Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 13.01.1996, Síða 8
8 D LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Málað eftir smekk fjöldans ALEXANDER Melamid og Vitaly Komar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg * I dag verður fallegasta og ljótasta málverk íslensku þjóðarínnar opinberað á Kjarvalsstöðum. Þóroddur Bjamason hitti mssnesku listamennina Vitaly Komar og Alexander Melamid, sem unnu verk- ið eftir ítarlega skoðanakönnun á bví hvað fólk vildi sjá í góðu lista- verki. Sambærilegar kannanir hafa þegar farið fram í fjölda landa og stefnan hefur verið sett á að gera fallegasta og ljótasta málverk í heimi fyrir aldamót. EIR HAFA verið starfandi listamenn síðan á seinni hluta sjötta áratugarins og hafa lengst af unnið saman. í Sovétrikjunum fyrrverandi unnu þeir í undirheimunum vegna opinberrar stefnu stjórnvalda þar í landi sem þótti fátt áhugavert í málverki nema glaðbeittar og ákveðnar hetjur í anda sósíalreal- isma. Þeir fluttu frá Sovétríkjunum árið 1977 og urðu fljótt heimsþekkt- ir fyrir ádeilumálverk sín á kommún- ismann og ráðamenn hans og hafa tekið sér ýmislegt furðulegt fyrir hendur í gegnum árin. Rannsókn þeirra á myndlistarsmekk fjöldans hefur vakið mikia athygli enda verk- ið unnið á vísindalegan hátt með hjálp hins þekkta verkfæris sem skoðanakannanir eru í nútímasamfé- lagi. Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur haft veg og vanda af komu þeirra hingað til lands og umsjón með gerð könnunarinnar sem unnin var af Hagvangi hf. Rödd Guðs „Við trúum því að lýðræðið sé ennþá besta þjóðfélagskerfi sem völ er á. Við viljum gera okkar list á sama hátt, lýðræðislega. Það er mjög mikilvægt að hafa öflugt verkfæri ,eins og skoðanakannanir eru, til að vita hvað fólkið vill. Það er mikill léttir að vinna á þennan hátt því fólkið sjálft ber ábyrgð á verkinu hvort sem það er gott eða vont. Við erum einungis í þjónustuhlutverki. I Róm til forna var sagt að rödd fólks- ins væri rödd Guðs og enn eimir eft- ir af þessari trú,“ sögðu listamenn- irnir. Þið eruð því að nokkru leyti að vinna undir stjóm Guðs? „Við tjáum okkur með hjálp talna. Platón sagði að alheiminum væri stjómað af tölum. Tölur eru frábær- ar því þær eru saklausar, ljúga ekki og eru alltaf fallegar." Fyrsta verk þessarar tegundar gerðu þeir fyrir tveimur árum en fyrir þann tíma þjónuðu þeir elítunni f New York að eigin sögn. „Við gerðum þá athyglisverðu uppgötvun að eftirsóttasta myndin er mjög lík í öllum -löndum sem kannanir hafa verið gerðar í, en sú síst eftirsótta er ætíð mjög ólík. Englar eru alltaf eins en skrýmslin margvísleg. ímynd þess illa er mismunandi eftir lönd- um.“ I íslensku myndinni eru atriði sem em alls óskyld íslandi. Reynið þið ekkert að-líkja eftir myndlistarhefð hvers lands eða umhverfi? „Fólkið biður t.d. aldrei um eigið landslag I myndimar, eða veðurfar. Landslagið og myndimar em draum- kenndar, ímynd hins fullkomna.“ Skoðanakönnun sem þessi hefur aldrei verið framkvæmd hér á ís- landi áður. Með verkinu hefur þjóðin því eignast í fyrsta sinn tölfræðilega úttekt á, ekki einungis hvernig verk séu best eða verst, heldur einnig á ýmsu því sem snýr að myndsmekk og myndlistarþekkingu landans. „Efnið er áhugavert og á örugg- lega eftir að verða notað í framtíð- inni,“ segir Komar, „Égget fullvisað þig um að þetta er 100% sögulegur viðburður. Fólki líkar hugmyndin en finnst verkin hræðileg," segir Melamid og hlær, „fólkið getur ekki séð málverkin sem eitthvað sem á eftir að batna með tímanum þó sag- an sé sífellt að sanna hið gagnstæða og því trúum við. Þær eru framúr- stefnulegar því þær eru kitsch, (glysgjörn og ofhlaðin alþýðulist). Kitsch er það eina sem getur farið I taugamar á fólki á sama tíma og það er einmitt sú list sem það safn- ar að sér.“ Þeir Komar og Melamid ætla að halda áfram að vinna að þessum verkum I fleiri löndum næstu tvö árin og stefnan er sett á að búa til eftirsóttasta og síst eftirsótta mál- verk heimsins fyrir aldamót. Þeir sögðu að könnunin væri inni á inter- netinu og þar gæti fólk tekið þátt í henni. Ur þeirri könnun ætla þeir að vinna internet-málverk. Einnig hafa þeir staðið fyrir fundum með fólki og málað eftir óskum þess. „Við erum að reyna að breyta ímynd listamannsins. Við erum ekki aristo- kratar heldur erum við lýðræðislega kosnir listamenn sem ganga á milli fólksins líkt og stjórnmálamenn til að vita hvað það vill til að við getum svo uppfyllt óskir þess á móti. Þeir vinna að ótal öðrum verkefn- um auk þessara málverka eftir vali fólksins. Þeir mála málverk af leið- togum og mikilmennum og einnig mála þeir málverk með fíl. „Við málum saman allir þrír. í Ameríku er það þekkt fyrirbæri að láta fíla mála. Við fengum einn sérþjálfaðan lánaðan. Þetta eru bestu málverkin okkar. Hann er miklu betri málari en við því hann er saklaus og óspillt- ur. Þetta er dæmigert samvinnuverk- efni líkt og samvinnuverkefnið með Islendingum. Allir iistamenn, sem ganga með þá grillu að þeir séu sjálf- stæðir og engum háðir, hafa rangt fyrir sér. Þeir nota það sem þeim var sagt af kennurum sínum, reynslu af samtölum við félaga og kollega, liti, bursta og striga sem er allt fram- leitt af iðnverkafólki. Allt samfélagið okkar er samvinnuverkefni. Hvernig hafa listamenn og sýning- arstjórar tekið þessu framtaki ykkar? „Þeir halda að við séum að gera grín að fólki en það erum við ekki að gera því við höfum tapað okkar sannfæringu um það hvað er gott og slæmt, rétt og rangt og leitin að sannleikunum heldur áfram og þetta er einn liður í því, leit að sannleika og því hreina og tæra.“ Þegar almenningur ræðir um list við listamenn eða áhugamenn um myndlist verður hann oft óöruggur og bregður sér gjarnan í vamarstöðu í stað þess að ræða um myndlist á opinn og eðlilegan hátt. Kunnið þið einhverja skýringu á þessu? „Fólk hvíslar alltaf í söfnum vegna þess að fólk er hrætt við eitthvað. Andrúmsloftið er eins og þama séu verk sem em útvalin af einhveiju ofurmenni til að hanga á veggnum og það vill ekki ónáða það. Listasöfn em lík grafreitum og kirkjum og þessvegna er fólk hrætt við að tala hátt. Öll listaverk í kirkjum em þar til að réttlæta tilveru Guðs þannig að allt sem þú setur inn í kirkju verð- ur á einhvern hátt heilagt. Þegar kirkjan og ríkið vom aðskilin urðu söfnin til og tóku við listinni og þá var það ekki Guð sem verið var að dýrka heldur snillingurinn. Þetta er alveg sami hluturinn. Hver em raunvemleg skilaboð ykkar til fólksins með myndlist ykk- ar, nú þegar er að líða að aldar- og árþúsundaskiptum? „Listamenn em komnir í sjálfheldu líkt og nútímalistin sem slík. Við eram að endurtaka okkur í sífellu. Þetta er búin að vera stöðug endUr- vinnsla á eldri stílum og stefnum alla þessa öld. Við þurfum að koma með nýjar hugmyndir fram á sjónar- sviðið því annars deyr listin." Listamennimir verða kynntir bet- ur I Lesbók Morgunblaðsins eftir viku ásamt því að birtar verða spurning- amar úr könnuninni og gerð grein fyrir svömm við hverri þeirra. VETTVAIMGUR Hinn umtalaði Don Juan Það er spurning hvort veki meira umtal, flagarinn Don Juan eða sýningin Don Juan. Hér er eilítið minnst á persónuna en aðallega rætt um sýninguna og viðbrögðin við henni. Meðal annars er spurt um hlutverk leikstjóra og gagnrýnanda. ALLTAF skal listgagnrýnendum öðra hveiju takast að komast í sviðsljós- ið með einhveijum hætti; oft em það tilfínningaþmngnar upphróp- anir og röklitlar staðhæfingar sem fyrst og fremst vekja athygli en í þetta skiptið er það einnig almennt fúllyndi gagnrýnanda. Það virðist hafa verið mjög svo neikvæður dómur leiklistargagnrýnanda Dagsljóss Ríkissjón- yarpsins, Jóns Viðars Jónssonar, um jólaleik- rit Þjóðleikhússins, Don Juan, sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Þjóðleikhússins. í dómi sínum sagðist Jón Viðar meðal ann- ars ekki vera sáttur við túlkun leikstjórans litháíska, Rimasar Tuminas, á aðalsöguhetju verksins, Don Juan, sem Jóhann Sigurðarson lék og sagði hann hengslast um á sviðinu eins og dópista. Jón Viðar sagði einnig að sér hefði leiðst á sýningunni enda hefði hún verið allt of löng, hann talaði um tónlistina í hénni sem hávaða og sagðist ekki fara í leikhús til að horfa á leikmyndina þegar hann var inntur eftir áliti á henni. Jón Viðar taldi sömuleiðis að leikritið væri ekki lengur Don Juan eftir Moliére heldur Don Juan eftir Rimas Tuminas. Gunnar Stef- ánsson, starfsbróðir hans hjá Tímanum, tek- ur undir þetta og gengur svo langt að kalla sýninguna „skáldskap leikstjórans" og varpar fram þessari kostulegu spurningu í lok dóms: „Kannski ætti leikstjórinn frekar að semja leikrit sjálfur?“ . Gunnar telur enn fremur að „íslenskir leik- húsgestir hafi tæpast forsendur til að meta nýstárlega túlkun á þessu verki" þar eð hann ætli að það hafí aldrei verið sett á svið í Reykjavík áður. Hér vanmetur gagnrýnandi þekkingu og dómgreind hins almenna áhorf- anda stórlega; gera má ráð fyrir að flestir þekki hvaða karaktereinkenni flagarinn Don Juan hefur til að bera enda er hann ein þekkt- asta persóna heimsbókmenntanna - mætti jafnvel segja að hann væri orðinn að eins konar bókmenntastofnun - og hefur komið fyrir í fleiri verkum en þessu eftir Moliére. Er skemmst að minnast kvikmyndar sem sýnd var hér í borg á fyrra ári við miklar vinsældir. Það er augljóst að frumleg túlkun Rimasar á Don Juan hefur komið þeim Jóni Viðari og Gunnari á óvart. Kannski hefur hún farið svo í taugamar á þeim þess vegna. Það vek- ur hins vegar furðu mína hvernig þeir líta á hlutverk leikstjóra í leikhússtarfínu. Jón Við- ar virðist ekki líta svo á að leikstjórinn eigi að leggja mikið upp úr túlkun á verkinu sem hann er að setja upp. Þannig þykir honum bera full mikið á Rimasi og túlkun hans í uppfærslunni á Don Juan og kennir sýning- una við leikstjóraleikhús. Gunnar tekur undir þetta viðhorf í sinni gagnrýni og þykir nóg um „persónulegar pælingar“ Rimasar í upp- færslunni. Sennilega telja þeir réttast að leik- stjórinn láti fara sem minnst fyrir sér og sínum hugmyndum um verkið í sýningunni; hann sé aðeins eins konar verkstjóri sem eigi að reisa handrit leikritsins við á sviðinu, eins og einn leikhúsmaður orðaði það í mín eyru. Þá tegund leikhúsuppfærslu mætti þá kannski kalla iðnaðarleikhús. En væri ekki alveg eins hægt að lesa leikritið á bók heima í stofu eins og að fara á slíka sýningu? í grein sem Jórunn Sigurðardóttir skrifaði í Tímarit Máls og menningar um leikárið 1993-94 (4. hefti 1994) er ijallað um sýningu Rimasar á Mávi Tsjekhovs í Þjóðleikhúsinu. Þar segir Jómnn réttilega að leiklistarfólk geti ekki haft það að markmiði í sjálfu sér að koma á óvart en í dag sé það kannski samt sem áður „mikilvægasta forsendan fyr- ir því að leikhúsið hafi einhver áhrif“. Jórunn talar um að það sé nauðsynlegt að reyna eitthvað nýtt í leikhúsi en kvartar jafnframt undan því að það sé erfiðara fyrir íslenska leikstjóra að breyta út af hefðbundnum túlk- unarleiðum en erlenda; „það er eins og hér þurfí alltaf útlending, einhvern allsendis ókunnugan til að íslenskt leikhúslistafólk gefí sig aðferðinni á vald“. Ef marka má ummæli Rimasar í nýlegu viðtali við Morgun- blaðið um að íslensku leikararnir, sem hann vann með að uppsetningu Don Juan, hafi verið of undirgefnir, hafí ekki verið nógu virkir í þeirri samræðu sem hann telur grund- vallaratriði æfíngaferlisins, hefur þetta ekki gengið eftir. Kannski er það vegna þess að íslenskt leikhúslistafólk á því ekki að venjast að leggja alla sína „leyndardóma og upplýs- ingar um listina" í verkið svo notuð séu orð litháíska leikstjórans; það á því ef til vill ekki að venjast að vinna með leikstjóra sem leggur jafn mikið upp úr túlkun eða skap- andi úrvinnslu og Rimas. Ég er viss um að íslenskt leikhúsfólk á eftir að vinna vel úr þeirri reynslu sem það hefur fengið af samstarfí sínu við þremenn- ingana frá Litháen. Hlutverk gagnrýnenda í þeirri úrvinnslu er að reyna að greina aðferð þeirra og benda á veikleika hennar. Þeir gera hins vegar lítið gagn með því að lýsa tónlist sýningarinnar sem hávaða og neita að fjalla um leikmyndina sem sjálfstæðan þátt hennar. Að líkja Don Juan í túlkun Jó- hanns Sigurðarsonar við dópista er útúrsnún- ingur sem er varla hægt að taka alvarlega, auk þess sem orðalagið lýsir fádæma virðing- arleysi gagnrýnanda fyrir umfjöllunarefni sínu - en virðingin er höfuðdyggð gagnrýn- andans. Gagnrýni á leikstjóra fyrir að birta skilning sinn á verkinu I sýningunni er held- ur ekki hægt að taka alvarlega; hún lýsir að minnsta kosti mjög undarlegri skoðun á hlutverki leikstjóra. Fyrir forvitni sakir mætti kannski að lokum spyija viðkomandi gagn- rýnanda um það hvaða hlutverki hann telji sig gegna í stöðu sinni í Dagsljósi Ríkissjón- varpsins. v ÞH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.