Morgunblaðið - 18.01.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.01.1996, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Dixon hefur ekki samúð með Ginola LEE Dixon, landsliðsbakvörður Arsenal, sem glímdi við franska iandsliðsmanninn David Ginola í deildarbikarleik á Highbury, með þeim afleiðingum að Frakkinn var rekinn af leikvelli, hef- ur enga samúð með honum. Ginola verður settur í þriggja leikja bann fyrir brottvísunina, en hann var rekinn af leikvelli eftir að hann gaf Dixon olnbogaskot i andlitið. Dixon, sem hafði gætur á Gin- ola í leiknum — og sótti oft hart að franska leikmanninum, sagði: „Ginola er líklega einn af snjöllustu sóknarleikmönnum sem ég hef leikið gegn og það var mitt verkefni að halda honum niðri. Þegar ég fann að hann var orðinn gramur í geði vissi ég að ég var að vinna verk mitt mjög vel. Ég vissi aftur á móti ekki hvað gerðist þegar Ginola var rek- inn af leikvelli — ég fann fyrir verk í andlitinu og vankaðist um tíma,“ sagði Dixon. Dixon lá á vellinum í nær fimm mínútur, eða þar til hann var bú- inn að jafna sig. Knötturinn var ekki nærri þegar Ginola gaf Dixon olnbogaskotið. Ginola hafði áður í leiknum fengið að sjá gula spjald- ið fyrir leikaraskap — þegar hann kastaði sér niður á völlinn, eins og sundmaður, þegar hann íenti í nágvígi við Nigel Winterburn, hinn bakvörð Arsenal. Þannig leikara- skap, sem leikmenn í Frakklandi og Italíu nota gjarnan, til að reyna að klekkja á andstæðingnum, þola Englendingar ekki. Því hefur Eric Cantona fengið að finna fyrir og það á Ginola eftir að ganga í gegn- um — áhorfendur koma til með að baula á hann á hvaða velli sem hann á eftir að leika á í vetur. Kevin Keegan sagði að Ginola tæki atvikið mjög nærri sér, en skilaboðin sem Ginola fékk frá leikmönnum Arsenal, eru: „Það þýðir ekkert að vera að væla, vertu fullorðinn — þú átt eftir að læra mikið.“ Van Vossen til Glasgow Rangers GLASGOW Rangers hefur fengið hollenska landsliðsmanninn Peter van Vossen, fyrrum leikmann Ajax, til liðs við sig I skipt- um fyrir Rússann Oleg Salenko, sem fer til tyrkneska liðsins Istanbulspor, sem Van Vossen lék með. Van Vossen er mjög ánægður að vera kominn til Ibrox eftir sex mánaða martröð í Istanbúl. „Það er mikill léttir fyrir mig að fara frá Tyrk- landi, þar sem ég átti í erfiðleikum með að hafa samband við aðra leikmenn og þar af leiðandi lék ég ekki vel. Nú fæ ég tækifæri til að leika knattspyrnu eins og ég þekki best.“ Salenko, sem fer til Tyrlands, varð frægur þegar hann skor- aði fimm mörk fyrir Rússland gegn Kamerún í HM í Banda- ríkjunum. Hann var keyptur til Rangers fyrir 2,5 millj. punda frá Valencia á Spáni sl. sumar. Hann skoraði átta mörk í átján leikjum fyrir Rangers, en náði ekki að aðlaga sig liðinu eða lífinu í Skotlandi. DÓMARIIMN Gerald Ashby sýnir Ginola rauða spjaldið, eftir atlögu hans að Dlxon. Inter á hött- unum eftir markaskorara Roy Hodgson, þjálfari Inter Mílanó, leitar nú logandi ljósi að markaskorara. Massimo Moratti, forseti félagsins, neitaði því ekki að Inter hafi áhuga fyrir að fá Ivan Zamor- ano, landsliðsmann frá Chile, sem leikur með Real Madrid á Spáni. Zamorano ætlar ekki að endurnýja samning sinn við Real þegar hann rennur út í vor. Liðið hefur einnig augastað á öðrum miðheijum, eins og enska landsliðsmann- inum Alan Shearer hjá Blackburn og þá hefur nafn Brasilíu- mannsins Ronaldo, sem leikur með Eindhoven, verið nefnt. Hodgson vill fá leikmann fyrir Dennis Bergkamp, sem var seldur til Arsenal. Einn sóknarmaður frá Brasilíu er nú í herbúðum Inter, Caio og einnig sóknarleikmaðurinn Marco Branca, sem kom til liðsins frá Roma fyrir skömmu. Alan Shearer var ekki lengi að tjá sig, þegar hann heyrði fréttirnar um áhuga Inter, með Jþví að segja að hann hafi ekki áhuga að fara til liðsins. „Ég er að sjálfsögðu hreyk- inn að lið eins og Inter Mílanó hafi áhuga á mér. Ég hef skrifað undir þriggja ára samning við Blackburn — það eina sem ég hugsa nú um er að leggja mitt af mörkum til að liðið hafni ofarlega í deildarkeppninni," sagði Shearer. Valencia á Spáni, Borussia Dortmund og Colo-Colo í Chile hafa einnig áhuga að fá Ivan Zamorano. 11 Reuter ITALIA staðan Italía - 1. deild 17 6 2 0 17-5 Milan 3 5 1 9-7 34 17 7 2 0 21-9 Fiorentina 3 1 4 9-10 33 17 6 2 1 16-6 Parma 2 5 1 11-10 31 17 6 2 1 17-6 Juventus 2 2 4 7-10 28 17 6 2 1 26-10 Lazio 1 3 4 5-9 26 17 2 4 2 9-8 Roma 4 3 2 11-7 25 17 6 2 1 15-9 Udinese 1 2 5 6-11 25 17 6 3 0 16-2 Inter 0 3 5 6-13 24 17 5 2 1 9-4 Vicenza 1 4 4 7-11 24 17 3 3 2 7-7 Napoli 2 5 2 10-10 23 17 4 4 1 14-8 Sampdoria 1 3 4 12-18 22 17 3 3 3 12-12 Atalanta 3 1 4 9-15 22 17 4 1 3 6-4 Cagliari 2 1 6 7-20 20 17 3 4 1 13-9 Torino 0 4 5 4-17 17 17 3 3 2 15-12 Bari 1 1 7 10-25 16 17 4 1 3 10-13 Piacenza 0 3 6 8-20 16 17 3 3 3 13-12 Padova 1 0 7 5-16 15 17 2 4 2 11-7 Cremonese 0 1 8 7-18 11 Ítalía - 2. deild 19 6 2 2 18-14 Pescara 3 2 4 8-11 31 19 7 2 1 17-5 Cesena 0 5 4 9-13 28 19 7 1 2 22-8 Genoa 1 3 5 9-19 28 19 4 5 0 10-6 Bologna 2 5 3 6-6 28 19 6 3 0 14-8 Palermo 0 7 3 1-7 28 19 5 3 1 16-9 Cosenza 1 6 3 7-11 27 19 4 5 1 11-5 Verona 3 1 5 7-11 27 19 5 4 0 10-2 Reggiana 2 2 6 8-17 27 18 6 0 3 15-10 Ancona 2 2 5 9-11 26 19 5 4 0 16-6 Perugia 1 4 5 7-14 26 19 2 5 2 6-8 Venezia 4 3 3 9-9 26 19 5 3 2 10-6 Salemitan 1 3 5 7-9 24 19 4 4 2 10-7 Brescia 2 1 6 15-15 23 19 5 2 3 14-11 Fid.Andria 0 6 3 7-10 23 18 4 5 1 13-7 Reggina 1 3 4 4-15 23 19 5 4 1 11-6 Foggia 0 3 6 4-14 22 18 3 4 1 9-7 Lucchese 1 5 4 4-11 21 19 1 6 2 4-5 Chievo 2 5 3 9-10 20 19 4 3 3 11-10 Avellino 1 2 6 8-16 20 18 2 5 1 9-6 Pistoiese 1 2 7 8-17 16 Glímdu við spámennína 3 Árangur á heimavelli Laugardagur 20. jan. úrslit frá 1984 1 West Ham - Manchester Utd. 3 6 1 14:12 2 Liverpool - Leeds 5 2 1 13:1 3 Arsenal - Everton 6 2 2 14:6 4 Chelsea - Nottingh. Forrest 4 3 2 14:15 5 Newcastle - Bolton 2 1 0 6:3 6 Blackburn - Sheffield Wed. 5 2 1 13:7 7 Southampton - Middlesbrough 4 0 1 10:5 8 Wimbledon - Q.RR. 2 3 4 8:10 9 Manchester City - Coventry 6 2 2 15:8 10 Port Vale - Derby 2 0 0 2:0 11 Ipswich - Birmingham 6 0 2 20:7 12 Reading - Stoke 1 0 2 4:2 13 Wolves - Tranmere 2 J J 5:4 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 5:7 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild; Meðalskor eftir 11 vikur: Ásgeir ' 9 85 UL Logi 6 88 8,0 9 92 8,4 Þín spá Sunnudagur 21. jan. 1 Roma - Sampdoria 2 Torino - Fiorentina 3 Parma - Atalanta 4 Vicenza - Inter 5 Cremonese - Juventus 6 Cagliari - Udinese 7 Napoli - Bari 8 AC Milan - Padova 9 Genoa - Verona 10 Cosenza - Salernitana 11 Brescia - Pescara 12 Foggia - Perugia 13 Chievo - Lucchese úrslit Arangur á heimavelli frá 1988 3 2 2 6:4 3 2 0 6:2 2 2 0 3:1 0 0 0 0:0 0 2 2 4:7 0 1 1 2:3 4 0 0 8:0 1 0 0 1:0 1 0 1 1:1 0 1 0 0:0 2 0 0 4:1 0 0 0 0:0 1 0 0 4:1 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 8:2 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 10 vikur: Ásgeir ’ 7 4 83 8,3 Logi 74 7,4 10 9 93 9,3 Þín spá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.