Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 B 5 KORFUKNATTLEIKUR Basl hjá INIjarðvíking- um gegn Valsmönnum Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það kann aldrei góðri lukku að stýra að byija ekki með sitt sterkasta lið inná, þó svo það séu Njarðvíkingar sem mæta Val. Þetta kom á daginn á sunnu- dagskvöldið þegar íslandsmeistarar Njarðvíkur heimsóttu Val að Hlíðar- enda. Rondey Robinson var sá eini úr venjulegu byijunarliði meistar- anna sem hóf leikinn og hinir leik- reyndu Njarðvíkingar sem komu síð- ar inná virtust ekki finna sig í því hlutverki og voru lengi í gang. Sum- ir myndu sjálfsagt segja að þeir hafi aldrei ferið í gang. Njarðvíkingar höfðu það þó í lokin og sigruðu 85:79. En það var enginn afgangur af sigrinum hjá UMFN. Valsmenn voru 75:71 yfir er 4 mínútur voru eftir og höfðu í fullu tré við meistarana og það var fyrst og fremst þeirra eigin klaufaskapur sem gerði það að verkum að þeir töpuðu. Roland Bay- less, sem annars átti stórgóðan leik, misnotaði tvívegis skot og Bjarki Guðmundsson bætti um betur og fór hræðilega með ijögur færi. Leikurinn var í jámum allan fyrri hálfleikinn en í lok hans og upphafi þess síðari komust Njarðvíkingar í 44:61 og munaði þar mestu að þeir tóku að leika vöm, pressuðu hálfan völlinn og breyttu síðan yfir í svæðis- vöm en létu þó Frirðik elta Bayless. Svo sigldi allt í strand hjá Njarð- vík á sama tíma sem Valsmenn tví- efldust og Bayless fór á kostum, bæði í sókn og vöm. 27 stig Vals gegn 6 stigum Njarðvíkinga urðu til þess að Valur komst 71:67 yfir og eftir það var mikil spenna en á síð- ustu fjórum mínútunum gerðu meist- ararnir 14 stig gegn 4 stigum Vals. Það vom erlendu leikmennirnir sem settu mestan svip á leikinn. Bayless var frábær hjá Val, en gerði dýr mistök undir lokin, og hjá Njarð- vík átti Rondey mjög góðan síðari hálfleik og gerði þá meðal annars 26 stig. Páll Kristinsson var eini Njarðvíkingurinn sem lék eðlilega í fyrri hálfleik. KR að koma til Eg er sáttur við að við emm farn- ir að spila eins og lið, skotin em farin að rata rétta leið og varnar- leikurinn er góður,“ Stefán sagði Hermann Stefánsson Hauksson eftir 93:80 skrifar sigur KR á Breiða- bliki á Seltjamamesi á sunnudaginn. Leikurinn fór rólega af stað og fyrstu stigin komu eftir tæpar 3 mínútur og 7 árangurslausar sóknir. KR-ing- ar náðu síðan að hrista Blikana af sér um miðjan hálfleik eftir þriggja stiga syrpu en Blikar mættu vígreif- ir til síðari hálfleiks og tókst með góðri vöm að saxa forskotið niður í 7 stig á fimm mínútum. En það tók sinn toll auk þess sem Vesturbæing- ar tóku sig saman í andlitinu og juku forystuna á ný og klámðu leikinn. KR-ingar sýndu oft skemmtileg tilþrif og mátti merkja að liðið sé að ná fyrri styrk, þó mótstaðan hafi ekki verið mikil nú. Ingvar Ormars- son var í miklum ham, Hermann var öflugur, Jonathan Bow er að ná sér eftir uppskurð og sýndi ágæta takta eins og 3ja stiga skyttan Ólafur Jón Ormsson en þeir tóku 6 fráköst hvor. „Þeirra sóknarleikur var sneggri og við gerðum of mörg mistök. Þeg- ar við náðum að minnka forskotið gátum við ekki meir,“ sagði Blikinn Michael Thoele. „Margir okkar voru daprir eftir tapið gegn Val og við vildum sárlega vinna, fengum reynd- ar tækifæri til þesS en þeir vom betri. Nú er bara að reyna að ná í skottið á næstu liðum til að komast í úrslitakeppnina og það er nóg eft- ir.“ Thoele, Halldór Kristmannsson og Birgir Mikaelsson voru atkvæða- fyrir Hauka. Bræðumir Pétur og Jón Arnar Ingvarssynir vom einnig sterkir. Góður sigur Tindastóls Tindastóll sótti góðan sigur til Akureyrar er liðið lagði Þór að velli 76:71 um helgina. Leikurinn ■■■■■■ einkenndist af ReynirB. tröppugangi, en sig- Eiríksson ur Tindastóls var skrifar sanngjam. Jafnt var fra Akureyn á komjð með liðunum framan af leiknum en um miðjan hálfleikinn kom góður sprettur Tindastóls og náði liðið þá 16 stiga forskoti. Þegar flautað var til hálf- leiks var munurinn þrettán stig og virtist stefna í öraggan sigur gest- anna, þar sem þeir höfðu leikið ágæt- lega en Þór að saman skapi illa. Þórsarar hafa greinilega fengið vel valin orð í eyra frá þjálfara sínum í hálfleik því þeir komu grimmir til leiks, náðu að saxa á forskot Tinda- stóls og um miðjan hálfleikinn var munurinn einungis eitt stig. Eftir þetta var aldrei mikill munur á liðun- um en Tindastóll hafði þó ávallt for- ystuna, lék skynsamlega á lokamín- útunum og uppskar sætan sigur. Tindastóll átti góða kafla í leiknum og var þá mjög góð hreyfing á leik- mönnum liðsins sem gerði það að verkum að þeir áttu auðvelt með að opna vöm Þórsara. Þeirra bestir voru Láms Pálsson, Torrey John og Pétur Guðmundsson. Þórsarar áttu mjög köflóttan leik og komust hvorki lönd né strönd gegn Tindastóli á stundum og virtist leikmönnum liðsins þá fyr- irmunað að koma boltanum rétta leið. Þeir náðu svo góðum köflum inn á milli, en það dugði ekki til að þessu sinni. Bestir Þórsara vom Fred Will- iams, Konráð Óskarsson og Kristinn Friðriksson. Morgunblaðið/Bjarni RONDEY Robinson var bestur NJarðvíklnga þegar meistar- arnlr mörðu sigur gegn baráttuglöðu Valsliði. mestir með góða nýtingu auk þess sem Agnar Olsen tók syrpu eftir hlé. Nýting liðsins á fæmm var góð og 11 af 16 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið. Baráttusigur Grindvíkinga Þrátt fyrir að vera nánast útlend- ingslausir unnu Grindvíkingar sætan sigur á ÍR, 71:65. Leikurinn ^■■■B var heldur bragð- Frímann daufur > fym half- Ólafsson leik. Grindvíkingar skrifarfrá tefldu fram nýjum Grindavík leikmanni, Rodney Dobard, sem kom inn í liðið eftir að hafa verið á einni æfingn með því og það sást á leik hans að nokkuð er í land að hann falli að leikstíl liðsins. „Það væri mjög ósanngjamt að dæma hann af þessum Ieik því hann er nánast að koma úr flugvélinni og við munum nota það frí sem er fram- undan til að æfa með honum og þá er hægt að meta hann betur, en ég hef engar áhyggjur," sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga. Það var hins vegar í seinni hálf- leik sem fjör fór að færast í leikinn. Heimamenn voru yfir fram á sjöundu mínútu þegar ÍR jafnaði 48:48 og komst síðan í 57:52. Þá fannst Frið- riki þjálfara nóg komið, bað um leik- hlé og kippti Dobard út en setti Pál Axei inn. Páll þakkaði traustið og gerði strax körfu og jafnaði síðan 57:57 og Grindvíkingar náðu aftur yfirhöndinni. Leikmenn ÍR era þekkt- ir fyrir annað en að gefast upp, náðu að minnka muninn í tvö stig og unnu boltann þegar 32 sekúndur vom eft- ir. Þeir höfðu því möguleika á að jafna eða vinna með 3ja stiga körfu en misstu hinsvegar boltann og heimamenn út um leikinn. Guðmundur og Páll léku mjög vel Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi fyrir heimamenn ásamt þeim Helga og Hirti. IR-liðið var nokkuð jafnt. „Það var dálítið súrt að tapa þess- um leik því við fundum loksins okkar gamla leik. Við áttum góða mögu- leika þama í lokin en vomm óheppn- ir. Við emm vonandi að rífa okkur upp eftir slakt gengi að undan- fömu,“ sagði Gunnar Sverrisson lið- stjóri ÍR. Haukar sigruöu í „forleiknum" Haukar sigmðu Skagamenn, 89:78, í „forleik" fyrir bikarúr- slitaleikinn þar sem þessi lið mætast um næstu helgi. Leikurinn var ekki vel leikinn og virtist sem leikmenn væru með hugann við úr- slitaleikinn. Haukar tóku leikinn strax í sínar hendur og náðu góðu forskoti og það leit út fyrir stórsigur þeirra þar til Dagur Þórisson kom inná hjá heimamönnum. Á stuttum tíma gerði hann 20 stig, þar af þijár þriggja stiga körfur, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. í hálfleik höfðu Haukar forystu, 50:38. Haukar byijuðu seinni hálfleik vel og náðu tuttugu og eins stigs for- skoti, 65:44, en heimamenn náðu góðum kafla og minnkuðu muninn í 10 stig, 70:60. Nær komust þeir ekki og Haukar sigmðu með 11 stiga mun. Skagamenn verða að spila miklu betur og spila meira sem liðsheild ef þeir ætla sér að sigra Hauka um næstu helgi. Bjarni Magnússon og Haraldur Leifsson náðu sér ekki á strik. Dagur Þórisson átti fínan leik en Milton Bell var atkvæðamestur og var mikill slagur milli hans og Jason Willifords sem gerði 23 stig Keflvíkingar sterkari Hingað til hefur nú verið mjög erfitt að koma hingað og ég er því mjög ánægður með að fara ■■■ héðan með 13 stiga Theodór si&u1- > farteskinu,“ Þórðarson, sagði Jón Kr. Gísla- Borgarnesi son, þjálfari og leik- maður Keflvíkinga, eftir að Keflavík hafði sigrað heima- menn 103:90. „Hlutirnir gengu mjög vel upp hjá okkur í fyrri hálfleik. Falur náði að keyra upp hraðann og hann skilaði mörgum stoðsending- um. Það var líka mjög mikilvægt að byija vel eftir leikhlé og ná 20 stiga forskoti. Mér finnst liðið mitt vera á réttri leið, við höfum sýnt nokkuð stöðugan leik eftir áramót.“ „Keflvíkingar náðu að spila sinn leik,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms. „Þeir fengu að leika á sínum hraða, taka sín skot og þeir fengu að gera það sem þeir vildu. Við tókum of seint við okkur og þá vár munurinn orðinn of mikill til þess að hægt væri að vinna hann upp og því fór sem fór.“ Leikurinn var jafn fyrstu 5 mínút- umar en síðan náðu Keflvíkingar að keyra upp hraðann og yfirspila heimamenn um stund og náðu 15 stiga forskoti — höfðu 17 stiga for- ystu í leikhléi, 58:41. Keflavíkurhraðlestin kom síðan á fullri ferð inná eftir leikhlé og heima- menn máttu hafa sig alla við að halda í við þá. Heimamenn voru þó alls ekki allir á hælunum í þessum leik. Þeir Grétar Guðlaugsson og Bragi Magnússon léku mjög vel og gáfu Keflvíkingum ekkert eftir hvað hraða og snerpu varðaði og Alexand- er stóð einnig fyrir sínu. Liðið allt tók síðan vel við sér undir lok leiks- ins og náði að minnka muninn í 10 stig þegar 2 mínútur voru eftir. En það var of seint og Keflvíkingar sigr- uðu því af öryggi. Hjá Keflavík vom þeir Lenear Bums, Guðjón Skúlason, Falur Harð- arson og Albert Óskarsson bestir. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjami GRÓTTUMENNIRNIR Róbert Rafnsson og Juri Sadovsklj stöðva Valsmanninn Skúla Gunnsteinsson, Skúli, lék mjög vel f sókn og vörn. Létt hjá Valsmönnum VALSMENN unnu sannfærandi og léttan sigur á Gróttu í ieik iiðanna á Seltjarnarnesi á sunnudags- kvöldið. Þegar upp var staðið skildu átta mörk liðin að, lokatölur voru 30:22. Valsmenn höfðu undirtökin frá byij- un, leiddu með þremur mörkum í hálfleik og kláruðu leikinn á fyrstu tíu mínútum síðari hálf- Stefán leiksins, þegar þeir náðu Eiríksson sjö marka forskoti. skrifar Gróttumenn náðu með góðum leikkafla að laga stöðuna nokkuð, gerðu fjögur mörk í röð, en lengra komust þeir ekki og Vals- menn léku af öryggi síðustu mínúturnar og sigmðu með átta mörkum. Jón Kristjánsson þjálfari Vals sá aldr- ei ástæðu til að skipta sér inn á í leikn- um, og Sigfús Sigurðsson sat á bekknum lengst af. Skúli Gunnsteinsson átti mjög góðan leik í sókn og vörn, Valgarð Thor- oddsen lék frábærlega í horninu og skor- aði sex stórglæsileg mörk og Davíð Ól- afsson stóð sig vel í hraðaupphlaupun- um. Ólafur Stefánsson lék vel, átti marg- ar skemmtilegar linusendingar og Dagur var traustur. Þá lék Guðmundur Hrafn- kelsson vel í markinu, varði 17 skot. Hjá Gróttu var Juri Sadovski marka- hæstur með 10 mörk, þar af sjö úr vít- um. Sóknarleikur Gróttumanna var ein- hæfur og oft ráðleysislegur, enda var við óhemju sterka vörn að etja. Varnar- leikinn leystu þeir vel af hendi í fyrri hálfleik, en gekk illa að hemja Vals- mennina í þeim síðari. Rammur endahnútur KA-manna Leikir KA og FH hafa löngum verið harðir og spennandi og viðureign liðanna á Akureyri sl. sunnudagskvöld uppfyllti þessi skilyrði lengst af. Harkan var sannarlega til staðar og spennan varði allt þar til um 10 mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan 22:21 en frábær endasprettur KA færði liðinu ömggan sigur, 30:24. Toppsætið er því enn norðanmanna. Gríðarleg handavinna í vörnum beggja liða einkenndi fyrstu mínúturn- ar. Hafnfirðingar skoruðu eftir þijár og hálfa mínútu og heimamenn jöfnuðu mínútu síðar. Eftir tíu mínútur var stað- an 3:4 og ekki útlit fyrir neinn markal- eik. Varnirnar voru í aðalhlutverki og oft spilað gróft en mesta furða hvað dómararnir vom sparir á refsingar. KA-menn náðu 3ja marka forskoti en Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri FH-ingar jöfnuðu í 10:10 eftir að Duran- ona hafði misnotað tvö vítaskot. Staðan var jöfn í leikhléinu, 12:12, og sama baráttan hélt áfram í seinni hálfleik. Líkt og í upphafi var lítið skor- að og staðan 16:16 eftir 10 mínútna leik. Duranona lék sem indíáni í vöm KA og einbeitti sér að Guðjóni sem hafði verið dijúgur. Kúbumaðurinn sýndi lipra takta í hlutverkinu, sem yfir- leitt hefur hlotnast litlum og léttum hornamönnum. Patrekur hrökk ræki- lega í gang og skoraði fimm mörk í röð en FH-ingar héldu enn haus fram í miðjan hálfleikinn þegar staðan var 19:18. Þá urðu hvörf í leiknum og mark- ast þau af innkomu Alfreðs þjálfara Gíslasonar. Sá gamli tölti í vömina við mikil fagnaðarlæti og batt hana saman eins og svo oft áður í vetur. Stemmning- in í liðinu og á áhorfendapöllum magn- aðist og fjörkippurinn skilaði góðu for- skoti, 25:21, þegar 6 mínútur voru eft- ir. Alfreð skynjaði að sigurinn var í höfn og fór aftur út af eftir að hafa gefið tóninn í 8 mínútur. Það var nóg. Lærisveinarnir luku ætlunarverkinu með prýði og KA sigraði með sex marka mun. „Þetta var hörkuleikur og við vomm lengi að hrista þá af okkur. En sjálfs- traustið er í lagi, við vorum betri og mér finnst gott að vinna FH með sex marka mun,“ sagði Patrekur Jóhannes- son eftir leikinn. Hann var með sjálfs- traustið í lagi, átti stórleik í vörn og sókn, skoraði 12 mörk og þar af 8 í seinni hálfleik. Jóhann G. sýndi líka enn einu sinni hvers vegna hann er alltaf að banka á dyrnar hjá Þorbirni Jenssyni og Guðmundur Arnar varði vel í seinni hálfleik. Hjá FH voru bræðurnir Magnús markvörður og Guðjón fyrirliði langbest- ir. Liðið er ekki eins sterkt og það sýn- ist á pappírnum og e.t.v. er komin þreyta í nokkra leikmenn sem lifa á fornri frægð. Krafturinn var þó mikill í 50 mínútur eða svo en meira þarf til. Dapurt í Höllinni KR tók á móti ÍR í Höllinni á sunnu- dag og beið þar lægri hlut í tilþrifa- litlum og leiðinlegum leik. ÍR vann sann- gjamt 31:24 þrátt fyrir að hafa átt í þó nokkram erfíðleikum framan af. ÍR-ingar byijuðu leik- inn betur og flest benti til að þeir myndu ekki eiga í neinum erfiðleikum með KR-ingana. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komu þó KR-ingar betur inn í leikinn og var þar mest slöpp- um leik ÍR að þakka frekar en góðum leik KR. Stefán Stefánsson skrifar Sindri Bergmann Eiðsson skrifar „Það er mjög erfitt að spila á móti liði eins og KR sem hangir á boltanum og spilar langar sóknir. Hættan við að falla niður á sama plan er alltaf fýrir hendi, og við gerðum það. En við náðum okkur á strik og ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Jóhann Ásgeirsson fýr- irliði IR eftir leikinn. Leikurinn var annars litlaus og leiðin- legur. Leikmenn liðanna virtust ekki hafa of mikinn áhuga á að spila fallegan handbolta. Það voru þó öðm fremur ungu strákarnir í ÍR sem skópu sigur- inn. Daði Hafþórsson, tvítugur strákur, spilaði vel, sem og Ragnar Óskarsson, átján ára piltur, átti góðan leik og skor- aði 5 mörk. í liði KR var Sigurpáll Aðal- steinsson bestur. Vinnum ekki í viðtengingarhætti Slök byijun Yíkinga gegn Stjömunni á laugardaginn skipti sköpum í 23:16 tapi þeirra fyrir heimamönnum í Garðabænum. „Fyrstu tíu mínúturnar slógu okkur útaf laginu og síð- an tók við hik og ótti en ef við hefðum nýtt færin strax eftir hlé hefði ýmislegt getað gerst. Hins vegar vinnastjeikir ekki í viðteng- ingarhætti," sagði Árni Indriðason þjálf- ari Víkinga. Það gekk hvorki né rak hjá Víkingum í upphafi: Ingvar Ragnarsson markvörð- ur Stjörnunnar varði 7 skot, Axel Stef- ánsson tvö víti og þrisvar hitti boltinn stangirnar á meðan Reynir Þór Reynis- son í marki Víkings varði varla skot. Vöm Garðbæinga hrökk síðan í gang og ítrekaðar tilraunir Víkinga til að gefa á Birgi Sigurðsson á línunni gengu sjald- an upp. Strax eftir hlé fór Reynir Þór í gang og Víkingum tókst að minnka muninn í 13:10 og reyndar fengu þeir tækifæri til að gera enn betur. En Ingvar varði sitt fyrsta skot á 11. mínútu og á tíu mínútum snem Stjömumenn dæminu við og náðu sjö marka forskoti. Eftir það var sigurinn nokkuð vís. „Við unnum á vörninni og baráttunni en þurftum að leggja okkur fram eins og þarf í öllum leikjum. Við erum að reyna að vinna leiki með því að fá ekki á okkur rnörk," sagði Ingvar markvörð- ur sem átti stóran þátt í sigrinum. Konr- áð Olavson var bestur og Sigurður Bjamason ágætur í sókninni. Lukkan var ekki með Víkingum í upphafi og það var á brattan að sækja fyrir þá allan leikinn. Birgir á línunni barðist vel fyrir hveijum bolta en hans var vel gætt. Árni Friðleifsson var óhræddur og tók oft af skarið. Hrunadans í Drammen LEIKMENN UMFA hlutu einhverja þá háðulegustu útreið sem íslenskt félagslið hefur hlotið í seinni tíð er þeir stigu á stokk í Drammenhöllinni síðastiiðinn sunnudag í þeim tilgangi að glíma við frændur sfna í norska liðinu Drammen. Ekki stóð steinn yfir steini ítaugaveikluðu liði Mosfellinga ífyrri hálfleik og hver byrjendamistökin ráku önnur. Meðalsterkt norskt félagslið nýtti sér veikleika íslendinganna til fullnustu og keyrði hreinlega yfir gesti sína og þegar skundað var til skrafs og ráðagerða að lokn- um fyrri hálfleik stóðu leikar 13:3. Heldur batnaði leikur Mosfell- inga í þeim síðari, enda gat hann ekki versnað, og að leikslokum voru lokatölurnar 22:14 fyrir heimamenn, raunveruleikinn sem ekki var framhjá litið. Ivar Benediktsson skrifar frá Drammen Eftir að leikmenn beggja fylkinga höfðu verið kynntir til leiks með pompi og pragt undir takt- fastri rokktónlist frá Tinu Tumer var sem leikmenn UMFA héldu að þeir væru mættir á tónleika en ekki til handboltaleiks. Geir Out- storp skoraði fyrsta mark heima- manna við gríðarlegan fögnuð heimamanna og ekki var gleði frænda vorra minni er Ingimundur Helgason lék fyrstu feilnótu gest- anna er hann lét Frode Scheie markvörð veija slakt vítakast. Þar með var ballið byijað og segja má að gestirnir hafi verið áhorfendur að þeim dansleik þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Drammen-liðið lék ákveðna flata vöm eins og við var búist en leik- menn Aftureldingar vora værakær- ir í sóknaraðgerðum sínum og léku langt frá henni og sóttu nær ekk- ert að henni. Heldur var reynt að skjóta máttlitlum skotum utan af velli og knötturinn sendur samheija á milli með lausum sendingum sem varnarmenn Drammen lásu auð- veldlega og nýttu sér með því að keyra hraðaupphlaup á gesti sína. Nærri helmingur marka Drammen- liðsins í fyrri hálfleik var gerður úr hraðaupphlaupum og það sem ljótt var að sjá var að leikmenn UMFA fylgdu hraðaupphaupunum lítið eftir heldur horfðu á þau eins og eitt undur veraldar. Auk þeirra veikleika sem að framan eru taldir vom leikmenn UMFA að fá dæmd- an á sig ruðning, skref, ólöglegar blokkeringar, þeir voru að detta með knöttinn án þess að nokkur andstæðingur væri í seilingarfjar- lægð, boltanum var kastað oftar en einu sinni út af í stað þess að senda hann á samheija. Þá var vamarleikur UMFA ráðleysislegur og markvarslan vart merkjanleg þannig að Norðmenn sátu að öllum þeim veitingum sem þeir gátu torg- að á meðan hrunadansinn var Mos- fellinga. Fyrsta mark UMFA gerði Páll Þórólfsson eftir 11,50 mínútna leik en þá höfðu Norðmenn gert fimm fyrstu mörkin. Bjarki Sigurðsson skoraði annað mark UMFA þegar fimmtán mínútur voru eftir af hálf- leiknum og tólfta sóknin var á enda - staðan þá 8:2. Norskur blaðamað- ur sem sat hjá undirrituðum á með- an á leiknum stóð sagði er hann hristi nær af sér höfðið yfir döprum leik UMFA: „Hvað er að gerast? Getur liðið ekki meira en þetta?“ Bjarki lagaði síðan stöðuna úr 12:2 í 12:3 en hálf sjötta mínúta var til leikhlés og leikmenn Drammen sýndu miskunn sína með því að gera aðeins eitt mark á þeim mínút- um sem liðu fram að því. Síðari hálfleikurinn hófst ekki gæfulega fyrir leikmenn UMFA og allt virtist stefna í sama farið. Drammen liðið náði ellefu marka forskoti að loknum 5 mínútum, 16:5. En þá hristu leikmenn UMFA loks úr sér taugaveiklunina og vandræðaganginn og fóra að leika hraðari og árangursríkari sóknar- leik, nær vörn Drammen en áður og tókst að opna hana laglega hvað eftir annað og munurinn minnkaði smátt og smátt. Þá var bragðið á það ráð í vörninni, sem skipti einn- ig um ham, að taka Frode Hagen, skyttu Drammen, úr umferð og bar það tilætlaðan árangur, einkum Þekktum styrk og veikleika UMFA Við höfðum farið mjög yfir leik UMFA fyrir leikinn og þekktum vel styrk þeirra og veikleika," sagði Kent Anderson, þjáifari Drammenl- iðsins. „Markmið okkar var að stöðva Bjarka Sigurðsson og koma í veg fyrir sendingar inn á Róbert á lín- unni. Þeir eru að mínu mati lykil- menn liðsins. Ég færði minn sterk- asta varnarmann til í vörninni og lét hann fylgja Bjarka og honum fórst það vel úr hendi. En ég er ánægður með leikinn og ég tel þetta vera annan besta leik okkar á tímabilinu, sá besti var gegn París St Germain í síðustu umferð. Þrátt fyrir átta marka forskot verður við ramman reip að draga í síðari leiknum á íslandi. En ég tel möguleika okkar nokkuð góða.“ Spenna myndaðist „Ég get ekki sagt að leikur þeirra hafi komið okkur í opna skjöldu. Við höfðum séð leiki með þeim bæði gegn Parísarliðinu í síðustu umferð framan af. Er þijár mínútur lifðu af leiknum var staðan orðin 20:14, en með mjög óvönduðum lokakafla tókst ekki að gera eins gott úr þeirri stöðu sem upp var komin og Norð- menn fögnuðu innilega átta marka sigri. Drammen liðið leikur sterkan vamarleik þar sem leikmenn vinna mjög vel saman, en sóknarleikur þeirra er hins vegar ekki ýkja öflug- ur. Þeir leika fremur langar sóknir og lentu m.a. í því í síðari hálfleik að fá í tvígang dæmda á sig töf. Liðið er langt frá því að vera jafn öflugt og tölurnar gefa til kynna og ljóst að það er ekkert topplið á íslenskan mælikvarða, en það er UMFA ekki heldur. Einar Þorvarðarson og lærisvein- ar hans eiga vandasamt verkefni fyrir höndum á fimmtudagskvöldið og ljóst að algjör toppleikur verður að nást eigi að vera möguleiki að velgja Drammenliðinu undir ugg- um. Sú von er veik en leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað hefur verið til leiksloka. Róbert og Páll voru skástir Mosfellinga í síðari hálfleik, þá átti Jóhann Samúelsson þokkalegan sprett, en allir eiga leik- menn það sammerkt að þeir mega ekki gleyma þessum leik - hann er víti til varnaðar. og gegn Elveram í deildinni nýlega. Við vorum bara að gera mikið af byijendamistökum. Þegar það fór að gerast myndaðist mikil spenna hjá öllum leikmönnum sem erfitt var að rífa sig upp úr. Þá vorum við ragir við að skjóta á markið. Síðari hálf- leikur var mun betri lengst af. En þetta er ekki búið,“ sagði Bjarki Sig- urðsson. Hryllilegur fyrri hálfleikur „Við lékum hryllilegan fyrri hálf- leik og þar tapaðist þessi leikur. Staðreyndin er sú að vandamál okk- ar í hveijum leik er það að bara einn og tveir leikmenn ná að leika vel og það er slæmt,“ sagði Einar Þorvarð- arson, þjálfari UMFA. „Minn skiln- ingur er sá að það hafi verið pressa og streita í liðinu sem hafði áhrif og menn urðu geysilega hræddir. Þetta lið nær engum árangri í svona leik með þessum hætti heldur verður að fara í leikina af krafti. Við súpum seyðið af því nú.“ FOI_K UMFA átti tuttugu og þijár sóknir í fyrri hálfleik og gerði sem kunnugt er aðeins þtjú mörk. Til marks um um sóknargetu Mosfell- inga í fyrri hlutanum má nefna að Frode Scheie markvörður Drammen varði einungis þijú skot á þessum tíma, eitt vítakast, eitt hraðaupphlaup og eitt skot eftir gegnumbrot. ■ Á sama tíma þá áttu Dramm- enbúar tuttugu og fjórar sóknir og gerðu þrettán mörk. í síðari hálf- leik var gerðu leikmenn UMFA ell- efu mörk úr tuttugu og einu upp- hlaupi og Norðmenn níu mörk úr tuttugu sóknum. ■ FRODE Scheie varði alls fjögur af fimm vítaköstum UMFA í leikn- um, tvö frá Bjarka Sigurðssyni og tvö frá Ingimundi Helgasyni. ■ DRAMMENLIÐIÐ er skipað sex leikmönnum sem hafa verið að leika með norska landsliðinu á síð- ustu misserum. það eru þeir Glenn Solberg, Frode Hagen, Svein Heim Bjerr, Marius Riise, Geir Oustorp og Knut Jakobsen. ■ HVERT sinn sem leikur Drammen og UMFA var stöðvaður voru lög leikin af plötum. Mesta bar á ylhýrum norskum ballöðum en einu sinni er leikurinn var stopp- aður og leikmenn UMFA sáu ekk til sólar glumdi í hátalarakerfi húss ins, lagið úr kvikmyndinni Life o Brian, Always look at the brigh side of life.., eða ævinlega skal liti á björtu hliðar lífsins. Norsk kald- hæðni eða hrein tilviljun? ■ AXEL Stefánsson markvörðui Stjörnunnar skelfdi vítaskýttui Víkinga á laugardaginn. Víkingai fengu þijú vítaskot, tvö varði Axe. en eitt fór yfir. ■ SIGURÐUR Bjarnasoi Stjörnumaður lék aðeins í sókninr gegn Víkingum á laugardaginr Gömul úlnliðsmeiðsl tóku sig up og að sögn Sigurðar mun það tak hann tíma að ná sér að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.