Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1996, Blaðsíða 5
4 D FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 D 5 ÚRSLIT HANDKIMATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR KA-Valur 23:21 KA-heimilið, 8-liða úrslit bikarkeppni karla, miðvikudaginn 10. janúar 1996. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 5:5, 7:5, 9:7, 13:7, 14:8, 14:10, 15:14, 18:16, 20:18, 21:20, 22:21, 23:21. Mörk KA: Julian Duranona 8/2, Jóhann G. Jóhannsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Patrekur Jóhannesson 3/1, Leó Örn Þor- leifsson 2, Erlingur Kristjánsson 2, Heiðmar Felixson 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 18/1 (6 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 8/2, Valgarð Thoroddsen 4, Jón Kristjánsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Sigfús Sigurðsson 3. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12 (2 til mótheqa). Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Egill Már og Öm Markússynir. Sannarlega ekki öfundsverðir. Þeir höfðu ekki nógu góð tök á leiknum og ósamræmi var talsvert í dómum þeirra. Áhorfendur: Sjálfsagt um 1800 manns. Hrikaleg stemmning. ÍBV - Vfkingur 19:21 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum: Gangur leiksins: 1:1, 4:2, 5:4, 7:7, 8:10, 10:11, 11:13, 13:13, 13:15, 15:16, 15:19, 19:20 19:21. Mörk ÍBV: Svavar Vignisson 7, Gunnar Berg Viktorsson 4, Ingólfur Jóhannesson 3, Zoltan Belány 2/2, Arnar Pétursson 2, Davíð Þór Hallgrímsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 10 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 10/3, Birgir Sigurðsson 5, Guðmundur Pálsson 3, Friðleifur Friðleifsson 1, Ámi Friðleifsson 1, Halldór Magnússon 1. Varin skot: Reynir Reynisson 10/1 (þaraf 1 til mótheqa). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson. Áhorfendur: 250. Breiðablik-Fram 17:29 Smárinn Kópavogi: Gangur leiksins: 1:0, 2:6, 5:8, 9:9, 9:13, 10:19, 13:22, 16:26, 17:29. Mörk Breiðabliks: Erlendur Stefánsson 5/1, Ragnar Kristjánsson 4, Bragi Jónsson 4/1, Örvar Amgrímsson 2, Ólafur Snæ- bjömsson 1, Sigurbjöm Narfason 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 9/1 (þaraf 4/1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Jón Þórir Jónsson 8, Jón Andri Finnsson 6/1, Sigurður Guðjónsson 3, Oleg Titov 3, Hilmar Bjamason 2, Ár- mann Sigurvinsson 2, Magnús A. Amgríms- son 2, Gunnar Ó. Kvaran 1, Siggeir Magn- ússon 1, Eymar Sigurðsson 1. Varin skot: Þór Björnsson 16 (þaraf 5 til mótheija), Heiðar Óm Gunnlaugsson 4/1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar F. Viðarsson og Sighvat- ur Blöndal stóðu fyrir sínu. Áhorfendur: Um 150. Völs. - Selfoss 18:30 Húsavik: Mörk Völsungs: Vilhjálmur Sigmundsson 6, Ásmundur Amarson 5, Magnús Eggerts- son 3, Björgvin Sigurðsson 2, Óli Halldórs- son 2. Varin skot: Ásmundur Gíslason 13. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Erlingur Klemensson 9, Atli Marel Vokes 7, Finnur Jóhannsson 4, Sig- urður Þórðarson 3, Siguijón Bjamason 2, Valdimar Grímsson 2, Einar G. Sigurðsson 1, Hjörtur Pétursson 1, Örvar Jónsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 16. Utan vallar: 6 mínútur. Stjarnan - Haukar 16:15 íþróttahúsið Garðabæ, 8-liða úrslit bikar- keppni kvenna: Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 7:5, 7:6, 11:7, 13:10, 13:13, 15:13, 16:14, 16:15. Mörk Stjörnunnar: Nína K. Bjömsdóttir 4, Sigrún Másdóttir 3, Inga Fríða Tryggva- dóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir 3/2, Ragn- heiður Stephensen 2/1, Margrét Theódórs- dóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 17 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Auður Hermannsdóttir 5/1, Judit Esztergal 4/2, Hulda Bjarnadóttir 2, Thelma B. Amadóttir 1, kristín Konráðs- dóttir 1, Heiðrún Karlsdóttir 1, Harpa Mel- steð 1/1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 15/2 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, dæmdu vel. Áhorfendur: Tæplega 200. Fram-FH 20:17 Framhúsið: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 6:2, 9:3, 11:4, 11:6, 13:7, 13:12, 17:12, 19:17, 20:17. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 5/2, Berglind Ómarsdóttir 4, Hafdís Guðjóns- dóttir 4, Ósk Víðisdóttir 4, Þórunn Garðars- dóttir 2, Þuríður Hjartardóttir 1. Varin skot: Kolbrún Jóhaiyjsdóttir 11/1 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Díana Guðjónsdóttir 7, Björk Ægisdóttir 4, Bára Jóhannsdótir 3, Ólöf M. Jónsdóttir 2, Hildur Pálsdóttir 1. Varin skot: Alda Jóhannsdóttir 9 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 0 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og yigfús Þorsteinsson. Áhorfendur: 60. Víklngur- ÍBV 21:28 Víkin: Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 6:6, 9:7, 12:9, 13:13, 15:13, 15:14, 17:17, 17:21, 19:23, 21:23, 28:21. Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 7/3, Svava Sigurðardóttir 4, Helga Á. Jóns- dóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Þórdís Ævarsdóttir 2, Hanna M. Einarsdóttir 1, Guðmunda Kristjánsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 11 (þar af 5, sem fóm aftur til mótheija). Utan vallar: 20 mínútur. Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 12/7, Katrín Harðardóttir 4, Sara Guðjónsdóttir 4, Ingi- björg Jónsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 2, Malin Lake 2, Stefanía Guðjónsdóttir 1, Unnur Sigmarsdóttir 1. Varin skot: Hulda Stefánsdóttir 3 (þar af 2, sem fóra aftur til mótheija), Þórunn Jörgensdóttir 10/1 (þar af 4, sem fóra aft- ur til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. Fylkir-KR 25:21 Fylkishús: Mörk Fylkis: Anna G. Halldórsdótíir 8, Rut Baldursdóttir 8, Ágústa Sigurðardóttir 3, Anna Einarsdóttir 3, Eva Baldursdóttir 1, Irirna Skoropokatyk 1, Steinunn Þorkels- dóttir 1. Varin skot: Sólveig Steinþórsdóttir og Harpa Amardóttir samtals 14/2 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 10 mfnútur. Mörk KR: Helga Ormsdóttir 6, Anna Stein- sen 4, Brynja Steinsen 4, Elisabet Árnadótt- ir 4, Ólöf Indriðadóttir 3. Varin skot: Alda Guðmundsdóttir 7/2 (þar- af 2 til mótheija). Utan vallar: 8 mfnútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Sigurður Ólafsson. ■Fylkisstúlkur vora betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi á flestum tölum og með tveimur f hálfleik 11:9. KR snéri við blaðinu í upphafi síðari hálfleiks náði forystu 14:12 og hafði framkvæðið en Fylkir var aldrei langt frá og tókst loks að jafna rétt fyrir lokin 18:18. Þannig var staðan að leikslok- um og því þurfti að framlengja. í upphafl hennar tóku Fylkisstúlkur öll völd og náðu öruggri forystu sem KR stúlkum tókst aldr- ei að jafna. Heimsbikarmótið í Svíþjóð Þýskaland - Egyptaland...........15:17 Króatía - Rússland...............25:30 Frakkland - Tékkland.............36:19 Svfþjóð - Sviss..................24:18 ■Nú er ljóst að Frakkar og Svíar komst áfram úr A-riðli og hinum megin verða það Egyptar og Rússar. Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, 8-liða úrslit: Arsenal - Newcastle................2:0 Wright 2 (44., 89.). 37.857. Aston Villa - Wolves...............1:0 Johnson (66.). 39.277. Leeds - Reading....................2:1 Masinga (35.), Speed (44.) — Quinn (17.). Norwich - Birmingham...............1:1 Fleck (69.) - Francis (64.). 13.028. Frakkland Auxerre - Montpellier............1:0 Bastia - St Etienne..............0:0 Bordeaux - Guingamp .............2:0 Lille - Cannes...................0:2 Lyon - Lens......................0:0 Metz - Le Havre..................2:1 París St Germain - Gueugnon......1:1 Rennes - Strasbourg..............0:0 Martigues - Mónakó ..............0:4 Nice - Nantes.......frestað vegna vætu Körfuknattleikur IMBA-deildin Leikir aðfararnótt miðvikudags: Toronto - Charlotte............91:92 Atlanta - Sacrametno..........104:88 New York - Boston..............98:93 Orlando - New Jersey...........92:84 Houston - San Antonio..........82:88 Dallas - Indiana...............84:91 Milwaukee - Seattle............92:97 Phoenix - La Clippers........100:105 Golden State - Vancouver.....109:103 La Lakers - Minnesota........106:104 Íshokkí NHL-deildin Boston - Colorado................0:3 New Jersey - St Louis............4:2 Ny Islanders - Chicago...........3:3 ■Eftir framlengingu. Philadelphia - Anabeim...........2:2 ■Eftir framlengingu. Edmonton - Hartford..............1:5 í kvöld Fimleikar Fimleikasamband íslands stendur fyr- ir fimleikasýningu f Laugardalshöll í kvöld kl. 18.00. Fjölbreytt sýningar- atriði verða á dagskrá með fjölda sýnenda frá félögum á höfuðborgar- svæðinu og úr nágrannabæjum. Með- al þeirra sem koma fram era Guðjón Guðmundsson, fimleikamaður ársins og Ruslan Ovtsinnikov, sem nýlega fékk íslenskt ríkisfang. Körfuknattleikur 1. deild karla: Kennarahásk: ÍS-ReynirS.kl. 20 Morgunblaðið/Kristján SIGFÚS Sigurðsson Valsari fékk á tíðum ekki mikið svigrúm á línunni í gærkvöldi, en hér hefur hann þó sloppið framhjá Pat- reki og Duranona, Erlingur fylgist með en fær engu breytt. Morgunblaðið/Kristján AÐ vonum gat enginn KA-maður leynt gleði sinni að leikslokum í gærkvöldi og ekkert skrítið þó Árnl liðstjóri og Patrekur föðm- uðu hvern annan, íslandsmeistararnir slegnir út. Morgunblaðið/Kristján KA-VÖRNIN sýndi allar sínar bestu hliðar í gærkvöldi og komst stórskyttan Ólafur Stefánsson lítið áleiðis eins og sést á þess- ari mynd þar sem Duranona hefur teklð hann í faðm sinn. Bikarinn bíður KA « eftir sigur á Val SIÐUSTU mínúturnaríbikar- slag KA og Vals í gær voru martröð hjartveikra. Spennan var hrikaleg. Hátt ítvö þúsund áhorfendur öskruðu, dómarar, leikmenn og aðstoðarmenn þeirra voru að geggjast og margoft þurfti að stöðva leik- inn. Valsmenn voru nálægt því að stela sigrinum af KA-mönn- um en Guðmundur Arnar í markinu var bjargið sem þeir náðu ekki að yfirstíga og KA vann 23:21. Leikurinn var enn ein útgáfan af skemmtilegum rimmum þessara sterkustu handknattleiks- liða landsins. Að þessu sinni voru það KA-menn sem virt- ust ætla að taka Valsara í karphúsið með því að skella öllu í lás í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn eftir 12 mínútna leik, 5:5, en þá fór Alfreð að láta til sín taka í vörninni og hvílíkur múr sem hann reisti með Duranona, Erling, Patrek, Björgvin og Jóhann sér til fulltingis. Guð- mundur Arnar fann sig vel í mark- Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri inu á bak við þá og Valsmenn skor- uðu ekki mark í 10 mínútur þegar KA breytti stöðunni úr 9:7 í 13:7. KA-menn skoruðu hins vegar skrautleg mörk og allt lak inn hjá Guðmundi Hrafnkelssyni. Tíðar innáskiptingar í Valsliðinu höfðu ekkert að segja. Staðan 14:8 í leik- hléi og hálfur sigur unninn. Fljótlega varð ljóst að ekki má afskrifa lið eins og Val. Á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks skor- uðu Valsmenn 6 mörk gegn aðeins 1 marki KA og staðan skyndilega orðin 15:14. Háspenna, lífshætta til leiksloka. Á þessum kafla kann- aðist maður við Guðmund Hrafn- kelsson og fleiri en Dagur fóru að láta að sér kveða í sóknarleiknum en hann skoraði 6 af 8 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Alfreð tók leik- hlé, las yfir sínum mönnum og þeir hrukku í gang á ný. Vafasamir brottrekstrar, misnotuð vítaköst, deilur við hliðarlínu og argaþras í dómurum krydduðu seinni hluta hálfleiksins en KA hélt 2-3 marka forskoti með ærinni fyrirhofn. Lokakaflinn var sannarlega æsi- legur. Valgarð minnkaði muninn í 21:20 þegar 2,10 mín. voru eftir. KA-menn misstu boltann gegn framsækinni vörn Vals og Valgarð komst frír inn úr horninu þegar 1,30 mín. voru eftir en nú varði Guðmundur Arnar og bjargaði KA. Erlingur fiskaði síðan víti þegar 50 sek. lifðu af leiknum og Duranona skoraði 22. markið. Ólafur svaraði strax fyrir Val og enn 35 sek. eft- ir. Patrekur smaug í gegnum glufu þegar 20 sek. voru eftir og gull- tryggði sigur KA, 23:21. KA-menn sýndu allt annan leik en gegn KR á dögunum. Þá var fátt um varnir en nú var Guðmund- ur Arnar besti maður leiksins og vörnin frábær. Þar munar geigvæn- lega um Alfreð. Það eru ekki marg- ir sem geta haldið Sigfúsi línu- manni Vals í skefjum eins og Alfreð gerði. Sóknarleikurinn var einnig góður lengst af. Óhætt er að hrósa Valsmönnum fyrir hetjulega bar- áttu. Dagur var góður sem og Val- garð í seinni hálfleik en aðrir leik- menn réðu vart við KA-múrinn. Vörn Vals var góð í seinni hálfleik en markvarslan brokkgeng að þessu sinni. íslandsmeistararnir eru þar með úr leik í bikarnum en bikar- meistararnir komnir í undanúrslit. Frábær stemmning iuui^uuuiauiui iviioijau ÁHORFENDUR í KA-húsinu á Akureyri voru vel meö á nótunum í gærkvöldi að vanda, og fögnuðu sigrl þegar flautað var til leiksloka. Miklll fjöldi fólks var í húsinu að vanda og skemmti sér konunglega. Sætur Víkings- sigur í Eyjum Víkingar eru komnir í undanúr- slit eftir sætan sigur á Eyja- mönnum í. Eyjum, 21:19, í bikar- ■■■I keppni HSÍ. Eyja- SigfúsG. “ fengu gulhn Guðmundsson tækifæri a lokamm- skrifarfrá útunum til að jafna Eyjum en tókst aðeins að minnka muninn í eitt mark. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu þriggja marka forskoti en Víkingar létu þann mun ekki buga sig, öðru nær. Þeir jöfnuðu leikinn og voru komnir yfir þegar blásið var til leikhlés, 11:10. Víkingar voru síðan grimmari í síðari hálfleik og voru ávallt á undan en í þrígang náðu Eyjamenn að jafna leikinn eftir að hafa verið komnir tveimur mörkum undir. Þegar sjö mínútur voru eftir voru Víkingar komnir með fjögurra marka forystu en þá hrukku heima- menn í gang og minnkuðu muninn í 20:19 og fengu þá gullið tækifæri til að jafna leikinn en í stað þess skutu þeir í þverslá og í næstu sókn réttu þeir Víkingum hreinlega bolt- ann sem þökkuðu fyrir sig og inn- sigluðu sigurinn. Varnir beggja liða voru með ágætum. Víkingar tóku framarlega á móti Eyjamönnum sem gekk illa að finna leiðir gegn þeirri varnarað- ferð. Auk þess vantaði alla baráttu- gleði í lið ÍBV sem löngum hefur verið þekkt fyrir góða baráttu. Sva- var Vignisson og Sigmar Þröstur Óskarsson voru bestir heimamanna. Hjá Víkingi var baráttan í góðu lagi og þeir uppskáru eftir því. Knútur Sigurðsson var þeirra best- ur og nýtti sín færi vel og Reynir Reynisson varði með ágætum. Auðveldur sigur Fram Framarar fóru létt með lið Breiðabliks er liðin áttust við í átta liða úrslitum bikarsins í gær- kvöldi. Framarar sem á kafia léku ágætan handbolta sigruðu með 12 marka mun, 29:17, og eru eina lið utan fyrstu deildar sem enn er inni í bikarkeppninni. „Þetta var léttara en ég bjóst við. Við náðum þama á kafla að smella saman vörninni, þá kom markvarslan og við fengum hraða- upphlaup og gerðum út um leik- inn,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari Fram, glaður í bragði. Sindri Bergmann Eiðsson skrifar Stemmningin á „alvöru" leikjum í KA- höllinni er ólýsanleg og áhugi á þeim mikill. „Það verður allt vitlaust," sagði Alli við mig skömmu fyrir mat með strákunum um miðjan dag í gær. „Það er búið að selja 1.000 miða og leikurinn byijar ekki fyrr en klukkan hálfníu. Óg við erum til- búnir en ég er reyndar að drepast í bakinu. Það þýðir ekkert að slá slöku við og fara síðan á fullt nokkrum dögum fyrir leik.“ Svo virtist sem allir ætluðu að mæta. Hinir og þessir komu við á skrifstofu Morgunblaðsins á Akur- eyri og þegar líða tók á daginn kvöddu flestir með þeim orðum að nú þyrfti að drífa sig því leikurinn færi að byrja. „Hvaða leikur?" spurði Haraldur, fyrrverandi háskólarektor, sem hefur í nógu að snúast, er m.a. að undirbúa ásamt fleiri mönnum útgáfu fræðibókar fyrir háskólakenn- ara. „Handritið á að vera tilbúið í vor en ætli það verði fyrr en um jól.“ Hann ætlaði ekki á leikinn því dóttir- in var veik heima og konan í leik- fími. Það kom því í hans hlut að elda fiskinn og hann taldi að það gæti tekið langan tíma. KA-lagið Vinnum leikinn hljómaði fimm mínútum áður en viðureignin hófst og áhorfendur sungu með. All- ir nema nokkrir á bandi KA. Og það fór lítið fyrir þessum nokkrum. SUPAOG SALATA AKUREYRI Gummi Valsmarkvörður gekk einna síðastur af velli eftir upphitunina og það getur ekki hafa verið upplífgandi að ganga taktinn við Vinnum leikinn, KA-menn. Valdi kynnir er kominn með takt- ana og myndi sóma sér vel í úrslita- leik NBA. Nöfnin og áherslurnar vefjast svo sannarlega ekki fýrir hon- um. Áhorfendur voru vel með á nót- unum frá því löngu fyrir leik en þeir urðu fyrst alvarlega svangir í sigur þegar Duranona kom liði sínu yfir 4:3. „Valsarar, nammi, nammi, namm . ..“ sungu þeir og þegar Kúbumaðurinn gerði fímmta mark heimamanna og hljóp síðan meðfram áhorfendabekkjunum norðan megin og snerti stuðningsmennina hvem á eftir öðrum varð fyrst allt vitlaust. Stundum veit fólk ekki hvórt það á að hlæja eða gráta en það vafðist ekki fyrir Köru, eiginkonu Alla, þeg- ar Duranona skoraði enn og aftur og staðan 8:6. Hún hló. Og þegar Jóhann bætti níunda markinu við var Skúli Gunnar Árnason, sem er níu ára og í 4. bekk Barnaskóla Akur- Akureyri hefur verið handboltabær síðan Al- freð tók við þjálfuninni hjá KA, segir Steinþór Guðbjartsson, sem upp- lifði stemmninguna er KAsigraði Valsmenn. eyrar, sigurviss. „Ég held að KA vinni, kannski svona 24, hvað á ég að segja, 18.“ Hann sagðist vera ágætur í sundi, „en einu sinni var ég skytta í handbolta í leikfimi og dúndraði beint í mark. Ég æfi svolít- ið handbolta en er líka á skíðum og það passar illa saman.“ Það muna sjálfsagt allir KA-menn eftir því hvernig fór fyrir Valda Gríms á vél- sleðanum um árið - rétt fyrir bikar- úrslitin. „Þetta er eins og á íshokkíleik í Þýskalandi," sagði Einar Stefánsson, sem hefur búið undanfarinn áratug í Stuttgart og nágrenni en er fluttur heim og rekur fyrirtæki í Reykjavík. „Þótt ég hafi alltaf verið KA-maður er þetta í fyrsta sinn sem ég kem á leik hérna og þetta er ótrúlegt. Ég er feginn að Siggi Sig. á Pollinum bauð mér norður," sagði Einar sem kom til Akureyrar vegna leiksins í gær og fer með hádegisvélinni suður í dag. „Kannski vinnum við með tveimur mörkum fyrst hann er farinn að veija.“ Alltaf sannspár, Einar. Bylgjan fræga fór fyrst af stað í stöðunni 11:7 og það var sem við manninum hreyft - Leó breytti stöð- unni í 12:7. „Þetta er ekki búið,“ sagði Kara og tuggði jórturgúmmið sem ákafast. „Þetta verður bara að vinnast," sagði hún þegar Jóhann skoraði og staðan 13:7. „Bara með einu marki til að ergja þá.“ Pálmi, prestur landsliðsnefndar, sat í innsta hring áköfustu stuðnings- manna KA og lét lítið á sér bæra. Sjálfsagt að velta forsetaframboði fyrir sér. „Maður verður að hugsa um heildina þegar maður situr í landsliðsnefnd," sagði hann, „en hafðu þetta ekki eftir mér.“ Það var dauft hljóðið í stuðnings- mönnum Vals í hálfleik en Ragnar stjórnarmaður hélt í vonina. „Við tökum þetta í seinni hálfleik. Þetta eru ekki nema sex mörk og við höfum séð það svartara. Við vorum fjórum mörkum undir gegn Haukum um liðna helgi og ef Gummi hrekkur í gang og fer að veija getur allt gerst.“ Svo varð hann raunsær. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við höfum ekkert getað, hvorki í vörn né sókn, og Gummi hefur ekki varið neinn bolta. Þeir eru eitthvað svo stressaðir. Það verður allt að ganga upp hjá okkar mönnum og ekkert hjá hinum og þá getur allt gerst.“ Jón Baldvin og Finnur byijuðu að slá taktinn á trommur á KÁ-leikjum fyrir úrslitakeppnina í íslandsmótinu í fyrra. „Við erum nærri eins árs en þetta hefur samt gengið mjög vel og við gáfum þeim tóninn. Ég heid það bara,“ sagði Jón Baldvin ekki alþing- ismaður. „Við kveiktum í áhorfend- um og ég er sannfærður um sigur,“ sagði Finnur ekki ráðherra. „Við verðum alltaf að vera það því annars værum við ekki í bransanum," sagði sá fyrrnefndi. „Nú er bara að beija húðirnar betur og halda þessu og forskotinu áfram. Áfram KA.“ „Eigum við ekki að fara að koma okkur í boltann," sagði Hermann, lögreglumaður númer 8904, við starfsbræður sína, en bætti við að hann yrði að klára vaktina fyrst. „Ég er hérna vegna vinnunnar og mottóið hjá mér er að borga mig aldrei inn í KA-húsið,“ sagði handboltamark- vörður Þórs og fyrirliði til margra ára. „Þetta er rólegt og yfirvegað en það gæti hitnað í því.“ Alþingismaðurinn Steingrímur Joð lifði sig inní leikinn enda á meðal þeirra hörðustu úr KA á bekkjunum. „Ég er KA-maður þegar á þarf að halda og það er einfalt mál að taka afstöðu núna. Reyndar var ég ræðu- maður hjá báðum þessum liðum á herrakvöldi i haust og er því í vand- ræðum en þetta lítur vel út.“ Handbolti getur verið skrýtin íþrótt. 14:8 í hálfleik og 15:14 eftir 10 mínútur í seinni hálfleik. „Ég get svarið það,“ sagði Auður, kona Sigga Sig. „Þetta er rosalegt. 16:15 og Alli úr liði á litla fingri.“ „Það eru allir liðir ónýtir hérna,“ sagði Kara og strauk fingurna. „Þetta er allt í lagi,“ sagði Stefán Aspar, skipstjóri á Árbak, þegar Valgarð minnkaði muninn í 18:16. Þeir þekkja sína menn, skipstjóramir. Þjálfararnir líka. Alli fagnaði þegar dæmt var sóknarbrot á Val í stöðunni 21:18 og tæplega fimm mínútur til leiks- loka. Allt í einu þagnaði salurinn og heyra hefði mátt saumnál detta. Valgarð minnkaði muninn í 21:20. „Julian,“ öskraði Kara þegar Kúbu- maðurinn undirbjó sig fyrir að taka víti og 48 sekúndur eftir. „Duran- ona,“ æpti fólkið þegar hann skor- aði. Og ballið byrjaði þegar Erlingur skoraði af línu eftir sendingu frá Patta, 23:21. „Ole, ole, ole, ole ...“ heyrðist úr hverri smugu, stapp og klapp. Kara dansaði á milli tveggja sætaraða. „Jú, ég held að þetta sé búið en ég vona að Valur skori eitt í viðbót svo við vinnum bara með einu.“ Henni varð ekki að ósk sinni en úrslitin komu Árna liðsstjóra og Gunna Nella, starfsmanni íþrótta- hallarinnar, ekki á óvart. „Þetta er öruggt," sögðu þeir í hádeginu á Bautanum áður en þeir fengu sér súpu og salat. „Þetta er undirstað- an.“ Framarar byijuðu leikinn betur og komust fljótt fjögur mörk yfir. Blikarnir minnkuðu muninn á milli og náðu að jafna leikinn, 9:9, en síðustu fjögur mörkin fyrir leikhlé skoruðu Framarar og staðan í leik- hléi var 9:13 þeim í vil. Framarar gerðu síðan út um leik- inn á fýrstu mínútum seinni hálf- leiks, skoruðu sex mörk á móti einu og þá var Öskubusku-ævintýri Blik- . anna á enda. Framarar náðu spila ágætlega á köflum og áttu ( nokkur vel útfærð hraðaupphlaup, j sem oftar en ekki enduðu í höndum Jóns Þóris Jónssonar, hornamanns . og markahæsta manns Fram. Lið ' Fram var á heildina iitið ágætt og ' fór þar fremstur í flokki Þór Björns- , son markvörður. Lið Blikanna var . hins vegar slakt og leit ekki út fyr- ; ir að vera að spila jafnþýðingarmik- i inn leik. « Létt hjá Selfyssingum Selfýssingar tryggðu sér auð- 1 veldlega áframhaldandi þátt- j töku í bikarkeppninni er þeir sigr- \ uðu Völsung með tólf marka muri, 30:18 á Húsavík. Framan af leik var ekki mikið skorað og heimamenn höfðu í fullu tré við gesti sína en þegar líða tók , á fóru Selfyssingar að skipta inn á sínu sterkasta liði og þar með jókst munurinn verulega. I hálfleik mun- aði átta mörkum á liðunum, 15:7 gestunum í vil. Selfyssingar héldu sínu striki í síðari hálfleik og bættu smátt og smátt við forskot sitt allt til loka. Heimamenn gáfust aldrei upp þótt við ofurefli væri að etja og reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var að sögn heima- manna hin besta skemmtun fyrir hina fjögur hundruð áhorfendur sem lögðu leið sína í íþróttahúsið. Sérstaklega sætur sigur Við erum á uppleið, æfðum vel um jólin og erum að ná vel saman. Það eru að mínu mati betri ggggggm einstaklingar í okk- Stefán ar liði og við áttum Eiríksson skilið að vinna sama skrifar hvað allir spekingar sögðu, sigurinn er sérstaklega sætur þar sem spekipg- arnir spáðu okkur ekki sigri," sagði Andrea Atladóttir leikmaður ÍBV eftir sigur liðsins, 21:28, á Víkingi í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð köflóttur í fyrri hálfleik, en Víkingsstúlkur höfðu þó oftast undirtökin. Þær náðu á tímabili þriggja marka for- skoti og leiddu með tveimur mörk- um í hálfleik. Eyjastúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleiks. Þær voru ekki lengi að ná upp forskotinu og voru komnar fjórum mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður, enda gerðu Víkingsstúlkur ekki nema tvö mörk á þeim tíma, ■; á móti átta. Víkingsstúlkur reyndu hvað þær gátu að komast aftur inn í leikinn, náðu að minnka muninn niður í tvö mörk, 21:23, þegar fimm mínútur voru eftir og náðu síðan hraðaupphlaupi. Það endaði með skoti í stöng og þá hrundi leikur Víkingsstúlkna endanlega og gest- irnir gerðu síðustu fimm mörkin. Leikmenn ÍBV áttu sigurinn fylli- lega skilið, léku frábæra vörn i síð- ari hálfleik og gekk vel að nýta sér hraðaupphlaupin. Andrea Atladótt- ir lék frábærlega, gerði 12 mörk og stóð sig með afbrigðum vel í vöminni. Þórunn Jörgensdóttir varði vel í síðari hálfleik og Sara Guðjónsdóttir sýndi ágæta takta. Hjá Víkingsstúlkum lék Helga Torfadóttir mjög vel í markinu í fyrri hálfleik, en náði sér ekki á strik í þeim síðari, fremur en aðrii leikmenn í Víkingsliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.