Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 D 3
Það sem ekki er sagt
Franski rithöfundurinn og sérvitringurinn
George Perec hefði orðið sextugur á
þessu ári, en hann lést fyrir 14 árum.
--ar-------------------------------------
Arni Matthíasson segir frá Perec, sem
meðal annars vann sér það til frægðar
að skrifa langa spennusögu án þess að
nota bókstafínn e.
GEORGE Perec fæddist í
París 1936. Foreldrar
hans voru gyðingar en
faðir hans fórst i hernaði 1940
og móðir hans lenti í klóm nasista
1943 og endaði ævina í Ausc-
hwitz. Drengnum var komið und-
an til Grenoble og ólst hann þar
upp hjá frændfólki sínu.
Bækur Perecs eru lykilbækur,
þar sem snar þáttur í atburðarás-
inni eða jafnvel þungamiðja frá-
sagnarinnar byggist á einhvetju
sem ekki er sagt og jafnvel ekki
gefið í skyn. Þannig var með La
Disparition, sem er eins og áður
er rakið skrifuð án þess að bók-
stafurinn e komi fyrir. Það er í
sjálfu sér afrek, því e er algeng-
asti stafur í frönsku máli, og svo
vel tókst Perec upp að einn helsti
bókmenntagagnrýnandi Frakk-
lands, sem skrifaði um bókina
dóm, tók ekki eftir brottfalli e-
sins. Ekki má þó einblína á e-ið
sjálft, því hvarf þess er lykill að
bókinni.
Tileinkað e
Eins og áður segir er e algeng-
asti bókstafur í frönsku máli, en
það er borið fram líkt og eux, sem
þýðir þau. Og þegar Perec tileink-
aði e aðra bók sína, sjálfsævisög-
una „W“, var hann að tileinka
hana „þeim“, foreldrum sínum. í
því ljósi verður LaDisparition
merkilegra verk, því það sem
hvarf úr hans lífi var foreldrar
hans; faðirinn féll á vígvellinum,
en móðir hans hvarf í Auschwitz,
fangabúðum nasista. Frönsk yfir-
völd gáfu ekki út dánarvottorð
vegna þeirra sem horfíð höfðu í
hildarleiknum og því fékk Perec
í hendurnar opinbert skjal, Acte
de Disparition, staðfesting á
hvarfi.
La Disparition var öðrum þræði
skrifuð eftir að Perec gekk í rit-
höfundaklúbb Raymonds Quene-
aus, OuLiPo, en meðal meðlima
var Italo Calvino. Eitt af þvi sem
hann tók sér fyrir hendur á vegum
klúbbsins var að semja La Dispa-
rition, en slík skrif, að útiloka
fyrirfram einhvern bókstaf, kall-
ast lipogram. Ævisöguritari
Perecs, David Bellos, sem einnig
hefur þýtt nokkrar bækur hans,
heldur því fram að þessir ritfim-
leikar hafí losað um sköpunargáfu
Perecs, sem hafði ekkert getað
samið af viti í nokkurn tíma. Eft-
ir að Perec lauk við La Disparition
notaði hann afgangs e-in í stuttan
texta, Les Reventes, þar sem e
er eini sérhljóðinn.
Þess má geta að bókin hefur
komið út í enskri þýðingu undir
heitinu A Void, en þýðandinn hef-
ur einmitt samviskusamlega
sleppt e-um.
Kvennabras
Perec átti alla tíð í brasi með
konur, átti erfitt með að byggja
upp varanlegt samband, og þess
sér stað í sagnaritun hans, því í
upphafi hvers ástarævintýris er
hann upp- fullur með innblástur
og sköpunargleði, en í lok þess
er allt í mínus, hann skrifar ekk-
ert af viti, jafnvel árum saman.
Þannig varð fyrsta skáldsaga
hans sem gefin var út, Les Cho-
Franski rithöfundurinn George Perec.
ses. Une Historie des années soix-
ante, sem þýdd hefur verið á
ensku sem Things. A History of
the Sixties, og hlaut Renaudot-
verðlaunin, samin eftir að hann
kvæntist Pauline Petras. Næsta
vinnuskorpa var svo eftir ástar-
ævintýri hans við ríka hótelstýru,
Suzanne, en afrakstur þess var
La Disparition meðal annars.
Meistaraverkið, La Vie mode
d’emploi, sem heitir Life a Users
Manual í enskri þýðingu, og hefur
verið kölluð eitt helsta bók-
menntaverk aldarinnar, varð svo
til eftir að hann kynntist Cather-
ine Binet 1975.
La Vie gerist í stigaganginum
í húsi númer 11 við Simon-Crub-
ellier-götu. Helsta persóna sög-
unnar, en þær eru óteljandi, er
sérvitringurinn Bartlebooth, sem
minnir um margt á Bartleby Mel-
villes. Bartlebooth hefur fyrir iðju
að mála vantslitamyndir, líma á
krossviðarplötur og síðan láta
gera úr þeim púsluspil. Þegar
hann hefur raðað púslunum sam-
an límir hann þær, flettir myndun-
um af, fer með þær þangað sem
þær voru málaðar og dýfir í bleiki-
efni svo pappírinn verði auður
aftur.
La Vie mode d’emploi gerist
rétt fyrir klukkan átta 23. júní
1975. Sú tímasetning er engin
tilviljun, því þá hitti Perec ástkonu
sína Catherine í fyrsta sinn, en
með henni bjó hann til æviloka.
Þegar Catherine spurði hann eitt
sinn hvers vegna bókin gerðist á
þeim tímapunkti var svarið: „Þá
deyr gamli maðurinn," og þarf
ekki mikiar vangaveltur til að
skilja að átt er við hinn gamla
Perec ekki síður en Bartlebooth
gamla.
W
Eins og áður er getið hefur
David Bellos, sem jafnframt er
einn helsti Perec-þýðandi á enska
tungu, skrifað ævisögu hans.
Sjálfur skrifaði Perec einskonar
ævisögu, eða æskusögu, W ou le
souvenir d’enfance, W eða æsku-
minning, sem er um leið ein
áhrifamesta bók hans.
W er saga Gaspards Winklers,
daufdumbs pilts sem verður skip-
reika skammt undan Góðrarvon-
arhöfða, og ungur maður, sem
heitir reyndar líka Gaspard Winkl-
er, er gerður út af örkinni til að
leita hans. Hann kemst á snoðir
um eyjuna W, sem þjóðskipulag
• hennar er byggt á íþróttahugsjón-
inni, eða svo sýnist að minnsta
kosti í fyrstu. Inn í leit Gaspards
að Gaspard fléttast saga Perecs
af sjálfum sér af fullkominni og
miskunnarlausri hreinskilni og
smám saman nær óhugnaðurinn
tökum á lesandanum. Nafn bókar-
innar er einn lykillinn enn. Bók-
stafinn X, sem er tvö V sett sam-
an á endunum, má hæglega gera
að hakakrossi, sem aftur má gera
úr merki SS-sveitanna illræmdu.
Ef tvö W eru sett saman á endun-
um fæst XX, sem aftur er einfalt
að breyta í Davíðsstjörnu. Reynd-
ar er leiðin frá X-inu í Davíðs-
stjörnuna flóknari og þrungnari
en hér er rakið, en í þessari bók
er fæst eins og það sýnist í upp-
hafi, eins og alsiða er í bókum
Perecs. Hún er ágætt dæmi um
þráhyggju hans sem tengist speg-
ilmynd, þar sem spegilmyndin
afneitar upprunalegri mynd, þar
sem síðari hluti sögunnar vegur
á móti fyrri hlutanum og gerir
hann að engu. Ef til vill má rekja
spegilmyndaþráhyggju Perecs til
þess að honum var jafn hægt að
nota vinstri höndina og þá hægri,
aukinheldur sem hann ruglaði sí-
fellt saman hægri og vinstri.
Upplestrarþrekraun
NATASHA Richardson við upptökur í New York.
SKÁLDSAGA' Larrys
McMurtrys, „Dead Man’s
Walk“, lýsir þéttbýlum heimi
og leiðir af því að persónur verksins
eru fjölmargar. Leikarinn Will Patt-
on, sem las skáldsöguna inn á hljóð-
snældu, segir hana vera leikaratug-
þraut. „Ég túlkaði 57 persónur, allt
fá skoskum dreng til indjánakonu.
í einum kafla bókarinnar ræðast
sjö persónur við í einu og ég hugs-
aði með mér: Þetta er geðveiki."
Patton hefur haft nóg að gera
sem leikari, lék m.a. í kvikmyndinni
„No Way Out“. Hann er vanur
maður og lét þessa erfiðleika ekki
á sig fá, heldur lauk lestrinum.
Enda áttu útgefendur hans ekki von
á öðru frá manni sem hefur reynst
ein af stjörnum nýs miðils sem vek-
ur æ meiri athygli; hljóðbókarinnar.
Hún er vart af barnsaldri, grón-
ustu bókaútgáfumar hafa staðið
að slíkri útgáfu í áratug. Á síðustu
fimm árum hefur orðið mikil aukn-
ing í útgáfunni og leikarar hafa séð
nýja möguleika opnast, að gerast
sagnamenn sem gæða persónur
bóka lífí og halda áheyrendum hug-
föngnum tímunum saman.
Nú seljast um 1,4 milljarðar
hljóðbóka árlega í Bandaríkjunum.
Stærstu bókaútgáfurnar gefa út
80-100 titla á ári og er aðallega
um að ræða styttar útgáfur met-
sölubóka sem taka um þijá til sex
tíma í flutningi.
Leikarar hafa tekið hljóðbókun-
um fagnandi enda þýða þær vinnu
Hljóðbækur njóta nú
æ meiri vinsælda í
Bandaríkjunum. Það
eru ekki síst leikarar
sem fagna þessu
nýja atvinnutæki-
færi en það er þó
hreint ekki á allra
færi að lesa upp heila
bók svo vel sé.
auk þess sem mörgum finnst upp-
lesturinn ánægjulegur. Segja þeir
mikinn heiður að fá að lesa vönduð
verk og verðlaunabækur inn á band.
Þá er þetta þægileg vinna, mögu-
legt er að lesa inn eina bók á dag-
stund og því hægt að koma upp-
lestri fyrir í annars þéttsicipaðri
dagskrá sviðsleikarans. Leikararnir
fá að jafnaði um 2.500 til 5.500
dali, 160-350.000 kr. ísl. fyrir að
lesa eina bók. Það eru smápeningar
í vasa kvikmyndaleikara á borð við
Brad Pitt, sem lesið hefur á band
smásögur eftir Cormac McCarty.
En ekki má gleyma því að upp-
lesturinn er eins manns sýning fyr-
ir leikarann. Hann fær launin óskipt
og leikur allar persónurnar, það er
að segja þær persónur sem lifa af
styttingu þeirra sem skera niður
efni bókanna svo að þær rúmist á
hljóðsnældunni. Leikaramir verða
að túlka persónurnar með röddinni
einni, líkamleg tjáning er ekki fyrir
hendi. Og það er ekki á færi allra
leikara. Upptökustjórar segja að
sviðsleikarar eigi auðveldast með
upplesturinn þar sem þeir séu vanir
löpgum óslitnum flutningi og eigi
auðvelt með að flytja mikinn texta.
Söngleikjastjörnur séu einnig góðir
flytjendur, þeir sem kunni að
syngja, eigi auðvelt með að túlka
texta. Þá er sóst eftir leikurum sem
hafa reynslu af flutningi í útvarpi
auk þess sem Bandaríkjamönnum
þykja breskir leikarar góðir. Bestu
flytjendurnir séu þeir leikarar sem
hafi ánægju af bóklestri og beri
umhyggju fyrir enskri tungu. Hafi
menn ekki gaman að því að leika
sér með tungumálið, eigi þeir ekk-
ert erindi í upplestur.
Af þeim leikurum sem þykir hafa
tekist hvað best upp má nefna Patt-
on, John Lithgow, Joe Mantegna,
Lynn Redgrave, Edward Hermann,
Natasha Richardson, Kate Burton,
Michael York og Blair Brown.
Upplesturinn er enginn leikur.
Mörgum bregður í brún þegar þeir
sjá í hveiju starfið felst; kannski
fimm klukkutíma flutningi með ör-
fáum hléum. Öll merki um þreytu
eða leiða koma greinilega fram.
„Fyrir kemur að maður veit ekki
hvað maður er að segja eða hvern-
ig maður getur haldið áfram,“ seg-
ir Patton.
Leikkonan Kate Burton les um
fimm bækur inn á snældu á ári. í
síðustu upptöku skaust hún í upp-
tökuhléi á nálægan skyndibitastað
og hámaði í sig matinn. Skömmu
eftir að hún hóf að lesa að nýju,
fóru að heyrast undarleg hljóð frá
meltingarfærunum. Upptökutækin
námu þau og varð Burton að hætta
lestrinum þar til hún hafði jafnað
sig í maganum.
Blair Brown segist í fyrstu hafa
hugsað um sjálfa sig sein „konu
hinna þúsund radda“ en fljótlega
hætt því og lesið upp svipað og
þegar hún las fyrir son sinn. Joe
Mantegna segist lítið breyta rödd-
inni eftir persónum, jafnvel þó um
kvenpersónur sé að ræða, ekki frek-
ar en maður geri þegar maður les
í huganum.
Byggt á The International
Herald Tribune.