Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1996 VIÐSKIPTI Tímastjórnun mikilvæg í starfi og einkalífi TÍMINN er sú auðlind, sem mörgiim gengur illa að nýta, jafnt í starfi sem einkalífi. íslenska hugmyndasam- steypan hf. hefur nú gefið út vasabrotsbókina 30 áhri- farík ráð, sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur eftir Thomas Möller, hagverkfræðing. Tómas er fram- kvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS en hefur um árabil leiðbeint á námskeiðum hjá Stjórnunarfélagi íslands. Þar kennir hann meðal annars tímastjórnun, stefnumótun, gerð viðskiptaáætlana, markaðsmál og flutningatækni. Thomas skiptir stjórnun- arnámskeiðum sínum í þrjá hluta; stjórntæki, stjórnunarstíl og skipulagn- ingu. Hann segir að nemendur sínir sýni yfirleitt mestan áhuga þegar hann komi að skipulagn- ingunni og þá sérstaklega tíma- stjórnunarkennslunni. „Það er vegna þess að menn vita af því sjálfir eða gera sér grein fyrir því á námskeiðinu að mestu möguleikar þeirra til að auka afköstin liggja í betri skipulagn- ingu. Þetta á við um alla stjórn- endur en er ekki endilega sérís- lenskt fyrirbæri. Bókin inni- heldur þekkingu úr 80-100 stjórnunarbókum, sem ég hef lesið eða af ráðstefnum og fund- um, sem ég hef setið. í bókinni er að finna þau ráð, sem ég tel að hafi reynst best. Mér sjálfum hefur ekki tekist að fara eftir þeim öllum en ég reyni stöðugt að bæta mig." Stjórnendur í tímahraki Thomas telur að íslenskir stjórnendur standi ekki illa að vígi í samanburði við erlenda og að svipuð vandamál hrjái stjórnendur víða um heim. „Samkvæmt al- þjóðlegum' könnunum hafi flestir stjórnendur meiri áhyggjur af tímaleysi en peningaleysi og að 95% þeirra vinni _—,—— innan um pappírs- hauga. „Þá er meðalstjórnandinn alltaf að bæta á sig verkefnum. Hann er alltaf í áríðandi verkefn- um en ekki endi- lega mikilvægum. Það er því afar mikilvægt að stjórnendur nái tök- um á tímanum." Thomas 'segir að til að byrja með sé mikilvægt að menfl geri sér grein fyrir því hve tíminn sé þeim mikilvægur. „Tíminn er dýrmætasta auðlind hvers ein- staklings en jafnframt sú sem við förum oft verst með. Tímann er ekki hægt að geyma til síðari nota eða gefa hann öðriim. Þá er tíminn lýðræðislegasta eign okkar. Allir fá úthlutað 24 tímum á sólarhring, hvorki meira né minna. Flestir vinna átta klukku- tíma á dag, sofa aðra átta og þá eru átta til afgangs fyrir einkalíf- Meiri áhyggj- ur af tíma- skorti en peningaleysi ið. Ef einn klukku- tími fer til spillis á dag eða nýtist illa, fara 12,5% af vinnudeginum for- görðum. Þessi tími samsvarar rúmlega fimm vinnuvikum árlega. Með sama hætti má segja að fimm mínútna þar- flaust samtal hafi eyðilagt rúm- lega eitt prósent af deginum." Skortur á markmiðssetningu Thomas segir að allt of margir reyni lítt eða ekki að ná stjórn á lífi sínu og starfi heldur bregðist einungis við því sem að höndum ber hverju sinni. „Það er mikill misskilningur að þannig eigi það að vera. Einstaklingar eiga í lífi sínu og starfi að setja sér raunhæf markmið, sem þeir keppa síðan að á ákveðnum tíma. Best er að festa þau á blað og einnig hvern- ig þau eigi að nást. Maður getur til dæmis spurt sjálfan sig eftir- taldra spurninga. Hvað verð ég að fást við í vinnunni eftir eitt ár eða fimm og á hvaða launum? Hvaða menntun þarf ég að bæta við mig, hvenær og hvernig? Hvernig ætla ég að vera til heil- sunnar eftir fimm ár og hvernig næ ég því markmiði best? Hvern- ig ætla ég að verja frístundum ___ minum á næstu árum, til hvaða landa ætla ég að ferðast? o.s.frv. Með þessum hætti getur hver maður lært sjálfsaga og þjálfað sig til að koma markmiðum sínum í framkvæmd. Markmiðin drífa okkur áfram en markmið án tímamarka er aðeins draumur. Draumur með tímamörk er hins vegar markmið." Markmiðin í framkvæmd Thomas segir að sem betur fer hafi orðið mikil vakning meðal ís- lenskra stjórnenda á undanförnum árum að þessu leyti enda sé nú mun betur en áður unnið að stefnumótun og markmiðssetn- ingu innan íslenskra fyrirtækja. „Þessi hugsun á þó ekkert síður erindi til annarra starfsmanna, jafnt í starfi sem einkalífi. Eftir því sem fólk hefur meiri tök á tíma TÓMAS Möller, höfundur bókarinnar 30 áhrifarík ráð, sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur. sínum hefur það betri tök á lífí sínu og er þar af leiðandi betri starfsmenn." Miklu máli skíptir að koma markmiðunum í framkvæmd eftir að þau hafa verið sett og segir Thomas að það reynist ýmsum erfitt. „Fyrir þá sem þurfa að koma reglu á líf sitt eða starf er mark- miðssetningin fyrsta skrefið. Síðan þarf að forgangsraða verkefnun- um. í bókinni er að fínna ýmsar ráðleggingar um það hvernig best sé að haga verki og losna við ýmsa tímaþjófa, sem tefja fyrir og geta jafnvel spillt því Til dæmis gefst oft vel að búta stór verkefni niður í lítið. Þá er oft auðveldara að koma sér að verki." Bókin kom út í desember og að sögn Thomasar hefur sala hennar gengið mjög vel. „Bókin er skrifuð af stjórnanda en á er- indi til almennings enda hljóta allir að stefna að því að ná betri stjórn á lífi sínu. Sum fyrirtæki hafa keypt hana fyrir stjórnendur sína en önnur hafa gefið hana öllum starfsmönnum sínum." Tíu boðorð tímastjórnunar 1. Settu þér skýr, skrifleg mark- mið. 2. Búðu til skriflega áætlun um hvernig markmiðunum skal náð. 3. Gerðu verkefnalista fyrir dag- inn, vikuna og mánuðinn. 4. Forgangsraðaðu öllum verkefn- um. 5. Sinntu alltaf mikilvægasta verkefninu fyrst og ljúktu því. 6. Frestaðu ekki mikilvægum verkefnum. Segðu við sjálfan þig: „Gerðu það strax." 7. Reyndu að vinna óslitið. Klukkustund nýtist betur en sex 10 mínútna skorpur. 8. Settu tímamarkmið á öll mark- mið, verkefni, fundi og áætlanir. 9. Framseldu verkefni til sam- starfsmanna eða aðila „utan húss." 10. Stefndu ávallt að jafnvægi milli starfs og einkalífs. Yfirmaður kauphallar Lundúna rekinn ' London. Reuter. YFIRMAÐUR kauphállarinnar í London (LSE), Michael Lawrence, hefur verið rekinn, þar sem hann nýtur ekki lengur trausts. Málið hefur komið af stað deilum um framtíð kauphallarinnar og vakið uppnám í fjármálahverfi Lundúna. John Kemp-Welch, formaður stjórnar kauphallarinnar sagði á blaðamannafundi að Lawrence hefði „ekki tekizt að ávinna sér traust markaðsfyrirtækja, smárra sem stórra, og að samskipti hans við kauphallarstjórnina hefðu ver- ið óviðunandi í nokkra mánuði." Lawrence hefur verið aðalfram-- kvæmdastjóri LSE síðan í feþrúar 1994. Lawrence er rekinn á erfiðum tima í sögu kauphallarinnar, því að í ágúst verður tekið upp nýtt markaðskerfi. Hann hefur þó ekki verið gagnrýndur fyrir stefnu þá sem hefur verið fylgt heldur fram- kvæmd hennar. „Þótt brotthvarf Lawrence sýni að stjórnin hefur glatað trausti sínu á honum felur það ekki í sér nokkra breytingu á stefnu kaup- hallarinnar," sagði John Kemp- Welch í tilkynningu. Lawrence er annar yfirmaður LSE sem er neyddur til að láta af starfi á skömmum tíma. Peter Rawlins varð að hætta í marz 1993 þegar dýrt TAURUS kerfi LSE brást. Fyrirrennara Rawlins var vikið frá 1989. Allar rekstrarvðrur á mögnuðu innkaupsverði - fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Allt að 50% spamaður á innkaupum í magni. Hewlett-Packard dufthylki (toner) Allar gerðir HP dufhylkja (toner) í geislaprentara með 20% afslætti og uppítaka á notuöum ¦¦¦ f%^% 500 hylkjum á kr. fyrir verslanir Kassarúllur Kassarúllur 70 mm á kr. Faxpappír 30 metra faxpappír kr. 50 metrar á kr. 250,- Ljósritunarpappír A4 hvítur Ijósritunar- m ,M f^ pappír, 500 blöð, kr. ¦§ | 5# 67 195 Mýs og Mottur Hin vandaða mús Mouse-Man frá Logitech (blá eða svört) á aðeins kr. 4.900 Músamottur (rauðar eða bláar) á aðeins kr. 95 ÚRVAL GEISLA- BLEK- OG NALAPRENTARA Hewlett Packard glærur 50 blaða kassi af Hewlett-Packard glærum fyrir bleksprautu- prentara á einstöku tilboði aðeins kr. 5.690 fyrir skrifstofur Hewlett-Packard blekhylki • Svart HP blekhylki í alla HP DeskJet prentaralínuna á aðeins kr. 2.890 • Litablekhylki í alla HP DeskJet prentaralínuna 0% Jt »¦ f± á aðeins kr. %#¦ 153^# Tökum notuð HP blekhylki uppí ný á fyrirtölvunotendur 200 TÖLVU- OG PRENTARABORÐ I URVALI Afritunarstöðvar og segulbönd 800 MB Colorado innb. afritunar- stöð á kr. 23.900 < 90 metra segul 990 / segulband, 1.190 ado segulband, 2.990 DC 2190 SONY 90 metra segul- band, 2-4 GB á aðeins kr. DC2120SONYsegulband 120 MB, á aðeins kr. 800 MB Colorado segulband á aðeins kr. Oryggislæsingar og keðjur Mikið úrval öryggisbúnaðarfyrir fis- og borðtölvur. Driflæsingar, keðjur, skjávernd og margtfleira. Verð frá kr. Disklingar BULK Quality 3.5" 1.44 MB disklingar, 10 stk (pakka, á aðeins kr. ^i Jíf^ fyrir iðnaðinn 20% Avery límmiðar Mikið úrval Avery límmiða fyrir geisla- og bleksprautu- prentara með 20% afslætti. J 1.690 fyrir sjávarútveginn Innkaupadagar Tæknivals standa aðeins til janúarloka. Öll verð eru staðgreiðsluverð með VSK. Áskilinn er réttur til verðbreytinga. Opið alla laugardag frá 10.00 tíl 16.00 Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.