Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 B 3 VIÐSKIPTI Granada náði yfir- ráðum yfir . Forte London. Reuter. GRANADA-fyrirtækið hefur náð yf- irráðum yfír hótel- og veitingahúsa- fyrirtækinu Forte eftir harða bar- áttu, sem kostar Granada 3.9 millj- arða punda. I yfírlýsingu frá Granada-fyrir- tækinu sagði að tilboð þess hefði fengið samþykki hluthafa, sem eiga 60,89% í Forte, en þá lágu endanleg- ar tölur enn ekki fyrir. Þannig varð ljóst að Granada hafði sigrað í ein- hverri hörðustu baráttu, sem brezkt fyrirtæki hefur háð til að komast yfír annað fyrirtæki á síðari árum. „Við erum auðvitað ánægðir með niðurstöðuna," sagði Gerry Robin- son, aðalframkvæmdastjóri Granada. „Sir Rocco Forte og samstarfsmenn hans hafa haldið uppi kröftugri varn- arbaráttu." „Nú verður starf okkar í því fólg- ið að nýta til fullnustu þá möguleika, sem við höfum, núverandi og nýjum hluthöfum til góðs.“ Stjómarformaður Forte, Sir Rocco Forte, hefur barizt af alefli fyrir því að varðveita sjálfstæði fyrirtækisins, sem faðir hans stofnaði í kreppunni. „Auðvitað erum við vonsvikir," sagði hann. „Þetta var barátta tveggja lífs- skoðana. Við töpuðum tilboðsstríð- inu. Ég held við höfum ekki tapað rökræðunni." Mercury réð úrslitum Örlög Forte voru ráðin þegar hlut- hafinn Mercury Asset Management, kom til stuðnings Granada skömmu áður en tilboðið rann út. Mercury á rúmlega 14% hlutabréfa í Forte og álíka stóran hlut í Granada. Vitað er að Mercury hefur verið ánægt með stjóm Robinsons á Granada. Granada hefur haldið því fram að auka megi hagnað Forte um 100 milljónir punda á ári. Granada hyggst selja Exclusive og Meridien glæsihótel og fá 2.1 milljarð punda fyrir söluna á þeim og öðrum eignum Forte. í staðinn hyggst Granada ein- beita sér að meðaldýrum og ódýrum hótelum og veitingahúsum. Forte vildi hins vegar einbeita sér að hótelrekstri og leggja áherzlu á dýr og meðaldýr hótel. Hlutabréf í Granada lækkuðu um 17 pens í 679, en bréf í Forte hækk- uðu um 10 pens í 383. ------» ♦ 4----- Fokker fær greiðslufrest Samstarfsaðila leitað logandi ljósi Amsterdam. Reuter. HERT hefur verið á örvæntingafull- um tilraunum til að bjarga flugvéla- verksmiðjunum Fokker NV síðan dómstólar urði við beiðni þeirra um greiðslustöðvun. Hans Wijers efnahagsráðherra sagði í útvarpsviðtali að leitað væri eftir samstarfí við skyld alþjóðleg fyrirtæki, sem gætu veitt aðstoð til að vekja Fokker til lífsins. „Það er æskilegasta lausnin,“ sagði Wijers og kvað fyrirtæki í Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu hafa látið í ljós áhuga, en neitaði að nefna nokkur nöfn. Blöð í Hollandi hafa oft tæpt á því að Bombardier í Kanada kunni að koma Fokker til bjargar, en sjálft hefur fýrirtækið útilokað það. Wijers sagði að þrír stjórnskipaðir skiptaráðendur hefðu það hlutverk með höndum að tryggja samninga, sem gætu bjargað fyrirtækinu, en tók fram að ríkisstjórnin væri reiðu- búin að leggja sitt af mörkum. Áður en viðskipti með hlutabréf í Fokker áttu að hefjast að nýju á miðvikudag var óopinbert verðgildi þeirra 1,50 gyllini og höfðu þau lækkað um 4,70 gyllini úr 6,20 á föstudag. Fyrirtæki - stofnanir Haldið verður sérstakt hraðlestramámskeið fyrir starfs- menn fyrirtækja og stofiiana. Námskeiðið hefst n.k. þriðjudag, 30. janúar. Kennt verður þijá þriðjudaga í röð kl. 17:00-19:30. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. Fax 564-2108 I I IXA.m J-STRARS Kíf»I JNISJ DUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. scandTc LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Samstarf ■ þína þágu Vildarkorthafar Flugleiða og SAS EuroBonus korthafar safna nú punktum hjó bó&um félögunum db eigin vali. A^ieð auknu samstarfi SAS og Flugleiða njóta SAS EuroBonus korthafar og Vildarkorthafar Flugleiða sífellt meiri hlunninda. Þeir sem tilheyra öðrum hvorum klúbbnum geta áunnið sér punkta á ákveðnum flugleiðum og síð- an tekið út bónusferðir hjá SAS eða Vildarferðir hjá Flugleiðum þegar þeir hafa unnið sér inn nógu marga punkta til þess. Þeir sem ferðast á Saga Class og félagar í Icelandair Business Club fá aðgang að EuroClass Lounge SAS á áætlunarstöðum Flugleiða og betri stofa Flugleiða í Leifs- stöð er opin öllum EuroClass far- þegum. Kynntu þér sífellt fjölbreyttari ferðamöguleika og enn betri þjónustu SAS og Flugleiða! /////S4S IŒLANDAIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.