Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JM«ipit#M>il> 1996 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR BLAÐ B Vala Flosadóttir tví- bætti IMorðurlandametið Vippaði séryfir 3,90 metra ífyrstu tilraun VALA Flpsadóttir, frjálsíþrótta- kona úr ÍR, tvibætti Islands- og Norðurlandametið ístang- arstökki kvenna á frjálsíþrótta- móti í Malmö í Svíþjóð á sunnu- dag. Gamla metið hennar, 3,82 metrar, var viku gamalt. A sunnudaginn bætti hún metið fyrst um þrjá sentímetra er hún stökk 3,85 metra og fór síðan yfir 3,90 metra í fyrstu tilraun. „Árangurinn hefur komið mjög á óvart. Ég bjóst ekki við að bæta mig svona mikið strax í upphafi keppnistímabilsins," sagði Vala. Vala, sem verður 18 ára á þessu ári, er nú komin í röð 15 bestu stangarstökkvara heims. „Ég get bætt mig enn frekar ef ég fæ stöng sem er harðari en sú sem ég hef notað að undanförnu. Ég á von á nýrri stöng frá FRÍ á næstu dögum og vonandi verður ekki langt að bíða þar til ég fer yfir fjóra metra. Það er markmiðið að ná því fyrir Evrópumótið innanhúss sem fram fer í Stokkhólmi í mars," sagði Vala við Morgunblaðið. Heimsmetið í stangarstökki kvenna utanhúss er 4,28 metrar og er það í eigu ástralskrar stúlku. Vala er yngst kvenna sem stokkið hafa yfir 3,90 metra og því má segja að hún eigi óopinbert heimsmet í sínum aldursflokki. Vala hefur mikla yfirburði í stangarstökkinu í Svíþjóð því sú sem varð önnur á mótinu í Malmö um helgina, og er næstbest í Svíþjóð, stökk aðeins 2,70 metra. Vala keppti einnig í þremur öðr- um greinum á mótinu um helgina þar sem þátttakendur voru 1.400 talsins og komu m.a. frá Dan- mörku. Hún sigraði í hástökki, stökk 1,76 metra og var aðeins fimm sentímetrum frá sínu besta. Hún varpaði kúlu 11,68 metra og varð önnur og hljóp 60 metra grinda- hlaup á 9,47 sekúndum og hafnaði í öðru sæti. Hún tekur þátt í tveimur mótum um næstu helgi. Á laugardaginn í Malmö og síðan á sunnudag í Gauta- borg, en þar keppa einnig Jón Arn- ar Magnússon, UMSS, Jóhannes Már Marteinsson, ÍR, og Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ármanni. Jó- hannes Már og Geirlaug eru að reyna við lágmörk í 60 metra hlaupi fyrir EM í Stokkhólmi. Mynd/Rolf Olsson, Sydsvenska Dagbladet VALA Flosadóttlr tvfbættl íslands- og Norðurlandametlð f stangarstökki á sunnudaglnn. Hór er hún komln í háloftln og stefnan er sett á fjóra metra. Góður árangur Daníels á sænska meist- aramótinu ÐANÍEL Jakobsson, sem keppir fyrir Leiftur, Ólafsfirði, varð í 13. sæti í 30 km göngu með frjálsri aðferð á sænska meistaramótinu á sunnu- dag. Hann var meirihluta göngunnar í sjöunda sæti en dalaði aðeins á síðustu kilómetrunum. Allir sterkustu göngumenn Svía tóku þátt i mótinu og er þvi árangur Daníels góður. Sigurvegari í göngunni var Ólympíumeistar- inn V ladímí r Smirnov frá Kasakstan. Sviinn Nikias Jonsson varð annar og landi hans, Torgny Mogren, þriðji. Ásama, f élag Daníels, sigraði f liðakeppninni, en þrir bestu tímarnir hjá liðs- mönnum hvers félags eru reiknaðir saman. Daní- el varð þriðji Asarna-strakanna og þvi kom túni hans til útreiknings. í dag verður keppt í 15 km göngu með frjálsri aðferð á sænska meistaramótinu. Afturelding nálægt meti FH-inga LEIKMENN Aftureldingar voru nær því búnir að jafna met íslenskra liða í Evrópukeppninni, þegar þeir skoruðu ekki nema þrjú mörk í fyrri hafleik gegn Drammen, 13:3, ogtðpuðu 14:22. FH-ingar skoruðu aðeins tvð m örk, 18:2, í fyrri hálfleik gegn júgóslavneska liðinu Partízan Bjelovar i Skolsko-sportaka-d vorana í Karlovac íkróatíu 1971. FH-ingartöpuðuieiknum 27:8, en áður höfðu þeir tapað 14:28 í LaugardalshðU- inni. FH-ingar komu tíl leiksins aðeins rumri klukkustund fyrir hann, eftir að hafa verið 45 klukkustunðir á ferðalagi af þeim 60 kls. sem ferðin til Karlovac tók. FH-Iiðið fór fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem þeir fengu að kynn- ast svikum hjá júgóslavneska flugf élaginu JAT, en FH-ingar, sem áttu að fara nær beint til Júgó- slaviu, urðu að biða í sjð klukkustundir á Kast- ru p-flugvclli, þaðan var flogið tfl Stokkhólms og síðan til Júgóslavíu. Vegna veðurs gat flugvél- in ekki lent i Zagreb og var þá flogið til Split, þar sem FH-ingar komu um nótt. Eftír stuttan svefn á hóteli hélt FH-Iiðið til Zagreb og þaðan með langferðabifreið til Karlovac. Komið var á áfangastað kl. 15, leikurinn gegn Partízan Bjelovar hófst kl. 16.15. „Það þýðir ekkert að skamma mig—ég hef skorað helminginn af mörkunum," sagði Jónas Magnússon, Iínumaður FH-liðsins, þegar FH-ing- ar komu inn i búningsklefa í Ieikhléi. Krol fastar með landsliði Egypta ItU UD Krol, hinn hollenski landsUðsþjálfari Egypta, hefur ákveðið að fasta með leikmönnum landsUðsins, en leikmenn halda Ramadan hátíð- legan á nieðan liðið tekur þátt i Afríkukeppni landsliða sem fram fer í Suður- Af ríku. Krol, sem er kaþólikki, sagðist gera þetta tU að skiljn bet- ur hvernig leikmðnnum sinum Uður. Hann mun þvi hvorki neyta matar né drykkjar á meðan bjart er og eftír að skyggja tekur ætlar hann aðeins að snæða með leikmönnum sinum. Egypt- ar leika á morgun við Suður- Afríku og verða að sigra tíl að komas t áfram i keppninni. Islandsmet Jóns Arnars Jón Arnar Magnússon úr UMSS setti íslandsmet í 50 metra grindahlaupi á móti í Reykjavík um helgina. Hljóp vegalengdina á 6,6 sekúndum en eldra metið, sem var 6,7 sekúndur, átti hann sjálfur ásamt Gísla Sigurðssyni, sem nú þjálfar Jón Arnar, Hirti Gíslasyni og Ólafi Guðmundssyni. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ár- manni, jafnaði á sama móti eigið íslandsmst í 50 metra hlaupi er hún hljóp á 6,2 sek. Metið setti hún í fyrra. Geirlaug, Jóhannes Marteins- son úr ÍR og Jón Arnar halda öll til Svíþjóðar á fímmtudag þar sem þau taka þátt í alþjóðlegu móti í Gautaborg um helgina. Geirlaug og Jóhann ætla að freista þess að ná lágmarki í 60 m hlaupi fyrir Evr- ópumeistaramótið innanhúss sem verður í Stokkhólmi í byrjun mars en Jón Arnar keppir um helgina í 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Um aðra helgi taka Geirlaug og Jóhannes þátt í 60 m hlaupi á norska meistaramótinu en þá verð- ur Jón Arnar enn í eldlínunni í Gautaborg, ásamt Ólafí Guðmunds- syni, þar sem þeir keppa á sænska meistaramótinu í sjöþraut. KÖRFUKNATTLEIKUR: CHICAGO VAPJTAR FIMM LEIKITIL AÐ JAFNA MET LAKERS / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.