Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
■ KRISTINN Björnsson frá Ól-
afsfirði sigraði á alþjóðlegu stiga-
móti (fis) í svigi í Altenmark i
Austurríki um helgina. Arnór
Gunnarsson frá ísafirði varð
þriðji og Haukur Arnórsson, Ar-
manni, fjórði. Kristinn fékk 22,64
punkta fyrir árangur sinn en hann
á best í kringum 15 punkta og
bætti sig því ekki á heimslistanum.
Arnór hlaut 32,89 punkta og
Haukur 33,83 punkta, þeir bættu
sig heldur ekki.
■ SVEINN Brynjólfsson frá
Dalvík og Jóhann Friðrik Har-
aldsson úr KR kepptu á svigmóti
í Svíþjóð um helgina. Sveinn end-
aði í 17. sæti og hlaut 64,56
punkta, sem er besti árangur hans.
Jóhann Friðrik í 29. sæti og hlaut
104,60 punkta og var nokkuð frá
sínu besta.
■ ÓMAR Torfason, fyrrum
landsliðsmaður í knattspyrnu úr
Fram, hefur verið ráðinn_ þjálfari
4. deildarliðs BÍ frá ísafirði.
Ómar er ísfirðingur og lék með
ÍBÍ á sínum tíma.
■ ALLS fóru 150 stuðningsmenn
UMFA frá íslandi með liðinu út
á laugardagsmorguninn til að
fylgjast með Evrópuleiknum í
Drammen. í flugvélinni á leiðinni
út fengu allir afhenta rauða
skyrtuboli til að klæðast á meðan
á leiknum stóð og skáru þeir sig
því vel úr áhorfendaskaranum í
íþróttahöllinni í Drammen.
É EIÐUR Guðnason sendiherra
Islands í Noregi mætti á Ieikinn
og settist með stuðningsmönn-
um UMFA fyrir aftan annað
markið. Er Eiður kom á svæðið
var lítið eftir af bolunum en Jó-
hann Guðjónsson formaður hand-
knattleiksdeildar UMFA dó ekki
ráðalaus. Honum tókst loks að
krafa upp einn bol úr fylgsnum
sínum og gaf Eiði sem umsvifa-
laust klæddist honum.
■ JANI Sievinen frá Finnlandi
mætti heimsmet sitt í 400 metra
fjórsundi á meistaramóti Finn-
lands í stuttum vegalengdum um
helgina. Hann synti á 4.6,03 mín.
en fyrra metið, sem hann setti
fyrir þremur árum, var 4.07,10.
■ MICHELLE Kwan varð um
helgina bandarískur meistari í list-
hlaupi á skautum, en hún er aðeins
15 ára. Tonia Kwiatkowski varð
önnur og Tara Lipinski, sem er
13 ára, varð þriðja. Þessar þrjár
verða fulltrúar Bandaríkjanna á
heimsmeistaramótinu sem fram fer
í Edmonton í mars.
■ RUDY Galindo sigraði í list-
hlaupi karla. Meistarinn frá í fyrra,
Todd Eldredge, varð annar og
Dan Hollander þriðji.
■ JOKO Suprianto frá Indónes-
íu sigraði landa sinn, Haryanto
Arbi, í úrslitum í einliðaleik á
Opna japanska meistaramótinu í
badminton um helgina, 15:12,
13:18 og 15:4. Ye Zhaoying frá
Kína sigraði Susi Susanti, Indó-
nesíu, í úrslitaleik kvenna, 11:7,
11:8.
■ RA Y Bourque í liði Boston var
kjörinn besti leikmaður Stjömu-
leiks NHL-deildarinnar sem fór
fram um helgina en hann tryggði
Austurdeild 5:4 sigur.
■ BOURQUE lék 14. Stjömuleik
sinn en þetta var sá 46. í röðinni.
„Það er frábært að fá þessa viður-
kenningu og það á heimavelli,"
sagði Bourque og bætti við að 10
ára sonur sinn hefði lagt sitt af
mörkum með gæfuóskum í hléinu
á milli annars og þriðja leikhluta.
STYRKUR
að kviknaði á enn einu aðvör-
unarljósinu í íslenskum
handknattleik í Drammen á
sunnudaginn, þar sem leikmenn
Aftureldingar — margir reyndir
landsliðsmenn, hrein-
lega fóru á taugum
gegn meðalsterku
norsku liði; leikmenn-
imir urðu geysilega
hræddir að sögn
þjálfarans og þeir
náðu aðeins að skora
þijú mörk í fyrri hálfleik, 3:13,
og töpuðu leiknum meðátta
marka mun.
Aðeins einu sinni áður hefur
íslenskt lið skorað færri mörk í
fyrri hálfleik í Evrópuleik —
FH-ingar 1971, þegar þeir voru
undir 2:18 í leikhléi í leik gegn
liði í Júgóslavíu. Allt aðrar að-
stæður voru þá — ferðaþreyttir
leikmenn FH komu til leiks aðeins
klukkutíma fyrir leikinn eftir sex-
tíu tíma ferðalag frá íslandi. Svo
var ekki með leikmenn Aftureld-
ingar — þeir voru mættir tíman-
lega til leiks.
Úrslitin er spegilmynd af því
sem hefur verið að gerast í ís-
lenskum handknattleik og flokka-
íþróttum. íslenskir íþróttamenn
búa nú við miklu betri aðstæður
en menn gerðu á árum áður, þeg-
ar sjálfir íþróttamennirnir keyptu
sína keppnisskó og komu sér á
æfíngar án þess að aka bifreiðum
sem félögin hafa fært þeim.
íslenskir handknattleiksmenn
eru greinilega ekki nægilega vel
undirbúnir fyrir stórátök. Þegar
að er gáð er tækni leikmanna
miklu meiri en áður var, en lík-
amlegur styrkur þeirra er ekki
nægilegur. Hveiju er þar um að
kenna — eru þjálfarar ekki
menntaðir til að byggja upp lík-
amsstyrk leikmanna, eða eru leik-
menn ekki tilbúnir til að leggja
nægilega á sig til að styrlcja sig
og ná árangri? í HM á íslandi
kom í ljós að leikmenn islenska
landsliðsins voru ekki tilbúnir í
slaginn þegar á hólminn var kom-
ið.
Það er ekki hægt að loka aug-
unum fyrir því að peningar eru
byijaðir að setja stóran svip á
íslenska íþróttamenn — eru þeir
tilbúnir til að leggja mikið á sig
til að ná árangri, án þess að fá
greiðslur fyrir? Hugsunarháttur-
inn er orðinn: Hvað getur félagið
gert fyrir mig? En ekki: Hvað
get ég gert fyrir félagið mitt?
Leikmenn flakka grimmt á milli
félaga, ef peningar eru í boði.
Þau félög sem fara niður um
deild, missa oft marga leikmenn
og það leikmennina sem áttu
stóran þátt í að ekki náðist árang-
ur. Skylda þeirra við félag sitt
nær ekki lengra en til buddunn-
ar! Þeir taka hatt sinn, þegar
þeim hentar, og kveðja!
Nú er að renna upp önnur
kveðjustund, ef menn fara ekki
að taka á hlutunum. íslenskir
handknattleiksmenn geta farið
að kasta kveðju á alþjóðlegan
handknattleik, ef þeir fara ekki
að taka sig á til að styrkja sig
líkamlega, þannig að þeir geti
skammlaust att kappi við aðrar
þjóðir. Það hafa margir kvartað
í gegnum árin, að íslenskir hand-
knattleiksmenn væru ekki nægi-
lega líkamlega sterkir og ekki
nægilega vel þjálfaðir til að öðl-
ast líkamlegan styrk. Einn þeirra
var Bogdan, fyrrum landsliðs-
þjálfari. Handknattleiks- og
knattspymumenn eru skemmti-
kraftar, sem áhorfendur koma til
að horfa á. Þeir fá greidd laun
fyrir það sem þeir eiga að sýna
og það eru því kröfur frá hinum
almenna félagsmanni, sem leggur
fjármagn í sýningar, að leikmenn
þjálfi sig vel upp og komi líkam-
lega vel á sig komnir til sýninga.
Sigmundur ó.
Steinarsson
íslendingar ekki nægi-
lega vel undirbúnir
fyrir sftórátök
Var Grindvíkingurinn PÁLL AXEL VILBERGSSON ekkertsmeykurgegn ÍR?
Má ekki sýna
neina miskunn
PÁLL AXEL Vilbergsson í Grindavík er einn af þeim strákum
sem eru að koma inn í meistaraflokka liða sinna og stíga
fyrstu sporin í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. í vetur hefur
hann komið inn til að hvíla stóru mennina í liðinu, Guðmund
Bragason og Herman Myers. Hann fékk hinsvegar öllu
stærra hlutverk á móti ÍR á sunnudagskvöldið, þvf þar lék
hann stóran hluta leiksins við hlið Guðmundar, því nú er
Herman Myers á heimleið eftir meiðsli sem hann varð fyrir
og nýi Bandarfkjamðurinn ekki tilbúinn að axla hlutverk sitt
með liðinu. Páll er aðeins 18 ára og hefur leikið 15 leiki í
drengja- og unglingalandsiiði íslendinga í körfuknattleik og
er framtíðarmaður bæði með sfnu félagsliði og landsliði.
Frimann
Ótafsson
skrífar frá
Grindavík
Friðrik [Rúnarsson, þjálfari] er
búinn að gefa mér séns að
spila með liðinu að undanförnu
og mér finnst ég
vera að koma bet-
ur inn í liðið. Ég
var ekkert hrædd-
ur við að spila á
móti [John] Rhodes inni í teignum
og sýndi honum enga miskunn.
Það er það sem gildir í þessum
körfubolta." Páll reif niður 10
fráköst í leiknum, þar af 5 í sókn-
inni á móti Rhodes og það leika
ekki margir eftir.
Nú er þetta hörkuvinna sem
liggur að baki því að spila körfu-
boltaleik.
„Já, það er óhætt að segja það
og maður þarf að leggja hart að
sér í körfunni. Ég æfi sex daga
vikunnar með meistaraflokki,
hver æfing er Vh klukkustund.
Síðan er maður að æfa með yngri
flokkum og spila með unglinga-
flokki. Þetta er nálægt því að
vera heil vinnuvika að æfa og
spila körfubolta á viku hjá mér.
Þetta er full vinna og maður ætti
að fá greidda fulla vinnuviku, eða
þannig. Ég er ekki með neinu
landsliði núna, en lék með
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
PÁLL Axel Vilbergsson glaðbelttur eftlr lelk Grind víkinga
og ÍR í fyrrakvöld þar sem hann stóð sig mjög vel.
drengja- og unglingalandsliði ís-
lands undir stjóm Harðar Gauta
Gunnarssonar 1994-1995 og
ferðaðist með því um Norðurlönd
og England."
Þú ert í fullri vinnu með æfing-
um og keppni. Verða aldrei neinir
árekstrar?
„Ég er að vinna í Arnarvík og
þetta rekst oft á. Ég er þó svo
heppinn að Dóri [Halldór Sigurðs-
son] verkstjóri er mjög almenni-
legur og gefur mér frí þannig að
ég mæti skilningi á mínum vinnu-
stað.“
Nú gekk vel gegn ÍR og áhorf-
endur klöppuðu þér lof í lófa. Það
hefur væntaniega ekki verið leið-
inlegt?
„Það er nú dálítið góð tilfinning
að finna það að áhorfendur eru
ánægðir með það sem maður er
að gera inni á vellinum. Það var
einnig góð tilfinning að boltinn
skyldi detta niður í lokin um leið
og leikurinn var flautaður af. Nú
er samt framundan hjá okkur að
klára deildina og við vonumst til
að vinna þá leiki sem við eigum
eftir og fá síðan gott lið í úrslita-
keppninni og ná þar góðum úrslit-
um. Við komum saman um ára-
mótin og settum okkur það tak-
mark að komast í úrslitakeppnina
og við komum saman aftur og
setjum okkur nýtt markmið. Ætli
markmiðið hjá mér verði ekki síð-
an að halda Dobard á bekknum
það sem eftir er!“