari samn- ingum með sameiginlegum olíukaupum Leiða ekki til verðlækkana OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hf. hafa frá og með áramótum tekið upp sameiginleg innkaup á olíu og telur Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, að fyrirtækin hafí náð heldur betri samningum með þessum hætti. Hann segir þó engar verðlækkanir vera framundan. „Þetta er í raun vamarbarátta af okkar hálfu nú því að verð á frakt hefur hækkað að undanförnu og því koma þessir samningar til með að sporna við hækkunum sem ann- ars hefði hugsanlega orðið,“ segir Geir. Hann segir erfítt að meta hversu mikið betri þessir samningar séu en þeir samningar sem félögin hafí haft áður, en þar sé ýmislegt sem eigi eftir að skýrast betur á næstu mánuðum. Þessi kaup fara ekki fram í gegnum hið nýja dótturfýrirtæki félaganna tveggja, Olíudreifíngu ehf. Geir segir að upphaflega hafí sú verið ætlunin en þegar nánar hafí verið að gáð hafí það verið ljóst að móðurfélögin tvö myndu hvort sem væri þurfa að standa beint að þessum kaupum, þar sem að efnahagsreikningur Olíudreif- ingar hefði aldrei staðið undir þeim bankaábyrgðum sem þyrftu að liggja að baki. Því hafí þessi leið verið farin. Skeljungurjók hlutdeild sína HEILDARSALA Skeljungs hf. á eldsneyti var um 6-7% meiri á síð- asta ári en á árinu 1994. Elds- neytissalan í heild jókst um 3% milli ára þannig að félagið jók nokkuð hlutdeild sína. Sala jókst á flestum tegundum hjá Skeljungi en mest varð aukn- ingin þó í sölu á gasolíu og flug- steinolíu, segir í frétt frá félaginu. Fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs nam heildarsala á eldsneyti í land- inu um 631 þúsund tonnum en var liðlega 610 þúsund tonn á sama tíma árið 1994. Jókst hlutur Skelj- ungs í eldsneytissölunni úr röskum 159 þúsund tonnum fyrstu ellefu mánuðina árið 1994 í rösk 169 þúsund tonn á sama tíma á árinu 1995. Alls voru seld 314,5 þúsund tonn af gasolíu fyrstu ellefu mánuði árs- ins á móti tæplega 305 þúsund tonnum á sama tíma 1994. Hins vegar minnkaði bensínsala um ná- lægt eitt þúsund tonn og fór úr rúmum 125 þúsund tonnum í rösk- lega 124 þúsund tonn. Sala á svart- olíu jókst úr röskum 110 þúsund tonnum í rúm 114 þúsund tonn og sala á flugsteinolíu jókst jókst úr tæpum 70 þúsund tonnum í liðlega 77 þúsund tonn. Hlutabréfasjóðir " / Rekstraraðili: Vl'B Kaupþing Landsbréf Landsbréf Skandia Kaupþing Norðurl. Hlutabréfasj. hf. Auðiind íslenski hlutabréfasj. íslenski Almenni fjársjóðurinn hlutabréfasj. Hlutabr.sj. Norðurl. Eignir samtals (m.kr.) 1.850 900 902 107 210 260 Raunávöxtun s.l. 5 ár 5,3% 5,9% 4,9% -% 12,8% -% s.l. 4 ár 5,5% 7,0% 5,5% -% 8,5% 10,8% s.l. 3 ár 12,6% 10,0% 8,7% -% 27,1% 12,2% s.l. 2 ár 35,1% 15,6% 13,4% -% 40,9% 15,0% s.l. 1 ár 50,7% 26,2% 14,6% -% 36,7% 24,9% s.l. 6 mán. (m.v. ár) 38,0% 30,8% 30,6% -% 70,4% 29,0% s.l. 3 mán. (m.v. ár) 40,3% 32,3% 46,9% -% 92,5% 28,9% Fjöldi hluthafa 4.400 2.800 3.800 520 1.000 1.000 Umsjónarlaun * 0,5% 1,8% 1,8% -% 1,0% 1,4% Innra virði (Kaupgengi) 1,96 1,46 1,41 1,04 1,29 1,54 Sölugengi 2,01 1,49 1,46 1,09 1,32 1,57 * Hlutfall á ári af heildareignum p, Oo Oo co / . ./ ll§§ o Cb 5h§ Höfn-Þríhymingur í viðskipti við Baug VERSLANIR Hafnar-Þríhyrnings hf. á Selfossi og Hellu munu hefja viðskipti við Baug hf., innkaupafyr- irtæki Hagkaups og Bónus, á næstu vikum. Þetta er liður í viðamikilli endurskipulagningu á rekstri og efnahag Hafnar-Þríhyrnings sem hófst á sl. ári. Samningurinn við Baug mun hafa í för með sér töluverða Iækk- un á innkaupsverði hjá Höfn-Þrí- hyrningi því fyrirtækið mun nú njóta hagstæðra magninnkaupa Hagkaups og Bónus. Mun þar ekki veita af því fyrirtækið hefur átt við erfiðleika að etja undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu verslanirnar geta keypt um þriðjung af sínum vörum frá Baug, en velta þeirra á sl. ári nam um 400 milljónum. Innkaupin munu hins vegar vega sáralítið hjá Baug sem kaupir inn gríðarlegt magn af vörum fyrir Hagkaup og Bónus. Á síðasta ári var ráðist 'í að auka hlutafé Hafnar-Þríhyrnings um 50 milljónir króna undir forystu Hofs sf., móðurfyrirtækis Hagkaups, og nemur heildarhlutaféð nú alls 90 milljónum. Er sölu hlutabréfanna nær lokið, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins. Þá tók Gestur Hjaltason, sem verið hefur framkvæmdastjóri IKEA, við starfí framkvæmdastjóra félagsins frá og með áramótum. Undir hans forystu verður allur rekstur félagsins stokkaður upp, ekki síst í sláturhúsunum og kjöt- vinnslunni þar sem erfíðleikarnir hafa verið mestir. Auk verslananna rekur Höfn-Þrí- hyrningur þrjú sláturhús á Selfossi, Heliu og í Þykkvabæ ásamt kjöt- vinnslu á Selfossi. Flugleiðir hf. Aðskilnaði innan- landsflugs nær lokið FLUGLEIÐIR hf. hafa að mestu lokið vinnu við að skilja að rekstur innanlandsflugsins. og annarra eininga félagsins. Nú um áramótin tók gildi nýtt fyrirkomulag varðandi marga stóra rekstrarliði hjá þessari einingu og ýmsar deildir hafa gengið frá samningum við hana. Innanlandsflugið verður þó ekki rekið í sjálfstæðu dótturfé- lagi eins og fyrirhugað var um tíma heldur er áfram hluti af flugfélaginu. „Þær breytingar sem hefur verið unnið að frá því í haust miða að því að innanlandsflugið verði rekið sér og njóti þjónustu eininga Flugleiða," sagði Einar Sigurðsson, forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða. „Flestir stærstu samningamir eru frágengnir en ennþá á eftir að vinna að endanlegri útfærslu og ýmsum smærri liðum. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að bjóða út ákveðna verkþætti á Reykjvíkurfiugvelli. Þar er um að ræða hlaðdeildarstarfsemi, fermingu og affermingu, þrif á vélunum og ræstingar í flug- stöðinni. Þessir sömu þættir voru boðnir út á Keflavíkurflug- velli fyrir nokkrum árum með mjög góðum árangri.“ Erlendir ferðamenn virðast hafa haft lengri viðdvöl að jafnaði í fyrra en árið á undan Gistinóttum fjölgaði um 15% fyrstu átta mánuðina GISTINÆTUR er- lendra ferðamanna á hótelum og gistiheim- ilum urðu alls um 493 þúsund talsins fýrstu átta mánuði sl. árs sem er um 15% fjölgim frá sama tímabili á árinu 1994, sam- kvæmt gistináttataln- ingu Hagstofu ís- lands. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum einungis um 4% þann- ig að viðdvöl þeirra sem komu á tímabilinu virðist hafa verið lengri að jafnaði en á sama tíma í fyrra. Þá vekur sérstaka athygli að gistinóttum Bandaríkjamanna hér á landi fjölgaði um 23% og sömu- leiðis er um mikla aukningu að ræða þegar litið er til ferðamanna frá Mið-Evrópu. Þannig fjölgaði gistinóttum Frakka um 22% og Þjóðveija um 18%, svo dæmi sé tekið. Sömuleiðis fjölgaði gistinóttum Svisslendinga um 46% en það skýrist fyrst og fremst af stórum hópum sem komu hingað til lands í ágúst vegna landsleiks í knatt- spymu. „Það er athyglisvert að fyrstu fímm mánuði ársins 1995 varð 20% aukning í gistinóttum er- lendra gesta á hótelum og gisti- heimilum en fjöldi þeirra jókst ein- ungis um 7,5%. Þessi aukning í gistinóttum er sambærileg og varð í gjaldeyristekjum af ferðamönn- um á tímabilinu," sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Hann benti á að mikil Q'ölgun á gistinóttum Bandaríkjamanna umfram fjölgun ferðamanna gæfi vonir um að árangur væri að nást á Bandaríkjamarkaði. „Flugleiðir hafa sett sér mjög háleit markmið varðandi í aukningu bandarískra ferðamanna á næstu árum. Hlutfallslega erum við að ná meiri aukningu þar en á Norðurlöndunum al- mennt á árinu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að tölurnar yfír gistinætur eru nú mun fyrr á ferð- inni frá Hagstofunni en vanalega. Þetta bætta upplýsingastreymi ger- ir okkur miklu auðveld- ara fyrir að átta okkur á raunverulegu um- fangi atvinnugreinarinnar á hveij- um tíma. Ennþá vantar þó tölur yfír gistinætur á tjaldsvæðum og í bændagistingu. Því á eftir að koma í ljós hvort aukningin á hótel- um og gistiheimilum skýrist að ein- hveiju leyti af tilfærslu frá tjald- stæðum og bændagistingu.“ Tölur Hagstofunnar renna einn- ig stoðum undir upplýsingar sem liggja fyrir um aukningu á ferða- lögum Islendinga um eigið land. Þannig var fjöldi gistinátta íslend- inga alls um 183 þúsund fyrstu átta mánuðina í fyrra sem er um 8% fjölgun frá sama tíma árið 1994. Sameinaða líftrygg- ingafélagið Iðgjöld líf- trygginga lækkaum 20% SAMEINAÐA líftryggingarfé- lagið, líftryggingafélag Sjó- vár-Almennra og Trygginga- miðstöðvarinnar, hefur tekið upp nýja iðgjaldaskrá sem leið- ir til tæplega 20% meðaltals- lækkunar á iðgjaldagreiðslum viðskiptavina. Samkvæmt frétt frá félag- inu má rekja þessa lækkun til viðmiðunar við nýjustu út- reikninga á lífslíkum íslend- inga og lægri rekstrarkostnað- ar félagsins. Mesta lækkunin er um 23% og nær hún til ið- gjalda kvenna á aldrinum 33 til 40 ára og karla á aldrinum 36 til 42 ára. Til dæmis greiða nú þrítug hjón 9.075 krónur á ári ef þau eru bæði líftryggð fyrir 3 milljónir króna. Þetta samsvarar 756 krónum á mán- uði. Nýju iðgjöldin munu gilda fyrir alla tryggingartaka fé- lagsins, jafnt nýja tryggingar- taka sem núverandi viðskipta- vini. Þá segir að mikill vöxtur hafi verið í lítryggingum und- anfarin ár og virðist fjölskyldufólk í ríkara mæli farið að taka líftryggingu sem sjálfsagðan þátt í fjárhagslegu öryggi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.