Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 B 3 KNATTSPYRNA Real tapaði - þjálfarinn rekinn Peter Beardsley tryggði New- castle 2:l-sigur gegn Guðna Bergssyni og samhetjum í Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er staða Newcastle áfram þægi- leg á toppnum. Þetta var 100. mark Beardsleys fyrir Newcastle í efstu deild en hann lék með liðinu 1983 til 1987 og hefur verið þar á bæ síðan 1993. Paul Kitson gerði fyrra markið en Guðni jafnaði fyrir Bolt- on, sem hefur aðeins fengið eitt stig á útivelli og er sem fyrr í neðsta sæti. Robbie Fowler og vamarmaður- inn Neil Ruddock gerðu sín tvö mörkin hvor og Stan Collymore eitt þegar Liverpool vann Leeds 5:0. Gary Kelly, vamarmaður hjá Leeds, fékk að siá rauða spjaldið fyrir að btjóta á Rob Jones innan vítateigs í stöðunni 1:0 á 60. mínútu og eft- ir að Fowler skoraði úr vítaspyrn- unni sem fylgdi í kjölfarið var allur vindur úr gestunum. Mick Harford hjá Wimbledon var vikið af velli á 54. mínútu en lið hans vann QPR 2:1. Norðmaðurinn Öyvind Leonhardsen skoraði fyrir Wimbledon í fyrri hálfleik en Mark Hateley jafnaði þremur mínútum eftir brottvikningu Harfords og var það fyrsta mark hans fyrir QPR síðan hann gekk til liðs við liðið frá Glasgow Rangers í fyrra. Andy Clarke gerði sigurmarkið stundar- íjórðungi fyrir leikslok. Middlesbrough tapaði fimmta deildarleiknum í röð, að þessu sinni 2:1 í Southampton en heimamenn sigmðu síðast 25. nóvember. Vam- armaðurinn Phil Whelan í liði gest- anna fékk að sjá rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru til leiksloka og Juninho lék ekki með vegna meiðsla en Richard Hall gerði sigur- markið einni mínútu eftir að Whelan fór af velli. Alan Shearer skoraði þegar Blackburn vann Sheffield Wedn- esday 3:0 og hefur gert 27 mörk á tímabilinu. Norðmaðurinn Lars Bo- hinen og Kevin Gallagher gerðu hin mörk meistaranna sem fóm í fímmta sætið en svo ofarlega hafa þeir ekki verið í vetur. Andrei Kanchelskis tryggði Everton 2:l-sigur gegn Arsenal með marki sex mínútum fyrir leiks- lok. Arsenal lék án margra fasta- manna vegna meiðsla og leikbanna en Ian Wright, sem var fyrirliði fyrir Tony Adams, náði samt foryst- unni og það með glæsilegu marki. Eftir að Graham Stuart hafði jafnað hafði Neville Southall nóg að gera í marki Everton en Rússinn átti síðasta orðið. Chelsea vann Nottingham Forest 1:0 og hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum. John Spencer gerði eina mark leiksins á 54. mínútu eftir sendingu frá Rúmenanum Dan Petrescu. Þjóðveijinn Uwe Rösler skoraði fyrir Manchester City en Dion Dublin tryggði Coventry dýrmætt stig í fallbaráttunni. Aston Villa, sem hafði ekki tapað gegn Tottenham í síðustu 13 leikj- um, hélt uppteknum hætti og vann 2:1. Paul McGrath gerði fyrsta mark sitt fyrir Villa í tvö ár en þremur mínútum síðar fór boltinn af honum í eigið mark eftir skot frá Ruel Fox. Bæði lið lögðu áherslu á sóknarleik en þegar 11 mínútur voru til leiksloka og allt stefndi í jafntefli gerði Dwight Yorke glæsi- legt mark. „Villa lék mjög vel,“ sagði Geriy Francis, knattspymustjóri Spurs, „og þetta var erfíðasti leikur okkar í nokkum tíma.“ Aðspurður um baráttuna um titilinn sagðist Franc- is ekki hafa hugleitt hana en aðeins eitt lið kæmi til greina. „Aðeins eitt lið er í baráttunni og þannig verður það nema 10 stig verði tek- in af Newcastle." Beardsley rauf 100 marka múrinn með Newcastle Real Madrid féll út úr spænsku bikarkeppninni í liðinni viku og mátti síðan þola tap í deildinni á heimavelli um helgina, en þjálfar- inn var rekinn í kjölfarið. Liðið er í áttunda sæti, níu stigum frá sæti sem veitir þátttökurétt í Evrópu- keppni félagsliða. „Við höfum náð botninum og það kemur að því að ekki er hægt að veija menn leng- ur,“ sagði Lorenzo Sanz, forseti Real, eftir að liðið hafði tapað 2:1 fyrir nágrönnunum í Rayo Vallec- ano, en stuðningsmenn Real púuðu á liðið er það gekk af velli. Skömmu síðar var Jorge Valdano rekinn. Hann lék áður með Real en tók við þjálfarastöðunni í fyrra. Guilherme frá Brasilíu skoraði fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik en Raul Gonzalez jafnaði í byij- un seinni hálfleiks og eftir það stjómuðu heimamenn ferðinni. Um miðjan hálfleikinn gerðu vamar- menn Real sig aftur seka um mis- tök og Guilherme refsaði þeim með marki sem fyrr. Barcelona vann botnlið Valla- dolid 1:0. Fyrirliðinn Jose Maria Bakero skoraði skömmu eftir hlé en Valladolid tókst ekki að nýta sér vítaspymu undir lokin. Gudni í þriðja sæti Mynd/Bolton Evening News GUÐNI Bergsson skoraðl í fyrrl lelk Bolton gegn Newcastle og aftur í seinni vlðureign IIAanna um helglna. Hann hefur gert þrjú mörk í deildinnl á tímabllinu og er þriAji markahæstl lelkmaA- ur Bolton en tveir menn hafa gert sín fjögur mörkln hvor. „ÞaA var ánægjulegt að skora en ég hefAi viljaA skipta á markinu og stigl því þaA var þaA sem viA þurftum,“ sagAi GuAni vlA MorgunblaAIA. Eftir aukaspyrnu skallaAi GuAnl boltann frá markteig í stöng og Inn. Cantona tryggði Man. Utd. sigur Eric Cantona tryggði Manchester United sigur á West Ham, 0:1, á Upton Park í Lundúnum í gær- kvöldi — hann skoraði markið eftir aðeins átta mín. Ryan Giggs og Andy Cole léku knettinum inn í víta- teig hægra megin og þaðan sendi Giggs knöttinn fyrir mark West Ham — Cantona var við fjærstöng- ina og sendi knöttinn upp í þaknet- ið. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu — og uppúr sauð í seinni hálfleik þegar Nicky Butt, miðvall- arspilari United, var rekinn af leik- velli eftir gróft brot á Julian Dicks. Hann fékk þá sína aðra áminningu. Andy Cole mótmælti dómnum og varð Cantona að ganga á milli — koma i veg fyrir að Cole færi sömu leið og Butt. Manchester United náði að minnka forskot Newcastle niður í níu stig, en Newcastle á einn leik til góða. ■ Úrslit / B6 ■ Staöan / B6 Sunderland áeftir lan Rush PETER Reid, knattspymu- stjóri Sunderland, sagði eftir markalaust jafntefli við Leic- ester í toppbaráttu 1. deildar í fyrradag að hann ætlaði að reyna enn frekar að fá Ian Rush frá Liverpool. „Ef Roy Evans er tilbúinn að lána hann hef ég mikinn áhuga á að fá svo hæfileikaríkan ieik- mann. Það yrði frábært að fá hann að láni en þar sem Liverpool er í baráttu um tit- ilinn og enn með í bikar- keppninni er ólíklegt að fé- lagið láti hann fara.“ Rush sagði í enska dagblað- inu News ofthe Worldá sunnudag að veru hans hjá Liverpool væri sennilega að ljúka eftir 16 ára feril. „Ég er á síðasta ári samnings mins og það hefur ekkert verið rætt um framhaldið. Ef Liverpool vill ekki hafa mig vil ég láta önnur félög vita að ég er jafn ákafur og fyrr.“ Fiorentina fylgir AC Milan eftir sem skugginn Rangers fékk skell Allan Johnston, sem er í ung- mennaliði Skotlands, gerði öll mörk Hearts sem sótti Rangers heim í skosku úrvalsdeildinni um helgina og vann 3:0. Þetta var fyrsta tap Rangers í deildinni í síðustu 20 leikj- um en hinn tapleikur liðsins í deild- inni var á heimavelli gegn Hibernian 23. september. Johnston braut ísinn á sjöttu mínútu en þá hafði Andy Goram, markvörður Rangers, haldið hreinu í deildinni í 801 mínútu. Paul Gascoigne lék ekki með Rangers vegpia leikbanns og Ally McCoist var frá vegna meiðsla. Liðið hefur orðið Skotlandsmeistari undanfarin sjö ár en nú er Celtic aðeins einu stigi á eftir meisturunum. Hearts sigraði síðast á Ibrox fyrir átta árum og er í þriðja sæti, 22 stigum á eftir Rang- ers. Fiorentina gefur ekkert eftir í baráttunni um meistaratitilinn og hefur ekki tapað í síðustu átta leikjum. Liðið vann Torínó 3:0 á útivelli og var það fyrsta tap heima- manna í síðustu sex leikjum. Gabri- el Batistuta braut ísinn á 58. mín- útu eftir gott spil við Francesco Baiano og Anselmo Robbiati. Ba- iano bætti öðru marki við og Bat- istuta innsiglaði sigurinn með 13. marki sínu á tímabilinu. „Það er of snemmt að tala um meistara," sagði Claudio Ranieri, þjálfari Fiorentina, en félagið varð síðast meistari 1969. „Bíðum og sjáum hvar við stöndum í lok febr- úar.“ Þessi orð eru einkennandi fyrir Fiorentina að undanförnu þrátt fyrir að liðið hafi fylgt AC Milan eftir sem skugginn. Leik- mennirnir hafa haft hljótt um sig en vamarmaðurinn Andrea Sottil gat ekki setið á sér eftir sigurinn. „Fiorentina á 60% möguleika á að verða meistari. Nefnið lið sem leik- ur betur." Ranieri var allt annað en ánægður með þessi ummæli. „Sottil segir að við eigum 60% möguleika. Það þýðir að hann fylg- ist með næsta leik úr stúkunni. Mamma mia, ég verð að nota vik- una í að ná leikmönnum mínum niður á jörðina." Fiorentina er stigi á eftir AC Milan sem vann Padova 1:0 á San Siro-leikvanginum. George Weah lék ekki með heimamönnum þar sem hann er með Líberíu í Afríkukeppn- inni og íjarvera hans kom niður á liðinu sem fyrr. Engu að síður skap- aði það sér nokkur færi og átti m.a. skot í slá áður en Roberto Baggio tryggði sigurinn með því að skora úr vítaspymu á 56. mínútu eftir að brotið hafði verið á Dejan Savicevic. Parma vann Atalanta 2:0 og er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir AC Milan. Gabriele Pin, sem var fastamaður í liði heimamanna í fyrra, lék níunda leik sinn á tímabil- inu og gerði frábært mark af 30 metra færi á 37. mínútu en Aless- andro Melli bætti öðru marki við eftir undirbúning Gianfranco Zola rétt áður en flautað var til leikhlés. Pietro Vierchowod skoraði á síð- ustu mínútu og tryggði meisturum Juventus 3:3 jafntefli gegn Cremon- ese á útivelli. Juve er í fjórða sæti með 29 stig. Roma vann Sampdoria 3:1 og gerði Abel Balbo öll mörk heima- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.