Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI REYKJAVÍKURHÖFN, Sundahöfn Klettar, svœbi 3 R IEYKJAVIKURHÖFN hefur tekið miklum um- skiptum á undanförnum árum. Ekki er langt síð- an lokið var við gagngerar endur- bætur á miðbakka gömlu hafnar- innar og einnig hafa miklar end- urbætur verið gerðar á öðrum hlutum hennar. Þetta hefur verið gert með það að leiðarljósi að fegra umhverfí hafnarinnar og skapa greiðari aðgang að henni fyrir almenning enda liggur nú ein helsta umferðaræð miðbæjar- ins meðfram hafnarbakkanum. Þá hefur höfnin öll verið dýpkuð og aðstaða í fiskiskipahöfninni bætt að ógleymdum miklum framkvæmdum í Sundahöfn, sem byggð hefur verið upp sem vöru- flutningahöfn á undanförnum árum. Ýmsar framkvæmdir eru ennfremur á döfinni hjá hafnaryf- irvöldum. Reykjavíkurhöfn er í dag alhliða höfn sem þjónar bæði vöruflutn- ingum og ýmiss konar atvinnu- starfsemi. Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar, segir að helstu verkefni sem þar sé sinnt séu almennir vöruflutn- ingar og olíufiutningar, bæði inn- flutningur og strandflutningar. „Þá rekum við eina af stærstu fískihöfnum landsins, en á undan- förnum árum hefur mesta afla- verðmætið farið hér í gegn. Á síð- ustu árum hafa skemmtiferðaskip- in síðan skipað æ stærri sess hjá okkur, sem og þjónusta við erlend fískiskip, sem hafa aukið komur sínar hingað á undanförnum þrem- ur árum.“ Ný olíuhöfn í Örfirisey Sú framkvæmd sem nú stendur fyrir dyrum hjá hafnaryfírvöldum er að koma upp nýrri bryggju fyr- ir olíuskip úti í Örfírisey. Hannes segir að hjá Reykjavíkurhöfn hafi menn um nokkurt skeið verið að leita lausna fyrir olíuflutninga um höfnina. Olíufélögin hafí ekki verið ánægð með það að olíuskipin þurfi að liggja við bauju og dæla ol- íunni í land, auk þess sem óánægja hafí verið með að aðeins ein leiðsla væri til staðar fyrir losun skip- anna. Lengi hafí verið rætt um að koma upp bryggju fyrir þessi skip og nú hafí verið ákveðið að láta slag standa. „Framkvæmdim- ar í Örfirisey munu hefjast á þessu ári og er reiknað með því að þeim ljúki árið 1998. Heildarkostnaður við verkið er áætlað- ----------— Aukinn kraftur í framkvæmdum Reykja víkurhafnar Miklar framkvæmdir hafa staðið yfír við Reykj avíkurhöfn á undanfömum árum og hefur umhverfí hennar tekið miklum stakka- skiptum. Enn er þó mikið verk óunnið á hafnarsvæðinu og nú stendur m.a. til að reisa nýja olíuhöfn úti í Örfírisey. Þorsteinn Víglundsson ræddi við Hannes Valdimars- son hafnarstjóra um þær framkvæmdir sem framundan eru. Landanir erlendra fiskiskipa hafa aukist ur tæpar 470 millj- ónir króna," segir Hannes. Að sögn Hannesar mun þessi bryggja hafa það í för með sér ^“ að olíuskipin geti lagst þar að og hægt verði að dæla mörgum teg- undum olíu samtímis í tankana, sem er umtalsverð breyting frá því sem er í dag. Þetta hraði af- greiðslutíma skipanna mjög. Hann segir skip allt að 45 þúsund tonnum muni geta lagst að bryggju í höfn- inni, en algengast sé að þau skip sem séu í flutningum hingað til lands séu um 30-35 þúsund tonn. Hannes segir að um 80-90% allra olíuflutninga á íslandi fari um Reykjavíkurhöfn, en fyeim þriðju hluta hennar sé síðan skipað að nýju út í olíuflutningaskip olíu- félaganna hér á landi og dreift víðs vegar um landið. Þá flutninga hafí verið hægt að þjónusta við bryggju í Örfirisey, en í Lauga- nesi þurfí að lesta olíuna um leiðslu út í bauju, líkt og við losun stærri tankskipanna. Hann segir hins vegar að ekki verði farið út í neinar frekar fram- kvæmdir þar fyrr en að fyrir liggi hvaða áhrif hið nýja dreifíngar- fyrirtæki Olís og Olíufélagsins, Ölíudreifing ehf., muni hafa á þennan dreifingarmarkað. Enn óljóst með Irving Oil Framkvæmdirnar við olíuhöfn hins vegar ekki einu fram- - kvæmdirnar sem eru á döf- inni hjá Reykjavíkurhöfn. Víða er unnið að uppfyll- ingu í landi hafnarinnar og er þannig hægt og rólega verið að móta það framtíð- arlandsvæði sem höfnin tel- ur sig hafa þörf á. Meðal þeirra svæða sem nú er unnið að uppfyll- ingu á er svokallað Klettasvæði, vestast í Sundahöfn, en þar hefur Irving Oil m.a. verið lofað aðstöðu ef félagið lætur verða af áformum sínum um að koma inn á olíu- markaðinn hér á landi. eru Hannes segir að enn hafi ekk- ert heyrst frá Irving Oil um áform þeirra hér á landi. Fyrirtækið hafi á sínum tíma fengið úthlutað landsvæði við Klettasvæði en óljóst er hvort ljúka þurfi við upp- fyllingu og uppbyggingu svæðis- ins strax ef Irving ákveður að hefja starfsemi hér á landi. „Út- hlutun þeirra miðast við Kletta- svæðið en við höfum sagt þeim að hafnarmannvirki fyrir olíu- afgreiðslu yrðu seinna á ferðinni þar en í Örfirisey. Það gæti þó komið til álita að setja þá niður í Örfirisey en það yrði að meta hvor kosturinn telst betri þegar þar að kemur.“ Hannes segir hins vegar að frekari þróun þessa svæðis hafi verið sett á ís að sinni. „í okkar áætlunum á síðasta ári var gert ráð fyrir því að undirbúa fram- kvæmdir á báðum stöðum. En þegar breytingarnar voru gerðar á dreifingarkerfi olíufélaganna hér á landi, þá ákváðum við að fresta framkvæmdum við Klettasvæði, á meðan verið væri að greiða úr framtíðarstefnu fyrir olíudreifíngu hér á landi.“ Þá segir Hannes það hafa tafið málið nokkuð að vera með olíu- hafnir á tveimur stöðum á Reykjavíkursvæðinu. Á endanum hafi verið ákveðið að byija Ör- firisey þar sem þar sé stærsta aðstaðan og tvö olíufélaganna með aðstöðu sína þar. Hins vegar komi til greina að þróa fjölnota hafnarbakka á Klettasvæði, svo þar megi sinna bæði olíuflutning- um og ýmsum öðrum flutningum. Stöðugt unnið að landþróun Eins og sjá má á meðfylgjandi kortum eru fjölmörg önnur svæði skilgreind sem þróunarsvæði hjá Reykjavíkurhöfn. Hannes segir að erfitt sé að segja til um hve- nær þörf verði fyrir þessi svæði og þá hvenær framkvæmdir hefj- ist af fullum krafti við þau. Það fari eftir eftirspurn „Fram- kvæmdir eru í raun hafnar á öllum þessum svæðum því við tökum á móti því efni sem til fellur t.d. við gatnagerð, grunnagerð og aðrar framkvæmdir. Einnig nýt- um við það efni sem til fellur í okkar eigin framkvæmdum. Þannig nýttum við allt efni sem féll' til við dýpkunarframkvæmdir í gömlu höfninni til uppfyllingar annars staðar. Við erum því til- búnir til að bregðast við þegar þörf er á.“ Hannes nefnir _____________ sem dæmi þróun- arsvæðið við Vestur- höfnina. Hann segir að það sé hugsað fyrst og fremst fyrir starfsemi í sjávarút- vegi. Talsverð uppbygging hafi verið á þessu svæði á árunum 1985-1990, en uppbygging í sjáv- arútvegi hafi verið hæg á undan- förnum árum og því lítið um fjár- festingar þarna. Hins vegar hafi eftirspurn eftir húsnæði þarna farið vaxandi að nýju á undan- Vöruflutningar um Reykjavíkurhöfn 1980-95 ----2,5 Landaður afli - 2,0 1,5 1,0 0,5 1 0,0 1980 '85 '90 '95 Framkvæmdir vid nýja olíu- höfn í Orfiris- ey hefjast I ár förnum mánuðum. Þegar sé búið að reisa eitt nýtt hús og ný fyrir- tæki hafi flutt á svæðið. Einnig hafí fjöldi fyrirtækja sóst ýmist eftir aðstöðu í eldra húsnæði eða lóðum til nýbygginga. Því sé höfn- in reiðubúin til að ráðast í frekari landfyllingu á þessu svæði, haldi eftirspurnin áfram að aukast. Þá segir Hannes að við Sunda- höfn sé áætluð landfylling sem myndi tengja núverandi athafna- svæði Eimskips við athafnasvæði Samskipa við Holtabakka. Upp- bygging þess svæðis sé háð því hversu mikið landsvæði þessi skipafélög eða hugsanlega ein- hveijir aðrir aðilar þurfi á að halda. Eimskip hafí þegar óskað eftir um 50 þúsund fermetra stækkun á landsvæði sínu og hafí hafnarstjórn samþykkt þá ósk á fundi sínum nýlega. Komur skemmtiferðaskipa hafa stóraukist Lítill vöxtur hefur verið í hefð- bundnum flutningum um Reykja- víkurhöfn á undanförnum árum, að sögn Hannesar. Hann segir að vöruflutningar til og frá land- inu hafi verið nokkuð stöðugir og olíunotkun landsmanna sömuleið- is. Því hafi hafnarstjórn þurft að leita annarra leiða við markaðs- setningu hafnarinnar. Þar hafi einkum þrennt komið til; landanir og þjónusta við erlend fiskiskip og koma erlendra skemmtiferða- skipa og hafi vöxturinn verið umtalsverður á þessum sviðum. Loks má nefna viðleitni við að auka milliflutninga og laða að hafnsækna starfsemi. „Þjónustan við skemmtiferða- skipin hefur verið hluti af starf- semi hafnarinnar í áratugi og nær jafnvel langt aftur fyrir stríð en framundir 1990 höfðu hér mest komið um 20 skip. Síðan þá höf- um við unnið mikið að þessu í samstarfi við ferðaskrifstofur hér á landi, sem sáu einar um þetta markaðsstarf framan af. Meðal annars höfum við tekið þátt í al- þjóðasamstarfi á þessu sviði og hefur markaðsstjóri okkar, Ágúst Ágústsson, unnið innan slíkra samtaka og er reyndar í stjórn samtakanna Cruise Europe. Auk þess höfum við unnið skipulega að því að auka komu skemmti- ferðaskipa á þetta hafsvæði í samvinnu við lönd á borð við Noreg, Grænland og Færeyjar. ------ Þetta starf' okkar hefur borið þann árangur að komufjöldi skemmtiferða- skipa hingað til lands hefur tvöfaldast á 3-4 árum.“ __ Hannes segir að hluti- þessarar aukningar stafí af því að þessi grein hafí vaxið mjög í heiminum á undanförnum árum og sé sú grein sem hafi vaxið hvað mest í ferðaþjónustu. Árlegur vöxtur hennar hafí verið um 10% og það sé stefna hafnaryfirvalda að komum skemmtiferðaskipa hingað til lands fjölgi ekki minna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.