Morgunblaðið - 16.01.1996, Side 3

Morgunblaðið - 16.01.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 C 3 KNATTSPYRNA Fátt virðist geta stödvað Newcastle ÞAÐ virðist fátt geta komið í veg fyrir að Newcastle fagni sínum fyrsta meistaratitli í Englandi síðan 1927 — liðið hefur nú níu stiga forskot á Manchester United og einn leik til góða. Eftir sigur Newcastle á Coventry, 1:0, á sunnudaginn er liðið efst hjá veðbönkum í London — fór úr 1 -3 í 1 -5, síðan kemur Liverpool 5-1, Manchester United 6-1 og Tottenham er í fjórða sæti 33-1. „Ég sagði fyrir leikinn að Newcastle myndi vinna meistaratitil- inn. Staðan er óbreytt — liðið getur nú aðeins tapað titlinum," sagði Ron Atkinson, knattspyrnustjóri Coventry. Miðvallarleikmaðurinn Steve Watson skoraði eina mark leiksins, eftir mistök hjá vamar- manninum John Salako, sem náði ekki að koma frá fyrirgjöf Davids Ginola. Watson náði knettinum og sendi fram hjá Steve Ogrizovic, markverði. Meistaraheppnin var með Newcastle, sem mátti hrósa happi að ná þremur stigum á High- field Road, þar sem liðið vann sinn fyrsta sigur á útivelli í þijá mán- uði. Leikmenn Newcastle léku illa, en þrátt fyrir það fögnuðu þeir sigri. Manchester United varð að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Aston Villa á Old Trafford á laug- ardaginn og Liverpool gerði jafn- tefli, 1:1, gegn Sheffield Wed. Meistarar Blackbum unnu sinn fyrsta leik á útivelli, þegar þeir lögðu QPR að velli, 0:1, í London. Shearer skoraði markið — þetta var fyrsti sigur Blackburn á úti- velli síðan í apríl í fyrra, þegar liðið vann einnig QPR. Leikmenn Bolton, sem höfðu ekki unnið í ellefu leikjum í röð, fögnuðu sigri gegn Wimbledon, 1:0. John McGinlay skoraði mark- ið úr vítaspyrnu á 44. mín. Wimbledon lék með tíu leikmenn allan seinni hálfleikinn, þar sem Robbie Earle var rekinn af lei- kvelli rétt fyrir leikhlé. Arsenal vann góðan sigur úti gegn Middlesbrough, 2:3. Það var Hollendingurinn Glenn Helder sem skoraði sigurmarkið á 62. mín. — hans fyrsta mark fyrir Arsenal í 36 leikjum. Paul Merson skoraði fyrsta mark Arsenal á sjöundu mín., en síðan svöraðu heimamenn með mörkum frá Brasilíumannin- um Juninho og Phil Stamp. David Platt jafnaði fyrir Arsenal, 2:2, tveimur mín. áður en Helder skor- aði sigurmarkið. Middlesbrough endaði leikinn með tíu leikmenn inná, þar sem varamaðurinn Alan Moore var rekinn af leikvelli á síð- ustu mín. leiksins. Mark Hughes hjá Chelsea fékk að sjá rauða spjaldið í leik, 1:1, gegn Everton. Hann var rekinn af leikvelli fyrir grófan leik í seinni hálfleik. John Spencer skoraði mark Chelsea á 20. mín., en David Unsworth skoraði mark Everton úr vítaspyrnu sextán mín. seinna, sem var dæmd á Rúmenann Dan Petrescu, sem felldi Anders Limp- ar. Áhorfendur á Elland Road fögn- uðu gamla dýrlingnum Lee Chap- man geysilega, þegar hann mætti til að leika með liðinu gegn West Ham — er í láni frá Ipswich. Chap- man átti stóran þátt í meistarat- itli Leeds 1992. Chapman átti þátt í fyrra markinu sem Tomas Brolin skoraði á 25. mín. Aðeins mín. síðar var hann rekinn af lei- kvelli fyrir að gefa Svisslendingn- um og fyrram félaga sínum hjá West Ham, Mark Reiper, olnboga- skot. Leikmenn Leeds létu þetta ekki á sig fá, Brolin skoraði aftur á 63. mín. og tryggði Leeds sigur, 2:0. Leeds var að leiks sinn sjöunda leik á 21 degi — liðið hefur aðeins tapað einum. Leeds og Manchester City hafa bæði hug að næla sér í Uli Borawak frá Werder Bremen. Tottenham og Wimble- don í Evr- ópubann TOTTENHAM og Winibledon hafa verið sett í eins árs bann fráþátttöku í Evrópukeppni. Ástæðan fyrir banninu er að liðin tefldu fram táningalið- um og leikmönnum frá öðrum liðum í Inter-Toto keppninni sl. sumar og léku heimaleiki sína í Bríghton. Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, tel- ur að liðin hafi þar með litiisv- irt keppnina. Forráðamenn Tottenham eru ekki ánægðir með þessa ákvörðun, þar sem liðin hlupu í skarðið til að bjarga enska knattspyrnusambandinu og tóku þátt í Inter-Toto keppn- inni. Lítiil áhugi er fyrir keppninni hjá enskum liðum, þar sem keppnin stendur yfír um hásumar, þegar enskir knattspyrnumenn eru i sum- arfríi eða að byija að und- irbóa sig fyrir næsta keppnis- timabil. Tottenham hefur ósk- að eftir þvi við enska knatt- spymusambandið að þessum úrskurði verði áfrýjað. Fyrsta tap Ajax í 613 daga EVRÓPUMEISTARAR Ajax máttu þoia sitt fyrsta tap í 53 deildarleikjum í Hollandi, eða frá því í maí 1994, þegar það sótti Willem II Tilburg heim, 1:0. Þetta var annað tap Ajax í röð, þar sem liðið tapaði vináttuleik gegn Maccabi Haifa í ísrael, 2:1, á fimmtudaginn var. Patrick Kluivert og Jari Litmanen fengu góð tækifæri til að skora fyrir Ajax í byrjun leiksins, en þeim brást bogalistin. Van der Vegt skoraði mark Wiliem II og var heppnin með honum — hann skaut að marki af átján metra færi, knötturinn fór í varaarmanninn Frank de Boer, breytti um stefnu og fór framhjá Edwin van de Sar, markverði. Eftir markið voru Nordin Wooter og Litmanen teknir útaf og Níger- íumennirnir Finidi George og Nwankwo Kanu settir inná, en allt kom fyrir ekki. Ajax hafði ekki tapað leik í móti í 613 daga. Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem tán- ingarnir Patrick Kluivert, Michael Reiziger og Winson Boogard hafa mátt þola tap með Ajax í keppni, en liðið hafði leikið 75 leiki í röð í mótum án þess að tapa. Louis van Gaal, þjálfari Ajax, sagðist ekki hafa áhyggjur — það kemur alltaf að því að lið tapi. Hér á myndinni til hliðar sjást þrír leikmenn Willem II fagna sigrinum yfir Ajax. Milan saknaði Weah Liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli í Cremonese Compostela erfitt heim að sækja COMPOSTELA skaust upp í annað sætið á Spáni, þegar liðið lagði Espanyol að velli, 2:1. Compostela, sem leikur nú sitt annað keppnis- tímabil í 1. deild, er sjö stigum á eftir Atletico Madrid — liðið hefur ekki tapað á heimavelli, unnið tiu leiki og gert eitt jafntefli. „Það er ekkert lið sem getur fagnað sigri hér,“ sagði Jose Antonio Camacho, þjálfari Espanyol. Leikmenn Real Madrid eiga ekki sjö dagana sæla, því að 70.000 áhorfendur bauluðu á þá eftir jafn- teflisleik, 2:2, gegn Zaragoza Sant- iago Bernabeu. Real bjargaði sér frá tapi með því að skora tvö mörk undir lok leiksins. Argentínumaðurinn Diego Sim- eone tryggði Atletico Madrid jafn- tefli, 1:1, með marki tveimur min. fyrir leikslok, 1:1, gegn Albacete. að var greinilegt að leikmenn AC Milan söknuðu George Weah, þegar þeir urðu að sætta sig við jafntefli, 0:0, í Cremonese. Weah er í Suður-Afríku, þar sem hann leikur með Líberíu í Áfríkumeistara- keppninni. Dejan Savicevic, Roberto Baggio og Marco Simone náðu ekki að btjóta sterka vörn Cremonese á bak aftur og þá varði markvörðurinn Luigi Turci mjög vel í marki heima- manna. ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport sagði í fyrirsögn eftir leikinn: „Farið til Suður-Afríku og náð í hann“ — átti blaðið við að AC Milan ætti að ná í Weah. Fiorentina notaði tækifærið og minnkaði muninn um eitt stig, með því að leggja Piacenza að velli 2:1. Anselmo Robbiati, og Francesco Baiano skoruðu mörk Fiorentina, en leikmenn liðsins hafa skorað mark eða mörk í síðustu 30 heimaleikjum liðsins, eða í öllum heimaleikjum sín- um í 21 mánuð. Parma vann stórsigur, 4:0, á Cagliari — fyrsti sigur liðsins í fjór- um leikjum. Roberto Mussi skoraði fyrsta mark Parma og síðan bætti liðið þremur mörkum við í seinni hálfleik og missti einnig varnar- manninn Luigi Apolloni af leikvelli, eftir að hann hafði séð sitt annað gula spjald. Meistarar Juventus máttu sætta sig við jafntefli, 1:1, heima gegn Bari. Fabrizio Ravanelli jafnaði úr vítaspyrnu, eftir að Igor Protti skor- aði fyrir gestina á níundu mín. Marco Branca skoraði tvö mörk fyrir Inter Mílanó gegn sínum gömlu félögum hjá Roma, 2:0. Þetta var móralskur sigur fyrir Inter, eftir að liðið hafði tapað þremur af síðustu fjóram leikjum sínum. Alessandro Iannuzzi, sem tók stöðu Giuseppe Signori, sem var í leikbanni, bjarg- aði Lazíó frá tapi — er hann skoraði jöfnunarmarkið, 1:1, beint úr auka- spyrnu á síðustu sek. gegn Torínó á Ólympíuleikvanginum í Róm, en aðeins tíu mín. áður hafði Ruggiero Rizzitelli skorað mark Torínó. ■ Úrslit / C6 ■ Staðan / C6 Porto heldur sínu striki LEIKMENN Porto halda sínu striki í Portúgal, þar sem þeir hafa ekki tapað leik í vetur. Þeir fögnuðu sigri, 2:0, yfir Sporting, sem er í öðru sæti, með tveimur mörkum frá Domingos Oli- veira. Porto hefur náð átta stiga forskoti á Sporting og stefnir á að veija meistara- titil sinn. „Þetta var frábær sigur, ég er mjög ánægður," sagði Bobby Robson, fyrr- um landsliðseinvaldur Eng- lands, sem þjálfar Porto. „Staða okkar er orðin mjög góð, en það er löng leið framundan."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.