Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Evrópsk hátækni- bréf lækka í verði Helsinki. Reuter. EVRÓPSK hátæknibréf lækk- uðu í verði á miðvikudag vegna neikvæðra frétta um afkomu helzta farsímaframleiðanda heims, Motorola, sem staðfestir það sem haft hefur verið á orði að undanförnu: „þegar farsíma- framleiðandi hnerrar fær öll greinin kvef." Að sögn Motorola verður hagnaður fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi minni en búizt hef- ur verið við og ástæðan er sögð veik staða á bandarískum far- símamarkaði. Hlutabréf í Moto- rola lækkuðu um 15% í verði eftir lokun á þriðjudag. Sérfræðingar í London töldu viðbrógðin við frétt Motorola bera vott um of mikla svartsýni og kváðust enn vongóðir um hag nokkurra hátæknifyrirtækja. Fjárfestar virðast hins vegar ekki mjög kunnugir „hátækni- geiranum", sem á sér ekki langa sögu, og hátæknibréf lækkuðu allnokkuð í verði allt frá London til Helsinki. Mest lækkun varð hjá aðal- keppinautum Motorola, Erics- son og Nokia, en lækkunin náði einnig til fyrirtækja, sem eru ekki eins nátengd þessum geira. Þau fyrirtæki sem harðast urðu úti vo'ru Vodafone í Bretlandi, Philips, Nokia, Austria Mikro Systeme International, ogþýzka hugbúnaðarfyrirtrækið SAP AG. Fyrri sprengja Fyrir örfáum vikum olli Nok- ia miklu uppnámi þegar frá því var skýrt að hagnaður á fjórða ársfjórðungi yrði minni en á sama tíma 1994. Sérfræðingur Lehman Brot- hers bendir á að umsvif Moto- rola nái til ljósleiðara, tölva og gervihnatta auk farsíma og að heildarafkoman sé ekki ennþá Ijós. Reyndar kvaðst hann mæla með kaupum á bréfum í Erics- son og Nokia og þaunáðu sér nokkuð á strik þegar á daginn leið eftir um 12% lækkun um morguninn. LM Ericsson AB minnti á að hagnaður þess fyrirtækis á fjórða ársfjórðungi yrði meiri en á sama tíma 1994. Þessi yfir- lýsing bætti nokkuð stöðu Erics- sons og styrkti einnig Nokia. Yfirlýsing Nokia um 34.5 millj- óna dollara pöntun frá Singa- pore hafði ekkert að segja. Sérfræðingar segjast' hafa leiðrétt fyrri spár um afkomu Nokia, en segja að jafnvel erfið- leikar Nokia á bandarískum far- símamarkaði virðist ekki rétt- læta lækkunina nú. IBM fær flest einkaleyfi vestra Armonk, New.York. Reuter. IBM kveðst hafa fengið 1383 bandarísk einkaleyfí 1995, fleiri en nokkurt annað fyrirtæki þriðja árið í röð. Einkaleyfin voru 27% fleiri en nokkurt annað fyrirtæki fékk á síðasta ári að sögn IBM, sem vitnar í rannsóknarfyrirtækið IFI/Plenum Data Corp. IBM fékk einnig flest leyfi 1994 (1298) og 1993 (1087). Þá hafði bandarískt fyrirtæki ekki fengið flest einkaleyfí síðan 1985. Þau 9 fyrirtæki sem komust næst IBM 1995 voru Canon KK, sem fékk 1088 einkaleyfi; Moto- rola, 1012; NEC, 1005; Mitsu- bishi Denki Ltd., 971; Toshiba, 970; Hitachi Ltd., 909; Matsus- hita, 852; Eastman Kodak, 772; og General Electric Co., 757. Skattrannsóknastjóri segir að virðisaukaskattssvikum hafi fjölgað Upplýstskattsvik 500-1.000 milljónir króna sl. ár Dæmi um keðju fyrirtækja sem stunda innskattssvik INNSKATTSSVIKUM fer fjölgandi og þar er um hærri upphæðir að ræða en áður. Nokkur nýleg dæmi eru um að tvö eða fleiri fyrirtæki skipuleggi slík svik í sameiningu. Þetta kom fram í máli Skúla Egg- erts Þórðarsonar, skattrannsókna- stjóra, á fundi Verslunarráðs ís- lands í gær um neðanjarðarhag- kerfið og viðbrögð við því. Skúli nefndi dæmi um keðju fyr- irtækja sem seldu sömu vörur margoft sín á milli. Vörurnar voru innskattaðar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig en útskatti ekki skilað. „Það er í hæsta máta alvarlegt þegar einstaklingar og fyrirtæki eru farin að nota tekjuöflunarkerfi rík- issjóðs sjálfum sér til tekjuöflunar. Svo virðist sem slík innskattssvik séu stað- bundin þar sem þeirra hefur enn ekki orðið vart utan suðvest- urhornsins," sagði Skúli. Á fundinum kom fram gagnrýni á vinnu- brögð skattyfirvalda og var m.a. sagt að þau fáist aðallega við minni háttar mál. Skúli vísaði þeirri gagnrýni á bug og nefndi að á síðustu árum hefði komið upp hvert stórmálið á fætur öðru þar sem úrskurð- aðar gjaldahækkanir væru tugir og í einstaka tilvikum hundruð milljóna. Hjá embætti skattrannsóknastjóra væru yfir 90% mála með meira en milljón í gjaldahækkun. í langflestum mál- um næmi hækkunin a.m.k. nokkr- um milljónum. Skúli segir að þyngsti dómur, sem hafi fallið í skattsvikamáli, hafi verið í svoköll- Skúli Eggert Þórðarson uðu Vatnsberamáli en þar námu skattsvikin 38 milljónum króna. Refsing hins ákærða- var tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi og nam sektin 20 milljónum. Skúli nefndi nokkur tilvik, sem hann sagði að væru dæmigerð fyr- ir þau mál sem emb- ætti hans /engi til umfjöllunar. í matsölu- stað einum var öll sala vantalin og tvöfalt sölureikningakerfi við lýði. Gjaldahækkun þar nam 25 milljónum. dæmi var af lausasölu í þar voru engar Annað heimahúsum en par voru tekjur taldar fram. í því tilviki var 13 milljóna gjaldahækkun úrskurð- uð. Þriðja dæmið var af iðnaðar- manni, sem stundaði nótulaus við- skipti og rak tvöfalt sölureikninga- kerfi. Þar nam gjaldahækkun 14 milljónum en auk þess var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til að greiða fjögurra milljóna króna sekt. Fjórða dæmið var um bókaútgáfu, þar sem ekkert bók- hald var fært. Þar var gjaldahækk- un rúmlega tuttugu milljónir. Fimmta dæmið var af bygginga- verktaka, sem færði ekki bókhald og skaut undan söluhagnaði. Þar nam gjaldahækkunin ellefu milljón- um króna. Einnig nefndi Skúli al- gengt dæmi um bílaviðgerðarmann í bílskúr, sem gaf ekki upp neinar tekjur. Þar nam gjaldahækkunin einni milljón króna. Skúli sagði að upplýst skattsvik hjá hans embætti hefðu á síðasta ári alls numið 500-1.000 milljónum króna. Aðspurður vildi hann þó ekki gefa upp nákvæmari tölu og nefndi hann þá skýringu að aðalat- riðið væri ekki að hámarka þá tölu heldur að stöðva sjálf skattsvikin og tryggja þeim, sem til rannsóknar eru hverju sinni, sanngjarna með- ferð. ¦ Sjá umfjölliih í Torgi/B8. Breytingar á siglingakerfi Eimskips Landsbyggðarhafnir með beinan aðgang að Evrópu EIMSKIP mun hefja beinar sigl- ingar frá ísafirði, Akureyri og Eskifirði til erlendra hafna síðar í þessum mánuði þegar fyrri hluti nýs siglingakerfis félagsins kemur til framkvæmda. Nýja kerfið miðar að því að auka þjónustu við við- skiptavini Eimskips og efla sam- keppnisstöðu félagsins með auk- inni flutningsgetu, meiri tíðni og styttri flutningstíma. í tengslum við þessar breytingar opnar Eim- skip þjónustumiðstöð á Austur- landi, segir í frétt frá Eimskip. Siglingar hefjast samkvæmt hinu nýja kerfi þriðjudaginn 23. janúar þegar Reykjafoss hefur við- komu á Isafirði. Skipið verður á Akureyri miðvikudaginn 24. jan- úar og daginn eftir á Eskifirði. Þaðan verður siglt til Færeyja, Immingham og Rotterdam. Að mati Eimskips opnar þessi sigl- ingaleið nýja mðguleika til útflutn- ings af landsbyggðinni. Þessar breytingar hafa í för með sér að flutningstími varanna styttist úr 7-13 dögum í 4-7 daga. Er stefnt að því að bjóða viðskiptavinum félagsins birgðahalds- og vöru- dreifingarþjónustu á þessum við- komuhöfnum í framtíðinni. Þjón- usta við innflytjendur eykst einnig og geta þeir flutt vörur sínar beint frá Bretlandi og meginlandi Evr- ópu til viðkomustaða á lands- byggðinni án umskipunar í Reykjavík. í tengslum við nýju strandleið- ina opnar Eimskip þjónustumið- stöð á Austurlandi í mars. Karl Gunnarsson, sem verið hefur af- greiðslustjóri Eimskips í Vest- mannaeyjum, verður þjónustu- stjóri félagsins á Austurlandi með aðsetur á Eskifirði. Hann mun veita viðskiptavinum Eimskips á svæðinu sömu þjónustu og þeir hafa hingað til sótt til Reykjavík- ur. Reykjafoss og systurskipið Skógafoss munu annast vikulegar siglingar á strandleiðinni. Múla- foss mun áfram annast vikulegar strandsiglingar en viðkomudagar breytast til samræmis við hina nýju leið. Siglingar annarra skipa Eim- skips verða óbreyttar fram á mitt árið þegar seinni hluti hins nýja siglingarkerfis tekur gildi. Brúar- foss og Laxfoss sjá áfram um flutningatil Immingham, Rotterd- am og Hamborgar og Bakkafoss og Dettifoss sigla til Færeyja og Norðurlandanna. Gjaldeyrisstaðan rýrnaði um tæpa 5milljarða ífyrra GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka íslands jókst um 0,1 milljarð króna í desember, en þar sem erlendar skammtímaskuldir bankans jukust um 2,6 milljarða króna rýrnaði gjaldeyrisstaða hans um 2,5_millj- arða króna í mánuðinum. Á síð- ustu tveimur mánuðum ársins rýrnaði gjaldeyrisforðinn um 1,6 milljarða króna og gjaldeyrisstaða bankans um 4,9 milljarða króna, að því er segir í frétt frá bankan- um. Gjaldeyrisforði bankans rýrnaði um 0,1 milljarð króna á árinu 1995. Á sama tíma jukust erlendar skuld- ir bankans um 1,1 milljarð króna og því rýrnaði gjaldeyrisstaða bankans nettó um 1,2 milljarða króna. Gjaldeyrisforðinn nam í árs- lok um 20,2 milljörðum króna. Erlendar skuldir Seðlabankans til skamms tíma námu alls 6,7 millj- örðum króna í lok desember 1995. Heildareign Seðlabankans á markaðsskráðum verðbréfum ríkissjóðs jókst í desember um 0,9 milljarða króna og er þá miðað við markaðsverð í upphafi og í lok mánaðarins. Spariskírteinaeign jókst um rúmlega 0,9 milljarða króna og ríkisbréfaeign um 0,8 'milljarða króna, en á móti lækkaði ríkisvíxlaeign um 0,8 milljarða króna. Á árinu 1995 lækkaði heild- areign Seðlabankans á markaðs- skráðum verðbréfum um tæpa 3,8 milljarða króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust í desember um rúma 2,2 milljarða króna en lækk- uðu lítillega á árinu í heild. Kröfur bankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir nettó hækkuðu um tæp- an milljarð króna í desember en voru í árslok tæpum 5 milljörðum króna lægri en í ársbyrjun. Einkabókhald Landsbankans Nýtt bókhalds- forrit fyrir heimili LANDSBANKINN er nú að hefja sölu á nýju bókhaldsforriti sem fengið hefur nafnið Einkabókhald. Þessum búnaði er ætlað að auð- velda einstaklingum að skipuleggja fjármál heimila og húsfélaga. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er einkabókhaldið í nútímalegu grafísku umhverfi og einfalt í notkun. Valmyndir eru skýrar og músin notuð við alla vinnslu nema irmslátt á tölum. Bókhaldið getur tekið 27 tekjuliði, 99 útgjaldaliði og 25 lán með í útreikninga. Hægt er að hafa eina færslubók fyrir mismunandi út- gjaldaliði og marga einstaklinga. Þannig geta t.d. hjón haft sameig- inlegt bókhald fyrir heimilið en auk þess fært aðskildar bækur fyrir hvern fjölskyldumeðlim eða húsfé- lagið. Þá er í annan stað hægt að reikna út greiðslubyrði lána, sjá greiðslustöðu fram í tímann, meta áhrif fjárfestinga og tekjubreytinga á greiðslustöðuna og reikna út ávinning af mismunandi innlánum. Einkabókhaldið inniheldur skipulagsbók þar sem hægt er að skrá persónulegar upplýsingar o.fl. Bókhaldið kostar almennt 1.000 kr. en er ókeypis fyrir þá sem hafa tengst Einkabankanum gegnum alnetið. Kassagerðin kaupirlBM KASSAGERÐ Reykjavíkur hefur undirritað samning við Nýherja hf. um kaup á nýjum IBM AS/400 Power PC tölvubúnaði, að því er stendur í fréttatilkynningu frá Ný- herja. Með þessum kaupum er Kassagerðin að endurnýja eldri tölvubúnað. Nýja véliri er búin RISC ör- gjörva, 192 MB í minni auk 8GB diskarýmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.